Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 23 SAGA Breiðholtsins allt frá yfir- lýsingu ríkisstjórnar um úrbætur í húsnæðismálum um miðjan sjöunda áratuginn að sögu um fæðingu á bíla- plani í janúar á þessu ári, er reifuð á sýningunni Byggt yfir hugsjónir, Breiðholtið frá hugmynd að veru- leika, sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Blaðaúrklippur, heimildamynd, hverfaskipulag, loftmyndir, teikning- ar og módel íbúðarhúsa eiga öll sinn þátt sýningunni sem komið hefur verið fyrir á efri hæð safnsins. Fyrst segir frá Breiðholtinu 10. júlí 1965 – í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um úr- bætur í húsnæðismálum. Þremur ár- um síðar hafa fyrstu húsin síðan risið og athygli fjölmiðla beinist að hverf- inu fyrir alvöru. Fyrirsagnir á borð við „Hvaða fólk flytur inn í Breið- holtsíbúðirnar“ og „Við hefðum aldr- ei getað eignast þessa íbúð með öðru móti“ setja þar óneitanlega nokkuð tóninn að því sem á eftir kemur. Ófrágengnar lóðir, gölluð flísalögn og hrunin eldhúsinnrétting verða fjöl- miðlum þannig að fréttamat og ára- tugum síðar eru íbúar Breiðholtsins enn að útskýra hvort, og þá af hverju, þeir kunni vel við sig í hverfinu. Sýningin nær vel að kalla fram þann neikvæða tón sem oft á tíðum, sérstaklega á árum áður, hefur ein- kennt frásagnir fjölmiðla af þessu út- hverfi. En teikningarnar, hverfis- skipulagið og myndir af íbúum og byggingum bera vott umbjartsýni sem einkenndi bæði uppbyggingu og skipulag. Svipmyndir úr sýnisíbúð, þar sem hreinar línur húsgagnatísku sjöunda áratugarins eru alls ráðandi, ítreka þessar vonir enn frekar. Saga Breiðholtsins er vissulega áhugavert sýningarefni og staðsetn- ing loftmynda á gólfi er skemmtileg lausn á notkun myndanna, sem fyrir vikið birtast sýningargestum frá „réttu“ sjónarhorni. Hið mikla upp- lýsingamagn sem sýningin geymir, jafnt í formi texta og mynda, nær hins vegar ekki fyllilega að skila sér til áhorfenda. Magnið eitt og sér get- ur verið yfirþyrmandi og á köflum bíður myndmálið lægri hlut fyrir gagnrýnisröddum fjölmiðlanna. Auk- in samtvinnun mynda og texta hefði þannig veitt sögulegt samhengi þró- unar hverfisins aukið vægi og ómerktar ljósmyndir hefðu náð að nota sjónrænan styrk sinn til fulls. Í stað þess hættir ljósleitum teikning- um til að hverfa í skugga fréttaskrifa. Sú ákvörðun að birta allar fréttasíður í réttri stærð eykur enn frekar á upp- lýsingaflóðið, enda stærð fyrirsagn- anna eina vísbendingin sem sýning- argestir hafa um mikilvægi hvers atviks. Hugmyndirnar að baki Breiðholts- sýningunni eru engu að síður góðar og sögurnar sem hún geymir vel heimsóknarinnar virði. Sú aðferð að láta gögnin tala fyrir sig dregur hins vegar nokkuð úr möguleikum áhorf- enda að upplifa sýninguna á mark- vissan hátt og hefðu aukin afskipti stjórnenda af mikilvægi þeirra efn- isþátta sem Hafnarhúsið geymir ver- ið til bóta. Saga Breiðholtsins er engu að síður um margt áhugaverð og neikvæð fjölmiðlaumfjöllunin vel til þess fallin að vekja fólk til um- hugsunar um ástæður þessa nei- kvæða stimpils sem hverfinu gjarnan fylgir. Nýleg blaðaúrklippa er ágætis dæmi um þetta, en fyrirsögnin „Fæddist á bílaplani í Breiðholti“ læðir óneitanlega þeirri spurningu að gestum hvort fyrirsögnin hefði verið sú sama hefði bílaplanið verið í vest- urbænum. MYNDLIST Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu Sýningin er opin alla daga frá kl. 11–18, nema fimmtudaga frá kl. 11–19. Sýning- unni lýkur 5. maí. BYGGT YFIR HUGSJÓNIR, BREIÐHOLTIÐ FRÁ HUGMYND AÐ VERULEIKA Saga hverfis Morgunblaðið/Ásdís Anna Sigríður Einarsdóttir UNNUR Fadila Vilhelmsdóttir pí- anóleikari flytur verk eftir Beethoven, Chopin og Prokofieff í Salnum í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20. Verkin á efnis- skránni eru fulltrúar fyrir ólík tímabil tónlistarsögunnar: Són- atan ópus 31, nr. 3 eftir Beeth- oven er verk fullt af gáska og húmor. Ballaða nr. 4 í f-moll eftir Chopin er rómantískt verk, þar sem tvö andstæð stef ganga í gegnum miklar breytingar. Pí- anósónata nr. 8 eftir Prokofieff er samin á tímum seinni heims- styrjaldar og þykir bera því vitni. Unnur Fadila lauk píanókenn- araprófi árið 1990 frá Tónlistar- skóla Reykjavíkur og einleik- araprófi ári síðar. Þá hóf hún framhaldsnám í Bandaríkjunum undir handleiðslu dr. Williams Black og lauk þaðan doktorsprófi í píanóleik haustið 1997. Unnur Fadila hefur verið virk í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár. Píanótónleikar í Salnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Unnur Fadila Vilhemsdóttir píanóleikari fyrir utan Salinn í Kópavogi. TINDRANDI STJÖRNUR THE STELLARS GLITRANDI HÁMARKSGLJÁI Stellars eru skrefinu framar hvað varðar gljáa varanna vegna þúsunda tindrandi ljósa. Silfurhúðaðar, glitrandi agnir, létt áferð og glampandi gljái. Ráðgjafi frá Helena Rubinstein kynnir nýjungar í dag og á morgun. Amazonia, vor- og sumarlitirnir eru komnir. Prodigy, glænýtt krem sem uppfyllir allar þarfir húðarinnar. Stellars, nýir, ómótstæðilegir varalitir. Við gleðjum viðskiptavini Helena Rubinstein með glæsilegum kaupaukum. Strandgötu 32, sími 5552615 Ræktaðu sjálfan þig www.endurmenntun.is Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga stjórnar um að félaginu sé heimilt að kaupa eigin hluti samkvæmt 55. grein laga nr. 2 frá 1995 um hlutafélög. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aðalfundur Samskipa hf. verður haldinn þann 11. apríl í Salnum, Kópavogi kl. 17.00. Aðalfundur Samskip Holtabakka við Holtaveg 104 Reykjavík Sími 569 8300 Fax 569 8327 samskip@samskip.is samskip.is Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að berast stjórn eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur mun liggja frammi á skrifstofu félagsins sjö dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað við upphaf fundarins. Stjórn Samskipa hf. A B X /S ÍA 9 0 2 0 2 0 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.