Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.03.2002, Blaðsíða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 57 ✝ Eyjólfur ÓskarEyjólfsson fædd- ist á Stokkseyri 1. júlí 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 4. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Eyjólfur Bjarnason, formaður í Skipagerði, f. 6. jan- úar 1869, d. 1959, og seinni kona hans, Þuríður Grímsdóttir, f. 12. ágúst 1887, d. 1970. Systkini Eyjólfs eru: Guðný, f. 8. sept- ember 1910, d. 1973, Margrét, f. 2. október 1913, d. 1994, Eiríkur, f. 2. október 1913, d. 1937, Sigríður, f. 10. október 1916, d. 1973, Pálmar Þórarinn, f. 3. júlí 1921, Þorgrímur, f. 27. ágúst 1923, og Þóra, f. 8. september 1931. Systkini Eyjólfs, samfeðra, voru Þórdís, f. 8. ágúst 1898, látin, Gjaf- laug f. 21. febrúar 1902, d. 1973, og Bjarni, f. 2. nóvember 1904, d. 1985. Systir Eyjólfs sammæðra var Laufey, f. 9. janúar 1909, d. 1982. Eyjólfur kvæntist 16. apríl 1961 Dagnýju Hróbjartsdóttur, f. 6. júní 1934. Synir þeirra eru 1) Kolbeinn Guðmannsson smiður í Mos- fellsbæ, f. 19. júlí 1955, maki Júlía Adólfsdóttir matráðskona, f. 24. nóvember 1952. 2) Eyjólfur Þórir Eyjólfsson, bílamálari í Kópavogi, f. 17. jan. 1960, maki Arndís Arnardóttir ritari, f. 5 júní 1961, börn þeirra eru, Eyj- ólfur Örn, f. 8. febr- úar 1993, Ólafur Örn, f. 14. október 1994, Davíð Örn, f. 16. október 1996. Fyrir átti Eyjólfur soninn Sævar, f. 10. ágúst 1978, maki Ara Hiroko. 3) Guðfinnur Steinar Eyjólfsson, iðnverkamaður á Stokkseyri, f. 14. mars 1961. 4) Hró- bjartur Örn Eyjólfsson, fanga- vörður á Selfossi, f. 15. apríl 1966, maki Hróðný Hanna Hauksdóttir þjónustustjóri, f. 13. sept. 1969, börn þeirra eru Óskar Örn, f. 5. júlí 1990, og Dagný Hanna, f. 20. janúar 1992. Fyrir hjónaband átti Eyjólfur Óskar soninn Gunnar Kristin, f. 30. mars 1959. Eyjólfur Óskar bjó á Stokkseyri allt til dauðadags. Hann stundaði almenna verkamannavinnu en hóf störf við fangelsið á Litla-Hrauni 1961 og var þar fangavörður og síðar varðstjóri til ársins 1994 er hann lét af störfum vegna veik- inda. Útför Eyjólfs Óskars fer fram frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Margt fer í gegnum hugann þegar sest er niður og fátækleg orð sett á blað til að minnast elskulegs tengda- föður míns Eyjólfs Óskar Eyjólfs- sonar, Hamrahvoli, Stokkseyri, sem lést 4. mars sl. Það sem þó er mér efst í huga er þakklæti. Þakklæti fyr- ir að fá að kynnast einstökum manni, þakklæti fyrir að njóta væntumþykju hans, hlýju og virðingar, þakklæti fyrir að börnin mín áttu hann sem afa og þakklæti fyrir að tengjast góðri fjölskyldu. Það er eins og gerst hefði í gær þegar fundum mínum og tilvonandi tengdaföður bar fyrst saman, þó eru liðin tæp 15 ár. Góðlegt bros sem myndaði spékopp vinstra megin, þétt handtak og vinaleg framkoma sem bauð mig velkomna. Með slíkum manni líður manni vel. En á þennan hátt átti hann samskipti við fólk. Áreynslulaust, vinalega, stundum glettnislega en alltaf með svo mikilli hlýju. Það var líka vanalega siður hjá honum að bæta mín eða minn aftan við nöfn þeirra sem hann ávarpaði. Ég tengi Óskar alltaf við sumar og sól jafnvel nú um miðjan vetur rifjast upp minningar um hann kaffibrúnan og sællegan á fallegum sumardegi. Mikið líkari Miðjarðarhafsbúa með sitt dökka hár og litarhátt en bleik- nefjuðum Íslendingum. Framkoma hans var einnig líkari því sem gerist meðal suðrænni þjóða og hin mikla kossagleði við sitt nánasta fólk var siður sem ég var tíma að venjast. Á heimili hans og Dagnýjar tengda- móður minnar var gott að koma. Samheldni þeirra og gestrisni mikil. Ómetanleg er