Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ RAUÐIR borðar þar sem Davíð Oddsson, forsætisráðherra Íslands, er boðinn velkominn til Víetnam eru strengdir yfir götur í miðborg Hanoi í tilefni fjögurra daga heimsóknar ráðherrans til landsins. Gestgjafinn, Phan Van Khai forsætisráðherra, tók á móti hinum íslenska starfs- bróður sínum við hátíðlega athöfn við forsetahöllina. Þjóðsöngvar land- anna voru leiknir við heiðursvörð og íslenska sendinefndin og fulltrúar gestgjafanna kynntir. Ráðherrarnir ræddu saman drjúga stund á skrifstofu forsætis- ráðherrans og síðan undirrituðu þeir, Ólafur Egilsson sendiherra sem er með aðsetur í Peking og ráð- herrar í ríkisstjórn Víetnams þrjá samninga og yfirlýsingar, meðal annars tvísköttunarsamning og al- mennt orðaða yfirlýsingu um að stuðla að auknum viðskiptum. Gefur ferðinni aukið gildi Davíð Oddsson segir að viðræður þeirra forsætisráðherranna hafi ver- ið með hefðbundnu formlegu sniði. Farið hafi verið yfir stöðu landanna, meðal annars í efnahagsmálum, rætt um samskipti þeirra og alþjóðamál. Eftir að hafa reynt áætlanabúskap að sovéskri fyrirmynd fyrir allt land- ið eftir sameiningu Norður- og Suð- ur-Víetnams að loknu Víetnamstríð- inu 1974 sneru stjórnvöld í Hanoi við blaðinu fyrir fimmtán árum með því að innleiða markaðsbúskap að hluta með Doi Moi umbótaáætluninni svo- kölluðu. Phan Van Khai skýrði frá umbótunum og stöðu efnahagsmála og því markmiði að koma Víetnam í þá stöðu að geta talist iðnvætt ríki árið 2020. Davíð Oddsson segir í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að margt komi á óvart í Hanoi og ná- grenni. Fyrstu áhrifin af landinu séu þau að Víetnamar virðist skemmra á veg komnir en hann hefði gert ráð fyrir og eigi mjög margt ógert, það sjáist til dæmis víða á borgarum- hverfinu. Hagvöxtur hafi verið góður síðustu árin en grunnurinn hafi verið það bágborinn, meðal annars í kjöl- far langs tíma þar sem þjóðin átti í styrjöldum. Ferðin var farin til að endurgjalda heimsókn þáverandi forsætisráð- herra Víetnams til Íslands, árið 1995, en boðið hefur verið margítrekað frá þeim tíma, að sögn Davíðs. Þá segir hann að vaxandi markaður sé í Víet- nam og aukin samskipti þjóðanna og góð þátttaka í viðskiptasendinefnd- inni, sem er undir forystu Útflutn- ingsráðs Íslands, sýni að fyrirtækin sjái sér hag af því að vera tiltölulega snemma á ferðinni hér til að ná sér í viðskiptasambönd. Það gefi ferðinni aukið gildi. Segir Davíð að ýmis vandkvæði séu á viðskiptum við Víetnam en fram hafi komið hjá forsætisráð- herranum að stjórnvöld teldu sig vera að skapa traust umhverfi fyrir erlend fyrirtæki að starfa í. Í við- skiptasendinefndinni er á annan tug fulltrúa frá fjórtán íslenskum fyrir- tækjum. Með í för forsætisráðherra er eiginkona hans, Ástríður Thorar- ensen, embættismenn úr forsætis- ráðuneytinu og utanríkisráðuneyt- inu, auk sendiherrans. Nemar frá Víetnam hafa verið í sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og hafa íslensk stjórnvöld boðið að einn til tveir nemar geti komið til viðbótar og standa vonir til að það geti orðið áfram. Víetnamar þáðu einnig boð forsætisráðherra um samstarf við jarðhitarannsóknir. Jarðhiti er í Víetnem en rannsóknir á honum eru skammt á veg komnar. Munu ís- lenskir vísindamenn væntanlega taka að sér verkefni á þessu sviði. Forsætisráðherra og hin opinbera sendinefnd heimsóttu þing Víetnams þar sem rætt var við Nguyen Van An, forseta þjóðþingsins, og síðan var haldið til kvöldverðar sem Phan Van Khai og eiginkona hans héldu til heiðurs íslensku forsætisráðherra- hjónunum. Í þinghúsinu bað forseti þingsins forsætisráðherra að bera forseta Alþings boð um að heim- sækja Víetnam við tækifæri. Davíð flutti honum kveðju Halldórs Blön- dals, forseta Alþingis, sem og boð um að heimsækja Ísland. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Davíð Oddsson forsætisráðherra og Nguyen Van An, forseti víetnamska þingsins, slógu á létta strengi í sam- ræðum sínum í þinghúsinu. Yfir þeim vakir blómum skrýdd lágmynd af Ho Chi Minh, sem var leiðtogi þjóðernis- sinna og kommúnista í styrjöldinni við Frakkland og Bandaríkin. