Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÖGMUNDUR Jónasson, formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, gagnrýndi Val- gerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, í upphafi þingfundar á Alþingi í gær fyrir að upplýsa ekki þingið og nefndir þingsins um það að Norsk Hydro treysti sér ekki til að standa við tímasetningar vegna Reyðarálsverkefnisins. Valgerður Sverrisdóttir ítrekaði hins vegar að hún hefði greint þinginu frá því um leið og hún hefði fengið vissu um það hjá forstjóra Norsk Hydro að fyr- irtækið gæti ekki staðið við tíma- setningar við stóriðjuframkvæmdir. Formaður Samfylkingarinnar, Öss- ur Skarphéðinsson, tók upp hansk- ann fyrir Valgerði og sagði það ekki rétt að hún hefði leynt þingið upplýs- ingum. Ögmundur tók málið aftur upp síðar um daginn í umræðunni um frumvarpið um Kárahnjúkavirkjun og svaraði Halldór Ásgrímsson, ut- anríkisráðherra, því þá til að engum upplýsingum hefði verið leynt um Reyðarálsverkefnið. „Alþingi hefur verið blekkt,“ sagði Ögmundur, í upphafi máls síns í gær- morgun, „í fjölmiðlum í gær [í fyrra- dag] var hæstvirtur viðskiptaráð- herra spurður hvers vegna efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis hefði ekki verið upplýst um stöðu mála eins og hún var þegar nefndin fjallaði um Reyðarálsverkefnið á fundi sínum 28. febrúar sl. Hæstvirt- ur ráðherra lýsti því yfir í útvarps- viðtali að hún hefði lifað í voninni eins og hún komst að orði og þess vegna hefðu þessar upplýsingar ekki átt erindi til efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis.“ Síðan sagði Ögmundur: „Sú af- staða ráðherra að réttlætanlegt sé að leyna Alþingi og nefndir þingsins upplýsingum er ámælisverð og víta- verð og eðlilegt að forsætisnefnd þingsins komi þegar í stað saman til að ræða þá stöðu sem hér er komin upp … ef Morgunblaðið hefði ekki upplýst þjóðina um stöðu mála, hinn 15. mars sl., hver væri staðan nú? Er okkur virkilega ætlað að taka ákvörðun í þessu stórmáli með bund- ið fyrir augun?“ Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ítrekaði að í lok febrúar hefði sér verið greint frá erfiðleikum Norsk Hydro við að standast tímaáætlun vegna Reyð- arálsverkefnisins. Ráðherra kvaðst hafa spurt að því hvort fyrirtækið hefði tekið einhverja ákvörðun í þessum efnum og svarið hefði verið nei. Sagði hún sömuleiðis að í svör- um Norsk Hydro til íslenskra fjöl- miðla hefði einnig komið fram, hvað eftir annað, að engin ákvörðun hefði verið tekin um að breyta út af tíma- áætlun. „Ég átti hins vegar samtal við Ei- vind Reiten, forstjóra fyrirtækisins, hinn 19. mars sl. og þá var mér ljóst að fyrirtækið myndi ekki standa við tímaáætlanir og var full alvara með það. Við komum okkur saman um það, ég og forstjórinn, að við mynd- um vinna að sameiginlegri yfirlýs- ingu, a.m.k. reyna það.“ Valgerður ítrekaði að hún hefði greint þinginu frá því daginn eftir, eða hinn 20. mars sl., að til stæði að gefa út sam- eiginlega yfirlýsingu, og að hún hefði síðan gert grein fyrir yfirlýsingunni 22. mars sl. Upplýsingar um óvissu engu breytt Bryndís Hlöðversdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sem og nokkrir aðrir þingmenn blönduðu sér inn í umræðuna. Bryndís minnti m.a. á að það ætti ekki að vera verk- efni Alþingis að finna fjárfesta í verkefni á borð við Reyðarálsverk- efnið, það værihlutverk framkvæmd- arvaldsins. „Þess vegna hefði það að minnsta kosti út frá mínum bæjardyrum séð ekki breytt neinu um afstöðu mína til þessa máls þótt óvissan um þátttöku Norsk Hydro í málinu hefði legið fyrir þegar málið var afgreitt út úr þingnefnd.