Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÝMSUM fannst heldur óviðurkvæmi- legt þegar Björn Bjarnason, frambjóð- andi í Reykjavík, líkti bókhaldi Reykjavíkur við bókhaldsóreiðu og svindl Enron-fyrir- tækisins í Bandaríkj- unum. Virðist hann þar vísa til m.a. að skuldir Orkuveitu Reykjavíkur eru ekki færðar til bókar hjá Reykjavíkurborg. Rétt er að geta þess að skuldir Orkuveitunnar eru heldur ekki færðar til skuldar hjá Hafnar- fjarðarbæ þrátt fyrir að hann sé nú 1% eignaraðili að Orkuveitunni. Skuldir borgarinnar og fyrir- tækja hennar liggja ljósar fyrir. Við getum því miður ekki sagt hið sama um skuldir Hafnarfjarðarbæjar. Milljarðaskuldbindingar eru ekki færðar til bókar hjá Hafnarfjarð- arbæ. Þar er um að ræða einka- framkvæmdir á vegum bæjarins þar sem skuldbindingar vegna byggingarþáttarins einar og sér nema um 6–7 milljörðum króna. Eina haldbæra skýringin á því að fara út í þessar einkaframkvæmdir á vegum bæjarins er að fela hina raunverulegu skuldastöðu hans fyr- ir bæjarbúum. Að því leytinu til væri nær að líkja fjármálum og bókhaldi Hafnarfjarðarbæjar við sukkið hjá Enron. Þrátt fyrir skuldir Orkuveitu Reykjavíkur stendur fyrirtækið mjög vel eins og öllum ætti að vera kunnugt. Við Hafnfirðingar eignuð- umst nýlega 1% hlut í Orkuveitunni og var hann metinn á um 300 milljónir króna. Sam- kvæmt því ætti mark- aðsvirði Orkuveitunn- ar að vera 30 milljarðar þrátt fyrir allar skuldir. Við Hafnfirðingar erum stoltir af því að eiga hlut í Orkuveitunni, einu af öflugustu fyr- irtækjum landsins. Við erum þess fullvissir að til þess komi aldrei að bæjarsjóður Hafnar- fjarðar þurfi að verja skattfé bæjarbúa til að standa undir fyrirtækinu frekar en skattgreiðendur í Reykjavík. Jafn- framt vitum við mætavel að við munum greiða þessar skuldir niður með orkukaupum frá Orkuveitunni, líkt og grannar okkar í Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi og að sjálfsögðu Reykvíkingar. Það er því með ólíkindum ósvífið, líkt og sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa haldið fram, að skuldir Orku- veitunnar komi eitthvað við stöðu borgarsjóðs að öðru leyti en því að borgarsjóður mun væntanlega fá milljarða greidda í arð frá fyrirtæk- inu á ókomnum árum. Og nokkrar krónur koma þá væntanlega í hlut okkar Hafnfirðinga. Hins vegar er ljóst að fyrir þær einkaframkvæmdir sem Hafnar- fjarðarbær hefur staðið fyrir munu íbúar í Hafnarfirði greiða með skattfé sínu að fullu á næstu árum og áratugum en eignast ekkert í þeim á sama tíma. Þessar skuld- bindingar eru hins vegar faldar. Það er Enron-leiðin. Það er gert í þeim tilgangi að blekkja fólk. Ég skora á Björn að kynna sér bókhaldsmál Hafnarfjarðarbæjar. Það er afar lærdómsríkt fyrir ný- liða í sveitarstjórnarpólitík.Við færum ekki okkar 1% í skuldum Orkuveitunnar í bókhald okkar og ekki trúi ég að Sjálfstæðisflokkur- inn í Garðabæ geri það heldur með sína hlutdeild. Né færum við til skuldar hjá okkur skuldir Hitaveitu Suðurnesja. Annars ætti Björn Bjarnason kannski frekar að halda sig við skólamálin en fjármál sveitarfé- laga. Grunnskólinn var í algjörri niðurlægingu þegar sveitarfélög landsins tóku við rekstri hans úr hendi Björns Bjarnasonar, þáver- andi menntamálaráðherra. Það hef- ur kostað sveitarfélög landsins milljarða króna að losa grunnskól- ann úr þeirri spennitreyju sem