Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 11 BOÐAÐ var til fundarins á Reyðar- firði í kjölfar frétta um að Norsk Hydro geti ekki tekið ákvörðun um Noral-verkefnið í september eins og ráðgert var. Þessar fréttir setja stór- iðjuáform á Austurlandi í uppnám, en á fundinum var tilkynnt um skip- an nefndar sem hefur það verkefni að hefja kynningarviðræður við nýja fjárfesta. Á fundinum kom fram að Austfirð- ingar telja mikilvægt að sá tími sem það tekur að finna nýja fjárfesta verði notaður til að búa í haginn fyrir framtíðina. Þannig verði ráðist í jarðgangagerð milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar sem fyrst og unnið að uppbyggingu í menntamál- um og heilsugæslu. Frummælendur á fundinum voru Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra, Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra, Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Reyðaráls, Smári Geirsson, formaður Samtaka sveit- arfélaga á Austurlandi, og Agnar Ol- sen, framkvæmdastjóri verk- og framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. Fresturinn gefur svigrúm til annarra framkvæmda Benedikt Vilhjálmsson, íbúi á Eg- ilsstöðum, spurði hvort gerð jarð- ganga milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar yrði frestað í ljósi þessara frétta. Halldór Ásgrímsson sagði að eng- ar breytingar væru fyrirhugaðar hvað jarðgöngin varðaði. Þau væru mikilvæg til að þétta byggð á Aust- urlandi. Hann sagðist ekki geta gefið nákvæma tímasetningu um hvenær hafist yrði handa, en frestur á virkj- unarframkvæmdum skapi aukið svigrúm til annarra framkvæmda. Efnahagur landsins þoli ekki miklar framkvæmdir samtímis og því sé engin ástæða til að ætla að frestun verði á gerð jarðganga. Alþingi taki endanlega ákvörðun, en engin stefnubreyting hafi orðið af hálfu stjórnvalda í málinu. Sveinn Jónsson, íbúi á Egilsstöð- um, furðaði sig á því hversu fljótir forráðamenn hjá Landsvirkjun voru að því að blása af allar framkvæmdir sem ráðgerðar voru í sumar og spurði hvort Norsk Hydro hefði hugsanlega efasemdir um undirbúning Íslend- inga í þessu máli. Einnig hvort hugsanlegt væri að ráðamenn þjóðarinnar væru hræddir við að fara út í þetta stóra verkefni og hversu langan tíma það gæti tekið að finna nýja fjárfesta að verkefninu. Iðnaðarráðherra svaraði því til að sannarlega hefði verið fullreynt að Norsk Hydro gæti ekki staðið við tímaramma verkefnisins. Norðmenn hafi ekki fallist á að finna nýja dag- setningu þar sem endanleg ákvörðun yrði tekin og því hafi sérleyfi við þá verið aflétt og ákveðið að taka upp viðræður við nýja aðila. Valgerður sagði að Norðmenn hafi látið í ljósi ánægju með undirbúningsvinnu stjórnvalda og annarra sem að mál- inu hafa unnið og því telji hún ekki að Norðmenn vantreysti Íslendingum hvað þetta varðar. Hún sagði stuðn- ing þingmanna við verkefnið sífellt vera að aukast og enga ástæðu til að telja að þeir óttist stærð verkefnis- ins. Valgerður sagði erfitt að meta hversu langur tími muni líða þar til hægt verði að hefja samningavið- ræður við nýja fjárfesta. Hún sagði þó ekki mörg fyrirtæki koma til greina. Hún nefndi Alcoa, Alcan eig- anda Ísal, Pechiney og BHP Billiton. Einnig nefndi Valgerður fyrirtækið Noranda, fyrirtæki sem Rússar hafa stofnað í samvinnu við Íslendinga um uppbyggingu álvers á Íslandi og að samvinnuverkefni margra minni fyr- irtækja komi einnig til greina. Mat Reyðarálsverkefnisins gott Geir A. Gunnlaugsson, stjórnar- formaður Reyðaráls, sagði erfitt að spá fyrir um hvenær hjólin geti farið að snúast. Hann sagði þó að