Morgunblaðið - 16.03.2002, Page 49
Eftir athöfnina verður gengið á
Torgið í Tónlistarskólanum þar sem
boðið verður upp á kaffiveitingar.
Allir eru hjartanlega velkomnir í
Hafnarfjarðarkirkju, Hásali og Tón-
listarskólann á samstarfsdegi kirkj-
unnar og skólans.
Skólastjóri, sóknarnefnd og
prestar.
Æðruleysismessa í
Dómkirkjunni
ÆÐRULEYSISMESSA, tileinkuð
fólki sem leitar bata eftir tólf-
sporaleiðinni, verður í Dómkirkj-
unni sunnudaginn 17. mars kl.
20:30. Einhver mun segja þar af
reynslu sinni úr baráttunni við
áfengissýkina.
Magga Stína Blöndal, Birgir og
Hörður Bragasynir, sjá um fjöl-
breytta tónlist.
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, pré-
dikar. Sr. Hjálmar Jónsson leiðir og
sr. Anna Sigríður Pálsdóttir og sr.
Jakob Ágúst Hjálmarsson leiða fyr-
irbæn.
Árdegismessur
í Landakirkju
BREYTTUR messutími verður í
Landakirkju fram á pálmasunnu-
dag. Það er tilraun sem felur í sér að
barnaguðsþjónusta og almenn guðs-
þjónusta hefst á sama tíma kl. 11:00
árdegis. Þegar líður á messuna leiða
barnafræðararnir börnin yfir í
Safnaðarheimilið með ljósi sem
tendrað er á altarisljósi Landa-
kirkju undir öðrum eða þriðja sálmi.
Þannig á fjölskyldan öll gott með að
koma á sama tíma til kirkju og fólk
getur valið hvort það situr áfram
uppi í kirkju við hefðbundna guðs-
þjónustu og prédikun eða færir sig
yfir í líflega barnaguðsþjónustu í
safnaðarsalnum. Þar er lögð
áhersla á söng, sögur, leikrit og
spjall. Báðar samverurnar enda á
svipuðum tíma og er yfirskriftin hin
sama fyrir alla, þ.e. boðun, bæn og
lofgjörð. Boðið er upp á kaffisopa
og appelsínudrykki eftir guðsþjón-
ustuna.
Sr. Kristján Björnsson.
Fósturgreining
og „gallað smáfólk“
HANN var áhrifamikill sjónvarps-
þátturinn Óskabarn, sem sýndur
var í ríkissjónvarpinu sl. þriðjudags-
kvöld. Þar var á kyrrlátan og öfga-
lausan hátt brugðið upp myndum af
börnum með Downs-heilkenni og
rætt við foreldra þeirra. Í þessum
viðtölum birtist í hnotskurn sá sið-
ferðilegi vandi og sú tilfinn-
ingakreppa sem vísindin hafa fært
okkur með möguleikum á að greina
„gallað smáfólk“ í móðurlífi.
Á fræðslumorgni í Hallgríms-
kirkju næskomandi sunnudag, 17.
mars, kl. 10:00 munu hjónin og pró-
fessorarnir dr. Guðrún Kristjáns-
dóttir hjúkrunarfræðingur og dr.
Rúnar Vilhjálmsson heilsufélags-
fræðingur ræða þetta efni í ljósi sið-
fræði og heilbrigðisvísinda og svara
fyrirspurnum. Að erindinu loknu
hefst barnastarf og guðsþjónusta kl.
11 í umsjá séra Sigurðar Pálssonar.
Hjónastarf
Digraneskirkju
HJÓNAKVÖLD verður næstkom-
andi sunnudagskvöld 17. mars kl.
20.30.
Gestur okkar að þessu sinni verð-
ur Ísleifur Árni Jakobsson rafeinda-
tæknifræðingur. Efni kvöldsins
verður „Að elska sjálfan sig “. Þetta
er erindi sem Ísleifur Árni hefur
tekið sérstaklega saman fyrir
hjónastarf Digraneskirkju. Í er-
indinu mun hann kynna okkur
hvernig við getum verið betri við
okkur sjálf og þá sem eru í kring um
okkur. Þetta er mjög áhugavert efni
og þarft til umhugsunar.
Að loknum fyrirlestri og fyr-
irspurnum verður boðið uppá
kyrrðarstund í kirkjunni fyrir þá
sem vilja og geta.
Dagskránni lýkur milli kl. 22 og
22:30.
