Morgunblaðið - 16.03.2002, Side 65
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 65
RAÐGREIÐSLUR
Sölusýning -
Sölusýning
10% staðgreiðsluafsláttur
Sími 861 4883
á nýjum og gömlum handhnýttum, austurlenskum
gæðateppum á Grand Hóteli við Sigtún, Reykjavík,
í dag, laugardag 16. mars kl. 12-19 og
á morgun, sunnudag 17. mars kl. 13-19
Ný sending af teppum
á mjög góðu verði
UM KLUKKAN 6.30 eru mættir í
Sundhöllina nokkrir mætir menn og
orðsnjallir.
Þar má nefna sjálfan foringjann,
Árna úr Eyjum, Friðrik múrara
(varaforingja), Drunukallinn að vest-
an, Guðjón lækni, Egil skíðakappa
og marga aðra góða menn og konur,
vinsælastur er þó Björn Bjarnason
enda maður viðræðugóður og velvilj-
aður.
Einn er ónefndur um merka menn
í sundi, en það er Sigmundur heitinn
verkamaður hjá Reykjavíkurborg í
áratugi, afbragðsmaður sem kunni
margar sögur.
Sigmundur var orðinn aldraður og
hjartveikur og kvaddi því þennan
heim fyrir nokkrum mánuðum. Ekki
er undirrituðum kunnugt hverjir
fylgdu Sigmundi síðasta spölinn. En
einn var sá úr okkar hópi, sem gaf
sér tíma í miklum önnum mennta-
málaráðuneytis að vera við jarðar-
förina, það var Björn Bjarnason og
ekki nóg með það heldur skrifaði
hann hlýlega minningargrein um
þennan aldraða sundfélaga okkar.
Þessi framganga Björns segir sína
sögu um hugarþel hans og mann-
gæzku. Staðfestir það álit okkar að
þar fari drenglyndur, duglegur og
heiðarlegur maður sem ástæða er til
að taka hatt sinn ofan fyrir og
hneigja sig kurteislega.
ÞORSTEINN BALDURSSON,
Snorrabraut 85, Reykjavík.
Mannlífsflóran
í Sundhöllinni og
Björn Bjarnason
Frá Þorsteini Baldurssyni:
AÐ UNDANFÖRNU hefur nokkuð
verið rætt og ritað um lagningu
göngu- og hjólreiðastíga í gegnum
svæði hestamanna í Víðidal og ná-
grenni. Þessi ólánsgjörð er aðeins
hluti af stærra vandamáli og ber að
ræðast með tilliti til þess. Þetta
vandamál er tvíþætt. Öðrum þræði er
hér um að ræða töluvert skilnings-
leysi borgaryfirvalda á þörfum og
högum okkar hestamanna og
ákveðna tilhneigingu þeirra til að ýta
þessari starfsemi stöðugt lengra út
úr borginni eftir því sem byggð fær-
ist nær. Einnig og ekki síður er hér
um að ræða ákaflega dapra hags-
munagæslu hestamannafélagsins
Fáks og er það í raun mun dapurlegri
staðreynd. Reiðstígamál hér á þessu
svæði eru og hafa lengi verið í mikl-
um ólestri sé tekið mið af flestum
okkar nágrannasveitarfélögum. Sér-
lagðir reíðstígar eru vart lengri en
2–4 km. Að öðru leyti notast hesta-
menn við aflagða bílvegi og þjónustu-
vegi veitustofnana Reykjavíkurborg-
ar. Þessum stígum höfum við svo
deilt með öðru útivistarfólki, svo sem
hlaupurum, hjólreiðamönnum og,
það sem verra er, vélknúnum öku-
tækjum svo sem vélsleðum og núm-
erslausum ótryggðum torfæruhjól-
um sem þarna fara um að því er
virðist undir lögregluvernd. Alvar-
legasta dæmið um skilningsleysi
borgaryfirvalda á högum og aðstöðu
hestamanna á Víðidalssvæðinu er ný-
leg lagning göngu- og hjólastíga
þvers og kruss yfir reiðstíga sem
þarna voru fyrir. Þessi gjörð er stór-
alvarleg aðför að lífi og heilsu fjölda
manns og gildir það jafnt um hjól-
andi, gangandi og ríðandi umferð.