gera mætti ráð fyrir því að kynningarvið- ræður muni taka meginhluta þessa árs og að samningaviðræðurnar sjálfar muni taka um eitt ár, þannig að í fyrsta lagi í lok næsta árs geti menn farið að vænta jákvæðrar niður- stöðu. Hann ítrekaði að allt mat Reyðarálsverkefnis- ins væri gott. Arðsemi þess væri mjög góð og staðsetning miðað við markaði í Evrópu og Am- eríku sömuleiðis, auk þess sem ís- lenska ákvæðið í Kyoto-samkomu- laginu væri verkefninu hagstætt. Geir hvatti Austfirðinga til að halda áfram við undirbúningsvinnu á svæðinu. Álver verði áfram byggð í heiminum og ekki væru margir kost- ir hagkvæmari en Reyðarfjörður til að byggja nýtt álver. Geir sagði eig- endur Hæfis áfram hafa áhuga á að af byggingu álversins verði. Hann sagðist telja að mikið af þeirri vinnu sem lokið er gæti nýst í samningagerð við aðra aðila, þótt hugsanlega yrði að taka einhvern hluta samninganna upp að nýju. Halldór Ásgrímsson sagði Norsk Hydro ekki hafa útilokað að tækni fyrirtækisins verði notuð í álverinu jafnvel þótt Hydro fjárfesti ekki í því. Slíkt samþykki þeir yfirleitt aldrei en vegna aðstæðna og vænt- inga sem þeir vita að gerðar séu til fyrirtækisins vilji forráðamenn þess ekki útiloka neitt. Reyðfirðingurinn Jóhannes Páls- son spurði hvað þær framkvæmdir sem Landsvirkjun hafði áformað að ráðast í nú í sumar áttu að kosta. Agnar Olsen, framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun, sagði að fyrirhugað hafi verið að gera veg að virkjunar- stæðinu, Kárahnúkaveg, byggja brú yfir Jökulsá á Dal og leggja raflínur og ljósleiðara að Kárahnjúkum. Áætlaður kostnaður þessara fram- kvæmda hafi verið um 300 milljónir króna. Agnar sagði ljóst að Landsvirkjun komi ekki til með að ráðast í fram- kvæmdir meðan ekki sér fyrir mála- lyktir, því verði engar framkvæmdir á vegum fyrirtækisins á svæðinu í sumar. Þó verði stíflusvæðið rann- sakað sem og gróðurfar auk þess sem áfram verði kostuð unglinga- vinna og gæsla á svæðinu. Hrafnkell Jónsson, Egilsstöðum, spurði hvort hugsanlegt væri að Landsvirkjun hefði fallið jafnfljótt frá framkvæmdum sem fyrirhugðar voru í sumar þar sem Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, ætti sæti í stjórn fyrirtækisins og vit- að væri að hann væri mótfallinn Nor- al-verkefninu. Hrafnkell sagðist telja að vel hefði verið staðið að undirbúningi Noral- verkefnisins og taldi að fundurinn ætti að senda þau skilaboð að Aust- firðingar treysti fullkomlega frum- mælendum til að vinna af heilindum að málinu. Smári Geirsson, formaður Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi tók í sama streng og klöppuðu fund- argestir til að sýna stuðning sinn og traust í verki. Ný bið verði ekki hafin á grundvelli óljósra væntinga Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist að hluta til geta tekið undir með öðrum ræðumönn- um að tilefni fundarins væri ekki ánægjulegt þar sem miklar vænting- ar til verkefnisins hafi vaknað á Austurlandi í kringum verkefnið. Einmitt vegna væntinganna hafi hann ótal sinnum á síðustu árum sagt að hyggilegt væri að gera ráð fyrir því að svona gæti farið. „Ég tel að staðan væri betri hér ef menn hefðu frá upphafi lagt málið þannig upp að ef þessi stóra framkvæmd yrði þá kæmi hún og menn glímdu við hana. En þangað til hún væri staðreynd og farin að rísa treystu menn ekki á það og ynnu ötullega að öllum öðrum kostum sem þeir hefðu.