“ Síðan sagði hún: „Hitt er þó með öllu ólíðandi ef staðreynd- in er sú að þingnefndir sem eru að leggja mat á grundvöll málsins fá villandi eða jafnvel rangar upplýs- ingar um stöðu verkefnisins frá emb- ættismönnum eða starfsmönnum verkefnisins eða öðrum sem að mál- inu koma. Þess vegna hefur Sam- fylkingin óskað eftir því að haldnir verði fundir í efnahags- og viðskipta- nefnd og iðnaðarnefnd þar sem þess- ir aðilar verði kallaðir fyrir, þ.e. þeir aðilar sem virðast ekki hafa upplýst okkur um alla þætti málsins, verði kallaðir fyrir til að skýra stöðu máls- ins og málflutnings síns.“ Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, sagði að það hefði verið heppilegra ef nefndin hefði verið upplýst um að fjárfesting Norsk Hydro í fyrirtækinu VAW í Þýska- landi hefði getað sett strik í reikn- inginn. Hann kvaðst þó taka undir með Bryndísi Hlöðversdóttur að það hefði væntanlega ekki breytt neinu um niðurstöðu nefndarinnar ef hún hefði vitað um stöðu mála fyrr. „Ég held að það sé verkefni þingsins núna að klára einfaldlega að afgreiða þessa virkjanaheimild,“ sagði hann og bætti því við að hann sæi ekki við hvað þingmenn vinstrigrænna ættu að vera hræddir úr því það lægi fyrir að Reyðarálsverkefnið drægist á langinn miðað við það sem bjartsýn- ustu menn hefðu vonað. Valdhafar fái ekki umboð „Við stöndum hér frammi fyrir enn einu stórklúðrinu,“ sagði Sverrir Hermannsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, og bætti því við að það væri út í hött að þingið ræddi um frumvarpið um Kárahnjúkavirkjun eins og staða málsins væri. „Það kemur auðvitað ekki til mála að veita núverandi valdhöfun umboð til að virkja eftir þær staðreyndir sem nú liggja fyrir,“ sagði hann. Bætti hann því við að það væri gjörsamlega von- laust að ná nokkrum samningum við nokkurt fyrirtæki um nokkra virkj- un. Ítrekaði hann að allt væri þetta mál með þeim hætti að menn „ættu að pakka saman“. Árni Steinar Jóhannsson, þing- maður VG, sagði að verið væri að af- greiða frumvarp um virkjanir við Kárahnjúka á röngum forsendum. „Málið var keyrt áfram vegna tíma- áætlunar; tekið út úr nefnd 18. mars á fölskum forsendum. Það er ekki tímabært núna að fara í þessa af- greiðslu á þessu máli,“ sagði hann. Hjálmar Árnason, þingmaður Fram- sóknarflokksins og formaður iðnað- arnefndar þingsins, sagði það dylgj- ur hjá þingmönnum vinstrigrænna að halda því fram að iðnaðarráð- herra hefði leynt þingið upplýsing- um. „Ég vísa þeim fullyrðingum og dylgjum á bug. Það hefur ítrekað komið fram að hæstvirtur ráðherra upplýsti Alþingi strax og formlegar upplýsingar lágu fyrir,“ sagði hann. Síðan sagði hann: „Um það hins veg- ar hvort fulltrúar viðsemjenda hafi veitt þingnefndum réttar eða rangar upplýsingar skal ég ekki leggja mat á enda er ekkert óeðlilegt að þing- nefndirnar fái þessa fulltrúa aftur til sín.