Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Málþing um færeyska tungu og menningu Frá stafsetningu til stöðu dönsku DAGANA 6.-17. apr-íl verður haldiðmálþing um fær- eyska tungu og menningu hér á landi. Þetta er frem- ur óvenjulegt málþing að því leyti að það stendur í allmarga daga. Auður Hauksdóttir, forstöðu- maður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlend- um tungumálum, er í for- svari fyrir málþingið. Hvert er tilefni mál- þingsins og á hvers vegum er það? „Málþingið er haldið á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlend- um tungumálum við Há- skóla Íslands, en nokkrir fyrirlestranna eru haldnir í samvinnu við Íslenska málfræðifélagið, Nafnfræðifélag- ið, Rannsóknarstofnun KHÍ og Samtök móðurmálskennara. Mál- þingið er styrkt af Norrænu ráð- herranefndinni. Okkur þótti við hæfi að fyrsta málþingið fjallaði um tungu og menningu frænda okkar og granna, Færeyinga. Færeyska er það mál sem skyld- ast er íslensku og samskipti þjóð- anna hafa alltaf verið með ein- dæmum góð. Miklir umbrota- tímar eru nú í Færeyjum á öllum sviðum þjóðlífsins, sem vert er að gefa gaum. Svo má ekki gleyma því, að frú Vigdís hefur jafnan lagt ríka áherslu á að menning þjóða ræðst ekki af fjölda íbú- anna og blómlegt menningarlíf Færeyinga er einmitt gott dæmi um það.“ Hverjar verða helstu áhersl- urnar og hvernig verður málþing- ið byggt upp? „Alls verða haldnir 5 fyrirlestr- ar og spannar efni þeirra vítt svið. Anfinnur Johansen, nafn- fræðingur, mun fjalla um fær- eysk mannanöfn, Jógvan Mörk- öra, dósent við Fróðskaparsetur Föroya, mun gera grein fyrir þjóðfélagsþróun í Færeyjum, Sakaris Svabo Hansen, málfræð- ingur, fjallar um færeyska staf- setningu, Vár í Olavsstofu, bók- menntafræðingur, mun fjalla um stöðu dönsku og færeysku í skólakerfinu og loks mun Martin Næs, landsbókavörður í Færeyj- um, flytja fyrirlestur um Heine- sen og Laxness. Fyrirlestur hans nefnist „Av Varðagötu á Gljúfra- stein“. Hver er staða menningar- og málatengsla Íslendinga og Fær- eyinga? „Samstarf Færeyinga og Ís- lendinga er fjölbreytt, m.a. á sviði bókmennta, lista og vísinda. Árið 2000 var undirritaður samningur milli Háskóla Íslands og Fróð- skaparseturs Föroya um vísinda- rannsóknir og um árabil hefur verið starfandi Færeyjanefnd við heimspekideild háskólans og samsvarandi nefnd við Fróðskap- arsetur Föroya. Nefndirnar hafa staðið fyrir fræðafundum sem kallaðir hafa verið „Frændafundir“. Auk þess á sér stað sam- vinna á milli íslenskra og færeyskra fræði- manna á ýmsum öðr- um sviðum, t.d. í raunvísindum, lögfræði og málvísindum. Að und- anförnu hefur Höskuldur Þráins- son, prófessor, unnið með þremur færeyskum málfræðingum að samningu bókar um færeyskt mál. Bókin kemur út innan tíðar. Færeyingar og Íslendingar tala vestnorræn mál og danska er kennd sem erlent mál í báðum löndum. Færeyskir og íslenskir móðurmálskennarar og dönsku- kennarar hafa lengi unnið saman, m.a. á norrænum vettvangi.“ Hvar verður málþingið haldið og hvenær? „Alls verða haldnir fimm fyr- irlestrar á tímabilinu 6. til 17. apríl. Fyrirlestur Anfinns Johan- sens verður fluttur í Odda 101 hinn 6. apríl kl. 11-13. Jögvan Mörköre flytur fyrirlestur sinn á sama stað 9. apríl kl. 16.15. Fyr- irlestur Zakaris Svabo Hansens verður í Lögbergi 201 hinn 10. apríl kl. 16.15 og Vár í Olavsstofu verður á sama stað þann 11. apríl kl. 16.15. Loks verður fyrirlestur Martins Næs í Hátíðarsal Há- skóla Íslands 17. apríl kl. 16.15.“ Fyrir hverja er málþingið? „Málþingið er öllum opið á meðan húsrúm leyfir. Dagskráin er fjölbreytt og hún er ekki ein- ungis ætluð fræðimönnum.