Orgelandakt í
Hjallakirkju
ORGELANDAKT verður í Hjalla-
kirkju í Kópavogi sunnudaginn 17.
mars kl. 17.
Að þessu sinni verður organisti
kirkjunnar Jón Ólafur Sigurðsson
við orgelið og séra Guðmundur Karl
Brynjarsson annast talað mál. Org-
elandaktir eru orðnar fastur liður í
helgihaldi Hjallakirkju og eru
haldnar einu sinni í mánuði og
standa yfir í ca 40 mínútúr og eru að
sjálfsögðu öllum opnar.
Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl.
18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00.
FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam-
koma á morgun kl. 16.
BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi:
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Gunnar Krist-
jánsson, sóknarprestur.
LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Messa
með altarisgöngu kl. 11. Ath. breyttan
messutíma. Á sama tíma er sunnudaga-
skóli sem byrjar í messunni en fyrir prédik-
un ganga börn yfir í safnaðarheimilið og fá
þar fræðslu við sitt hæfi. Kl. 20.30 æsku-
lýðsfundur í Landakirkju.
LÁGAFELLSKIRKJA: Fermingarguðsþjón-
ustur kl. 10.30 og 13.30. Kirkjukór Lága-
fellssóknar. Einsöngur: Gyða Björgvins-
dóttir. Trompetleikur: Sveinn Þórður
Birgisson. Organisti: Jónas Þórir. Barna-
guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 13. Jón
Þorsteinsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Dagur kirkju og
tónlistarskóla. Guðsþjónusta kl.11. Fiðlu-
sveit nemenda Maríu Weiss leikur. Org-
anisti: Natalía Chow. Félagar úr Kór kirkj-
unnar leiða söng. Prestur: Sr. Gunnþór Þ.
Ingason. Sunnudagaskólar á sama tíma í
Hvaleyrarskóla og Strandbergi. Maríuvaka
kl. 20. Stutt helgistund í kirkjunni. Prestur:
Sr. Þórhildur Ólafs. Hátíðardagskrá í Hásöl-
um. Leikararnir Gunnar Eyjólfsson og Ragn-
heiður Steindórsdóttir lesa valda Mar-
íutexta úr eldri og yngri bókmenntum.
Kammerkór Hafnarfjarðar syngur undir
stjórn Helga Bragasonar. Bryndís Snorra-
dóttir og Bogi Haraldsson blokkflautuleik-
arar, Sif Björnsdóttir sellisti og Guðrún Guð-
mundsdóttir, semballeikari flytja þætti úr
Tríósónötu eftir G. Ph. Telemann. Ingimar
Andersen leikur kafla úr sónötu fyrir klarin-
ett eftir W.A. Mozart við undirleik Guðrúnar
Guðmundsdóttur og Natalía Chow syngur
einsöng við undirleik Julian M. Hewlet. Eftir
vökuna verður boðið upp á kaffiveitingar á
Torgi Tónlistarskólans.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskyld-
una. Guðþjónusta kl. 14. Kirkjukór Víði-
staðasóknar syngur undir stjórn Kristínar
G. Jónsdóttur. Allir velkomnir.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoma
kl. 11. Umsjón með stundinni hafa þau
Örn, Hera og Sigríður Kristín. Kvöldvaka
verður kl. 20. Kvöldvakan er að þessu sinni
tileinkuð fermingarbörnum og foreldrum
þeirra. Fjallað verður um ferminguna í sögu
og samtíð og Örn Arnarson og hljómsveit
hans leiða tónlist og söng. Að lokinni kvöld-
vöku verður svo sameiginleg ferming-
arveisla þeirra 110 fermingarbarna sem
fermast í kirkjunni í vor.
VÍDALÍNSKIRKJA: Hátíðarmessa kl. 11 í
tengslum við kirkjudaga safnaðarins. Fluttir
verða kaflar úr messu eftir Mozart. Ein-
söngvari Hallveig Rúnarsdóttir. Hljóðfæra-
leikarar Hjörleifur Valsson og Guðrún Þór-
arinsdóttir. Kór Vídalínskirkju syngur undir
stjórn organistans, Jóhanns Baldvins-
sonar. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar en sr.
Hans Markús Hafsteinsson og Nanna Guð-
rún, djákni þjóna einnig. Síðasti reglulegi
sunnudagaskóli vetrarins verður á sama
tíma. Rúta ekur frá Hleinum kl. 10.40. Eftir
messuna verður boðið upp á léttan hádeg-
isverð um leið og aðalsafnaðarfundur
Garðasóknar fer fram. Minnt er á fjölbreytta
dagskrá kirkjudaganna sem kynntir eru
annars staðar. Allir velkomnir. Prestarnir.
KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskólinn í dag,
laugardag, kl. 11.15 í Stóru-Vogaskóla.
Mætum öll hress og glöð. Prestarnir.
BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskólinn í
Álftanesskóla kl. 13 með Ásgeiri Páli og
Kristjönu. Rúta ekur hringinn eins og venju-
lega. Nú mæta allir. Prestarnir.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskólinn
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr.
Hjörtur Hjartarson. Organisti Örn Falkner.
Kór Grindavíkurkirkju leiðir safnaðarsöng.
Fermingarbörn og foreldrar þeirra selja
kaffi í safnaðarheimilinu að lokinni guðs-
þjónustu. Sóknarnefnd.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Laugardagurinn 16.
mars: Safnaðarheimilið Sæborg. Kirkju-
skólinn kl. 14. Allir hvattir til að mæta.
Sunnudagurinn 17. mars: Guðsþjónusta
kl. 14. Uppskeruhátíð fermingarbarna í
Garði. Fermingarbörn annast ritning-
arlestra, bænir og syngja sálma, ásamt því
að kynna verkefni vetrarins. Foreldrar og
aðstandendur fermingarbarna sérstaklega
boðnir velkomnir. Boðið upp á kaffi og djús
að stund lokinni. Kór Útskálakirkju syngur
ásamt fermingarbörnum. Organisti Pálína
Fanney Skúladóttir.
Garðvangur: Helgistund kl. 15.30. Sókn-
arprestur, Björn Sveinn Björnsson
HVALSNESKIRKJA: Laugardagurinn 16.
mars: Safnaðarheimilið í Sandgerði. Kirkju-
skólinn kl. 11. Allir hvattir til að mæta.
Sunnudagurinn 17. mars: Guðsþjónusta
kl. 17. Uppskeruhátíð fermingarbarna í
Sandgerði. Fermingarbörn annast ritning-
arlestra, bænir og syngja sálma, ásamt því
að kynna verkefni vetrarins. Foreldrar og
aðstandendur fermingarbarna sérstaklega
boðnir velkomnir. Boðið upp á kaffi og djús
að stund lokinni. Kór Hvalsneskirkju syngur
ásamt fermingarbörnum. Organisti Pálína
Fanney Skúladóttir. Sóknarprestur, Björn
Sveinn Björnsson
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Ferming-
armessa sunnudaginn 17. mars kl.10.30.
Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Natalíu
Chow organista. Kristján Helgason syngur
einsöng. Baldur Rafn Sigurðsson
KEFLAVÍKURKIRKJA: Ferming kl. 10.30
(hópur 3. 8.ST). Ferming kl. 14 (hópur 4,
8.IM). Báðir prestarnir þjóna við guðsþjón-
usturnar. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng.
Organisti og söngstjóri: Hákon Leifsson.
Kjartan Már Kjartansson leikur á lágfiðlu.
Meðhjálparar: Laufey Kristjánsdóttir og
Björgvin Skarphéðinsson.
SELFOSSKIRKJA: Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Súpa og brauð eftir messu.
Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl.
10. Kaffisopi að henni lokinni. Foreldra-
samvera miðvikudag kl. 11. Kirkjuskóli
miðvikudag kl. 14.30 í Sandvíkurskóla,
stofu 6. Sóknarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Sóknarprestur.
HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudagaskóli
kl. 11. Sóknarprestur.
KOTSTRANDARKIRKJA: Aðalsafn-
aðarfundur kl. 14. Sóknarprestur.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa verður
sunnudag kl. 11.
TORFASTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
sunnudag kl. 14.
ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Messuferð
að Hruna í Hrunamannahreppi. Messa í
Hrunakirkju kl. 14. Kórar Þykkvabæjar- og
Oddakirkna syngja. Organisti Nína María
Morávek. Oddaprestur prédikar og þjónar
fyrir altari ásamt staðarpresti í Hruna.
Sóknarprestur.
BORGARPRESTAKALL: Borgarneskirkja.
Barnaguðsþjónusta kl 11.15. Messa kl 14.
Sóknarprestur
ÍSAFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Kór Hlífarkvenna syngur. Sr. Stína
Gísladóttir.