“ Sagði hann að iðnaðarnefnd hefði fjallað um málið og tekið ákvörðun um að fá fyrrnefnda full- trúa á sinn fund. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist telja að aðalatriði málsins væri það að þingið hefði langt í frá lokið umfjöllun sinni um Reyðarálsverkefnið. „Þessar upplýsingar sem menn eru nú að deila um, þær liggja fyrir. Við vitum hver staða málsins er. Samkvæmt þeirri stöðu má ætla að málið sé ekki hálfnað í umræðu hér á þinginu þannig að þingið getur tekið afstöðu á grundvelli þessara upplýsinga.“ Óbragð í munninum Össur Skarphéðinsson sagði síð- an: „Ég segi það alveg eins og er að ég hef óbragð í munninum eftir sam- skipti okkar Íslendinga við Norsk Hydro. Mér finnst að þeir hafi komið aftan að okkur. Þeir hafa ekki gefið réttar upplýsingar og þeir hafa ber- sýnilega setið á upplýsingum. Hæst- virtum viðskipta- og iðnaðarráð- herra er legið á hálsi fyrir að hafa leynt þingið upplýsingum. Ég get ekki fallist á það. Ég verð að segja að það eina sem hægt er að ásaka, ef ásaka skyldi hæstvirtan iðnaðarráð- herra, fyrir er að hún hefði kannski átt að reyna að ræða fyrr við for- stjóra fyrirtækisins til að fá á hreint þær misvísandi upplýsingar sem fram höfðu komið. Ég tek hins vegar þær skýringar sem hæstvirtur ráð- herra gefur gildar.“ Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði áherslu á að búið væri að skýra stöðu Reyð- arálsverkefnisins vel fyrir þinginu. „Það liggja fyrir allar upplýsingar sem við þurfum að hafa til að halda málinu áfram. Það liggur fyrir að hér er um mjög arðsama framkvæmd að ræða. Virkjunin er afar arðsöm og því er mjög nauðsynlegt að ljúka af- greiðslu þessa máls hér í Alþingi til þess að hægt sé að halda áfram að vinna málið.“ Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ítrekaði að það væri fásinna að hún hefði verið að halda upplýsingum frá þinginu. „Það er háttur ábyrgra stjórnmálamanna að kanna viðkvæm mál til hlítar áður en farið er með þau í opinbera um- ræðu og þannig var það í þessu til- felli.“ Valgerður sagðist óska þess að þeir þingmenn sem hefðu tekið hvað sterkast til orða í þessum umræðum hefðu verið á fundi iðnaðarráðuneyt- isins og Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi á Reyðarfirði í fyrra- kvöld. „Á fundinum var lýst miklum stuðningi við framgöngu stjórnvalda í þessu máli með lófaklappi og það er það sem skiptir mig máli. Það skiptir mig ekki máli þó að pólitískir and- stæðingar stígi hér í stól á Alþingi og hafi uppi stór orð og miklar fullyrð- ingar um blekkingar og annað slíkt og það skiptir mig heldur ekki máli þó að slíku sé haldið fram á síðum dagblaða.“ Bætti ráðherra því við að það væri athyglisvert að Ögmundur treysti á Morgunblaðið í sínum mál- flutningi. Önnur umræða um frumvarpið um Kárahnjúkavirkjun stóð allan dag í gær og fram á kvöld. Ögmundur ítrekaði þá skoðun sína að iðnaðar- ráðherra hefði leynt Alþingi upplýs- ingum. Því vísaði Halldór Ásgríms- son hins vegar á bug. „Það er mjög merkilegt að þingflokkur hér á Al- þingi, vinstrigrænir, komi hér skipti eftir skipti og ásaki stjórnvöld og meirihluta Alþingis um ólýðræðisleg vinnubrögð vegna þess að þeir vilja eyðileggja eða tefja hér mál. Á þessi litli minnihluti Alþingis einhvern rétt á því að koma í veg fyrir framgang lýðræðisins. Ég tel hér um vítaverð vinnubrögð að ræða þegar svo lítill minnihluti Alþingis ásakar okkur hin um ólýðræðisleg vinnubrögð vegna þess að þeir fá ekki vilja sínum fram- gengt.