Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 39 ✝ Ingiríður Guð-mundsdóttir fæddist að Leiðólfs- stöðum í Laxárdal 15. október 1917. Hún lézt í sjúkrahús- inu á Akranesi 21. marz sl. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Guðbrands- son, f. 5. ágúst 1886, d. 4. okt. 1960, og Sigríður Einarsdótt- ir, f. 25. maí 1892, d. 18. maí 1982. Ingiríð- ur átti fjögur systk- ini; Jófríði, f. 17. sept. 1913, Kjartan, f. 21. marz 1916, Margréti, f. 16. marz 1922, og Ragnar, f. 18. ágúst 1929. Ingiríður giftist 19. des. 1939 Eyjólfi Jónassyni í Sólheimum Laxárdal (f. 15. marz 1889, d. 19. des. 1989). Þau eignuðust tvö börn; Stein, f. 12. ágúst 1939, og Sigríði Sólborgu, f. 6. sept. 1945, d. 21. marz 1993. Ingiríður og Eyjólfur skildu. Börn Steins og Auðar Skúladóttur, f. 1. nóvem- ber 1945, eru: Inga Björk, f. 1. júlí 1962, Eyjólfur, f. 4. maí 1964, Heiðar Skúli, f. 23. okt. 1968, og Finnur Elí, f. 20. sept. 1978. Sig- ríður Sólborg var tvígift. Hún eignað- ist Láru, f. 20. nóv. 1964, með Jóhanni Jóhannssyni, f. 22. júní 1945, og Elmar, f. 23. febrúar 1975, með Freysteini Jó- hannssyni, f. 25. júní 1946. Barnabarna- börnin eru 12 tals- ins. Eftir að Ingiríður fluttist frá Laxárdal til Reykjavíkur starfaði hún m.a. í röska tvo áratugi sem húsvörður Menntaskólans í Reykjavík. Þegar hún hætti í MR, flutti hún í Strandasel 11 í Reykjavík, en dvaldi síðustu árin á Dvalarheimili aldraðra í Borg- arnesi. Útför Ingiríðar Guðmundsdótt- ur verður gerð frá Seljakirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þá hefur Inga lokað lífshurðinni á eftir sér og lét hana falla hljótt að stöfum, eins og við var að búast hjá henni. Þar með lauk hennar lífsgöngu, sem hófst í Laxárdal vestur. Þær minningar, sem Inga deildi með mér um æsku sína, tengdust allar sum- ardal, þar sem hún var glaðsinna, söngvin, fjárglögg stelpa á Leiðólfs- stöðum og lífið var tónleikur, töðu- angan og töltspor. Á fremsta bænum í dalnum fann hún sér mann. Sólheimar báru henni nafn með rentu lengi vel, en þrátt fyrir nafnið er það svo þar sem ann- ars staðar, að maðurinn má hvergi hvika, ef ský á ekki draga fyrir sólu. Þau voru enda ólíkrar gerðar; hún fíngerð og sat lífssöðulinn af prins- essulegu næmi fyrir öllu í náttúrunni – hann stórgeðja og vildi allt hvetja til hamslausra kosta. Þar kom, að slitnuðu þeir strengir, sem þau höfðu stillt saman. Þá flutti Inga suður til Reykjavík- ur; tók dóttur sína með og fór að vinna í fiski. Þegar við Siddý vorum að draga okkur saman, var Inga húsvörður Menntaskólans í Reykjavík og bjó í skólahúsinu. Því fylgdi meira og minna stöðug- ur erill allan daginn, öll kvöld og oft fram á nætur og helgar voru þar eng- ar undantekningar. Oft spurði ég tengdamóður mína, hvernig hún gæti lifað við þennan stanzlausa eril, en henni fannst ekkert um hann að fást. Hún taldi það heilagt hlutverk sitt að standa sig vel í starfi og bregðast hvorki þeim örlögum, sem leiddu hana til húsvörzlunnar, né trausti þeirra manna, sem fólu henni starf- ann og tryggðu henni þar öryggi. Skipunarbréfið, undirritað af Gylfa Þ. Gíslasyni, menntamálaráðherra, var henni tákn þessa trausts. Ég ímynda mér, að Inga hefði aldrei bitið af því brauði, sem menn treystu henni til að fara með milli bæja. Hún hefði látið allt yfir sig ganga fyrr en að bregðast því trausti. Inga naut samskiptanna við skóla- fólkið og lét nemendurna halda sér ungri í anda. Þeir fundu líka til góð- vildar hennar og gleði og gerðust henni persónulegir vinir. Eimdi lengi eftir af þeirri vináttu, þegar Inga hitti gamla nemendur á förnum vegi, enda var hún ekki síður mannglögg á efri árum en fjárglögg í æsku. En húsvarðarstarfið var