öll sú aðstoð sem við höfum fengið við hin ólíklegustu við- vik. Börnin ávallt velkomin í pössun og Óskar alltaf stokkinn til ef aðstoð- ar var þörf. Hann var svo sannarlega betri en enginn þegar hús voru mál- uð og standsett. Þá var hann á heimavelli, hlaupandi upp málning- arstiga eins og unglingur. En nú eru kaflaskil, þitt stunda- glas tæmt og þú hefur hlotið líkn þinna þrauta. Það er sárar en tárum taki að horfa á sína nánustu láta í minni pokann fyrir erfiðum sjúk- dómi. En þar fáum við engu breytt, þeir dómar eru felldir á æðri stöðum. En minningin lifir og þú lifir líka áfram í þínum afkomendum. Þeim færðir þú og Dagný gott veganesti út í lífið. Gott heimili, kærleik, hlýju, gleði og ótal ánægjulegar samveru- stundir. Natnari og yndislegri afa var vart hægt að hugsa sér og óhætt er að segja að söknuður afabarnanna er mikill. En við verðum að vera dug- leg, brosa í gegnum tárin og standa saman og hjálpa hvert öðru á erfiðum tímum. Ég veit að það hefðir þú vilj- að, þá er gott að hugsa til orða skáldsins Einars Benediktssonar: „Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar.“ Elsku Dagný, megi góður guð styrkja þig í þínum mikla missi. Elsku Óskar, ljúf minning þín lifi. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hróðný Hanna Hauksdóttir. Elsku afi okkar, nú hefur þú fengið hvíldina þína. Það er svo stutt síðan þú sagðir okkur sögur af því þegar þú varst lítill og áttir heima í húsi sem var jafnstórt og flestar stofur eru í dag. Þar varst þú að reyna að læra og smíðaðir allt dót sem þú lékst þér með sjálfur. Nú ert þú horfinn og kominn til himna, þar sem þér líður vel í fyrsta skipti í langan tíma. Okk- ur fannst erfitt að sjá þér líða svona illa því það áttir þú ekki skilið og er- um því eiginlega fegin að þú fékkst hvíld en líka sorgmædd innst inni. Þú varst alltaf svo góður við okkur og vildir gera hvað sem var fyrir okkur. Alltaf þegar við gistum á Stokkseyri bauðst þú til að fara úr hjónarúminu fyrir Dagnýju svo hún gæti sofið hjá ömmu. Svo máttum við eiginlega gera hvað sem við vildum, þér fannst við ekki óþæg eða frek þótt við vær- um það stundum. Því er það okkur sannur heiður að fá að bera blóm á undan kistunni þinni í jarðarförinni. Guð blessi þig og minning þín lifi. Óskar Örn Hróbjartsson og Dagný Hanna Hróbjartsdóttir. Þrátt fyrir þá vissu að öll verðum við að lúta hinu hinsta kalli, hvort sem það ber sviplega að eður ei, er nú einu sinni svo að erfitt getur verið að búa sig undir og sætta sig við þegar ástvinir falla frá, jafnvel þótt barátt- an hafi verið löng og skelfilega óvæg- in á köflum eins og hún hefur verið hjá Eyjólfi Óskari Eyjólfssyni frá Hamrahvoli, Stokkseyri, sem andað- ist á Sjúkrahúsi Suðurlands 4. mars eftir hartnær fjögurra ára baráttu við illvígan sjúkdóm. Óskar, eins og hann var ávallt nefndur, háði þennan bardaga með Döggu sína sér við hlið sem hefur staðið þessa löngu vakt ásamt drengjunum þeirra, tengdadætrum og barnabörnum sem voru auga- steinar afa síns, en Óskar var ein- staklega mikill fjölskyldumaður og má segja að hjá honum var fjölskyld- an og velferð hennar það sem alltaf sneri upp og gekk fyrir öllu öðru ásamt vinnunni og ber heimilið að Hamrahvoli og umhirða húss og lóð- ar þess glöggt vitni, en það veit ég að hann taldi sig mikinn gæfumann hvað fjölskylduna varðaði og var af- skaplega stoltur af drengjunum og þeirra fjölskyldum og ekki að ástæðulausu og raunar er nokkuð víst að hann hafi með sinni stöðugu umhyggju og natni ásamt stakri reglusemi allt sitt líf, gert sitt til að svo vel hefur til tekist þar. Ekki fór ég varhluta af þessum kostum