Morgunblaðið - 16.03.2002, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 16.03.2002, Qupperneq 69
Í KVÖLD mun Sinfóníuhljómsveit Íslands bregða helstu lagasmíðum bresku rokksveitarinnar Queen í sí- gildan búning ásamt erlendum og ís- lenskum söngvurum. Um er að ræða sýningu sem sett var á laggirnar fyrir u.þ.b. tveimur árum og kallast upp á ensku „Anoth- er Kind of Magic – Symphonic Queen Spectacular“. Martin Yates útsetur lögin og flytjendur eru lista- menn frá West End í Lundúnum. Stjórnandi er David Charles Abell en íslensku söngvararnir sem koma við sögu eru þeir Eyjólfur Kristjáns- son, Bragi Þór Valsson og Gunnar Ben. Efnisskráin er sett upp sem hálfgildings söngleikur og má nefna að ljós og sviðsumgjörð er hönnuð af atvinnumönnum frá West End. Hann er fríður, flokkurinn sem hingað er kominn frá leikhússtræt- um Lundúna. Einsöngvarar í sýn- ingunni eru fjórir, þau Hazel Fern- andes, Sally Ann Triplett, James Graeme og Dean Collinson. Öll hafa þau tekið þátt í helstu söngleikjum sem settir hafa verið upp á West End, hvort sem er í burð- ar- eða stoðrullum. Einnig hafa þau mörg hver komið að sjónvarps- og kvikmyndaleik ásamt því að semja og flytja tónlist með hinum ýmsu dægurtónlistarmönnum. Hljómsveitarstjórinn, David Charles Abell, er Bandaríkjamaður, og nam í Yale og Juilliard. Hann hefur stjórnað óperusýning- um í fjölmörgum húsum vestra og einnig unnið með öllum helstu sin- fóníuhljómsveitum Bretlands. Einn- ig hefur hann mikið komið að söng- leikjum ýmiss konar. Þau lög sem áhorfendur geta búist við að heyra eru sígild verk úr smiðju Queen-liða svo sem „Bicycle Race“, „Fat Bottomed Girls“, „A Kind of Magic“, „Crazy Little Thing Called Love“, „Radio Ga-Ga“, „Kill- er Queen“, „We Are the Cham- pions“, „Innuendo“, „Who Wants to Live Forever“, „Somebody to Love“, „You’re My Best Friend“, „Don’t Stop Me Now“ og „Bohemian Rhap- sody“ (að sjálfsögðu!). Þetta er málið! Blaðamaður Morgunblaðsins kíkti inn á æfingu ásamt ljósmyndara, fylgdist með framvindu mála og spjallaði við aðstandendur. „Ég heyrði nú bara af þessu fyrir þetta tveimur, þremur vikum,“ segir Eyjólfur Kristjánsson og sest á tré- pall með blaðamanni . „Þá var hringt í mig og ég spurður hvort ég vildi ljá þessu mína fögru bakrödd (hlær).“ Eyjólfur segir að upphaflega hafi átt að vera kór en hætt hafi verið við það. Þrír karlmenn hafi verið fengnir til að styðja við bakraddasöngkon- urnar og áhersla lögð á að tveir þeirra væru fluglæsir á nótur. „En svo vildu þeir hafa einn popp- ara með. Og þá var náttúrlega hringt í mig (hlær). Nei, ég segi svona. Ég kann reyndar að lesa nót- ur en ég get ekki lesið þær eins og ég sé að lesa Andrés Önd!“ Uppi við sviðið stendur stjórnandinn, David Charles Abell, í hvítum stuttermabol, maulandi epli. Hann fellst góðfúslega á stutt spjall. „Yates hefur semsagt útsett þetta fyrir sex manna rokksveit, sinfóníusveit, sex bakraddasöngvara og fjóra ein- söngvara,“ útskýrir Abell. „Og þegar ég ber þetta saman við lög Queen þá hljóma þau bara eins og prufuupp- tökur. Þetta er málið!,“ segir hann og skellir upp úr. Abell segir lög Queen búa yfir sin- fónískum skölum og því ekkert til- tökumál að útsetja þau á þennan veg. „Þetta er mjög spennandi verkefni og ég vona að þakið lyftist af á laug- ardaginn. Lög Queen aðlagast þess- um útsetningum ótrúlega vel og krafturinn er magnaður.