Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Árni Árnason varfæddur á Vopna- firði 26. nóvember 1924. Hann lést á Landspítalanum 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Aagot Foug- ner Johansen, f. 7. apríl 1900, d. 15. okt. 1995, og Árni Vil- hjálmsson héraðs- læknir á Vopnafirði, f. 23. júní 1894, d. 9. apríl 1977. Árni var sonur Vilhjálms bónda á Ytri-Brekk- um á Langanesi Guðmundssonar og k.h. Sigríðar Davíðsdóttur b. á Heiði á Langanesi Jónssonar. Aa- got var dóttir Rolfs Johansens, kaupmanns á Reyðarfirði og k.h. Kitty f. Överland. Systkini Árna: Snorri, f. 1921, d. 1972, Kjartan, f. 1922, d. 1978. Kristín Sigríður, f. 1926, Sigrún, f. 1927, Valborg, f. 1930, Vilhjálmur, f. 1933, Aagot, f. 1935, Rolf, f. 1937, Aðalbjörg, f. 1939 og Þórólfur, f. 1941. Árni kvæntist 24. des. 1952 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Kristínu Tómasdóttur, f. 14. nóv. 1924. For- eldrar hennar voru hjónin Margrét Þórðardóttir, f. 21. febr. 1891, d. 12. júní 1983, og Tómas Björnsson kaupmaður á Akureyri, f. 8. jan. 1894, d. 27. okt. 1961. Árni og Kristín eignuðust fjögur börn. Þau lingsárunum. Hann nam ketil- og plötusmíði við Iðnskólann á Akur- eyri og hlaut meistararéttindi í þeirri grein. Hann stundaði nám við Stockholms Tekniska Institut og lauk þaðan prófi í véltæknifræði 1951. Að loknu námi starfaði hann sem framkvæmdastjóri Vélsmiðj- unnar Odda á Akureyri 1951 til 1959, en frá þeim tíma var hann framkvæmdastjóri Byggingaversl- unar Tómasar Björnssonar á Ak- ureyri til 1986. Árni og Kristín bjuggu á Akur- eyri þar til þau fluttu til Mosfells- bæjar 1996. Árni var mikill áhugamaður um verklegar framkvæmdir og braut- ryðjandi á því sviði. Hann átti frumkvæði að byggingu fyrstu fjöl- býlishúsanna á Akureyri og byggði fyrirtæki hans um 200 íbúðir á ár- unum 1963 til 1976. Hann stofnaði ásamt fleirum verktakafyrirtækið Norðurverk hf. og var stjórnarfor- maður þess um langt árabil, en meðal framkvæmda þess voru stækkun Laxárvirkjunar og Skeiðsfossvirkjunar, lagning Kísil- vegar, hafnargerð og vegagerð víða um land. Árni rak umfangs- mikla skipaafgreiðslu fyrir Haf- skip á Akureyri. Hann var einn af stofnendum Verslanasamandsins og átti sæti í stjórn Vinnuveitenda- sambandsins og Verktakasam- bandsins. Árni starfaði mikið fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sat m.a. í bæjarstjórn á Akureyri fyrir flokk- inn. Hann var virkur félagi í Rot- aryklúbbi Akureyrar. Útför Árna fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. eru: 1) Margrét, hjúkr- unarfræðingur, f. 1950. Börn hennar eru Guðmundur Árni Þór- isson líffræðingur, f. 1974, kvæntur Lýdíu Kristínu Sigurðardótt- ur, f. 1978, og er dóttir þeirra Dagbjört Ösp, f. 2000; Sigurður Tómas Þórisson rafmagns- verkfræðingur, f. 1977; Kristín Ása Þór- isdóttir, f. 1987. 2) Árni, byggingarverk- fræðingur, f. 1953, kvæntur Birnu Sveins- dóttur snyrtifræðingi, f. 1951. Dæt- ur þeirra eru Guðríður Sigurðar- dóttir ráðningarstjóri, f. 1970, sambýlismaður hennar er Grétar Gunnarsson flugmaður, f. 1973; Þórunn Árnadóttir nemi, f. 1982; Elísabet Aagot Árnadóttir, f. 1988. 3) Auður, tannsmiður f. 1954. Dæt- ur hennar eru Vigdís Kristín Ebenesersdóttir nemi, f. 1975, og Eva Þórdís Ebenesersdóttir nemi, f. 1982. 