Morgunblaðið - 16.03.2002, Side 50

Morgunblaðið - 16.03.2002, Side 50
FERMINGAR 50 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ SKÁK áttundu umferðar á Reykjavíkurskákmótinu var tví- mælalaust viðureign þeirra Stefáns Kristjánssonar og Hannesar Hlíf- ars Stefánssonar. Hannes hafði undirtökin í skákinni þótt hann stýrði svörtu mönnunum og var auk þess með betri tíma. Þegar Stefán lék sínum fertugasta leik og náði þannig tímamörkunum var hann peði undir. Hannes átti hins vegar fjórar mínútur eftir, sem var meira en nægur tími til þess að finna góðan svarleik. Skákstjórinn, sem hafði séð að Hannes ætti ekki í erfiðleikum með að ná tímamörk- unum, hafði snúið sér að því að fylgjast með öðrum skákum þar sem tvísýnna var með tímann. Mín- úturnar liðu hver af annarri og Hannes hélt áfram að hugsa. Að lokum voru einungis nokkrar sek- úndur eftir og Hannes sýndi engin merki þess að ætla að leika. Á loka- sekúndunum reiknuðu flestir með að Hannes hefði einfaldlega ætlað að fullnýta umhugsartímann og svara síðan rétt áður en vísirinn félli. Slíkt er ekki erfitt þegar not- aðar eru stafrænar klukkur eins og á Reykjavíkurmótinu. Þá gerðist það ótrúlega. Hannes virtist hafa gleymt sér. Lokasekúndurnar liðu án þess að hann léki, tíminn var úti og skákin var töpuð. Hann rétti fram höndina til merkis um upp- gjöf, en þá kom fát á Stefán Krist- jánsson, sem annars lætur fátt koma sér úr jafnvægi. Hann bauð Hannesi jafntefli sem Hannes þáði að sjálf- sögðu. Skorblöðin voru undirrituð og allt virtist ætla að falla í ljúfa löð. Málið reyndist hins vegar ekki svona einfalt. Stafrænu klukkurnar sem notaðar eru á mótinu eru þannig úr garði gerðar að það fer ekki á milli mála hvort keppandi er fallinn á tíma, því eft- ir það stöðvast báðar klukkurnar. Skák- stjóri sá að Hannes hafði fallið á tíma, en ekki Stefán. Samkvæmt skák- reglum er skák lokið um leið og skákstjóri sér að keppandi fellur á tíma. Skákstjóri dæmdi því skákina tapaða á Hannes, því þótt hann hefði ekki orðið vitni að því þegar vísirinn féll þá sýndi klukkan hvað gerst hafði. Einstök staða var því komin upp. Skákmennirnir höfðu samið um jafntefli eftir að annar þeirra var sannanlega fallinn á tíma. Var rétt að láta klukkuna ráða, eða var jafnteflið samningur sem skákmönnunum var frjálst að gera? Málinu var áfrýjað til nefnd- ar undir forystu Guðmundar G. Þórarinssonar, fyrrverandi forseta Skáksambands Íslands. Niðurstaða nefndarinnar var sú, að ekki lægju rök fyrir því að breyta ákvörðun skákstjórans: Hannes lauk ekki til- skyldum leikjafjölda innan settra tímamarka og tapaði því skákinni. Þetta atvik á eftir að vekja mikla athygli í skákheiminum og verður fróðlegt að fylgjast með um- ræðunni um það á næstu vikum og mánuðum. Þessi úrslit þýða, að með jafn- tefli í síðustu skákinni nær Stefán sínum fyrsta áfanga að stórmeist- aratitli. Hann hefur þegar tryggt sér alþjóðlegan meistaratitil. Hann er kominn með þrjá áfanga og auk þess fleytir stigahækkun hans á þessu móti honum upp fyrir 2.400 skákstig sem þýðir að ekkert er eftir nema formleg útnefning hans á FIDE-þinginu. Stefán er nú í 2.