Ósk- ars og frá því hann og Dagný frænka mín settu saman heimili á Sunnu- hvoli 1959 og Guðfinna amma mín flutti til þeirra frá Vestri-Kaðlastöð- um var ég þar langdvölum frá ’64 og var skráður til heimilis hjá þeim á Hamrahvoli allt til þess að við fórum að búa sjálf ’73 og hef ég aldrei efast um þátt hans í „að koma mér til manns“ og það fæ ég aldrei fullþakk- að. Starfsvettvangur Óskars var frá ’61 við gæslu ógæfumanna á Litla- Hrauni og án þess að ég hafi neitt fyrir mér í því þá er ég viss um að kostir hans hafa þar komið að góðum notum og svo mikið er víst að ýmsir þeirra áunnu sér traust hans og væntumþykju og trúlegt þykir mér að margir þeirra minnist hans með hlýju og virðingu. Starfsferli Óskars lauk ’94 í kjölfar veikinda og stóðu vonir hans og annarra til þess, þegar hann hafði jafnað sig á þeim, að hann ætti framundan góð efri ár með Döggu sinni og fjölskyldunni sem hann hafði sannarlega búið sig undir og átti að okkur fannst „innistæðu fyrir“ en það er eins og fyrri daginn að „enginn ræður sínum næturstað“. Óskar var mikill Stokkseyringur í sér í bestu merkingu þess orðs og hafði óhemju metnað fyrir hönd sveitarfélagsins og ekki síst síns gamla vinnustaðar, Hraðfrystihúss Stokkseyrar, og fannst dapurlegt að horfa uppá meðferð misviturra stjórnenda og peningastofnana á þessum fyrrum burðarás atvinnulífs á Suðurlandi og Stokkseyrar og taldi, eins og fjölmargir ef ekki flestir aðr- ir, að þar hafi oftar en ekki verið farnar leiðir sem höfðu hagsmuni annara en Stokkseyringa og H.S. að leiðarljósi og ég hygg að sagan hafi nú þegar staðfest það, en nú hefur verið að rætast svolítið úr með til- komu ungra dugmikilla manna með fiskvinnslu í húsnæði H.S. og var það Óskari mikið fagnaðarefni. Skoðanir Óskars í lands- og stjórn- málum voru, eins og ég þekkti þær, ekki mjög niðurnjörvaðar, en byggð- ust fyrst og síðast á hans sterku rétt- lætis- og samfélagskennd auk þess sem hann var talsmaður frelsis ein- staklinganna til framkvæmda og ákvarðana og er mér mjög minnis- stætt þegar ég, guttinn nýkominn með bílpróf, „dressaði mig upp“ til að keyra fólk á kjörstað o.fl. í kosning- um til sveitarstjórnar, líklega vorið ’66 í voða góðu veðri, eins og raunar er í öllum mínum minningum um Óskar, en þá hafði hann boðið sig fram undir merkjum vinstrimanna og vann ábyggilega sigur, en seinna fór hann fram undir öðrum formerkj- um en hafði ekki haft afskipti af stjórnmálum nú um nokkurn tíma. Áhugamál utan heimilisins tóku ekki mikinn tíma, en þó minnist ég mikils skákáhuga, en Óskar var mik- ill áhugamaður um þá íþrótt og ágæt- ur skákmaður og man ég hann starf- andi í taflfélagi á Stokkseyri og fylgdist hann vel með öllu sem fram fór á vettvangi skáklistarinnar á heimsvísu. Eins og ég áður sagði eru allar minningar mínar um Óskar tengdar góðu veðri þótt það sé örugglega ekki vegna þess að veðurlag hafi verið með neinum hætti öðruvísi en nú ger- ist, heldur skilur hann eftir hjá okkur svo mikið af fallegum og björtum minningum og þar í liggur mestur styrkur okkar sem nú syrgjum. Guð blessi minningu Óskars Eyj- ólfssonar og gefi okkur hinum styrk. Hvíldu í friði, kæri vinur. Hafsteinn Ásgeirsson og fjölskylda. Látinn er heiðursmaður, Eyjólfur Óskar Eyjólfsson á Stokkseyri. Kynni mín og okkar félaganna í hljómsveitinni Lótus hófust þegar Hróbjartur eða Baddi, sonur Óskars, hóf að leika á bassann í hljómsveit- inni. Við kynntumst þeim heiðurs- hjónum Óskari og Dagnýju í gegnum þessi samskipti því oft þurftum við að ná í Badda á Stokkseyri eða skutla og þá var gjarnan boðið inn í Hamrahvol í mjólk og köku. Þeir sem kynntust