4) Anna Þórdís, matvæla- fræðingur, f. 1961, gift Leif Joh- ansson tæknifræðingi, f. 1954. Börn þeirra eru Tómas Árni Joh- ansson, f. 1993, og Elín Auður Joh- ansson, f. 1996. Árni ólst upp á Vopnafirði, gekk þar í barna- og unglingaskóla og stundaði sjósókn og útgerð frá Vopnafirði og Þórshöfn á ung- Í gær kom fjölskyldan saman í mat hjá ömmu í Mosó. Við systurnar stóð- um okkur að því að segjast vera að fara til ömmu og afa í Mosó, en þar er víst enginn afi lengur þótt hann lifi í hjarta okkar og mun eflaust vera of- arlega í huga okkar um ókomna tíð. Þegar við settumst við matarborðið kom í ljós að við höfðum án umhugs- unar lagt á borð fyrir afa líka og erum við þess fullvissar að hann var hjá okkur í gær. Afi gerði margt merkilegt um æv- ina en það sem stendur þó uppúr hjá okkur er langa og innilega faðmlagið hans eða kremjan, eins og afi kallaði það. Faðmlögin voru mislöng eftir því hvort hann væri að fara til til útlanda eða bara heim en alltaf voru faðm- lögin jafn innileg. Önnur mynd af afa sem skýtur upp í hugann er hvernig hann iðaði af áhuga þegar við sögðum honum af okkar högum, því sem við vorum að upplifa eða fást við. Hann hallaði sér áfram í stólnum og gat ekki setið kyrr, gat ekki beðið eftir að koma að fleiri spurningum, fræðast meira og koma svo með skemmtilega sögu. Hann gat líka alltaf komið okkur á óvart með því að tengja okkar reynslu við eitthvað sem hann hafði gert á lífs- leiðinni. Það sem afi hafði tekið sér fyrir hendur í gegnum tíðina var sí- felld uppspretta skemmtilegra frá- sagna. Afi gat haldið uppi samræðum við hvern sem er um hvað sem er, hann virtist hafa jafn mikinn brenn- andi áhuga á öllu og öllum. Bestu minningarnar eru frá þeim tíma sem amma og afi dvöldu í íbúð sinni á neðri hæðinni hjá okkur í Birkihlíðinni. Þá fengum við tækifæri til að umgangast þau daglega. Farnir voru göngutúrar á hverjum degi í Öskjuhlíðinni. Alltaf gengum við sömu leiðina en umræðuefnin voru aldrei þau sömu. Afi sagði okkur ótal margar sögur tengdar Öskjuhlíðinni, flestar um tímann sem afi vann fyrir Bretana á stríðsárunum. Afi var mikill fréttafíkill, hann las Moggann mjög skipulega, tók hann í sundur og flokkaði og alltaf voru út- varpsfréttir í bakgrunni. Gaman var að liggja á maganum á honum og hlusta á stóra hjartað hans og skýtnu hljóðin í maganum á honum á meðan við lásum Moggann saman. Afi sagði alltaf að hann væri með hrærivél í maganum. Atorkusemi hans blés okkur í brjóst eldmóði og mun halda áfram að gera þótt hann sé horfinn frá okkur. Afi gerði svo ótalmargt um ævina og þegar hann fékk hugmynd þá dreif hann í að framkvæma hana. Hann kenndi okkur að allt væri mögulegt ef vilji og áhugi væri fyrir hendi. Ungt fólk í dag gefur sér alltof sjaldan tíma til að hlusta á þá sem eldri eru, við hefðum eflaust getað gefið okkur meiri tíma með Árna afa en þeim tíma sem við eyddum með honum var vel varið. Þetta voru góðar og innilegar stundir, hann kenndi okkur margt og veitti okkur skemmti- lega innsýn inn í líf annarrar kynslóð- ar, sagði okkur reynslusögur sem munu reynast okkur gott veganesti í lífinu. Við kveðjum afa með miklum sökn- uði en þó fyrst og fremst með miklu þakklæti fyrir þær góðu stundir sem við fengum að