–6. sæti á mótinu með 6 vinninga ásamt Helga Ás Grétarssyni sem vann sannfærandi sigur með svörtu á ungverska al- þjóðlega meistaranum Ferenc Berkes (2.522). Jaan Ehlvest held- ur forystunni með 6½ vinning. Bragi Þorfinnsson gerði jafntefli við úkraínska stórmeistarann Michail Brodsky (2.542) og dugir nú jafntefli við lettneska stórmeist- aranum Normunds Miezis (2.498) í lokaumferðinni til að ná sínum lokaáfanga að alþjóðlegum meist- aratitli. Það er því ekki útilokað að við eignumst tvo alþjóðlega meist- ara á þessu móti. Möguleikar Arn- ars Gunnarssonar á áfanga eru hins vegar úr sögunni eftir tap gegn Oleg Boricsev (2.333). Úrslit á efstu borðum í áttundu umferð urðu annars þessi: Jaan Ehlvest – Oleg Korneev ½-½ Valeriy Neverov – Emanuel Berg 1-0 Stefán Kristjánss. – Hannes Hlífar 1-0 Ferenc Berkes – Helgi Áss 0-1 J. Rowson – Henrik Danielsen 1-0 Bragi Þorfinnss. – M. Brodsky ½-½ Tiger Hillarp – Eric Lobron 0-1 Jan Votava – Mikhail Ivanov 0-1 Helgi Ólafss. – Lenka Ptacnikova 1-0 1. Jaan Ehlvest 6½ v. 2.–6. Stefán Kristjánsson, Helgi Áss Grét- arsson, Oleg Korneev, Valeriy Neverov og Jonathan Rowson 6 v. 7.–10. Emanuel Berg, Helgi Ólafsson, Eric Lobron og Michail Ivanov 5½ v. 11.–22. Henrik Danielsen, Michail Brodsky, Hannes Hlífar, Þröstur Þórhalls- son, Bragi Þorfinnsson, Ferenc Berkes, Heikki M.J. Westerinen, Aleksei Holm- sten, Oleg Boricsev, Normunds Miezis, Ian D. Thompson, Sigurbjörn Björnsson 5 v. 23.–30. Jan Votava, Antoaneta Stefanova, Tiger Hillarp Persson, Jennifer Shahade, Sigurður Daði Sigfússon, Lenka Ptacn- ikova, Björn Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson 4½ v. 31.–41. Tómas Björnsson, Snorri Bergs- son, Pal Kiss, Arnar Gunnarsson, Kjetil A. Lie, Róbert Harðarson, Ingvar Ásmunds- son, Ingvar Þór Jóhannesson, Guðmundur Kjartansson, Bragi Halldórsson, Johanna Paasikangas-T. 4 v. o.s.frv. Hraðskákmót Hellis 2002 Hraðskákmót Taflfélagsins Hellis verður haldið á mánudaginn, 18. mars, og hefst kl. 20. Teflt verð- ur í Hellisheimilinu, Álfabakka 14a. Vegleg verðlaun eru í boði og eru heildarverðlaun kr. 10.000. Tefldar verða 7 umferðir 2x5 mínútur. Nú- verandi hraðskákmeistari Hellis er stórmeistarinn Helgi Áss Grétars- son, en Davíð Ólafsson er sá eini sem unnið hefur titilinn oftar en einu sinni. Þetta er í sjöunda sinn sem mótið fer fram. Verðlaun skiptast svo: 1. vl. 5.000 kr., 2. vl. 3.000 kr., 3. vl. 2.000 kr. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir fé- lagsmenn, en kr. 500 fyrir aðra. Fyrir unglinga í Helli er þátttöku- gjaldið kr. 200 en kr. 300 fyrir ung- linga sem ekki eru í félaginu. Nær Stefán Kristjánsson stórmeistaraáfanga? Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson Stefán Kristjánsson SKÁK Ráðhús Reykjavíkur XX REYKJAVÍKURSKÁKMÓTIÐ 7.–15. mars 2002 Ferming í Bústaðakirkju 17. mars kl. 10.30. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. Fermd verða: Dóra Sif Jörgensdóttir, Mosgerði 15. Erna Guðrún Gunnarsdóttir, Bústaðavegi 95. Fannar Sveinsson, Brautarlandi 14. Guðrún Hrönn Kristjánsdóttir, Hlíðargerði 5. Gylfi Jón Ásbjörnsson, Haðalandi 6. Halldór Smári Sigurðsson, Giljalandi 3. Hólmfríður G. Magnúsdóttir, Ásgarði 159. Jóel Brynjólfsson, Kringlunni 87. Jón Steinar Ágústsson, Giljalandi 4. Jónína Margrét Sigurðardóttir, Brautarlandi 20. Kristjana Hera Sigurjónsdóttir, Langagerði 108. Kristleifur Guðjónsson, Rauðagerði 56. Ómar Tryggvason, Hlíðargerði 13. Sandra Dögg Björnsdóttir, Ljósalandi 9. Sandra Tryggvadóttir, Skógargerði 9. Sara Snædís Ólafsdóttir, Kvistalandi 6. Sif Sigþórsdóttir, Rauðagerði 53. Sigrún Tinna Gunnarsdóttir, Kvistalandi 1. Sindri Guðmundsson, Kjalarlandi 23. Unnur Elfa Hallsteinsdóttir, Langagerði 6. Unnur Flemming Jensen, Hvassaleiti 157. Þórey Ólöf Þorgilsdóttir, Tunguvegi 19a. Ferming í Bústaðakirkju 17. mars kl. 13:30. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. Fermd verða: Alda Guðrún Jónasdóttir, Rauðagerði 55. Anna Margrét Hannesdóttir, Völvufelli 48. Baldur Jónsson, Ásgarði 55. Bára Hlín Þorsteinsdóttir, Hellulandi 15. Brynjar Þorbjörnsson, Hæðargarði 54. Brynjólfur Ásgeir Brynjólfsson, Hörðalandi 14. Búi Bjarmar Aðalsteinsson, Ljósalandi 16. Egill Pálsson, Sogavegi 123. Eyrún Ósk Óðinsdóttir, Haðalandi 14. Friðrik Jónsson, Ásgarði 45. Gunnar Pétur Jack, Blesugróf 19. Hreiðar Örn Svansson, Garðsstöðum 62. Iðunn María Sigurðardóttir, Langagerði 100. Jóhanna Helga Ófeigsdóttir, Tunguvegi 70. Jóhannes Nordal, Stóragerði 10. Kristjana Stella Arnþórsdóttir, Álfheimum 38. Nanna Fanney Björnsdóttir, Huldulandi 28. Pamela Tinna Forberg, Logalandi 12. Rakel Ósk Jóhannesdóttir, Ásgarði 73. Teitur Páll Reynisson, Ásgarði 75. Tómas Andri Axelsson, Logalandi 14. Þorvaldur Sveinn Sveinsson, Ljósalandi 18. Þórir Baldvin Björgvinsson, Hólmgarði 30. Þórunn Lilja Vilbergsdóttir, Háagerði 13. Ferming í Fríkirkjunni í Reykja- vík 17. mars kl. 11. Prestur sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. Fermd verða: Benedikt Viktor Þorsteinsson, Brúnastöðum 20. Bryndís Björk Arnardóttir, Leiðhömrum 32. Kristján Örn Kristjánsson, Dverghömrum 18. Ferming í Friðrikskapellu 17. mars kl. 11. Prestur sr. Sigríður Guðmundsdóttir. Fermd verður: Hugrún Lilja Jóhannsdóttir, Hæli, Flókadal, 320 Reykholti. Ferming í Lágafellskirkju 17. mars kl. 10.30. Prestur: sr. Jón Þorsteinsson. Fermd verða: Alenka Zak, Grundartanga 24. Aron Gauti Birgisson, Undralandi. Aron Valur Þorsteinsson, Leirutanga 39a. Ásgeir Örn Arnarson, Brekkutanga 14. Ásmundur Pálsson, Skeljatanga 15. Bjarki Freyr Jónsson, Bjargartanga 20. Brynjar Traustason, Byggðarholti 49. Dagur Egilsson, Helguhlíð. Davíð Gunnlaugsson, Leirutanga 27. Guðmundur Skúlason, Bugðutanga 9. Hera Björk Kristinsdóttir, Fálkahöfða 4. Katrín Sif Jónsdóttir, Brattholti 2b. Kári Örn Hinriksson, Grenibyggð 10. Kjartan Þór Gunnarsson, Leirutanga 41b. Kristján Þór Einarsson, Grenibyggð 27. Óðinn Kári Karlsson, Urðarholti 3. Róbert Guðmundsson, Byggðarholti 51. Smári Guðfinnsson, Björtuhlíð 14. Viktor Blöndal Pálsson, Bjargartanga 8. Ferming í Lágafellskirkju 17. mars kl. 13.30. Prestur: sr Jón Þorsteinsson. Fermd verða: Arnar Benjamín Kristjánsson, Aðaltúni 24. Aron Ingi Yngvason, Skeljatanga 40. Davíð Freyr Yngvason, Skeljatanga 40. Elísabet Esther Sigurðardóttir, Þverholti 9. Guðbjörg Krista Sesarsdóttir, Dvergabakka 14. Hafsteinn Þorsteinsson, Dvergholti 16. Helena Benediktsdóttir, Lækjartúni 7. Hulda Margrét Kristjánsdóttir, Hlíðarási 7. Jón Sverrir