MÖÐRUVALLAKLAUSTURSPRESTAKALL:
Messa í Bægisárkirkju sunnudag kl. 11 f.h.
og í Bakkakirkju í Öxnadal kl. 14. Prófastur
Eyfirðinga sr. Hannes Örn Blandon vísiterar
söfnuðina. Kirkjukaffi á Bakka eftir mess-
una í Bakkakirkju. Allir velkomnir. Sókn-
arprestur.
AKUREYRARKIRKJA: Messa kl. 11. Sr.
Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyr-
arkirkju. Erla Þórólfsdóttir syngur einsöng.
Organisti: Björn Steinar Sólbergsson.
Sunnudagaskóli kl. 11, fyrst í kirkju, síðan í
safnaðarheimili. Fundur í Æskulýðsfélag-
inu kl. 17.
GLERÁRKIRKJA: Messa og barnasamvera
kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Foreldrar
hvattir til að mæta með börnunum.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Kl. 11
sunnudagaskóli. Kl. 19.30 bænastund. Kl.
20 almenn samkoma. Mánudagur: Kl. 15
heimilasamband. Kl. 17 Örkin fyrir 6–7 ára
HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri: Kl.
11.30 sunnudagaskóli fjölskyldunnar.
Kennsla fyrir alla aldurshópa. Súpa og
brauð í hádeginu. Kl. 16.30 er vakninga-
samkoma þar sem Salmína Ingimarsdóttir
prédikar. Fjölbreyttur söngur, fyrir-
bænaþjónusta og barnapössun. Allir hjart-
anlega velkomnir.
LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðskirkja.
Kirkjuskóli laugardag kl. 11. Kyrrðarstund
sunnudagskvöld kl. 21. Grenivíkurkirkja.
Kirkjuskóli laugardag kl. 13.30. Sókn-
arprestur.
MESSUR Á MORGUN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 49
Dómkirkjan. Dómkirkjukonur verða með
kaffisölu í safnaðarheimilinu á morgun,
sunnudag, eftir messu í Dómkirkjunni
kl. 14.
Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14.
Þorsteinn Haukur og hundurinn Bassi
kynna starf Bassa. Borinn verður fram
léttur málsverður. Allir velkomnir. Um-
sjón sr. Frank M. Halldórsson. Tónleikar
Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna kl.
17. Einleikari Örn Magnússon. Stjórn-
andi Gunnsteinn Ólafsson.
Vídalínskirkja. Kirkjudagar Vídalíns-
kirkju 16. og 17. mars. Dagskrá frá kl.
13–17, báða dagana. Vöfflur með rjóma
og kleinur með kaffinu.
Hvammstangakirkja. Barnamessa kl.
11.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópa-
vogi. Samkoma í dag kl. 11–12.30. Lof-
gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu-
fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið
fyrir, spurt og svarað. Á laugardögum
starfa barna- og unglingadeildir. Létt
hressing eftir samkomuna. Allir hjart-
anlega velkomnir. Biblíufræðsla alla
virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM
105,5.
Safnaðarstarf
FRÉTTIR
ICELAND Naturally efndi til mat-
reiðslukeppni í Vetrargarðinum í
Smáralind fyrir skömmu. Tíu kokk-
ar reyndu sig í matreiðslu úr ís-
lensku hráefni í for-, milli-, aðal- og
eftirrétti. Áhorfendum var gefinn
kostur á að taka þátt í getraun um
hvaða kokkur bæri sigur úr býtum í
hverjum flokki.
Nýlega var vinningshöfum veitt
gjafabréf, en verðlaunin voru fjór-
ar sælkeraferðir til London með
Flugleiðum, gjafabréf í Smáralind
eða gjafabréf á veitingastaðinn
T.G.I. Friday’s. Óskar Harðarson,
Rebekka Hallgrímsdóttir, Bjarni
Sveinsson og Þóra Björk Elvars-
dóttir voru getspökust og hlutu
sælkeraferð fyrir tvo til London.
Tæplega 2.000 manns tóku þátt í
getrauninni, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Sigríður Björnsdóttir, sölufulltrúi Flugleiða, afhendir þeim sem unnu
ferð til London gjafabréf. F.v. Sigríður, Bjarni Sveinsson, Þóra Björk
Elvarsdóttir, Stefanía Óskarsdóttir sem veitti gjafabréfinu viðtöku fyr-
ir hönd föður síns, Óskars H. Harðarsonar, og Rebekka Hallgrímsdóttir.