“ Steingrímur lagði áherslu á að Austfirðingar hæfu ekki í óðagoti nýja bið á grundvelli óljósra væntinga. Það sem mestu máli skipti væri að horfa fram á veg- inn og læra af reynslunni. Hann sagði einboðið að hraða framkvæmdum á Austurlandi og mikilvægt að aðrir möguleikar til atvinnuuppbyggingar á Austurlandi yrðu skoðaðir. „Það er margt fleira sem hægt er að gera hér og spýta þarf í lófana. Það á ekki að mínu mati að gera það eingöngu í trausti þess að álverið rísi. Hvort sem það kemur eða ekki ætla menn að búa hér og byggja gott mannlíf í þessum fjórðungi. Það er af nógum verkefnum að taka, að minnsta kosti meðan beðið er,“ sagði Steingrímur sem lagði áherslu á að menn virtu skoðanir annarra. Helgi Seljan, ungur Austfirðingur, tók síðar á fundinum í sama streng, spurði hvort ekki væri ráð að nýta biðtímann í að huga að öðrum mögu- leikum til uppbyggingar. Einar Rafn Haraldsson, formaður Afls fyrir Austurland, sagðist dást að Steingrími fyrir að tala sínu máli þótt hann væri ósammála öllu sem hann segði og uppskar Steingrímur klapp fundarmanna. Hann spurði hvort Norsk Hydro-menn væru blankir og svaraði Geir því til að fjár- festing Norðmanna í VAW væri af þeirri stærðargráðu að Hydro-menn þyrftu að endurmeta öll sín fjárfest- ingaráform til lengri og skemmri tíma. Björgvin Hrafnkelsson, sem býr í grennd við Egilsstaði, sagðist ekki telja ráðlegt að virkjunarleyfi væri samþykkt á Alþingi fyrr en orku- kaupandi væri fundinn. Þannig mætti koma í veg fyrir að Lands- virkjun fengi virkjunarleyfi til tíu ára sem fyrirtækið gæti gert það sem því þóknaðist við. Iðnaðarráð- herra benti hins vegar á að leyfi ráð- herra yrði að liggja fyrir áður en Landsvirkjun gæti farið í fram- kvæmdir. Mikil vonbrigði fyrir Austfirðinga Smári sagði frestun framkvæmda sérstaklega mikil vonbrigði þar sem Austfirðingar hafi verið farnir að finna skýr merki um hvaða áhrif ákvarðanataka um virkjun og álver myndi hafa á austfirskt samfélag. Fyrirtæki á ýmsum sviðum hafi ver- ið farin að hugsa sér til hreyfings, byggingarlóðum hafi verið úthlutað í meiri mæli og opinberar stofnanir farnar að skipuleggja aukin umsvif og þjónustu. „Allt virkaði þetta með jákvæðum hætti á samfélagið og því eru kannski vonbrigðin meiri en ella þegar afstaða Norsk Hydro varð ljós.“ Smári sagði brýnt að lög um virkj- un við Káranhnjúka og Kröflu yrðu afgreidd sem fyrst á Alþingi. Mik- ilvægt hljóti að vera að hafa slík lög í höndunum þegar teknar eru upp við- ræður við nýja sam- starfsaðila. Einnig taldi Smári mikilvægt að við- ræður við ný fyrirtæki hefjist sem fyrst. Loks lagði hann áherslu á að millibilsástandið sem nú hefði skapast yrði nýtt til að búa austfirskt samfélag undir komandi tíma með markvissum hætti. „Látum mótlætið ekki veikja okk- ur heldur skulum við þvert á móti herða baráttuna og hvetja alla þá sem að málum koma til dáða.“ Austfirðingar á fundi um nýja stöðu í álversframkvæmdum og virkjunarmálum Áfram verði unnið að uppbyggingu á svæðinu Morgunblaðið/Þorkell Fundarmenn klöppuðu til að sýna að þeir treystu málsaðilum til að vinna af heilindum að málinu. „Hversu lengi þurfum við að bíða?“ var spurningin sem brann á vörum Aust- firðinga á fundi um framtíð virkjunar- og stóriðjumála á Austurlandi sem fram fór í íþróttahúsinu á Reyðarfirði á þriðjudags- kvöld og nærri 400 manns sóttu. Nína Björk Jónsdóttir hlýddi á umræðurnar. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði erfitt að meta hversu langur tími mundi líða þar til hægt yrði að hefja samningaviðræður við nýja fjárfesta. Allt kapp yrði þó lagt á að flýta þeirri vinnu. „Það er margt fleira sem hægt er að gera hér“ „Allt virkaði þetta með já- kvæðum hætti á samfélagið“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.