Jónsson, Barrholti 15. Karen Sif Randversdóttir, Bjargartanga 17. Klara Hansdóttir, Súluhöfða 29. Kristófer Didier Jarosz, Hagalandi 10. Laufey Bjarnadóttir, Akratúni. Olga Rut Kristinsdóttir, Markholti 20. Ragnheiður Gyða Ragnarsdóttir, Reykjabyggð 16. Sigurbjörg Eva Stefánsdóttir, Neðra-Hóli. Telma Sif Sigmundsdóttir, Spóahöfða 1. Ferming í Keflavíkurkirkju 17. mars kl. 10.30. Prestur sr. Ólaf- ur Oddur Jónsson. Fermd verða: Anna Björg Fjeldsted, Sólvallgötu 44a. Arnar Ingi Halldórsson, Greniteigi 16. Arnar Karlsson, Birkiteigi 21. Aron Smári Arnarsson, Sólvallagötu 42d. Ástþór Valur Árnason, Suðurgötu 46. Bergþóra Eiríksdóttir, Brunnstíg 3. Daníel Freyr Jónsson, Suðurgötu 25. Friðgerður R Auðunsdóttir, Vesturgötu 25. Gestur Auðunsson, Vesturgötu 25. Grétar Már Sveinsson, Sólvallagötu 38d. Guðmundur Gestur Birgisson, Sólvallagötu 46e. Guðrún Guðnadóttir, Vatnsnesvegi 28. Halldóra Halldórsdóttir, Baldursgötu 10. Hulda Björk Pálsdóttir, Bergvegi 18. Íris Guðnadóttir, Vatnsnesvegi 28. Jóna Fríður Sigurðardóttir, Hringbraut 98. Maria Natalie Einarsd Alvarez, Básvegi 4. Sigfríður Pálína Konráðsdóttir, Hringbraut 86. Susan Ásrún Osborne, Hringbraut 91. Viktor Freyr Róbertsson, Suðurgötu 36. Þorgils Arnar Þórarinsson, Hjallavegi 3e. Ferming Keflavíkurkirkju 17. mars kl. 14. Prestur sr. Ólafur Oddur Jónsson. Fermd verða: Aldís Lind Hermannsdóttir, Suðurgötu 3. Alexandra Indriðadóttir, Noregi, p.t.a. Miðgarði 14. Axel Þór Margeirsson, Garðavegi 3. Björn Björnsson, Austurbraut 4. Daði Hafsteinsson, Háteigi 21d. Eva Kristín Árnadóttir, Óðinsvöllum 23. Gunnar Hjörtur Baldvinsson, Melteigi 23. Halldór Gylfason, Heiðarvegi 12. Haraldur Lúðvík Haraldsson, Vatnsnesvegi 9. Helga Rún Hjartardóttir, Bakkavegi 17. Henný Úlfarsdóttir, Birkiteigi 26. Jónína Henný Bjarnadóttir, Greniteigi 33. Katrín Kristín Friðjónsdóttir, Vatnsnesvegi 34. Kolbrún Ósk Ásgeirsdóttir, Greniteigi 15. Ólöf Ösp Halldórsdóttir, Hringbraut 61. Sara Björg Pétursdóttir, Suðurgötu 41. Smári Ketilsson, Njarðargötu 5. Sveinn Óttar Lárusson, Garðavegi 5. Tinna Björg Hilmarsdóttir, Skólavegi 16. Unnur Ýr Kristinsdóttir, Hólabraut 9. Valdimar Guðjónsson, Sólvallagötu 30. Þóra Lilja Ragnarsdóttir, Skólavegi 9. Þuríður Dagný Þormar, Suðurgötu 34. Ferming 17. mars í Ytri- Njarðvíkurkirkju kl. 10.30. Prestur Baldur Rafn Sigurðs- son. Fermd verða: Arndís Sigurðardóttir, Hólagötu 5. Ágúst Þór Ágústsson, Melavegi 3. Egill Ragnar Brynjarsson, Grænási 1a. Elfar Þór Guðbjartsson, Borgarvegi 48. Eyrún Erla Sigurgeirsdóttir, Þórustíg 17. Guðmunda Áróra Pálsdóttir, Sólvallagötu 42, Keflavík. Guðný Sigurbjörg Thordersen, Þórustíg 9. Haraldur Ernir Haraldsson, Kirkjubraut 27. Helga Lind Sigurbergsdóttir, Kjarrmóa 14. Ísak Örn Þórðarsson, Borgavegi 31. Jakob Þór Combs, Brekkustíg 14. Kjartan Ben Daníelsson, Lækjarási 4, Garðabæ. Lillý Guðlaug Sigurðardóttir, Háseylu 18. Pétur Hrafn Jónasson, Reykjanesvegi 6. Róbert Ólafur Ólafsson, Brekkustíg 31a. Sigríður Eygló Gísladóttir, Holtsgötu 33. Sigurbjörg Halldórsdóttir, Holtsgötu 6. Vaka Hafþórsdóttir, Hraunsvegi 14. Valbjörg Ómarsdóttir, Akurbraut 7. Víðir Einarsson, Borgarvegi 26.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.