slítandi og það tók bæði á skrokkinn og sál- ina. Þess vegna kom þar, að Inga mátti ekki annað en sleppa hendinni af MR. Þau umskipti voru henni þung. Viðbrigðin úr fjölmenninu í fá- mennið voru mikil. Samskipti okkar Ingu fóru eigin- lega ekki neitt sérstaklega vel af stað. Ég held hún hafi framan af grunað mig um græsku. En þegar fram í sótti má vera, að hún hafi lagt þá tilfinningu frá sér og sætzt á, að ég væri skárri að skömminni til en hún hugði. Okkur fór sem stórveldunum, að við lærðum að virða hvort annað. Á góðum stundum áttum við það til að taka lagið saman. Og hlæja. Þá var gaman. Svo slæddist væntumþykjan inn í samband okkar einhvers staðar. Mér varð allavega ómögulegt annað en að meta þá elsku og umhyggju, sem hún lagði heimili mínu til. Því var nú einu sinni þannig farið, að grunntónn Ingu var elska og um- hyggja og geð til að gera öðrum gott. Það stendur nú upp úr. Ég veit, að það var Ingu þungbært að horfa upp á einkadóttur sína berj- ast við MND-sjúkdóminn og bíða á endanum lægri hlut. Það var hart stríð og vart bætandi á Ingu þá að lenda þar í fremstu víglínu. En eng- inn má sköpum renna. Við, sem vor- um þarna kvödd til, hlutum öll okkar sorg og okkar sár. Tíminn á það hins vegar til að hlaupa undir bagga með okkur mönnunum, ef við viljum. Svona eftir á að hyggja finnst mér sennilegt, að á sinn hátt hafi ekkert okkar verið meiri einstæðingur eftir að Siddý fór en Inga. Augun eru spegill sálarinnar. Sú glaða og góða sál, sem gisti Ingu, tal- aði oft í glóð augna hennar. Það mál gilti líka, þegar harðnaði á lífsdaln- um. Þessi talandi og tindrandi augu áttu þær saman mæðgurnar. Nú hafa þær báðar lagt augun aftur. Inga kaus að kveðja okkur á vor- jafndægrum. Hún á nú þá heimkomu, þar sem enginn má undan líta. En ég veit, að húsvörður himnaríkis þarf ekki lengi að lesa í lífsins bók áður en hann leiðir jarðneskan kollega sinn inn í fögnuð herra síns. Inga fær leg við hlið dóttur sinnar í Gufuneskirkjugarði. Það verður þá eins og því ber, að á okkar vísu sé stutt þeirra í millum. Blessuð sé minning Ingiríðar Guð- mundsdóttur. Freysteinn Jóhannsson. Kveðja frá Menntaskólanum í Reykjavík Ingiríður Guðmundsdóttir var lengi húsvörður Menntaskólans í Reykjavík. Í skólum eru unnin marg- vísleg störf auk kennslu og náms og starf húsvarðar er afar mikilvægt og vandasamt og í mörg horn að líta. Ingiríður, sem jafnan var nefnd Inga í skólanum, var einkar samviskusöm og traust manneskja í störfum sínum fyrir hina öldnu menntastofnun. Hún var einkar ljúf og hlýleg í öllum sam- skiptum við samstarfsmenn sína í skólanum, svo og við nemendur hans. Ungmennum fylgir oft margvís- legt umstang og jafnvel stundum ærsl og háreysti. Inga hafði sérstakt lag á að umgangast æskuna en slíkt er ekki öllum gefið. Hún tók því jafn- an vel ef hún var beðin um ýmiss kon- ar viðvik sem vafalaust hafa verið þreytandi til lengdar. Inga bjó á neðstu hæð skólans og fylgdist grannt með og sá um að skólanum væri tryggilega lokað að loknum fundum eða öðrum samkomum. Það gerði starf Ingu sérstaklega erfitt að skólinn var sökum þrengsla starfræktur í ýmsum húsum í Þing- holtunum auk gamla skólahússins. Af þeim sökum þurfti Inga að fara á ýmsa staði til að annast eftirlit með húsnæði skólans. Inga var glaðleg í framkomu allri og af brosi hennar geislaði hjarta- hlýjan. Návist hennar var þægileg og kennurum og nemendum var einkar hlýtt til hennar. Að lokum skal Ingu þakkað fyrir langa og dygga þjón- ustu og vel unnin störf í þágu Menntaskólans í Reykjavík. Syni hennar og öðrum aðstandendum eru sendar innilegar samúðarkveðjur. Yngvi Pétursson. Ingiríði Guðmundsdóttur, sem jafnan var kölluð Inga, kynntist