Þarna er stefnt til óvinafagnaðar, al-
gjörlega að ástæðulausu og á víta-
verðan hátt. Ég vil ekki trúa því að
þarna hafi þekkingarleysi ráðið för.
Því læðist að manni sá grunur að
þarna hafi illur vilji einhverju um ráð-
ið. Sá grunur staðfestist að nokkru er
ég las viðtal við gatnamálastjórann í
Reykjavík 9. febrúar síðastliðinn þar
sem hann spyr á hrokafullan hátt
hvort hestamenn séu hvort eð er ekki
alltaf að detta af baki og leggur til að
efnt verði til happdrættis um það
hvort slysum muni fjölga við þetta. Í
sama streng tók formaður umhverf-
is- og heilbrigðisnefndar, Hrannar B.
Arnarsson. Það sem gerir þetta mál
enn alvarlegra en ella er að í Víðidal
eru reknir 2–3 reiðskólar allt árið og
er því ungum börnum og byrjendum
á öllum aldri stefnt að þessum slysa-
gildrum sem borgin hefur svo sann-
arlega lagt út. Síst mátti þessi við-
kvæma starfsemi við auknu áreiti af
umferð sem af þessu hlýst. Það hefur
því miður komið berlega í ljós við um-
fjöllun þessa máls, til dæmis á fundi í
félagsheimili Fáks, að hestamanna-
félagið Fákur svaf algjörlega á verð-
inum í þessu máli og kom það meðal
annars fram á umræddum fundi að
frammámenn þess félags unnu sér
það helst til frægðar að hlaupa út í
móa og hundskamma verktaka sem
unnu að þessari stígagerð. Þetta er
því miður ekki í fyrsta sinn sem Fák-
ur reynist hestamönnum á þessu
svæði ekki sú brjóstvörn sem á þarf
að halda í baráttu fyrir bættri að-
stöðu. Að undanförnu hefur átt sér
stað mikil uppbygging á aðstöðu úti-
vistarfólks og er það vel. Golfáhuga-
menn hafa til dæmis fengið stór land-
svæði undir starfseni sína, í sumum
tilfellum rándýr byggingarlönd.
Göngu- og hjólastígar hafa verið
lagðir kringum borgina upp um alla
Heiðmörk og Rauðavatnshæðir og er
hér hvergi ofgert. En hér skilur leiðir
með hestamönnum og öðru útivistar-
fólki. Lóðir hafa til dæmis ekki verið
boðnar undir hesthús síðastliðin 15–
20 ár ef undan er skilin örlítil þétting
byggðar í Víðidal. Í þessu sambandi
má nefna að nú um áramót fengu um
200 eigendur 600 hrossa, sem haft
hafa aðstöðu í Norðlingaholti, boð frá
borginni um að rýma þessa aðstöðu
innan mjög skamms tíma án þess að
nokkur úrræði væru föst í hendi í
staðinn. Það liggur í augum uppi að
fyrirhuguð 2.000 manna byggð í
Norðlingaholti og vinnuaðsetur
hundraða manna á því svæði, breyt-
ingar á umferðarmannvirkjum við
Rauðavatn, þar sem undirgöng verða
tekin af og hringtorg sett í staðinn,
sem og aukin byggð við norðanvert
Elliðavatn hljóta að auka svo áreiti á
og við reiðleiðir þær sem liggja til og
frá Víðidalnum að við liggur að þær
verði með öllu ónothæfar og jafnvel
lokist alveg vegna byggðar. Það hlýt-
ur því í aðdraganda kosninga að vera
eðlileg spurning til borgaryfirvalda
og hagsmunafélags hestaeigenda
Fáks hvað hafi verið gert til að
tryggja að Víðidalurinn lokist hrein-
lega ekki af og standi ef til vill í sömu
sporum og svæði Fáks á Sprengi-
sandi þegar það var flutt í Víðidalinn?
ÞORGEIR BENEDIKTSSON,
Sílakvísl 2, Reykjavík.
Um reiðstíga
Frá Þorgeiri Benediktssyni:
MIKIÐ er alltaf fallegt að líta á
blessaðan bæinn okkar Kópavog
þegar nýfallinn snjórinn prýðir tré
og hús. Allt er hreint og engar mis-
fellur sjáanlegar. Það eru heldur
ekki slegin vindhöggin í stjórnun á
bænum okkar. Húsin þjóta upp og
dreifast upp um hæðir, Lindir,
Smára og Sali. Þá má nefna glæsi-
lega menningarmiðstöð og íþrótta-
hús í smíðum.
