Morgunblaðið - 16.03.2002, Síða 42
UMRÆÐAN
42 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
S
íðasta ár var á margan
hátt slæmt fyrir
Bandaríkin. Fyrir um
ári hófst niðursveiflan
í efnahagslífinu og í
september kom hryðjuverkaárás-
in. Í ítarlegri úttekt The Econ-
omist á stjórnun fyrirtækja undir
yfirskriftinni „Back to the Bas-
ics“ kemur fram að í Bandaríkj-
unum er góð stjórnun fyrirtækja
nú talin nauðsynleg sem aldrei
fyrr. Fyrirtæki sem njóta góðra
stjórnenda koma ósködduð und-
an efnahagssamdrætti, góð
stjórnun er gagnleg á uppgangs-
tímum en nauðsynleg í nið-
ursveiflu.
Economist telur að góður
stjórnandi þurfi að vera prýddur
a.m.k. þremur dyggðum: Hann er
heiðarlegur,
nýtinn og
ávallt viðbú-
inn. (Sem sagt
hann er
skáti.) Þessar
dyggðir höfðu
netbólu-
forstjórarnir
ekki allir til að bera og því fór
sem fór (meðal annars).
Economist hefur ábyggilega
margt til síns máls þarna. Heið-
arleiki og nýtni hafa kannski ver-
ið taldar dálítið gamaldags
dyggðir, það var meira í takt við
netbólutískuna að leika mörgum
skjöldum og kaupa nýtt. En flest-
ir stjórnendur eru auðvitað heið-
arlegir, eins og Economist bendir
á, en heiðarleiki er meira en að
fara eftir lögum. Stjórnendur
þurfa t.d. að vera heiðarlegir
gagnvart virði fyrirtækis og
möguleikum þess, gera ekki
meira úr því en efni standa til.
Enron kemur þarna upp í hug-
ann. Þar reyndu stjórnendur að
standa undir væntingum fjöl-
miðla, greiningaraðila og ráð-
gjafa og gerðust óheiðarlegir á
ýmsa vegu. Enron er náttúrlega
stórt dæmi um hvert óheiðarleiki
getur leitt stjórnendur og fyr-
irtæki. En einhvers staðar byrjar
óheiðarleikinn og því vísast fyrir
stjórnendur að halda sig alfarið á
beinu brautinni.
Heiðarleiki starfsmanna er
einnig mikilvægur og gerir Ec-
onomist uppljóstrara eða „whist-
leblowers“ einnig að umtalsefni.
Margir stjórnendur fyrirtækja
hafa gert eins og stjórnendur
Landssímans gerðu, að reka upp-
ljóstrarann. Slíkir fyrrverandi
starfsmenn hafa lítil sem engin
réttindi eða lagalega vernd en
eru undir miklu álagi, alveg einir
á báti. Economist nefnir fyr-
irtæki sem leggur áherslu á heið-
arleika starfsmanna, breska
bankann Abbey National. Bank-
inn lætur starfsmönnum í té sér-
stakan bækling þar sem þeim er
kynnt hvert þeir geta snúið sér,
innan eða utan fyrirtækisins, ef
þá grunar að ekki sé allt með
felldu í rekstri fyrirtækisins.
Þetta eru skilaboð um að fyrir
heiðarleika sé umbunað.
En að næstu dyggð: „Á svip-
aðan hátt er nýtni ekki bara að
skera niður þegar illa árar. Góð-
ur stjórnandi er nýtinn í öllu ár-
ferði, leitar ávallt nýrra leiða til
að minnka kostnað og skapar
þannig andrúmsloft að sóun er
óviðunandi, hvernig sem efna-
hagsástandið er.“ Eitthvað á
þessa leið hljómar boðskapur
Economist.
Þegar fram koma merki um
efnahagslega niðursveiflu eru
fyrstu viðbrögð fyrirtækja að
minnka kostnað. Draga úr birgð-
um, fækka starfsfólki og hvað
sem er. Uppsagnir starfsfólks
hafa vakið hvað mesta athygli í
þeirri niðursveiflu sem gekk yfir
Bandaríkin einna helst í fyrra en
einnig Evrópu. Uppsagnirnar
koma snögglega eins og stjórn-
endur átti sig allt í einu á því að
nú þurfi að spara. Fyrirtæki hafa
líka aflagt bónusa og auka-
greiðslur til að spara. (Reyndar
þekkja fáir bónusa og auka-
greiðslur á Íslandi.) Raunin er sú
að nýtin fyrirtæki þurfa ekki að
segja upp fólki. Á slæmum tím-
um sem og góðum eru störf
öruggari í nýtnum fyrirtækjum
vegna þess t.d. að þar er yf-
irbygging lítil.