njóta með honum. Guðríður, Þórunn og Elísabet Aagot. Í dag kveðjum við Árna Árnason, góðan og tryggan vin til margra ára. Andlát hans kom sannarlega óvænt, eins og dauðinn kemur stundum. Hann virtist enn eiga svo mikinn kraft og þrótt sem einkenndi hann alla tíð. Já, kynnin eru orðin löng. Kristínu, hans góðu konu, hef ég þekkt frá því að við vorum í barna- skóla. Seinna urðu kynnin við Árna þegar við fórum að byggja hlið við hlið í Hamarsstígnum á Akureyri. Nábýl- inu lauk eftir nokkur ár þegar þau fluttu til móður Kristínar til að geta annast hana því hún var orðin ein. Eftir það fækkaði samverustundun- um. Seinna var tekinn upp þráðurinn og var yndislegt að eiga þau að vinum. Við söknuðum þeirra mikið þegar þau fluttu suður því þau voru sannkallaðir vinir vina sinna. Hjálpsemin og greið- viknin var einstök. Árna fylgdi mikið öryggi og kraftur. Hann var maður framkvæmdanna. Einstakur heimilis- faðir og klettur fjölskyldunnar, en hann naut líka fylgdar sinnar mætu og góðu konu sem nú hefur misst lífs- förunaut sinn eftir hálfa öld. Höggið er þungt, en minningarnar eru góðar. Fyrir þann mikla athafna- mann sem Árni var hefði verið erfitt að liggja langa banalegu, en Guð forð- aði honum frá því. Ég ætla ekki að rekja hér öll hans miklu störf og framkvæmdir. Það verða sjálfsagt aðrir til þess. Þessi fáu kveðjuorð eru fyrst og fremst til að þakka þá óend- anlegu hjálpsemi og greiðvikni sem alltaf var til staðar, eins og allt væri sjálfsagt. Elsku Stína, vinkona mín, þú átt um sárt að binda, en Guð leggur líkn með þraut. Við hjónin kveðjum Árna með söknuði og sendum þér og börn- um þínum og barnabörnum okkar samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur öllum. Soffía og Þorsteinn. Það mun hafa verið miðsumars árið 1997, að undirritaður var að hefja byggingu eigin íbúðarhúss, að til mín fór að venja komur sínar hressilegur náungi sem sýndi mikinn áhuga á öll- um verklegum framkvæmdum. Hér var sem sé á ferðinni Árni Árnason gamall jaxl úr verktakageiranum, norðan frá Akureyri. Það þótti mér merkilegt hversu mikla vinsemd og umhyggju hann sýndi mér allsendis vandalausum manninum. Þetta sam- band þróaðist svo að Árni varð heim- ilisvinur og ávallt mikill aufúsugestur, enda með eindæmum glaðsinna og skrafhreifinn. Annað hús reis upp og alltaf var sami áhuginn hjá gamla tæknifræðingnum. Verður það síðan úr að Árni kaupir það hús, greiðir út í hönd, án þess að nokkuð sé skjalfest, handsalið dugði, pappírsvinnan gat beðið, mest um vert að verkið gengi sem hraðast. Þar með vorum við orðnir grannar og ekki dró úr vinátt- unni við það. Síðastliðið sumar tók- umst við ferð á hendur á þínar æsku- slóðir í Vopnafjörð og á Langanes. Við komum að Skálum og skröngluð- umst alla leið á Font og var sú ferð okkur hjónunum ógleymanleg og þú ljómandi af ánægju. Já, þá var nú ekki leiðinlegt að lifa. Að lokum vil ég þakka þér sam- fylgdina sem varð alltof stutt. Ég þakka þér alla gleðina, alla birtuna, alla viskuna sem þú gafst mér og mín- um svo ómeðvitað og endurgjalds- laust. Kæra Kristín og fjölskylda, ykkar missir er mikill. Megi Guð veita ykkur styrk á sorgarstundu. Sævar Guðmundsson og Elín Ólafsdóttir. ÁRNI ÁRNASON ✝ Jón Halldór Hall-dórsson fæddist að Syðri-Völlum í Vestur-Húnavatns- sýslu 25 oktober 1927. Hann lést á Landspítalanum Landakoti 25. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Lára Líndal frá Efra-Núpi, f. 10. apríl 1897, d. 6. maí 1931, og Halldór Jónsson frá Trölla- tungu í Strandasýslu, f. 30. apríl 1893, d. 27. ágúst 1933. Halldór gengdi ýmsum þjón- ustu- og verslunarstörfum, m.a. á Þingeyri og Selfossi. Þau dóu bæði úr berklum. Lára og Halldór eignuðust tvo syni, Jón Halldór og Pál Gunnar, f. 17. nóvember 1925, maki Ásgerður Alda Guðmunds- dóttir, f. 11. september 1927. Fyrstu árin ólust bræðurnir upp hjá foreldrum sínum, en vegna veikinda þeirra voru þeir sendir með varðskipinu Ægi til Hólma- víkur haustið 1930. Þar bjó föð- ursystir þeirra Elín Jónsdóttir ásamt manni sínum Magnúsi Lýð- ssyni og þremur börnum þeirra, Gunnari, Ólafi og Halldóru. Ólust þeir þar upp til ung- lingsára. Á yngri árum vann Jón ýmis störf þar til hann hóf nám við Iðnskólann í Reykjavík í málara- iðn og lauk sveins- prófi þaðan 1951 og meistaraprófii 1957. Hinn 18. júlí 1959 kvæntist Jón eftirlif- andi konu sinn Álf- hildi Jóhannsdóttur, f. 10. janúar 1934. Sonur þeirra er Magnús Már, f. 10. janúar 1959, maki Elísabet Júlíusdóttir. Börn þeirra eru Álf- hildur María, f. 7. desember 1998, og Logi Már, f. 20. júní 2001. Son- ur Elísabetar er Magnús Mar, f. 9. september 1989. Árið 1960 hefur Jón störf hjá lögreglunni í Reykjavík og lýkur prófi úr lögregluskólanum 1964. Frá árinu 1966 starfaði Jón hjá Sakadómi Reykjavíkur til ársins 1996 er hann lét af störfum. Útför Jóns fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mig langar að minnast Jóns tengdaföður míns með nokkrum orð- um. Fyrir um sjö árum naut ég þeirrar gæfu að kynnast Jóni. Frá fyrstu kynnum sá ég að þarna fór heil- steyptur og góður maður. Alltaf vildi hann mér og syni mín- um Magnúsi vel, honum tók hann strax sem afabarni og lék ósjaldan við hann fótbolta og keypti kók eða ís handa honum. Honum var mjög um- hugað að okkur liði sem best, dæmin um það eru m.a. þau að ég mátti ekki nefna breytingar eða að nú þyrfti að mála þá var hann mættur með „málningardótið“ og spurði hvar ætti að byrja. Ef hann kom ekki til að gera eitthvað hjá mér þá var það til að fylla frystikistuna af fiski og kjöti því ekki mátti okkur skorta neitt. Það helsta sem ég gat gert til að gleðja Jón var að baka góða köku handa honum, það þótti honum gott. Þegar hann kom til okkar átti hann alltaf til hlý orð um heimilið. T.d. sagði hann oftar en ekki: „Mikið er notalegt hér hjá ykkur.“ Jón var þessi örláti maður sem setti fjölskylduna ætíð í fyrsta sæti. Þegar Álfhildur María fæddist sneri hún afa sínum frá fyrsta degi í kringum sig. Hann hafði mikla ánægju af henni og ég man að hann hélt á henni eins og brothættu glasi þegar hún var lítil og lék hest og hund þegar hún vildi. Ekki fékk Jón langan tíma með Loga Má en hafði samt gaman af „stráknum“ eins og hann sagði með stolti. Nú undir það síðasta þegar Jón var mikið veikur á Landakoti hafði hann mikla ánægju af að sjá afabörn- in sín. Ég gleymi ekki hve hann ljóm- aði í framan og hlátrinum þegar hann sá þau. Eins og Álfhildur segir: „Nú er afi dáinn og farinn til Guðs. Ég veit að hann fylgist með okkur nú þar sem hann er.