Já, það er ekki ofsagt að við búum
vel í Kópavogi. Hér í bæ er velmegun
hvar sem litið er. Sjálf er ég búin að
fá viðurkenningu fyrir að hafa unnið
hjá Kópavogsbæ í 25 ár. Það geta all-
ir séð að ekki er það amaleg vist sem
ég hef verið í og er ennþá.
Hvernig skyldi það verða að hætta
að vinna eftir að hafa lafað þetta
lengi á spenanum og reynt að hafa í
sig og á? Nytin í þessum spena hefur
reyndar lengi verið rýr þótt púkinn
hafi fitnað á fjósbitanum.
Maður veltir fyrir sér hverri
krónu og reynir að finna út hvar
ódýrasti mjólkurpotturinn fæst og
hvar sé skásta útsalan til að kaupa
sér skóna. Daufheyrst er við kröfum
okkar um hærri laun til samræmis
við stöðugt auknar kröfur og álag í
starfi. Laun okkar hafa í raun lækk-
að miðað við annarra í þjóðfélaginu
sem vinna sambærileg störf.
Samstarfskona mín sem hafði
unnið hjá Kópavogsbæ lengur en ég
og hætti í haust, eftir gifturíkt starf,
sagði mér á dögunum að ég skyldi
ekki kvíða starfslokunum því hún
fengi heldur meira í umslaginu sínu
núna eftir að hún hætti að vinna en á
meðan hún var í starfi.
Ég hef áður nefnt það og reynist
nú rétt vera að ráðamenn bæjarins
hafa ráð undir hverju rifi til þess að
tryggja hag okkar og búa okkur und-
ir efri árin. Laun okkar eru það lág
að við getum átt von á heldur betri
afkomu þegar við komumst á eftir-
launin, ekki eru þau nú há, en á með-
an við vinnum hjá bænum.
Það er ansi langt bilið á milli litla
mannsins og þeirra sem sitja í
stjórnunarsætunum hjá okkar þjóð.
Við höfum heyrt það undanfarið að
ekki vantar alls staðar auraráðin og
sumir geta skammtað sér ótæpilega.
Það er alveg ótrúlegt að hlusta á það
hvernig farið er með almannafé á
meðan ekki er hægt að reka heilsu-
gæslur og skóla svo ekki sé talað um
hvernig farið er með fötluð börn, ör-
yrkja og aldraða.
En við erum fljót að gleyma og
þegar við förum á kjörstað þá erum
við vís til þess að kyssa á vöndinn og
setja X við það sem síst skyldi. En
svo má brýna deigt járn að bíti um
síðir. Hvað þarf mikið til þess að við
breytum um skoðun?
KRISTJANA EMILÍA
GUÐMUNDSDÓTTIR,
bókbindari og bókavörður
í Bókasafni Kópavogs.
Svo má brýna deigt járn að bíti
Frá Kristjönu Emilíu
Guðmundsdóttur:
Bridsfélag
Siglufjarðar
Þegar aðeins tvær umferðir eru
eftir af Sigufjarðarmótinu í sveita-
keppni má segja að staðan sé eld-
heit, því aðeins skilja 4 stig á milli
1. og 3. sætis í keppninni. Eftir 7
umferðir er staða efstu sveita þessi.
Sv. Hreins Magnússonar 136
Sv. Íslandsbanka 133
Sv. Birgis Björnssonar 132
Sv. Guðlaugar Márusdóttur 115
Sv. Guðrúnar J. Ólafsdóttur 113
Fyrirtækja- og stofn-
anakeppni
Mánudaginn 18. febrúar lauk
tveggja kvölda hraðsveitakeppni
fyrirtækja og stofnana. Auk sveita
frá fyrirtækjum og stofnunum
mættu til leiks (H)eldri menn með
sveit sem skipuð er spilurum sem
látið hafa af störfum eða vinna tak-
markaða vinnu. Sveit þessara (H)
eldri manna gerði sér lítið fyrir í
viðureign sinni við sveitir fyrir-
tækja og stofnana og lagði þær all-
ar að velli. Þessa sveit skipuðu Ant-
on Sigurbjörnsson, Hreinn
Magnússon, Gottskálk Rögnvalds-
son og Guðlaug Márusdóttir.
