Morgunblaðið - 16.03.2002, Síða 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 16. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
HUÐNAN Rák frá Fjallalækjar-
seli, sem er með lögheimili í Hús-
dýragarðinum, er líklega sælust
allra geita í borginni um þessar
mundir því í gær bar hún hvítum
kiðlingi, sem reyndist vera hafur.
Faðir þessa vorboða er hafurinn
Kappi sem einnig er fæddur í
Húsdýragarðinum.
Í fréttatilkynningu frá Hús-
dýragarðinum segir að huðnur
beri yfirleitt 1–2 kiðlingum
hverju sinni eftir 5 mánaða með-
göngu og eru þeir á við nýborin
lömb á stærð. Fjórar huðnur eru í
garðinum og er búist við að burði
hjá geitunum ljúki áður en ærnar
bera.
Fyrsti vor-
boðinn í
Húsdýra-
garðinum
aði. Þeir tóku því ákvörðun um að
hætta við lendingu og kipptu vélinni
upp.“
Í aðflugi láta flugmenn sjálfstýr-
ingu yfirleitt um stjórnina rétt eins
og í farflugi en taka sjálfir stjórnina
í sínar hendur í um 500 feta hæð.
Þótt sjálfstýring sé tekin af geta
þeir eftir sem áður haft eldsneyt-
isgjöfina sjálfvirka og stillt á æski-
legan hraða. Lækkunin ræðst hins
vegar ekki síður af beitingu stjórn-
tækjanna en eldsneytisgjöfinni.
Þota í aðflugi getur lækkað flugið
mishratt en algeng viðmiðun er um
þúsund fet á mínútu. Það þýðir að
þota í um 300 feta hæð á eftir um 20
sekúndur í jörð. Lækkunin getur
FLUGLEIÐAÞOTAN, sem lenti í
svonefndu „alvarlegu flugatviki“ við
lendingu á Gardermoen-flugvelli við
Osló þriðjudaginn 22. janúar sl., var
nálægt 300 fetum frá jörðu, þegar
hún hækkaði flugið á ný. Með vél-
inni voru 75 farþegar auk áhafnar.
Þota í þessari hæð getur átt eftir
20–30 sekúndur í jörð eftir því hve
hratt hún lækkar flugið. Þessar
upplýsingar byggjast á heimildum,
sem Morgunblaðið telur öruggar.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Flugleiða, lýsti atvikinu svo í
samtali við Morgunblaðið hinn 25.
janúar sl.: „Þegar vélin var í rúm-
lega þúsund feta hæð fengu flug-
menn grun um bilun í aðflugsbún-
líka verið hægari, oft um 600 fet á
mínútu, og þá á þota í 300 feta hæð
eftir um hálfa mínútu í jörð.
Þormóður Þormóðsson, rann-
sóknarstjóri og formaður Rann-
sóknarnefndar flugslysa, tjáði
Morgunblaðinu í gær að eftir
helgina yrði flugatvikið sett upp í
flughermi í Svíþjóð. Þormóður held-
ur til Oslóar eftir helgina vegna
rannsóknar á atvikinu sem er á for-
ræði Rannsóknarstofnunar flug-
slysa í Noregi. Mun hann fara ásamt
fulltrúum stofnunarinnar til Sví-
þjóðar þar sem líkt verður eftir flug-
atvikinu í flughermi fyrir Boeing-
þotur. Fenginn verður flugmaður og
flugkennari til að fljúga líkt því sem
gerðist í Flugleiðaþotunni sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem
rannsakendur hafa aflað sér.
Þá sagði Þormóður að tekið hefði
verið yfir upptökur úr stjórnklefa
þotunnar en öll samtöl og samskipti
flugmanna eru tekin upp meðan á
flugi stendur. Skýrist það af því að
einungis er unnt að taka upp tvo
tíma í senn uns tækið spólar sjálf-
krafa til baka og hefur upptöku á ný.
Upptökurnar voru ekki teknar úr
vélinni eftir atvikið við Gardermoen
og þær því ekki varðveittar. Eftir
sem áður eru til upptökur af sam-
skiptum flugmannanna við flugum-
ferðarstjóra sem norska stofnunin
hefur undir höndum.
Alvarlega flugatvikið á Gardermoen-flugvelli við Osló í janúar
Flugvélin var nálægt
300 fetum frá jörðu
VERSLANIR Nóatúns aug-
lýstu „nýjar íslenskar“ kartöflur
á tilboðsverði í gær, eða 98 krón-
ur kílóið. Þegar grennslast var
nánar fyrir um aldur þeirra og
uppruna sagði Guðni Grétars-
son, markaðsstjóri Nóatúns, í
samtali við Morgunblaðið að
umræddar kartöflur væru „ekki
nýjar“ í þeim skilningi. „Í aug-
lýsingunni var átt við nýjustu
uppskeru sem hægt er að fá á
þessum árstíma,“ segir Guðni.