Hlutu sælkeraferð
til London
MÁLFUNDARÖÐ Stúdentaráðs
og jafnréttisnefndar Háskóla Ís-
lands heldur fund mánudaginn 18.
febrúar kl. 12.05–13 í Norræna hús-
inu þar sem fjallað verður um for-
dóma gegn geðsjúkdómum.
Fjallað verður um fordóma gegn
hinum ýmsu geðsjúkdómum en
einnig verður komið inn á þá for-
dóma sem fólk mætir hjá sjálfu sér
þegar það greinist með geðheilsu-
bresti og það ferli sem það þarf að
fara í gegnum til að yfirstíga eigin
fordóma.
Hannes Pétursson sviðsstjóri
geðdeildar Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss, Þórunn Stefánsdóttir
höfundur „Konunnar í köflótta
stólnum“ og Héðinn Unnsteinsson
formaður geðræktar tala á fund-
inum. Einnig verður lesið upp úr
bókinni Björg C. Þorláksson eftir
Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur.
Að lokinni framsögu fara fram
umræður undir stjórn Þóru Kar-
ítasar Árnadóttur nema við HÍ,
segir í fréttatilkynningu.
Málfundur
Fordómar
gegn geð-
sjúkdómum
FERÐAFÉLAG Íslands efnir
til gönguferðar á Hafnarfjarð-
arsvæðinu sunnudaginn 17.
mars.
Gengið verður frá bílastæð-
inu við Vífilsstaðahlíð í átt að
Búrfellsgjá, þaðan verður hald-
ið að Valabóli og endað við
Kaldársel þar sem rúta sækir
göngufólk. Göngutími er um
3–4 tímar. Fararstjóri er Eirík-
ur Þormóðsson. Brottför verð-
ur frá BSÍ kl. 10.30 með við-
komu í Mörkinni 6. Verð 1.000
kr. fyrir félagsmenn en 1.200
kr. fyrir aðra, segir í fréttatil-
kynningu.
Gönguferð á
Hafnarfjarð-
arsvæðinu
PLÚSINN, sem er gagnvirkur net-
miðill, er að mæla frammistöðu
borgarstjóraefna Reykjavíkurlist-
ans og Sjálfstæðisflokksins, Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur og
Björns Bjarnasonar, í Kastljósþætti
Sjónvarpsins á fimmtudagskvöld.
Plúsinn er með um 4 þúsund
manns á skrá sem fá spurningar
sendar reglulega til sín. Í gær var
send til þeirra spurning um hvor
hefði staðið sig betur í Kastljósinu,
Ingibjörg eða Björn. Síðdegis í gær
höfðu rúmlega 2.100 manns svarað.
Þar af sögðust rúmlega 1.100 manns
ekki hafa séð þáttinn, eða 52%, 664
sögðu Ingibjörgu hafa staðið sig bet-
ur, eða 31%, 291 taldi Björn hafa
staðið sig betur í þættinum, eða
13,5%, og 83 (3,8%) sögðu þau hafa
staðið sig jafnvel.
Niðurstöður í þessari könnun birt-
ast jafnóðum og svör berast frá
skráðum Plús-félögum sem hafa
tækifæri til að svara áfram um
helgina. Niðurstöðurnar má sjá á
eftirfarandi vefslóð: www.plus.is/
hermes/kosningar.asp
Mælir frammi-
stöðu borgar-
stjóraefna
Netmiðillinn Plúsinn
SÍMINN heldur morgunráðstefnu í
Smárabíói 21. mars undir yfirskrift-
inni Í snertingu við GSM. Kynntar
verða farsímalausnir sem auka nota-
gildi farsímans. Um er að ræða nýj-
ungar sem gera fyrirtækjum kleift
að auka hagræði í rekstri og styrkja
samskiptanet sín, bæði innbyrðis og
gagnvart viðskiptavinum. Einnig
verða kynntar framtíðarhorfur í far-
síma- og fjarskiptamálum. Auk þess
munu sérfræðingar Símans aðstoðað
við uppsetningu símanna.
Erindi halda: Guðmundur Stefán
Björnsson tæknifræðingur og Björn
Jónsson framkvæmdastjóri.
Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna
á siminn.is eða með því að senda póst
á radstefna@siminn.is. Skráningar
þurfa að hafa borist fyrir hádegi 20.
mars. Enginn aðgangseyrir, segir í
fréttatilkynningu.
Ráðstefna um
möguleika
GSM-símans