Nokkur vel rekin fyrirtæki í
Bandaríkjunum eru af þessu tagi
og nefnir Economist fyrirtæki
fjárfestisins Warren Buffet í
Omaha í Nebraska og Wal-Mart í
Bentonville í Arkansas. Þar er
yfirbyggingin engin, fyrirtækin
og stjórnendur þeirra eru íhalds-
söm, starfsfólk borgar kaffið sitt
sjálft og forstjórarnir fara út með
ruslið. Nýtni er í hávegum höfð.
Þriðja dyggð stjórnandans er
að vera alltaf viðbúinn og gera
áætlanir fram í tímann. Econom-
ist bendir á að talsmenn nýja
hagkerfisins (eins og það var nú
ágætt hugtak) hafi horfið frá því
að stjórnendur væru viðbúnir og
gerðu áætlanir. „Af hverju að
vera viðbúinn þegar enginn veit
hverju á að búast við, var rök-
semdafærslan,“ segir m.a. í Ec-
onomist. Núna hafa reyndar
mörg fyrirtæki „nýja hagkerf-
isins“ tekið upp áætlanagerð að
nýju, sum hafa reyndar aldrei
sagt skilið við hana.
Þessar kenningar eiga auðvitað
við á Íslandi eins og í Bandaríkj-
unum. Hér hefur orðið nið-
ursveifla með samdrætti hjá fyr-
irtækjum, uppsögnum starfsfólks
og umfangsmiklum hagræðing-
araðgerðum hjá mörgum fyr-
irtækjum. Ýmsum hefur tekist
vel upp, öðrum miður og hafa þar
stjórnunaraðferðir örugglega
eitthvað að segja.
Kynslóðabilið hefur þýðingu
fyrir fleira en stjórnunarhætti.
Það kemur m.a. fram í mati
manna á því að skulda. Yngri
kynslóðin hefur meiri tilhneig-
ingu til að líta á skuldir sem sjálf-
sagðar á meðan sú eldri vill helst
ekki skulda nokkurn skapaðan
hlut. Breyttar aðstæður á fjár-
málamarkaði hafa einnig haft sitt
að segja. Í fortíðinni var traust
lykilatriði og handsal þýddi bind-
andi samning. Með reglustýrðum
markaði nútímans og kröfu um
ritaðar heimildir verður svigrúm-
ið minna.
Eins og Economist bendir á er
lærdómurinn sem draga má af
niðursveiflunni sá að góðir
stjórnendur séu stöðugt heið-
arlegir, nýtnir og viðbúnir til
lengri tíma. Það eykur hag hlut-
hafanna og stjórnendanna
sjálfra.
Fortíðar-
dyggðir
Eins og Economist bendir á er
lærdómurinn sem draga má af nið-
ursveiflunni sá að góðir stjórnendur
séu stöðugt heiðarlegir, nýtnir og
viðbúnir til lengri tíma.
VIÐHORF
Eftir
Steingerði
Ólafsdóttur
steingerdur-
@mbl.is
LANDSÍMA-
hringavitleysan hefur
gert sjálfstæðismönn-
um örðugt um vik að
ná vopnum sínum í
komandi kosningabar-
áttu í Reykjavík.
Ákvörðun samgöngu-
ráðherra um að snar-
hækka þóknanir
stjórnarmanna Sím-
ans var eins og að
hella olíu á eld, enda
hefur allur almenn-
ingur orðið skömm á
því forstjóra-siðferði
sem þrífst í þessu
landi. Margt hefur þó
áunnist á síðustu vikum. Björn
Bjarnason hefur valist til forystu
borgarstjórnarflokksins og tekist
hefur að setja saman gæfulegan
lista. Með tilkomu Björns hefur
málefnastaðan gjörbreyst.
Birni hefur m.a. tekist að koma
því til leiðar að R-listafólk getur
ekki lengur vikið sér undan slæmri
skuldastöðu borgarinnar. Ingi-
björg Sólrún, borgarstjóri R-
listans, neitar því ekki lengur að
skuldir borgarinnar hafi aukist um
9 milljónir á dag á valdatíma henn-
ar. Og hún ber ekki lengur við að
neita því að skuldirnar muni halda
áfram að aukast um 9 milljónir á
dag meðan hún situr við völd.