Óskari, sem var fangavörður í ára- tugi, sáu fljótt að þar fór stakt snyrti- menni og maður sem vildi hafa hlut- ina á hreinu og hygg ég að þessir eiginleikar hafi notið sín vel bæði í leik og starfi. Ég kynntist Óskari svo enn betur í gegnum starf mitt sem rakari þar sem hvergi var slegið af kröfum um snyrtimennsku og gott útlit enda maður glæsilegur á velli og með hár eins og það gerist best, þykkt og varla grátt hár að finna. Óskar var mjög tilfinningaríkur mað- ur og bar hag fólks mjög fyrir brjósti og þá ekki síst þeirra er minna máttu sín. Eftirtektarverð var líka sú ein- staka natni og umhyggja sem hann bar fyrir eiginkonu sinni og fjöl- skyldu allri, enda fylgdu gjarnan orð- in „elskan mín“ er hann hafði nefnt einhvern sem honum þótti vænt um. Ótalin eru mörg þau stokkseyrsku orðatiltæki sem honum og mörgum Stokkseyringum eru töm eins og til dæmis „greyið litla“, „ósköp lítið“ og „ætli þakki“. Óskar var mjög póli- tískur og þótt hann hafi ekki borið þær skoðanir sínar á torg hygg ég að hann hafi hin síðari ár verið kominn langt frá skoðunum þeim er hann hafði á yngri árum, þess varð ég oft áskynja í persónulegum samtölum og líkaði nokkuð vel. Með Óskari er genginn mjög góður maður sem vildi öllum vel og var hugprýði hans og áræði í veikindum hans aðdáunar- vert og setti hann ávallt að sjálfsögðu það skilyrði að hárið væri vel snyrt. Óskar fylgdist vel með Badda sínum á hljómsveitarárunum og spurðist á rakarastofunni fyrir um gang mála, enda Baddi líkur kallinum um margt; skákáhugamaður, snyrtimenni mikið og nú orðinn fangavörður eins og hann pabbi. Við hljómsveitarstrák- arnir frá Selfossi viljum þakka góð kynni og skemmtileg samskipti öll hljómsveitarárin og áfram allt til dagsins í dag um leið og við vottum fjölskyldunni innilega samúð. Kjartan Björnsson. EYJÓLFUR ÓSKAR EYJÓLFSSON samstarfsvilji þótt aldursmunur væri nokkur. Fram að gosi vann hann á flestum þeim tækjum, sem Áhaldahúsið hafði yfir að ráða á þeim tíma, þótt lengst hafi hann verið gæslumaður með loft- pressum sem þá voru mikið í notkun enda hafði tæknin ekki getið af sér öll þau tæki og tól sem gera alla grjót- vinnu eins auðvelda og nú. Í lok eldgossins á Heimaey, þegar hin mikla endurreisn og uppbygging hófst á rústum hins gamla samfélags, varð mikil vélvæðing í Áhaldahúsinu enda fóru þá allar framkvæmdir bæj- arins í gegnum þá stofnun og því mik- ilvægt að hafa mann á véla- og verkfæralager sem hafði yfir að ráða lipurð og þekkingu því margir áttu er- indi við þessa mikilvægu þjónustu- miðstöð. Þarna var gott að hafa Guð- mund Ólafsson. Kallaðu mig bara Munda, sagði hann, þegar verkstjórinn bauð honum starfið á lagernum. Hann jánkaði því og kvaðst mundu taka það að sér um óákveðinn tíma til að byrja með. Var ekki viss hvort það ætti við hann. Að viku liðinni hafði hann samband við verkstjórann og tilkynnti honum að hann treysti sér ekki til starfans og varð að samkomulagi að hann sinnti starfinu áfram meðan leitað væri að öðrum manni. Sú leit stóð í 20 ár án árangurs og allan þann tíma sinnti Mundi starfinu af sérstakri trúmennsku þar til að hann lét af störfum fyrir aldurssakir hinn 31. jan 1993. Gegnum öll þau miklu umbrotaár, sem fylgdu í kjölfar náttúruhamfar- anna ávann hann sér traust og virð- ingu starfsfélaga sinna sem vissu hvað í honum bjó og hvaða mann hann hafði að geyma og nutu verkþekking- ar hans. Það kom sér oft vel hve mörg flókin vandamál vélbúnaðarins urðu einföld í huga Munda enda maðurinn með eindæmum greindur og glöggur. Mundi var einstaklega orðvar og vandaður í allri framkomu og að hafa slíkan mann í þjónustu sinni