“ Elísabet. Mágur minn og vinur, Jón Hall- dórsson, er fallinn frá. Fæddur var hann á Hólmavík, lærði málaraiðn og gekk einnig til liðs við lögregluna í Reykjavík þar sem hann vann til starfsloka vegna aldurs. Meðfram sinnti hann málara- iðninni þegar tími gafst. Mörgum iðnaðarmönnum hefi ég kynnst gegnum árin og haft í vinnu en fáum eins kappsömum og vinnuglöðum og Jóni. Samviskusemi og vandvirkni var honum í blóð borin. Alltaf var hann tilbúinn til að mála eða aðstoða á annan hátt ef með þurfti, enda bón- lipur maður. Jón kvæntist systur minni, Álf- hildi, og eignuðust þau einn son, Magnús Má. Mikil var gleði Jóns þegar einka- sonurinn valdi sér lífsförunautinn Elísabetu og ekki minni þegar barnabörnin, Álfhildur María og Logi Már, fæddust. Áður hafði El- ísabet eignast soninn Magnús Mar og varð hann afabarn ekki síður en hin. Þau fara mikils á mis við fráfall hans. Jón var góður skíðamaður og fóru þau Álfhildur margar ferðir á skíða- svæði bæði hérlendis og erlendis. Þau hjóluðu, stunduðu gönguferðir og daglega sund. Gaman hafði hann af að taka í spil og spiluðum við saman bridge um tíma, en auk þess var hann í spila- klúbbi með vinum sínum. Við Lilja, Alla og Jón fórum sam- an til Thailands fyrir nokkrum árum og höfum einnig dvalið oft á sama tíma á Kanaríeyjum. Góðar stundir áttum við þá saman. Betri ferða- félaga en Jón er vart hægt að hugsa sér. Hann var hógvær, hjálpsamur og jákvæður, en fastur fyrir ef svo bar undir. Jón átti við vanheilsu að stríða síð- ustu árin. Ef til vill má rekja orsök til óhollra efna við málningarstörfin. Áður fyrr var ekki spáð í eiturefni eins og nú. Síðustu vikurnar dvaldi Jón á Landakoti, þar sem hann naut umhyggju starfsfólksins og nærveru sonar síns og eiginkonu sem vék varla frá honum þar til yfir lauk. Að leiðarlokum viljum við Lilja þakka Jóni samfylgdina þar sem aldrei bar skugga á og söknum vinar í stað. Elsku Alla, Magnús Már og fjöl- skylda. Ykkar er missirinn mestur en minningin um mætan mann mun geymast um ókomin ár. Magnús Jóhannsson. Jón Halldórsson var vinur föður míns. Ég minnist þess sem mark- verðra atburða úr æsku minni þegar Jón og Álfheiður Jóhannsdóttir, kona hans, heimsóttu foreldra mína, ásamt syninum Magnúsi Má. Það var alltaf tilhlökkunarefni þótt það væri síður en svo sjaldgæfur við- burður, enda bjuggum við lengi í sama húsi. Sá mikli samgangur breyttist lítið þótt Jón og Alla flyttu síðar annað, en við börnin fórum auðvitað smám saman að taka minni þátt í þeim samverustundum. Jón var einn þeirra sem var alltaf áhugasamur um það sem krakkarnir höfðu fram að færa og hann var gam- ansamur og uppörvandi við okkur. Til dæmis hvatti hann okkur til að tefla skák og lét sig varða hvernig uppáhaldsliðunum okkar gekk í fót- bolta. Í þá daga þótti okkur merkilegt að hann væri lögga, en síðar naut ég góðs af málaraiðn hans, þegar ég var nýbúin að kaupa mína fyrstu íbúð. Hin síðari ár hitti ég þau hjónin stundum hjá foreldrum mínum, Magnúsi Hjálmarssyni og Ragnheiði Þórðardóttur, og fylgdist alltaf vel með fjölskyldu þeirra. Ég vil senda Öllu, Magga og fjöl- skyldu hans samúðarkveðjur við frá- fall Jóns sem ég minnist ætíð af miklum hlýhug. Lára Magnúsardóttir. JÓN HALLDÓR HALLDÓRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.