En borgarstjóri R-listans hefur
einstakt lag á að koma sér undan
óþægilegri gagnrýni með því að
slá ryki í augu fólks. Hún bregst
t.d. við gagnrýninni um ískyggi-
lega skuldastöðu með því að halda
því fram að eignir borgarinnar
hafi aukist um 37 milljónir á dag
síðan hún tók við völdum. Það sé
því engin ástæða til að hafa
áhyggjur af því þótt skuldirnar
aukist um 9 milljónir á dag, því
eignirnar aukist um 37 milljónir!
Það segir sitt um íslenska fjöl-
miðlaumræðu að stjórnmálaforingi
skuli telja sig komast upp með að
hafa í frammi slíkar blekkingar.
Talan 37 milljónir er m.a. fundin
út með því að leggja
mat á ýmsar fram-
kvæmdir borgarinnar,
svo sem holræsagerð,
malbikun, byggingu
skóla o.s.frv. Hér er
því alls ekki um
eignamyndun að ræða
sem mun standa undir
greiðslu skulda. Þetta
er að stórum hluta
viðhald á mannvirkj-
um borgarinnar og
eðlileg uppbygging á
grunngerð borgar-
samfélagsins. Þar til
Ingibjörg Sólrún sett-
ist í borgarstjórastól-
inn hafði borgaryfirvöldum tekist
að sjá fyrir slíkum grunnþörfum
borgarbúa í sjötíu ár án þess að
stofna til stórkostlegra skulda.
Hér er komið enn eitt dæmið
um að Enron-líking Björns
Bjarnasonar hittir beint í mark.
Líking Björns er snjöll vegna þess
að hún sýnir staðreyndir um fjár-
málastjórn borgarinnar í nýju
ljósi. Þessar staðreyndir hafa lengi
legið fyrir, en fólk hefur ekki áttað
sig almennilega á þeim. Með því að
benda á líkindin við blekkingarvef
stjórnenda Enron, þá staldra
menn óneitanlega við og fara að
hugsa sinn gang. Það er þess
vegna sem Enron-líkingin fer svo
fyrir brjóstið á R-listafólki sem
raun ber vitni. Það er ekki til
skelfilegri tilhugsun meðal R-lista-
manna en að kjósendur geri sér
raunverulega grein fyrir skulda-
stöðu borgarinnar.
Björn Bjarnason benti á að
stjórnendur Enron hefðu stofnað
sjóði um skuldir fyrirtækisins til
að sýna betri stöðu út á við. Það er
staðreynd að R-listinn hefur í
stórum stíl fært skuldir yfir á fyr-
irtæki borgarinnar til að fegra
reikninga borgarsjóðs. Það er líka
staðreynd að R-listinn stofnaði
sérstakt hlutafélag, Félagsbústaði,
og skuldsetti það geysilega til þess
að láta reikninga borgarsjóðs líta
betur út á pappírnum. Er nema
von að Enron komi upp í hugann?
Líking Björns á þó ekki síður
við að því leyti að það var oflát-
ungsháttur sem varð stjórnendum
Enron að falli. Þeir höfðu alltaf
talað eins og þeir væru óskeikulir
– og þegar halla tók undan fæti
reyndu þeir að hylja skuldaslóðina
með blekkingum og digurbarka-
legu tali. Ýmis ummæli R-lista-
manna – eins og t.d. yfirlýsing
Ingibjargar Sólrúnar um 37 millj-
óna króna eignaaukningu á dag
eða þúsund milljónirnar til Línu.-
net sem óvart urðu að hundrað
milljónum í munni hennar – eru til
vitnis um oflátungshátt og veru-
leikafirringu sem gæti haft ófyr-
irsjánlegar afleiðingar fyrir borg-
arbúa.
Það er full ástæða til að hafa
þungar áhyggjur af skuldastöðu
Reykjavíkurborgar. Hreinar
skuldir borgarinnar hafa áttfaldast
í tíð Ingibjargar Sólrúnar. Reyk-
víkingar borga þegar talsvert
hærri skatta en gert er í ýmsum
nágrannasveitarfélögum. Með
lóðaskortinum hefur R-listinn kall-
að stöðnun yfir borgina. Þetta þýð-
ir þyngri skattbyrði borgarbúa
næstu áratugi og minna svigrúm
til framkvæmda. Reykvíkingar
byggju við allt aðra framtíðarkosti
ef borgin hefði staðið opin öllu því
fólki sem flust hefur til annarra
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu á undanförnum árum.