er hverju fyrirtæki eða stofnun ómetanlegt og beinlínis heiður. Ég vil hafa alla hluti á hreinu, öllum verkfærum skilað inn á kvöldin, komið að hreinu borði að morgni, ekkert kæruleysi. Þótt rödd- in væri mild bjó ákveðin krafa undir. Það vissu allir. Samviskusamari manni höfum við ekki kynnst, þyrfti hann að bregða sér frá, t.d. til læknis í heilan eða hálf- an tíma, vann hann kauplaust sem þeim tíma nam að loknum vinnudegi. Því miður hampar heimurinn ekki mörgum slíkum mönnum, sem skila sínu hlutverki á þann hátt, sem Mundi gerði. Kannski eru þeir aðeins agn- arlítil strá sem fölna eins og önnur grös jarðar. Saga þeirra fyllir ekki ekki nein bókasöfn og því engin ástæða að lofsyngja þeirra lífsferil. En við hin sem þekktum hann vit- um að slíkir menn og konur skila meiri auði í andlit þjóðarinnar en mörg þrekvirki stjórnmálamanna. Við erum öll jöfn undir sólinni, það eru aðeins blæbrigði lífsmyndarinnar sem skilja okkur að. Aftur húmar að kveldi lífs og enn einn starfsmaður kveður. Við höfum séð á bak mörgum góðum félögum í gegnum tíðina og oft hefur haustað snemma að en allir hafa þeir skilið eftir minningar í sporum sínum sem við eftirlifendur getum stuðst við á góðum stundum. Á vordögum ævi sinnar stundaði Mundi sjómennsku og nú sé ég hann fyrir mér sigla út á haf eilífðarinnar, stefnan er markviss, báturinn líður inn í roða kvöldkyrrðarinnar og hann segir á sinn hlédræga hátt: Bráðum er ég kominn heim. Við starfsfélagar hans í Áhaldahús- inu þökkum honum samfylgdina og vottum aðstendendum hans innilega samúð. Við kveðjum frábæran félaga. Kristinn Viðar Pálsson. Þegar hringt var til mín mánudags- kvöldið 4. mars og mér sagt að Mundi væri dáinn kom það mér ekki á óvart. Svo farinn var hann að kröftum að lífskerti hans var brunnið til fulls. Ég kynntist Munda árið 1948. Eftir áramótin vantaði mig vinnu og mamma stakk upp á því að ég athug- aði hvort vinnu væri að fá í Vest- mannaeyjum. Gunna frænka, Guðrún Sigurjónsdóttir, var þá nýgift Guð- mundi Kr. Ólafssyni, eða Munda frá Oddhól eins og hann var jafnan kall- aður. Eftir símtal við þau var ég vel- kominn til Eyja og að vera hjá þeim. Þá kynntist ég sómamanninum Munda hennar Gunnu frænku og þau kynni hafa veitt mér ógleymanlegar stundir. Ég var óharðnaður unglingur en Mundi annaðist mig eins og ég væri sonur hans. Þennan vetur full- orðnaðist ég mikið undir hans hand- leiðslu. Síðan hefur aldrei borið skugga á vináttu okkar í fimmtíu og fjögur ár. Enda veit ég ekki hvernig slíkt gæti orðið þegar hann átti í hlut. Ég þekki fáa menn, sem láta sér eins annt um fjölskyldu sína og Mundi gerði. Sífellt var hann vakandi yfir velferð barna sinna og venslafólks. Alltaf var jafn gott að leita til hans þegar vandamál steðjuðu að eða ráð- legginga var þörf. Á árunum 1968–1971 dvaldi ég langdvölum í Vestmannaeyjum vegna starfa minna. Þennan tíma átti ég mitt annað heimili hjá Munda og Gunnu, það var mér ómetanlegt að eiga þar athvarf, enda var mér tekið eins og fjölskyldumeðlimi. Eftir þann tíma þurfti ég oft að dvelja vegna starfa í Vestmannaeyjum og þá var gott að geta komið á Brimhólabraut- ina í spjall og góðgerðir. Lífið var ekki alltaf dans á rósum fyrir Munda. Veikindi hrjáðu hann oft, en æðruleysi var ein af hans góðu dyggðum og hann tók mótlæti með sömu róseminni. Hæglæti var hans aðalsmerki, en hann gat verið fastur fyrir og stóð ávallt á sínu. Elsku Gunna og fjölskyldur, ykkar missir er mikill, en minningin lifir um elskulegan eiginmann, föður, tengda- föður og afa. Guð styrki ykkur í sorg- inni. Haukur Ársælsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.