“ Eru fordæmi fyrir málþingi af þessu tagi í Færeyjum eða hér á landi? „Árið 1990 var gerður samn- ingur um rannsóknarsamvinnu milli heimspekideildar Háskóla Íslands og Fróðskaparseturs Færeyja. Frá þeim tíma hafa ver- ið starfandi nefndir í hvorum há- skóla fyrir sig, sem hafa annast þessa samvinnu innan ramma samningsins. Til þessa hafa þess- ir aðilar staðið fyrir fjórum ráð- stefnum, Frændafundum, um ís- lensk og færeysk málefni. Tvær hafa verið haldnar í hvoru landi, hin fyrsta í Reykjavík 1992 og síðan á þriggja ára fresti. Þrjú ráð- stefnurit hafa verið gefin út og unnið er að útgáfu þess fjórða. Þorri erindanna hefur verið á sviði hugvísinda, en nokkur erindi hafa fjallað um önnur fræðasvið.“ Hvor þjóð ræktar frændskap- inn betur? „Ekki treysti ég mér til að skera úr um það. Hins vegar þarf enginn að velkjast í vafa um hvern hug Færeyingar bera til Íslendinga. Það er gott að vera Íslendingur í Færeyjum.“ Auður Hauksdóttir  Auður Hauksdóttir er fædd í Reykjavík 1950. Hún hefur BA- próf í dönsku og heimspeki frá HÍ 1977 og cand.mag. í dönsku frá Hafnarháskóla 1985. Dokt- orspróf frá sama skóla 1998. Kennari við Flensborg 1979-93. Lektor í dönsku við KHÍ 1995-98, en frá 1. janúar 1998 lektor í dönsku við HÍ. Forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungu- málum. Maki er Ingvar J. Rögn- valdsson, vararíkisskattstjóri, og eiga þau börnin Kristínu og Hauk. Gott að vera Íslendingur í Færeyjum TVÆR rifur komu á skrokk línu- bátsins Guðbjargar ÍS-46 þegar hann rakst á hafísskæni skammt út af Hnífsdal í gærmorgun og flæddi sjór viðstöðulaust inn í bátinn. Bátn- um var siglt tafarlaust að bryggju á Hnífsdal þar sem fyllt var í götin. Engum varð meint af óhappinu. Haf- ísinn var glær og þar af leiðandi illsjáanlegur í sjónum og uppgötvað- ist of seint. Talsvert er um hafís á Skutulsfirði allt inn að Ísafjarðar- höfn. Guðbjartur Ásgeirsson skipstjóri og eigandi bátsins telur að rifurnar séu 10-20 sm langar og giskar á að báturinn verði frá veiðum í eina viku á meðan gert verður við hann. Guð- bjartur var við annan mann um borð. „Við sáum ekki ísinn nógu snemma,“ sagði Guðbjartur og sagði sjóinn hafa lekið inn í lúkar. „Við vorum hálfa mílu frá bryggj- unni og því vorum við ekki nema 4-5 mínútur í land. Við höfðum samband við bát sem var stutt á eftir okkur, aðallega til að hafa hann til taks ef á þyrfti að halda.“ Guðbjörgin komst hjálparlaust að bryggju þar sem sjó var dælt úr bátnum auk þess sem tveir kafarar frá Slökkviliði Ísafjarð- arbæjar köfuðu niður að skemmdun- um og þéttu bátinn áður en honum var siglt inn til Ísafjarðar í fylgd björgunarbátsins Gunnars Friðriks- sonar. Á Ísafirði var báturinn hífður á land og er gert ráð fyrir vikustoppi. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Guðbjörg ÍS-46 komst hjálparlaust að bryggju á Hnífsdal þar sem hugað var að skemmdum. Skipverjunum tveimur varð ekki meint af óhappinu. Sjór flæddi inn í bát eft- ir árekstur við hafís SJÖ umsækjendur sóttu um emb- ætti sóknarprests í Selfosspresta- kalli, að því er fram kemur á vef þjóðkirkjunnar, en umsóknarfrestur rann út daginn fyrir skírdag. Umsækjendur, í stafrófsröð, eru Ástríður Helga Sigurðardóttir guð- fræðingur, sr. Gunnar Björnsson, Helga Helena Sturlaugsdóttir guð- fræðingur, sr. Kristinn Ágúst Frið- finnsson, sr. Skírnir Garðarsson, Sólveig Jónsdóttir guðfræðingur og sr. Valdimar Hreiðarsson. Sjö sóttu um Sel- fossprestakall ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.