Björn Bjarnason hafði komið hon- um í. Launakjör kennara voru með þeim hætti að við blasti atgervis- flótti úr stéttinni og allt skólastarf var í fjársvelti. Um það eru flestir sveitarstjórnarmenn sammála, burtséð frá því hvar í flokki þeir standa. Ekki vil ég óska Reykvík- ingum þess að horfið verði aftur til þess tíma þegar rekstur grunn- skóla landsins var á hendi Björn Bjarnasonar, þáverandi mennta- málaráðherra og núverandi fram- bjóðanda. Enron – Björn og Hafnar- fjörður Tryggvi Harðarson Skuldir Ég skora á Björn, segir Tryggvi Harðarson, að kynna sér bókhaldsmál Hafnarfjarðarbæjar. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og stjórnarmaður í Hitaveitu Suðurnesja. FÁTT hefur verið meira áberandi í frétt- um undanfarið en mál- efni Landssímans. Eitt af því sem þar hefur verið frá greint er starfslokasamning- ur við Þórarin V. Þór- arinsson. Samningur- inn hefur ekki verið birtur en meginatriðin eru öllum kunn: Þór- arinn heldur fullum launum sínum út þann tíma sem um var rætt í samningi hans við samgönguráðherra. Hefur komið fram í fréttum að jafnvirði þessa sé um 37 milljónir króna. Hér verður ekki rætt um rétt- mæti þess að gera slíkan samning við Þórarin. Um það er deilt. Ekki verður því heldur haldið fram hér, að ráðherrann hafi ekki haft vald til þess að gera slíkan samning. Þvert á móti tel ég víst, að ráð- herrann hafi, í samræmi við lög, haft til þess vald að semja við Þór- arin og reyndar einnig til þess að semja við Friðrik Pálsson um þóknun fyrir stjórnarstörf. Þegar þessir samningar eru gerðir er Landssíminn að öllu leyti í eigu rík- isins, undir stjórn þess og starfar á ábyrgð viðkomandi ráðherra. En hver var staðan eftir að Þórarni var sagt upp? Hvaða rétt átti hann? Og skal sérstaklega tekið fram að hér er ekki spurt til þess að öfundast út í nokkurn mann, allra síst Þórarin. ÞVÞ var í upphafi ráðinn til fimm ára án uppsagnarákvæða. Honum er sagt upp og í fjölmiðlum hafa verið tilgreindar ástæður eins og „trúnaðar- brestur“. Forsætis- ráðherra hefur áréttað og skýrt nánar út hvað um var að ræða. Er allur málflutningur stjórnvalda á þann veg að Þórarinn hafi gerst sekur um háttsemi sem ekki hafi getað leitt til annars en hon- um yrði sagt upp störfum og samningi við hann rift. Í ljósi þess hefði mátt ætla, að eig- endur Landssímans hefðu því bara sagt manninum upp störfum og sagt honum að éta það sem úti frýs. En því var ekki að heilsa. Hann fær full laun allt samningstímabil- ið. Og ber þá aldeilis nýrra við. Á liðnum árum hefur ríkisvaldið nokkrum sinnum lent í deilum og málaferlum við starfsmenn sína vegna ástæðulausra uppsagna. Þar á meðal hafa verið menn, sem voru á sínum tíma æviráðnir. Og þótt dómstólar hafi komist að þeirri nið- urstöðu, að ekki hafi verið um að ræða lögmætar uppsagnir, hefur enginn nokkru sinni fengið nema sem svaraði broti af launum sem hann ella hefði fengið sem eftir lifði starfstímans. Því spyr ég: Eru málalokin gagn- vart ÞVÞ til marks um breytt við- horf hjá almannavaldinu og ábyrgðarmönnum þess? Er til dæmis að vænta stefnubreytingar hjá fjármálaráðuneytinu í deilum við starfsmenn sína sem látnir hafa verið víkja úr störfum en telja á sér brotið? Eða hvernig má það vera, í ljósi fjölda dómsniðurstaðna, að ríkisvaldið lét ekki reyna á samn- ing ÞVÞ fyrir dómstólum? Hefur stefnu ríkisvaldsins