Úrslit mótsins urðu annars þessi:
Sveit (H)eldri manna 133
Íslandsbanki 127
Fljótamenn 107
Siglufjarðarbær 104
Heilbrigðisst. Siglufjarðar 104
Bronsstigabaráttan
í fullum gangi
Nú fer að síga á seinni hlutann í
baráttunni um bronsstigameistara-
titil félagsins starfsárið 2001–2002.
Undanfarin 4 ár hefur Bogi Sig-
urbjörnsson hampað þessum titli,
en nú má segja að horfur Boga séu
heldur daprar þegar staðan er
skoðuð nú um miðjan mars. Eftir
útreikning mánudagskvöldið 11.
mars er staða efstu spilara þessi:
Hreinn Magnússon 315
Haraldur Árnason 283
Hinrik Aðalsteinsson 283
Sigfús Steingrímsson 280
Anton Sigurbjörnsson 274
Sigurður Hafliðason 256
Friðfinnur Hauksson 255
Íslandsmót í
paratvímenningi
Helgina 13.–14. apríl verður Ís-
landsmótið í paratvímenningi hald-
ið á Siglufirði. Útlit er fyrir að hér
verði um mjög fjölmennt mót að
ræða miðað við þær undirtektir
sem forsvarsmenn félagsins hafa
orðið varir við. Í því sambandi vill
stjórn félagsins benda væntanleg-
um þátttakendum á að panta gist-
ingu tímanlega á Hótel Læk og
Hótel Hvanneyri.
Laugardaginn 23. mars verður
svæðamót Norðurlands vestra í tví-
menningi haldið á Siglufirði. Efsta
sæti mótsins veitir rétt til þátttöku
í úrslitum Íslandsmótsins í tví-
menningi, en úrslitin verða spiluð
helgina 27. og 28. apríl í Reykjavík.
Hér er einnig gullið tækifæri fyr-
ir pör úr kjördæminu sem ætla að
taka þátt í Íslandsmótinu í para-
keppninni að ná sér í góða und-
irbúningsþjálfun fyrir mótið.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Gullsmárabrids
Fimmtudaginn 14. mars var spilað
á 10 borðum samtals 8 umferðir.
Hæsta skor í
N-S:
Hermann Finnbogas. – Helga Ámundad.191
Kristinn Guðmundss. – Karl Gunnarss. 184
Anna Jónsdóttir– Óla Jónsdóttir 175
A-V:
Árni Gunnarsson – Bragi Melax 188
Sigurður Björnss. – Auðunn Bergsv. 184
Jónas Jónsson – Unnur Jónsdóttir 180
Meðalskor 168.
Bridsfélag Kópavogs
Fimmtudaginn 14. mars lauk að-
alsveitakeppni félagsins.
Keppnin var spennandi allt til
loka og áttu nokkrar sveitir mögu-
leika á sigri fyrir síðasta leikinn.
Leikar fóru þannig að sveit Birgis
Arnars Steingrímssonar fór með
sigur af hólmi. Auk Birgis spiluðu
í sveitinni þeir Sigurjón Þór
Tryggvason, Murad Serdar, Þórð-
ur Björnsson,Erlendur Jónsson og
Aron Þorfinnsson. Lokastaðan
varð þessi.
Sv. Birgis A. Steingrímssonar 244
Sv. Vina 231
Sv. Ragnars Jónssonar 226
Sv. Vilhjálms Sigurðssonar jr. 223
Sv. Hrafnhildar Skúladóttur 218
Fimmtudaginn 21. mars verður
haldinn eins kvölda páskatvímenn-
ingur og verða páskaegg í verð-
laun fyrir efstu sætin, auk þess
verða dregin út af handahófi
páskaegg í aukavinninga.
Við hvetjum alla til að mæta
enda eru allir velkomnir.
Spilað er í Þinghól Hamraborg-
inni og hefst spilamennska stund-
víslega kl. 19.30.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
Vorum að taka upp nýjar vörur
Freemans - Bæjarhrauni 14 -
s: 565 3900 - www.freemans.is