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að margt komi á óvart í Hanoi Bjóða íslenska aðstoð við jarð- hitarannsóknir og námsdvöl Fyrsta opinbera heim- sókn forsætisráðherra Íslands til Víetnams hófst í gær með athöfn við forsetahöllina í höfuðborginni Hanoi þar sem forsætisráð- herra Sósíalíska lýð- veldisins Víetnam tók á móti Davíð Odds- syni. Með í för er fjöl- menn viðskiptasendi- nefnd. Helgi Bjarnason fylgdist með fyrsta degi heimsóknarinnar. ÍSLANDSFLUG hóf fraktflug um mánaðamótin frá Beirút í Líbanon til nokkurra áfanga- staða í Evrópu. Samið var við flugfélagið TMA Cargo (Trans Mediterranean Airways) til eins árs og að sögn Ómars Benediktssonar, framkvæmda- stjóra, er þetta meðal stærstu verkefna félagsins á erlendri grund til þessa. Samninginn við TMA má meta á um 1 milljarð króna en þær fimm áhafnir sem starfa munu við flugið, ásamt flugvirkjum, eru allar erlendar. Ef vel gengur er ákvæði í samningnum um framlengingu flugsins í ár til viðbótar. Íslandsflug leggur til frakt- vél til verkefnisins af gerðinni Airbus 310. Flogið er frá Beirút til Parísar, Amsterdam, Berg- amo á Ítalíu, Liege í Belgíu og fleiri staða í Evrópu. Aðallega er flogið með neysluvarning eins og matvörur og fatnað. „Þetta er góð búbót fyrir fé- lagið og verkefnið eitt það stærsta sem við erum með í gangi erlendis í dag,“ sagði Ómar en Íslandsflug gerir nú út átta þotur til verkefna á er- lendum vettvangi; fimm far- þegavélar af gerðinni Boeing 737, tvær skrúfuþotur og Air- bus-fraktvélina. Áhafnir eru jafnt íslenskar sem erlendar. Milljarðs- samningur um fraktflug MAÐUR á fimmtugsaldri brotnaði á báðum fótum og var einnig talinn handleggsbrotinn eftir fall af þaki Viðeyjarstofu í gær, skv. upplýsing- um frá Slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins. Maðurinn var við vinnu á þakinu þegar hann rann til og féll 4–5 metra niður af þakinu og lenti á fótunum á hellulagðri stétt. Tilkynnt var um slysið í Viðey til lögreglu á öðrum tímanum í gær. Sjúkraflutninga- menn fóru með Viðeyjarferjunni út í eyjuna og sóttu manninn og fluttu á slysadeild. Féll af þaki Viðeyjarstofu og fótbrotnaði NÝR GRUNNUR verður notaður við útreikning á neysluvísitölu Hagstofu Íslands fyrir nýliðinn mánuð en grunninum er breytt einu sinni á ári. Að sögn Rósmundar Guðnasonar, deildarstjóra vísitöludeildar Hagstof- unnar, er verið að taka inn niðurstöð- ur úr neyslukönnun sem staðið hefur óslitið frá árinu 2000 en grunninum er breytt einu sinni á ári. „Ég held að við höfum sagt frá því í fréttatilkynningu í mars að 2000 að við myndum skipta um grunn núna þannig að þetta teng- ist á engan hátt umræðu um rauð strik. Sjálf vísitalan er bara mæling á útgjöldum heimilanna og menn mega ekki rugla saman útreikningi á vísitöl- unni og svo þeim notum sem menn hafa síðan af henni. Þetta er tvennt ólíkt.“ Rósmundur segir að nú sé ver- ið að taka niðurstöður úr neyslukönn- uninni árið 2000 í heild sinni og svo sé einnig verið að færa inn á árið 2001 fyrir dagvöruverslun. „ Þar erum við því með nánast alveg nýjar upplýs- ingar um neysluútgjöldin en ég tek fram að þessari vinnu við grunninn er ekki alveg að fullu lokið. Í sjálfu sér sýnist mér að ekki verði miklar breyt- ingar á samsetningu vísitölunnar í heild en það verða hins vegar tölu- verðar breytingar á milli vöruflokka. Ég get nefnt sem dæmi að það er tilhneiging í átt frá matvörum yfir í tilbúnar matvörur. Þá hefur orðið töluverð breyting á vötuúrvali svo og innkaupamynstri heimilanna. Í fyrra- sumar gerðist það t.d. að fólk fór í auknum mæli að kaupa inn í lágvöru- verslunum en það er að hluta til breyting sem við tókum inn í desem- ber en þá lækkaði hún vegna þessa þáttar.“ Rósmundur segir að í neyslukönn- unum hafi verið tekin upp sú nýjung að leyfa fólki að skila inn strimlum og hlutfallið hafi verið komið í 75% í fyrra. „Þannig að við erum alltaf að fá meira og meira af okkur gögnum á svona ýtarlegu formi og í raun af- stemmd og slíkt þekkist ekki annars staðar. Þetta hefur gert okkur kleift að hafa verslanavogirnar ýtarlegri og það þýðir að við getum látið Bónus, svo dæmi sé tekið, hafa hærri vog á þeim vörum sem meira selst af þar. Það er mikil nýjung og á þessu sviði erum við fremstir.“ Litlar breyt- ingar á heildarsam- setningu Nýr neysluvísitölu- grunnur Hagstofunnar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.