í þess- um efnum verið breytt? Erum við allir jafnir fyrir lögunum? Sigurður G. Tómasson Höfundur er fv. útvarpsmaður. Kjör Eru málalokin gagnvart ÞVÞ til marks um breytt viðhorf hjá almannavaldinu? spyr Sigurður G. Tómasson í bréfi til fjármálaráðherra. NÝLEGA var hálft ár liðið frá hryðju- verkunum miklu í New York 11. septem- ber. Af því tilefni flutti Bush forseti Banda- ríkjanna ávarp, en rúmum mánuði fyrr hafði hann flutt þjóð- inni fyrstu stefnuræðu sína. Útgangspunktur hans í bæði skipti var að sjálfsögðu fyrr- nefnd hryðjuverk. Ræðurnar einkennd- ust af sígildri banda- rískri þjóðrembu ásamt því barnalega viðhorfi að allir sem eru andvígir efnahagslegum heimsyfirráðum bandarískra fyrirtækja láti stjórn- ast af illmennsku einni saman. Hana þurfi að berja úr fólki. Von- lítið mun vera að koma heilaþvegn- um fórnarlömbum þessa áróðurs í skilning um annað, en þar sem enn þrífst einhver snefill af frjálsri hugsun ættu menn að reyna að ná áttum og sjá hlutina í samhengi: 1. Loftárásin á viðskiptamiðstöð- ina í New York var vissulega herfi- legt grimmdarverk. En ef hún var liður í stríði, eins og Bush heldur fram, þá er mannfallið, tæp þrjú þúsund manns, ekki ýkja mikið á sögulegan mælikvarða. Taka mætti mörg dæmi úr stríði, en hér skal látið nægja að nefna loftárás bandamanna á Dresden í lok síðari heimsstyrjaldar. Þar drápust minnst hundrað þúsund manns á einni nóttu. Samt voru þar engin hernaðarmannvirki, heldur var borgin full af fólki sem var á flótta undan Rauða hernum. Hið ein- stæða við 11. september 2001 er einkum að þetta var í fyrsta skipti í sögunni sem banda- rísk borg varð fyrir loftárás. 2. Bush sagði árás- ina einkennast af heig- ulskap, af því enginn lýsti víginu á hendur sér. Þar var reyndar ekki hægt um vik þar sem sjálfir árásar- mennirnir voru dauðir. Það eru ekki raggeit- ur sem fremja slíkt sjálfsmorð, heldur öllu fremur menn sem eru sturlaðir af örvænt- ingu eða hatri. Enginn veit enn hvort ein- hverjir aðrir skipulögðu árásina þótt sumir kunni að hafa lýst vel- þóknun á henni eftirá eins og Osama bin Laden og Bobby Fischer. 3. Sumir kölluðu þetta árás á hinn „frjálsa heim“ eða hinn „kristna heim“. Slíkt er fásinna. Venjulegir íbúar hins fátæka og kúgaða Þriðja heims hafa út af fyr- ir sig ekkert á móti frelsi eða kristni. Í þeirra augum er okkar veröld aftur á móti hinn „ríki heim- ur“, „vopnaði heimur“, „yfirgang- sami heimur“, „hrokafulli heimur“ og þess vegna finnst þeim hann vondur.  Vissulega má kalla árásarmenn- ina illgresi í samfélagsgarði heimsins. En hverjir hafa ræktað og vökvað þann garð? Það erum við hér í Norðrinu með framferði okkar. Í nokkrar aldir höfum við setið yfir hlut Suðursins með ým- iskonar arðráni í skjóli vopna- valds, mútugjafa eða trúarbragða og með því að hjálpa gjörspillt- um leppum til valda, sem vinna með hinum efnahagslegu ný- lenduherrum fyrir misvænan hlut í arðflettingunni.  Bandaríkjamenn eru síst lakari að eðlisfari en aðrir, hvort heldur í norðri eða suðri, en Bandaríkin eru nú á dögum voldugust meðal hinna auðugu landa, og því bein- ast sárindin öðru fremur að þeim. Við bætist fjárhagslegur stuðningur þeirra við lögleysur og hryðjuverk Ísraelsstjórnar gegn Palestínumönnum í hálfa öld. 4. Flest okkar láta reyndar kúg- un yfir sig ganga, en fáeinir fyllast þvílíkri heift að þeir verða reiðu- búnir til að fórna eigin lífi til að hefna fyrir sitt fólk. Þetta á ekki síst við þá sem hafa notið ein- hverrar menntunar. Öðrum finnst þeir blátt áfram engu hafa að tapa. Það útskýrir meðal annars sjálfs- morðsárásir Palestínumanna sem stjórn Bandaríkjanna og Ísraels virðist líta á sem eina saman ill- mennsku. 