„Þetta var klaufalega orðað
hjá okkur. Við hörmum ef aug-
lýsingin hefur valdið misskiln-
ingi og biðjumst velvirðingar á
þessu. Þarna er ekki um nýupp-
teknar kartöflur að ræða,“ segir
hann.
„Klaufa-
lega orðað
hjá okkur“
Nýjar íslenskar
kartöflur auglýstar
í Nóatúni
37 ÁRA gamall Íslendingur var í
gær úrskurðaður í þriggja vikna
gæsluvarðhald að kröfu lögreglunn-
ar í Reykjavík í tengslum við eitt um-
fangsmesta fíkniefnamál sem upp
hefur komið hérlendis. Lögreglan og
tollgæslan í Reykjavík lögðu hald á
30 kg af hassi í vikunni sem leið og er
talið að fíkniefnin hafi komið með
vörusendingu í gámi sem kom með
skipi frá Skandinavíu.
Ekki fæst uppgefið hvort hinn
grunaði hafi gengist við smyglinu
eða hvort hann hafi átt sér vitorðs-
menn erlendis. Þá fæst heldur ekki
uppgefið hvaðan fíkniefnin komu en
síðasti viðkomustaður flutninga-
skipsins mun hafa verið Gautaborg í
Svíþjóð. Ekki fást upplýsingar um
hvort um hafi verið að ræða smygl-
leið sem hafi staðið opin um langa
hríð, en lögreglan fylgdist með mál-
inu um nokkurra vikna skeið. Hinn
handtekni hefur ekki komið við sögu
lögreglunnar áður.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins voru fíkninefnin í gámi með
húsgögnum sem var fluttur inn á
vegum fyrirtækis sem fæst við hús-
gagnainnflutning. Eftir að fíkniefnin
fundust var gámurinn tollafgreiddur
til fyrirtækisins og fylgdist fíkni-
efnadeildin með öllum ferðum í
kringum gáminn eftir það. Búið var
að hreyfa við fíkniefnunum þegar
maðurinn sem nú er í gæsluvarð-
haldi var handtekinn. Gera má ráð
fyrir að verðmæti fíkniefnanna í
götusölu nemi yfir 60 milljónum.
Hald lagt á 30 kg af hassi
69 ÁRA gamall karlmaður beið
bana í bílslysi á Kjalarnesi í gær,
þegar fólksbifreið sem hann ók,
rakst framan á gámaflutningabif-
reið á Vesturlandsvegi við býlið
Móa. Lögreglunni var tilkynnt um
áreksturinn klukkan 14.15 og var
ökumaðurinn látinn þegar lögreglan
kom á vettvang. Hann var einn í bif-
reiðinni og þurfti að beita klippum
tækjabíls Slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins til að ná honum út úr bíl-
flakinu. Ökumann flutningabif-
reiðarinnar, sem einnig var einn í
bifreiðinni, sakaði ekki. Ekki er
unnt að birta nafn hins látna að svo
stöddu.
Talið er að tildrög slyssins megi
rekja til þess að fólksbifreiðinni var
ekið fram úr annarri bifreið en lenti
framan á flutningabifreiðinni sem
kom á móti.
Veginum var lokað í kjölfar slyss-
ins og var umferð beint um Kjós-
arskarð á meðan lögregla og sjúkra-
lið athöfnuðu sig á vettvangi. Var
umferð hleypt á Vesturlandsveginn
að nýju um klukkan 17.30.
Banaslysið í gær er hið níunda í
umferðinni á þessu ári, en öll bana-
slys ársins hafa orðið utan þéttbýlis.
Að meðaltali hefur orðið eitt bana-
slys á viku frá áramótum, sem er
svipað og á árinu 2000, sem var
þriðja versta árið frá upphafi hér-
lendis hvað banaslys í umferðinni
áhrærir.
Flest banaslysin, eða fjögur, hafa
orðið við árekstur fólksbifreiða og
jeppa og þrír hafa látist vegna útaf-
aksturs.
Óli H. Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Umferðarráðs, segir slysaþró-
unin sem átt hefur sér stað á árinu
óviðunandi. „Afleiðingar slysa þar
sem stórar og litlar bifreiðir lenda
saman eru okkur mikið áhyggju-
efni,“ segir Óli. „Við hljótum að
þurfa að skoða þessi mál enn betur
en við höfum gert. Það er greinilegt
að íslenskir ökumenn verða að
staldra við, enda er slysaþróunin
óviðunandi. Við erum að fara inn í
sama ferilinn og árið 2000 þegar
ástandið var með allra versta móti.“
Lést í árekstri við flutn-
ingabifreið á Kjalarnesi
Morgunblaðið/Júlíus
Beita þurfti klippum tækjabíls Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til að ná hinum látna út úr bílflakinu.