“ Abell segir að sýningar sem þess- ar opni einatt augu tónlistarunn- enda. „Heimar opnast. Þeir sem hlusta aðallega á sígilda tónlist fá athygl- isverða innsýn; þeir sem hlusta að- allega á rokk/popp heyra lög Queen leikin, að viðbættum krafti hinna sí- gildu tóna. Það er kannski klisja að segja það en ég trúi því að hér sé eitthvað fyrir alla sem hafa gaman af tónlist.“ Sýningin verður í Laugardalshöll kl. 17.00 í dag. Miðaverð er 3.500 kr. í sal en 2.500 kr. í stúku. Einsöngvararnir samstilla sig. Eðlilegur samruni arnart@mbl.is Morgunblaðið/Golli Queen í klassískum búningi David Charles Abell að störfum. FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 69 Smárabíói kl 14:00 í dag og á morgun sunnudag kl 14:00 Laugarásbíói kl 15:00 í dag og á morgun sunnudag kl 15:00 Regnboganum kl 16:00 í dag og á morgun sunnudag kl 16:00 Borgarbíói Akureyri kl 16.00 í dag og á morgun sunnudag kl 16:00 Nýja Bíói Keflavík kl 16:00 í dag og á morgun sunnudag kl 16:00 Missið ekki af forsýningum á fyndnustu fjölskyldumynd ársins um helgina: með íslensku tali HARMONIKUBALL Gömlu og nýju dansarnir - Dansleikur fyrir alla “Komdu í kvöld.......... Dansleikur í kvöld frá kl. 22 í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi. Gestaspilarar frá Félagi harmonikuunnenda Vesturlands . Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Gömlu- og nýju dansarnir. Dansleikur fyrir alla. - Fordrykkur í boði hússins fyrir fyrstu 150 gestina.  ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Harm- onikufélagi Reykjavíkur og Ragn- heiður Hauksdóttir söngkona.  BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Undir fölsku flaggi.  CAFÉ AMSTERDAM: Sænsk/ íslenska dúóið Broad.  CAFÉ RIIS, Hólmavík: Kvart- ettinn BAAB.  CATALINA, Hamraborg: Gammel Dansk.  CELTIC CROSS: Spilafíklarnir.  DUBLINER: Penta.  GALLERÍ TUKT: Nýtt gallerí í Hinuhúsinu, Pósthússtræti. Opn- unarsýningin kallast Tinna + Bibbi og byggist á sameiginlegri og ósam- eiginlegri listsköpun Birgis Arnar Thoroddsen og Tinnu Ævarsdóttur. Hefst kl. 16.00. Opin alla virka daga frá kl. 14:00-18:00, til 31. mars.  GAUKUR Á STÖNG: Buttercup.  INGHÓLL, Selfossi: Í Svörtum fötum.  KAFFI REYKJAVÍK: Papar.  KAFFI-LÆKUR, Hafnargötu 30, Hafn.: Njalli í Holti og Össi saxó- fónn.  KRINGLUKRÁIN: Bíó Tríó – söngskemmtun með Erni Árnasyni.  KRISTJÁN IX, Grundarfirði: Svensen og Hallfunkel.  N1 (ENN EINN), Keflavík: Á móti sól.  PAKKHÚSIÐ, Selfossi: Gunnar Ólason og Ingvar Valgeirsson.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópa- vogi: Hálft í hvoru.  PRIKIÐ: Dj Rampage og Dj Shal- em B.  RÁIN, Keflavík: Bingó.  SJALLINN, Akureyri: SSSól.  SJÁVARPERLAN, Grindavík: Karma.  VIÐ POLLINN, Akureyri: Pétur Kristjánsson og hljómsveit.  VÍDALÍN: Miðnes.  VÍKIN, Höfn: Írafár. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Í DAG stendur Sportkafarafélag Íslands fyrir svo- kölluðum köfunardegi, hvar áhugasamir eiga þess kost á að kynna sér þessa ævintýralegu íþrótt undir leiðsögn atvinnumanna. Fer kynningin fram í Sundhöll Reykjavíkur á milli kl. 10 og 17. Þeir sem eru yngri en 18 ára þurfa að koma með skriflegt leyfi forráðamanna og litlir krakkar mega prófa í grunnu lauginni, að sjálfsögðu undir góðu eftirliti þeirra sem vanir eru. Verð er 1.500 kr. fyrir fullorðna en 1.000 kr. fyrir börn. Búnaður sem fólk þarf að koma með er gott skap, sundföt og stuttermabolur. Köfunardag- urinn 2002 Morgunblaðið/Ásdís Sveinbjörn Hjálmarsson, varaformaður Sportkafara- félags Íslands, kynnir kafarabúnað. TENGLAR ......................................................................... www.kofun.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.