ég fyrst snemma á sjöunda áratug síð- ustu aldar, er ég var nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Á þeim árum tók ég mikinn þátt í fé- lagslífi nemenda og átti sæti í ýmsum stjórnum í skólalífinu. Við þurftum alloft að leita til hennar Ingu hús- varðar og biðja hana um ýmiss konar aðstoð. Hún tók því jafnan vel, en ég er ekki viss um, að við höfum alltaf munað eftir því að þakka henni fyrir hjálpina. Stundum voru haldnir dans- leikir á Sal skólans og á hinni árlegu jólagleði skreyttum við allar stofur, ganga og fleira hátt og lágt með margvíslegum myndum. Viðfangs- efnið var eitt árið þjóðsögur, annað árið norrænar goðasögur, svo að dæmi séu nefnd. Aldrei hugsuðum við um það, að Inga bjó í gamla skólahúsinu og þessu öllu hefur eflaust fylgt marg- háttað ónæði og rask fyrir hana. En hún Inga tók öllu með mikilli ljúf- mennsku og sérstakri hlýju og var ævinlega reiðubúin að hjálpa okkur ungmennunum. Það geta ekki allir umborið þann hávaða og eril, sem fylgir ungu fólki og geta um leið stuðlað að þroska þess. En þessa hæfileika hafði hún Inga blessunin í ríkum mæli. Alllöngu síðar kynntist ég Ingu betur, er ég gerðist kennari í Menntaskólanum í Reykjavík. Inga var ljúfur og góður samstarfsmaður og sem fyrr var jafnan gott til hennar að leita. Hún var ætíð reiðubúin til þess að veita okkur kennurunum að- stoð í margvíslegum efnum, oft við erfiðar aðstæður og þrengsli, sem starfsmenn urðu að búa við. Hún var glaðsinna og það var einkar ánægju- legt að umgangast hana. Lífið var Ingu ekki jafnan auðvelt. Hún missti dóttur sína eftir löng og þungbær veikindi. En Inga var heil- steypt og sterk manneskja og hún bar vel raunir harðar. Inga hafði einkar góð áhrif á sam- starfsmenn sína og það var þrosk- andi að fá að kynnast henni. Að leið- arlokum eru henni þökkuð einstaklega ljúf og góð kynni á liðn- um árum. – Ég sendi að lokum syni hennar og öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ingiríðar Guð- mundsdóttur. Ólafur Oddsson. INGIRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Annika Werner-Hällen fæddist í bænum Partille fyrir utan Gautaborg 12. júlí 1945. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Lundi í Sví- þjóð 15. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnar Werner og Anna Brandström. Fjölskyldan flutti 1959 frá Gautaborg til Malmö þar sem Annika lauk stúd- entsprófi árið 1965 frá Källängens läroverk för flickor í Malmö. Hún nam klass- ísk fornaldarfræði við Háskólann í Lundi og tók þátt í fornleifa- uppgreftrinum í Asine í Grikk- landi árið 1971. Á árunum 1971 til 1977 vann hún við prófarka- lestur við dagblaðið Arbetet í Malmö. Hún hélt síðan áfram námi við Háskólann í Lundi og lauk fil. kand. prófi 1981 og fil. mag. prófi árið eftir. Á árunum 1983-1990 kenndi hún við AMU í Furulundi á Skáni, 1990-1994 við grunnskólann i Sjöbo og frá 1994 og til dauðadags við S:t Petri menntaskól- ann í Malmö. Hún giftist Sverker Häll- en árið 1966, kenn- ara frá Lundi. Þau eignuðust þrjú börn, Jenny, Arvid og Axel og tvö barnabörn, Fel- icia og Fredrika, börn Jennyar. Þau hjónin, Sverker og Annika, tóku virkan þátt í að aðstoða ís- lenska námsmenn við sænsku- nám og fleira um langt árabil en einkum á níunda áratugnum. Útför Anniku Werner-Hällen fer fram frá Dómkirkjunni í Lundi í dag, 4. apríl. Ég kynntist fyrst þeim hjónum Sverker og Anniku Hällen haustið 1984, þá nýfluttur til Lundar í Sví- þjóð til náms. Háskólinn í Lundi og fleiri menntastofnanir ráku þá sér- staka endurmenntunarstofnun sem bauð m.a. upp á sérstakt sænsk- unámskeið fyrir Íslendinga í nokk- ur ár. Hugmyndin var komin frá Sverker, frétti ég síðar, eftir öðrum leiðum