Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Eitt magnaðasta ævintýri samtímans eftir sögu H G Wells Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i.12. Vit nr. 353Sýnd kl. 4 og 6. Vit 349. Hin léttleikandi Britney Spears í sinni fyrstu bíómynd sem kemur öllum í gott skap. Hin frábæru lög „I’m Not A Girl, Not Yet A Woman“, „Over protected“ ofl. eru m.a. í myndinni. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 8. Vit 348. B.i. 16. „Splunkunýtt framhald af ævintýri Péturs Pan!“ 4 ÓSKARSVERÐLAUN... M.A Besta mynd, besti leikstjóri (Ron Howard), besta aukahlutverk kvenna (Jennifer Connelly)og besta handrit (Akiva Goldman) ½SG DV kvikmyndir.com ½kvikmyndir.is ÓHT Rás 2 HJ Mbl Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Vit nr. 357 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Vit nr. 363 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i.12. Vit nr. 356 Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Vit nr. 358. Sýnd í Lúxus VIP kl. 5.30, 8 og 10.40. B.i. 16. Vit 335. kvikmyndir.is R íkey s ýn i r v e r k s í n í a nddy r i b í ó s i n s Sýnd kl. 4, 7 og 10. B. i. 12. Sýnd kl. 5 og 10.30. Miðaverð kr. 800. kvikmyndir.is SG DV kvikmyndir.com ÓHT Rás 2 Gleymdu því sem þú heldur að þú vitir. Sýnd kl. 7 og 9.30. B.i. 12.  kvikmyndir.com  SV Mbl „Splunkunýtt framhald af ævintýri Péturs Pan!“ Sýnd kl. 5. Ísl. tal. tilnefningar til Óskarsverðlauna5 Sýnd kl. 5.45. Síðustu sýningar. Ó.H.T Rás2 Strik.is SG. DV Sýnd kl. 10. B.i.12 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10.30. Sýnd kl. 8. Hverjar eru líkurnar á því að hið fullkomna par kynnist í 8 milljón manna borg?                          !    "        #$%       Símar: 515 1735 og 515 1731 Bréfasími: 515 1739 Farsími: 898 1720 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæ›agrei›sla vegna sveitarstjórnarkosninganna 25. maí nk. er hafin. Kosi› er hjá s‡slumönnum og hreppstjórum um land allt. Í Reykjavík er kosi› í Skógarhlí› 6 virka daga kl. 9.30 – 15.30. Utankjörsta›askrifstofan veitir allar uppl‡singar og a›sto› vi› kosningu utan kjörfundar. Utankjörsta›askrifstofa Sjálfstæ›isflokksins Sjálfstæ›isfólk! Láti› okkur vita um stu›ningsmenn sem ekki ver›a heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæ›, 105 Reykjavík ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem hér á landi bjóðast tónleikar með eins sjóðandi heitu liði og The Strokes. Að fá slíka rokksveit til landsins er ekk- ert minna en hvalreki á fjörur ís- lenskra tónlistaráhugamanna og eiga aðstandendur tónleikanna þakkir skildar fyrir. Það gaf síðan annars lof- andi tónleikum ennþá meiri vigt að fá að sjá Leaves á sviði – sveitina sem búin er að gera samning við erlent út- gáfufyrirtæki og búist er við miklu af. Strax í fyrsta lagi Leaves varð ljóst hvers vegna erlendir risar bitu á agn- ið. Greinilegir hæfileikar, þétt spila- mennska, góður söngur, frambæri- legar lagasmíðar („Race“ og „Breathe“ eru klassalög og skotheld- ar smáskífur í réttlátum heimi) og rétta útlitið. Þeir hafa einfaldlega allt til að bera til að geta gert rósir í rokk- inu – hvar sem er í heiminum – ef vindarnir blása þeim í hag. Gaman, en þó alveg sorglega sjaldgæft, að sjá ís- lenska sveit skjóta svo óvænt upp kollinum, bráðþroska og með fast- mótaðar hugmyndir. Einu áþreifan- legu gallana, svolítið óörugga sviðs- framkomu og full greinilega áhrifa- valda, má síðan skrifa á ungan aldur sveitarinnar en ætti að lagast með eðlilegum þroska. The Strokes hafa einmitt legið und- ir þeim ámælum að sækja ótæpilega mikið í brunn sér eldri samlanda; Velvet Underground, The Stooges, Television og viðlíka pönkrokkara. Það sem bjargar þeim algjörlega fyrir horn er rétta fasið. Þeir kæra sig koll- ótta, eru bara í stuði og söngvarinn Julian Casablanca dælir út hverri rokkflugunni á fætur annarri. Þrátt fyrir endurunna tónlistarstefnu hefur The Strokes leyst úr læðingi ferskari vinda en leikið hafa um rokkið í lengri tíma. Tími tveggja mínútna hressi- legra stuðrokklaga er upp runninn. Talsmenn þess að sagan, tíska og þar með straumar og stefnur í rokkinu endurtaki sig hrósa enda sigri þegar þeir heyra í The Strokes, White Strip- es, The Hives o.fl. Loksins, eftir óþarflega langt skeið yfirgengilegrar tilfinninganæmni, þunglyndis og svartnættis, virðist vera að birta til og að koma til skjalanna töffarar sem upplýstir eru um að rokkið var upp- haflega ærslafullt og skemmtilegt og getur vel verið enn. Tónleikar The Strokes voru einmitt vitnisburður um það fyrst og fremst. Engin hálftíma sóló, engar djúpar og ofur mínímalískar þagnir heldur hreint og beint, hávaðasamt og hressilegt rokk og ról. Fimmmenn- ingarnir leðurklæddir í réttu stelling- unum og Julian muldrandi milli laga rétt eins og nýstiginn úr Scorsese- mynd. Áður en maður vissi var sveitin búin að renna sér í gegnum snilldina sem Is this it? er og einum þremur öðrum lögum betur, þar á meðal hið magnaða „Meet Me In The Bath- room“. Snaggaraleg en skotheld efn- isskrá frá einnar plötu sveit. Ég hjó eftir að áhorfendur voru á skemmti- lega breiðu aldursskeiði, allt frá 15 upp í 45, og allir með á nótunum. Eini stóri mínusinn við annars stór- skemmtilega tónleika var húsnæðið en þar er hvorki við eigendur þess né tónleikahaldara að sakast heldur er það fyrst og fremst enn eitt merkið um skortinn að boðlegri tónleikaað- stöðu fyrir viðburði af svipaðri stærð- argráðu. Og hvað voru glerflöskur og glerglös að gera á rokktónleikum? Hélt að það væri liðin tíð. „Hvað er á seyði Ísland?“ Háfleyg upphafsorð Julians sem ég treysti mér til að svara en tek um leið sénsinn á að hljóma eins og gamall pönkrokk- durgur. Það sem er á seyði er að síð-, sveim- og seiðrokkið er dautt því rokkið er orðið skemmtilegt aftur! Hvað er á seyði, Ísland? Tónlist Broadway The Strokes og Leaves Tónleikar með bandarísku hljómsveitinni The Strokes þriðjudaginn 2. apríl. Ís- lenska hljómsveitin Leaves hitaði upp. Skarphéðinn Guðmundsson Morgunblaðið/Jim Smart Julian Casablanca og félagar voru ofursvalir í réttu stellingunum á sviði Broadways og sönnuðu að rokkið er aftur komið í tísku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.