Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 55
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 55 EINS og búast mátti við vildu margir njóta fegurðar frá Snæ- fellsjökli um páskana. Sá, sem þar er í kyrrð og friði og heiðríkju, verður vart hinn sami á eftir. Slík eru hughrifin, sem um- hverfið skapar og undursamleg virðing við sköpun nátturunnar. Ég hef lifað þá stund að vera aleinn, í fullkominni heiðríkju og friði við toppinn. Fólk má brosa, hrifningin var slík og kraftur jök- ulsins, að ég féll á kné og með tár- in í augunum þakkaði ég almætt- inu fyrir þessa óviðjafnanlegu stund. Nú er mestur hluti Snæfellsjök- uls friðlýstur þjóðgarður og er það vel. Þetta knýr á um reglur um umferð upp á jökulinn og allt að- gengi. Nú vil ég að sem flestir lifi það að komaast upp. Hvernig má leysa vandann, jafnframt því að spilla ekki áhrifum jökulsins og því umhverfi, sem þarna er og ekki verður fundið annars staða á jörð- inni? Geta menn ekki fallist á að fólk sé flutt langleiðina upp, t.d. til vinstri við smáhæð sem þar er verði menn settir af vélsleðunum. Þá eru eftir um 200 metrar eða eitthvað meira og öllum er hollt að ganga það, þótt nokkur áreynsla geti verið eftir atvikum. Fyrir hreyfihamlaða, sem vilja sjá frá toppnum, verði sérstakur sleði, með leyfi fyrir hærri ferð. Það er verra en ömurlegt að vera í fullkomnun þarna uppi og fá svo yfir sig meira eða minna tíu vélsleða og annað tæki með hávaða og olíustybbu. Enginn getur sent um heimsbyggðina, að hér ríki „umhverfisvernd“, sem sé til fyr- irmyndar, haldi þetta óbreytt áfram. Ég bið þá er hafa beinna hagsmuna að gæta að finna á þessu góða lausn. Við þá, sem enn hafa ekki farið upp, látið verða af því og njótið þess, sem þar er að finna í algjörri ró og næði. Menn búa að því alla ævi. JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON, Birkigrund 59, 200 Kópavogi. Þjóðgarður Frá Jóni Ármanni Héðinssyni fv. alþingismanni og eldri borgara: Á UNDANFÖRNUM þremur ár- um hafa verið stofnaðar tvær nýjar háskólabrautir við Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri, landnýting- arbraut og umhverfisskipulags- braut. Með þessu haslar skólinn sér völl sem háskóli á nýjum sviðum náttúruvísinda og umhverfismála til viðbótar við hefðbundin landbún- aðarfræði. Þessi nýja þróun í starfi landbún- aðarháskólans kemur í kjölfar nýrra búnaðarlaga frá því árið 1999 þar sem skólinn er formlega gerður að háskóla, en áður hafði verið boð- ið upp á háskólanám í búvísindum þar allt frá árinu 1947. Þessar breytingar hafa fært nýja vídd í skólastarfið og kennarar og pró- fessorar á nýjum fagsviðum hafa hafið störf við skólann. Þar má nefna sérfræðinga á sviði mannvist- arlandafræði, landslagsarkítektúrs, landslagsverkfræði og umhverfis- mála. Á nýju námsbrautunum er lögð áhersla á skógrækt og land- græðslu, alla almenna landnýtingu og umhverfis- og skipulagsmál. Þörfin fyrir fólk með menntun á þessu sviði eykst sífellt í kjölfar meiri umfjöllunar og þróunar í um- hverfis- og skipulagsmálum, sem fyrirtæki, sveitarfélög og hið op- inbera þurfa sífellt að leggja meira til. Ennfremur hafa ýmsar breyt- ingar á reglugerðum og nýjar reglugerðir vegna áhrifa EES- samningsins gert það að verkum að öll skipulagsvinna er orðin nauð- synlegri og allt er varðar umhverf- ismál flóknara viðfangs en áður og því meiri þörf á sérþekkingu. Háskóli á bújörð Landbúnaðarháskólinn á Hvann- eyri er í fallegu umhverfi í aðeins um klukkustundar akstursvega- lengd frá Reykjavík. Þeir sem þangað leita til náms njóta því nátt- úrufegurðar og friðsældar dreif- býlisins ásamt nálægð höfuðborg- arsvæðisins. Á Hvanneyrarstað er kúa- og sauðfjárbú, refarækt, kan- ínurækt og fleira. Það skapar skól- anum mikla sérstöðu að vera há- skóli á bújörð í sveit. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, upplýsinga- og kynningar- fulltrúi LBH. Náttúruvísindi og umhverfismál Frá Guðrúnu Jónsdóttur: EFTIR lestur minn á grein Ragn- ars Stefánssonar í dagblaðinu hinn 26. mars sl. fannst mér ég ekki getað setið lengur orðlaus. Þar tal- ar hann af miklu harðfylgi um and- stöðu sína gagnvart samningavið- ræðum um inngöngu í ESB og hvetur landsmenn til að hópa sig saman og mynda þar með andstöðu gegn þeim viðræðum. Með öðrum orðum, smala saman hópi af fólki sem veit álíka mikið um þá samn- inga sem við fengjum við inngöngu og undirritaður og hann sjálfur. Lítið sem ekki neitt. Við hvað er maðurinn hræddur? Ég get svo sem getið mér til um það án þess að vita neitt um það að Ragnar er blár inn að beini, alveg eins og Davíð Oddsson. „Þið fyr- irgefið mér að ég skuli ekki segja hæstvirtur.“ Hvers vegna eiga landsmenn að trúa því sem þessir menn segja þegar það má ekki einu sinni kynna almenningi í land- inu það sem ESB hefur að bjóða? Nei. Við skulum frekar halda áfram að rífast um þetta í torfkof- unum áfram og ala þannig á for- tíðar- og íhaldshyggju. Ragnar segir að Íslendingar græði ekkert á þessu og hann segir að andstaða Davíðs sé einungis byggð á sjávar- útveginum. Ragnar minn, hvað heldur þú að það kosti okkur landsmenn að halda uppi okkar eigin gjaldmiðli fyrir 270.000 hræð- ur. Án þess að ég viti það full- komlega veit ég það að það væri mikið gróðavænlegra að taka upp evruna, að ég tali nú ekki um minni vexti og minni verðbólgu og stöð- ugra efnahagslíf. Og með sjávar- útveginn; í reglum ESB segir að við inngöngu er litið til landhelgi sem viðkomandi umsóknaraðili átti árið 1984 og skal sú landhelgi hald- ast og þjóðin fari með úthlutun kvóta. Þ.e.a.s. við höldum öllu okk- ar í sjávarútveginum óbreyttu. Þess vegna hvet ég landsmenn að heimta það af íslenskum stjórn- völdum að koma nú á samninga- viðræðum við ESB og upplýsa svo alla landsmenn um þá samninga sem í boði yrðu. Ef þeir yrðu óhag- stæðir þá gott og vel mega þeir í Brussel eiga sig. En ef landsmönn- um líst vel á það sem þeir hafa að bjóða er það siðferðileg skylda stjórnarflokkanna að tryggja það að við förum í ESB. Þeir eru nú einu sinni í vinnu til að vinna fyrir okkur, almúgann. Sinnið skyldum ykkar og komið ykkur að störfum. ÆGIR ÁGÚSTSSON, Hríseyjargötu 6, Akureyri. ESB – eflum samstöðuna Frá Ægi Ágústssyni, nema: V O R / S U M A R 2 0 0 2 Kringlan 8-12, sími 568 6211 Skóhöllin, Bæjarhrauni 16, Hf., sími 555 4420 Verð kr. 1.990 St. 20-26 - Bleikir eða bláir Verð kr. 1.990 St. 24-35 - Bleikir Verð kr. 1.990 St. 24-35 - Bláir Verð kr. 3.990 St. 24-32 - Svartir eða rauðir St. 29-35- Verð kr. 3.990 St. 36-41- Verð kr. 4.990 Hvítir m. rauðum eða bláum röndum Verð kr. 2.490 St. 28-35 - Bleikir eða svartir Blikkljós Aðalfundur Samtaka um tónlistarhús verður haldinn miðvikudaginn 24. apríl nk. kl. 17.00 í fundarsal FÍH, Rauðagerði 27. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórn Samtaka um tónlistarhús. FRÉTTIR Dyravörðurinn hét Bergvin Í myndatexta við grein sl. sunnu- dag um aprílgabb fjölmiðla var dyra- vörður Sjálfstæðishússins, sem stóð við hlið kvikmyndaleikarans Tyrone Power, ranglega sagður heita Brandur. Hið rétta er að dyravörð- urinn hét Bergvin Jónsson. Ljósmyndarinn heitir Katrín Elvarsdóttir Rangt var farið með nafn ljós- myndarans Katrínar Elvarsdóttur í umsögn gagnrýnanda um sýningu Katrínar í Listasafni Akureyrar í blaðinu í gær. Þá var rangt farið með hvenær safnið er opið en það er sem hér segir: Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13–18. Að- gangseyrir 350 kr. Frítt á fimmtu- dögum. Frítt fyrir börn og eldri borgara. Er beðist velvirðingar á þessu. Villa í myndatexta Á mynd á bls. 2 í Morgunblaðinu í gær sem sýnir flutning á Greci- bræðrum í Kosovo sést í Þóri Marinó Sigurðsson lögreglumann en ekki Ásgeir Þór Ásgeirsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT FYRSTI framboðslisti fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar í vor í Stykkishólmi liggur nú fyrir. Á fundi sjálfstæðismanna og óháðra sem haldinn var þriðju- dagskvöldið 2. apríl var framboðs- listi sjálfstæðismanna og óháðra, D-listinn, samþykktur. Eftirtaldir einstaklingar skipa listann: 1. Rúnar Gíslason dýralæknir. 2. Dagný Þórisdóttir skrifstofumað- ur. 3. Eyþór Benediktsson aðstoð- arskólastjóri. 4. Elísabet Björg- vinsdóttir leikskólakennari. 5. Magnús Ingi Bæringsson sjávarút- vegsfræðingur. 6. Sæþór Bærings- son matreiðslumaður. 7. Helga Sveinsdóttir grunnskólakennari. 8. Hrannar Pétursson sjómaður. 9. María Valdimarsdóttir skrifstofu- maður. 10. Katrín Pálsdóttir að- stoðarmaður sjúkraþjálfara. 11. Alda Pálsdóttir skólaritari. 12. Helgi Haraldsson iðnnemi. 13. Magnús A. Sigurðsson minjavörð- ur. 14. Ellert Kristinsson fram- kvæmdastjóri. D-listinn hefur meirihluta í bæj- arstjórn Stykkishólms og hefur haft það síðan 1974. Listi sjálfstæðis- manna og óháðra í Stykkishólmi Í SUMUM erlendum háskólum tíðk- ast það að prófessorar halda kveðju- fyrirlestur er þeir láta af störfum, og verða það sem kallað er erimitus á er- lendum tungumálum. Er Björn Krist- insson prófessor, lætur af störfum við Háskólann eftir áratuga starf, verður brotið upp á þessu nýmæli. Björn átti mikinn þátt í að byggja upp verkfræði sem fullt nám við Háskólann, og var forseti verkfræðideildar og sat í há- skólaráði á 10. áratugnum, segir m.a. í fréttatilkynningu. Meðal umjöllunarefna í fyrirlestr- inum er þróun rafmagnsverkfræði til lokaprófs, mat á ríkjandi stefnu og hugleiðingar um framtíðina. Þá mun Björn fjalla um punktakerfi það sem komið var á með kjaradómi, sem að- ferð til að meta hæfi og framlag há- skólakennara til Háskólans og þjóð- félagsins. Fyrirlesturinn er á vegum raf- magns- og tölvuverkfræðiskorar, verkfræðideildar Háskóla Íslands, IEEE á Íslandi og rafmagnsverk- fræðideildar Verkfræðingafélags Ís- lands (RVFÍ) og fer fram föstudaginn 5. apríl, kl. 15, í hátíðarsal Háskóla Ís- lands. Að loknum fyrirlestrinum verður boðið upp á léttar veitingar. Fyrirlestur um verkfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.