en frá upphafsmanninum sjálfum. Námskeiðið var til mikils gagns fyrir íslenska námsmenn í Lundi þar sem tungumálið gat vaf- ist fyrir mönnum og seinkað þeim í námi. Þar sem tungumálin eru nokkuð skyld var erfitt að finna rétta taktinn í venjulegum sænsk- unámskeiðum fyrir útlendinga sem oft komu frá gjörólíkum málsvæð- um. Hinir íslensku nemendur voru þjálfaðir í tali og sérstaklega í rit- uðu máli og ekki vanþörf á þar sem skil á ritgerðum og skýrslum voru yfirleitt á sænsku en ekki ensku eins og nú er oftar venjan við há- skóla samtímans. Óhætt er að segja að þetta nám hafi oft gert mönnum kleift að halda áætlun í sínu námi og ljúka því á tilsettum tíma. Það var svo í ársbyrjun 1985 að Sverker kom að máli við mig og vildi að hitt- umst u.þ.b. einu sinni í viku, töl- uðum sænsku í hálftíma og síðan ís- lensku í hálftíma eða svo. Bónin kom nokkuð flatt upp á mig en að sjálfsögðu sló ég til og þar með hóf- ust kynni mín af þessum öndveg- isshjónum. Við Sverker héldum þessum sið í mörg ár yfir vetr- artímann, einnig eftir að ég hafði lokið námi og var farinn að vinna við sænska lanbúnaðarháskólann. Sverker talaði, auk íslensku, fleiri tungumál en ég hafði tölu á en hafði sérstakan áhuga á íslensku og öllu sem íslenskt var. Oft tók Ann- ika þátt í þessu spjalli. Þau vildu vita allt um íslenskar kvikmyndir, bókmenntir, stjórnmál og í raun hvernig Íslendingar hugsuðu. Sverker og Annika voru einstak- lega samrýnd hjón og góðir vinir. Frá þeim stafaði endalaus vænt- umþykja og umhyggja fyrir Íslend- ingum og öllu sem íslenskt var. Þessi áhugi á Íslandi almennt er í sjálfu sér ekki einstakur meðal Svía. Það er gaman að vera Íslend- ingur í Svíþjóð. Margir Íslendingar hafa náð langt í starfi sínu á sænskri grund, ekki síst vegna þess að Svíar eru ónískir á tæki- færi fyrir fólk sem vill nýta sér þau. Það sem var einstakt fyrir Sverker og Anniku var virðing þeirra og áhugi fyrir sögu Íslands, menningu og tungumálinu. Þau dáðust mikið að íslenskri málstefnu og hvernig Íslendingar hafa getað varðveitt eiginleika málsins og nýtt sér möguleika þess í nýyrðum, bók- menntasköpun og annarri listsköp- un. Þau töldu Svía geta lært margt af okkur í þessum efnum. Annika var heilsteypt kona, traustur vinur, töfrandi og glæsi- leg. Leiftrandi gáfur, skemmtileg- heit og elskusemi eru nokkur orð sem koma upp í hugann. Jafnvel þessi orð verða fátækleg þegar lýsa á vináttu hennar og Sverker í garð Íslendinga. Vinnusemi hennar og samviskusemi var við brugðið og og Annika hlífði ekki heilsu sinni við þá vinnu. Sorg aðstandenda hennar og vina nú er meiri en orð fá lýst. Á þessum erfiðu tímum hefur Sver- ker lýst því við mig hvernig hann leitar skjóls í íslenskri sagnahefð og örlagatrú. Víst er að þar getum við orðið að einhverju liði. Íslend- ingar hafa orðið einum öflugum liðsmanni fátækari á þessum vor- dögum. Fyrir hönd fjölskyldu minnar og í raun allra þeirra Ís- lendinga sem hafa notið liðsinnis og vináttu Sverker og Anniku færi ég Sverker og börnum hans mínar innilegustu samúðarkveðjur. ... Þeir svanir flugu er sólin hneig og sukku í skóganna rökkur og augu brunnu og úlfur þaut og ormar kringum mig smugu. Í djúpu rjóðri er reimt og dimmt, það rýkur hrímþoka um blómin og lykur spor alls sem liðið er í loðnum myrkheima gróðri. Í vængjum felldum ég vafinn lá, þær viðjar binda ekki lengur; með nýjum styrk skal ég strengi slá og stirna langnættið eldum uns óskakraftur minn endurrís úr ösku ljóðs míns og hjarta, úr mistri og sorta skín svanaflug og sólin gistir mig aftur. (Snorri Hjartarson.) Sveinn Aðalsteinsson skólameistari. ANNIKA WERNER-HÄLLEN EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.