5. Allir stjórnmálamenn eru háð- ir þeim sem hafa komið þeim til valda. Í Bandaríkjunum eru það ekki nema að litlu leyti hinir form- legu kjósendur. Kosningaþátttaka er svo lítil að allan síðara hluta 20. aldar voru forsetar Bandaríkjanna kosnir af einungis þriðjungi til fjórðungi þjóðarinnar. Sigurvegarar kosninga eru eink- um þau fyrirtæki sem fjármagna með mestum árangri þá viðamiklu skrautsýningu sem kallast kosn- ingabarátta. Nýlegar fréttir um ENRON-fyrirtækið eru engin und- antekning, heldur miklu fremur dæmi um alheimsreglu. Það er hinsvegar undantekning að slíkt komist upp. Fjármagnendur þess frambjóð- anda sem vinnur skrípaleikinn hverju sinni heimta eðlilega sína umbun hvenær sem færi gefst. Áhrif eðalgyðinga í voldugum auð- samsteypum og fjölmiðlum virðast til dæmis valda því að enginn for- seti Bandaríkjanna þorir að blaka við Ísrael, jafnvel þótt hann kynni að vilja það í hjarta sínu. Þess var síst að vænta að maður af gerð George W. Bush hefði einurð í sér til þess. 6. Nýtt færi á slíkri umbun gafst eftir hin hörmulegu óhæfuverk 11. september, og hefur síðan blygð- unarlaust verið notað. Allir sem beinan eða óbeinan hag hafa af hernaðarumsvifum sjá sér leik á borði. Slá má tvær flugur í einu höggi með því að hefja hernað gegn öllum þeim sem andæfa efnahags- legum heimsyfirráðum bandarískra eða hnattrænna fyrirtækja. Ráðist skal á þau ríki sem ekki makka rétt. Byrjað var á Afganistan því stjórn talibana átti sér skiljanlega nánast enga formælendur. Síðan má röðin koma að öðrum eftir tilbúinni óvinsældaröð. Auk þess skulu persónunjósnir auknar um heim allan og hömlur settar á starfsemi samtaka sem ekki eru sömu fyrirtækjum þókn- anleg. Það er veruleg hætta á al- ræði hinna hnattrænu stórfyrir- tækja. Hingað til hefur að mestu tekist að misnota samúð manna um heim allan með fórnarlömbum árásarinnar 11. september til að ná alþjóðlegri samstöðu um þessi mannfjandsamlegu áform. 7. Ekki er trúlegt að undirrit- aður sé eina mannskepnan sem skilur þetta augljósa samhengi. Sá skilningur sést hinsvegar naumast í útbreiddustu fréttamiðlum heims- ins, hér á landi helst í útvarps- þáttum sem fáir heyra eða aðsend- um greinum sem fáir lesa eins og þessari. Ástæðan virðist sú að allir stærstu fjölmiðlar heims eru háðir fjárhagslegum bakhjarli, rétt eins og stjórnmálamenn, hvað sem þeir reyna að sverja af sér. Ofangreind viðhorf henta ekki þeim sem hafa hag af því að skilningur almennings á samhengi hlutanna sé í minna lagi. Fyrrnefnd framsetning Bush forseta er þeim þóknanlegri og best að augum sé lokað fyrir öðrum sjónarmiðum. Ef einhverjir starfs- menn þessara fjölmiðla vita betur, hafa fæstir þeirra hátt um það. Enn gildir því lýsing Stephans G. Stephanssonar: Hugstola mannfjöldans vitund og vild er villt um og stjórnað af fám. Vitund og vild Árni Björnsson Hryðjuverk Það er veruleg hætta, segir Árni Björnsson, á alræði hinna hnattrænu stórfyrirtækja. Höfundur er þjóðháttafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.