Enron-líkingin
hittir í mark
Jakob F. Ásgeirsson
Reykjavíkurborg
Það er full ástæða til að
hafa þungar áhyggjur,
segir Jakob F. Ásgeirs-
son, af skuldastöðu
Reykjavíkurborgar.
Höfundur er rithöfundur.
STAM er ein af þeim
fötlunum sem auðvelt
er að fela. Maður þegir
bara. En það er nú einu
sinni þannig að aðal-
samskiptamáti fólks er
tal og það er eins með
samskipti og aðrar
íþróttir að æfingin
skapar meistarann.
Allir sem geta talað
verða því að tjá sig, líka
þeir sem stama, ef þeir
ætla að verða liprari í
tali. Því meira tal, því
betra.
Sá sem stamar er
gjarnan spenntur áður
en hann hefur mál sitt, sérstaklega
ef sá sem hann talar við er honum
lítt eða ekki kunnugur og veit ef til
vill ekki að viðkomandi stamar. Þá
veldur óttinn við stamið svo mikilli
spennu að öruggt má telja að sam-
ræðurnar hefjist á stami og festum.
Ef aftur á móti væri hægt að hefja
samtalið á þeim skilaboðum að við-
mælandi áttaði sig á að viðkomandi
stamaði og ætlaði að ræða við hann í
rólegheitum. Hvorugur myndi grípa
alvarlega fram í fyrir hinum og það
lægi bara ekkert á. Þá eru verulegar
líkur á að stamið yrði minna og væg-
ara.
En hvernig á maður þá að hefja
samtal þannig að spenna minnki? Sá
sem stamar er tregur
til að ganga fram og
segja „hæ, ég stama“
eða „mig langar að
ræða um stam“. Hann
þvingar ekki félaga
sína til að tala um stam.
Flestir vita að hann
stamar en þeir vita
ekki að það má ræða
um það. Þeir eru lík-
lega feimnir við að
ræða það, halda að það
sé ekki æskilegt um-
ræðuefni, feimnismál.
En það er einmitt mjög
æskilegt umræðuefni.
Spurningin er bara,
hvernig byrjar maður að ræða um
stam?
Það er t.d. hægt að spyrja hvort
viðkomandi hafi séð greinina í
Mogganum um stam, þ.e. þessa
grein. Svo má ræða það fram og aft-
ur hvort viðkomandi sé sammála
þeirri skoðun sem hér kemur fram,
o.s.frv.
Nákvæmlega sama á við um börn
og fullorðna. Til dæmis í fjölskyldu-
boðum eins og afmælum og ferming-
arveislum er óþægilegt fyrir alla ef
látið er sem ekkert sé ef barn stam-
ar. Ræðið frekar við barnið um dag-
inn og veginn á þann hátt að það geti
svarað í frekar stuttu máli. Stundum
bara með já og nei. Þá vex barninu
sjálfstraust og þor. Þá er líka hægt
að spyrja hvernig gangi að tjá sig.
„Finnst þér óþægilegt að tala um
stamið?“ Það er einnig í lagi að tala
um stam barnsins á jákvæðan hátt,
t.d. „Nonni er duglegur að tala þrátt
fyrir stamið.“ Það er verra að pískra,
þegar maður heldur að enginn heyri.
Tölum frekar um stam opið á eins já-
kvæðan hátt og okkur er unnt.
Allir kennarar ættu að ræða við þá
nemendur sína, sem stama, um það
hvernig haga eigi samskiptum í tím-
um. Hvenær og hvernig hentar að
taka upp nemandann til að lesa upp-
hátt eða segja eitthvað yfir bekkinn.
Leikskólar ættu að fá einhvern frá
Málbjörgu til að fræða um stam
ungra barna.
Öll skulum við hætta í feluleik.
Ræðum um stam.
Ég stama og það
má tala um það
Björn Tryggvason
Stam
Tölum frekar um stam
opið, segir Björn
Tryggvason, á eins já-
kvæðan hátt og okkur
er unnt.
Höfundur er formaður Málbjargar,
félags um stam.