“ Ögmundur svaraði því til að hann væri með málflutningi sínum að færa fram staðreyndir og sannleika í mál- inu. Því mótmælti Halldór og sagði það ekki vera Ögmundi til sóma að halda því fram að hann væri fulltrúi sannleikans. Fyrir það bæri að víta Ögmund í eitt skiptið enn. Segir Al- þingi hafa verið blekkt Morgunblaðið/Golli Árni Steinar Jóhannsson og Ögmundur Jónasson alvarlegir á svip. Ögmundur Jónasson formaður þingflokks VG gagnrýndi vinnubrögð iðnaðarráðherra Formaður Samfylkingarinnar segir það ekki rétt að ráðherra hafi leynt þingið upplýsingum ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs sendi frá sér ályktun í gær þar sem for- sætisnefnd Alþingis er hvött til þess að samþykkja að leggja til að Alþingi kjósi nefnd sjö þingmanna sem kanni með hvaða hætti megi best tryggja að umfjöllun um þing- mál, störf þingnefnda og önnur þingstörf byggist alltaf á réttum og bestu fáanlegum upplýsingum. „Nefndin kanni lagaákvæði og reglur sem um þetta gilda í nálæg- um þjóðþingum. Einnig hvort ástæða sé til að lögfesta hér reglur í þessu sambandi, þ.m.t. refsi- ákvæði ef Alþingi eða þing- nefndum eru gefnar rangar eða villandi upplýsingar eða þessir að- ilar leyndir mikilvægum upplýs- ingum sem varða efni eða kring- umstæður þingmáls eða þingstarfa,“ segir í ályktun VG. Þá fordæmir þingflokkur VG í annarri ályktun frá í gær að „mik- ilsverðum upplýsingum sem vörð- uðu stöðu Noral-verkefnisins svo- nefnda og stjórnarfrumvarps um Kárahnjúkavirkjun og stækkun Kröfluvirkjunar skuli hafa verið haldið leyndum fyrir Alþingi og viðkomandi þingnefndum meðan málið var þar til umfjöllunar“. Í ályktuninni segir að það sé óverjandi með öllu að ábyrgðarað- ilar verkefnisins skuli ekki greina satt og rétt frá stöðu mála á hverj- um tíma jafnt Alþingi sem fjöl- miðlum og þar með þjóðinni. „Þó tekur steininn úr þegar háttsettir opinberir embættismenn og ráð- herrar eru staðnir að því að halda mikilsverðum upplýsingum frá Al- þingi og þingnefndum,“ segir m.a. í ályktuninni. Þingstörf byggist alltaf á bestu fáanlegum upplýsingum FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Geir H. Haarde, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til laga sem miðar að tímabundinni lækkun á al- mennu vörugjaldi af bensíni um 1,55 kr. eða úr 10,50 kr. í 8,95 kr. Eins og fram hefur komið í fréttum er markmiðið með lækk- uninni að vega upp á móti hækkun á heimsmarkaðsverði bensíns, sem talin er vera tímabundin, og halda áhrifum hennar á útsölu- verð bensíns hér á landi í lág- marki. „Ljóst er að áhrif slíkrar hækkunar á bensínverði hér á landi geta verið umtalsverð og stofnað verðlagsmarkmiðum kjarasamninga í hættu,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Þar kemur jafnframt fram að ákvæði frumvarpsins munu gilda til júníloka 2002. Er áætlað að rík- issjóður muni verða af um 80 m.kr. vegna þessara breytinga. Lög um tímabundna lækkun á vörugjaldi ríkisins af bensíni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.