Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 17 Volkswagen Bora Skráður: Júní 1999 Vél: 1600 cc Ekinn: 73.000 km Litur: Dökkgrár Verð: 1.400.000 kr. Toyota Yaris Luna Skráður: Nóvember 2001 Vél: 1300 cc Ekinn: 20 km Litur: Gylltur Verð: 1.300.000 kr. Toyota Avensis Terra Skráður: Ágúst 1998 Vél: 1800 cc Ekinn: 95.000 km Litur: Grænn Verð: 1.070.000 kr. Volkswagen Golf Skráður: Október 2000 Vél: 1400 cc Ekinn: 10.000 km Litur: Grár Verð: 1.450.000 kr. Það er óþarfi að hafa líka áhyggjur af bílaviðskiptum Við bjóðum áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti. Allir notaðir bílar hjá okkur fara í gegnum strangt skoðunarferli. 14 daga skiptiréttur. Ókeypis skoðun eftir fyrstu þúsund kílómetrana. Allt að eins árs ábyrgð á notuðum bílum. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í síma 570 5070. Traustir fjölskylduvinir Daihatsu Terios Skráður: Apríl 1999 Vél: 1300 cc Ekinn: 26.000 km Litur: Rauður Verð: 990.000 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 17 20 1 0 4/ 20 02 NÝLOKIÐ er borun í Húsafelli í Borgarfirði, þar sem kom upp mikið af heitu vatni. Nýrri tækni með sk. vatnshamri var beitt við þessa borun og er þetta í þriðja sinn sem aðferðin er notuð hér á landi, en áður hefur verið borað í Lundi í Fnjóskadal og á Hjalteyri. Friðfinnur K. Daníelsson, verk- fræðingur hjá fyrirtækinu Alvarr, segir að í fyrsta hluta holunnar, hafi verið borað með lofthamri og síðan skipt yfir í að nota háþrýst vatn til að mynda höggið. Þessi að- ferð kemur í stað hjólakrónu sem eingöngu hefur verið notuð hingað til við dýpri boranir. Með þessari nýju tækni verður borhraði allt að 10 sinnum meiri en áður og segir Friðfinnur þetta vera byltingu. Þegar fram í sækir verði hægt að bora dýpri holur mun ódýrar en áður var, þar sem bæði sparist tími, mannafli og orka. Þetta verkefni er brautryðj- endastarf sem unnið er í samstarfi við fyrirtækið Geovarme í Noregi og er verið að kynna það í fleiri löndum segir Friðfinnur. Tæknin sé reyndar upprunnin í Svíþjóð þar sem þessum hömrum sé að- allega beitt við námuvinnslu í Norður-Svíþjóð. Borað var í landi Ferðaþjónust- unnar í Húsafelli, rétt fyrir ofan gamla bæinn, vestanvert við gilið. Samkvæmt uppýsingum Bergþórs Kristleifssonar hjá Ferðaþjónust- unni Húsafelli koma nú úr holunni 26 sekúndulítrar af 62 °C heitu vatni, en borað var niður á 606 m dýpi. Þarna í gilinu eru fyrir heit- ar lindir sem nýttar voru frá því fyrir miðja síðustu öld til upphit- unar í gamla bænum í Húsafelli. Hingað til hefur Ferðaþjónustan notað heitt vatn úr borholu í Sel- gili sem er nokkru austar, og koma þar upp 21 sekúndulítrar af 76 °C heitu vatni sem notað er við fiskeldi í Húsafelli, og einnig eru 106 hús hituð með hitaveitu. Þessi nýja borhola er gerð til að geta skipulagt framtíðina, að vita hvað við höfum, segir Bergþór. Vatnið kemur til með að nýtast ferðaþjónustunni og dugar fyrir 500 hús. Frá boruninni í Húsafelli. Ný tækni við borun eftir heitu vatni Reykholt ÁBÓTINN ehf. í Tröð í Gnúpverja- hreppi hefur lokið því verki að koma á ljósleiðaratenginu í Gnúp- verjahreppi. Þar með er framsýnum og merkum áfanga náð í að ljósleið- aravæða landsbyggðina í samstarfi við Fjarska ehf., dótturfyrirtæki Landsvirkjunar og Línu.nets. Sam- bandi var komið á 23. febrúar sl. Haustið 2000 réðst Ábótinn ehf. í það verk að tengja saman fjögur hús með ljósleiðara sem var að finna við félagsheimilið Árnes í Gnúpverjahreppi og prestssetrið í Tröð, samtals 900 metra. Sumarið 2002 var síðan ráðist í að leggja ljósleiðara um 2 km leið frá háspennumastri númer 67 í Búr- fellslínu 3 að Gnúpverjaskóla. Samningar voru gerðir við Línu.net þar að lútandi 12. júlí 2002. Fjarski ehf. yfirtók samninginn við Línu.net og nýr samningur var gerður í febr- úar 2002. Með ljósleiðaratengingunni opn- ast nýir möguleikar fyrir íbúa í Gnúpverjahreppi þar sem þeim gefst nú í fyrsta sinn kostur á al- mennri netþjónustu með háhraða- tengingu eins og best þekkist. Ljósleiðaratengingin þúsundfald- ar netsambandið sem sveitafólk hef- ur getað notað og gjörbreytir allri netnotkun. Til boða stendur að nýta sér 50 rása sjónvarp, fjarfundi og fjarkennslu og IP-símaþjónustu. Tækifæri skapast til atvinnu og til tekna með stafrænni tækni og ljós- leiðarinn opnar fyrir þjónustu sem þarf mikla bandvídd. Gnúpverjahreppur er því orðinn ákjósanlegri staður fyrir einstak- linga og fyrirtæki til að koma sér upp vinnuaðstöðu í faðmi sveitar- innar og virkja þar þekkingu sína og hugmyndaflug. Kynning fyrir íbúa uppsveita Ár- nessýslu og íbúa í vestanverðri Rangárvallasýslu verður laugardag- inn 6. apríl í félagsheimilinu Árnesi í Gnúpverjahreppi frá klukkan 14– 17. Þar gefst fólki tækifæri að vafra um Netið á háhraðatengingu og hringja frítt úr IP-síma um víða veröld. Ljósleiðaratengingu kom- ið á í Gnúpverjahreppi Gnúpverjahreppur ÁSTRÍÐUR Grímsdóttir, sýslu- maður í Ólafsfirði, fór á dögunum með krakka í 10. bekk Gagnfræða- skólans í Ólafsfirði í heimsókn í Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri þar sem hlýtt var á mál- flutning í opinberu máli. Tók hann sem og yfirheyrslur um tvo og hálfan tíma. Þá var haldið á lög- reglustöðina þar sem fangaklefar voru skoðaðir og eftir hádegisverð var haldið í Kristnes þar sem end- urhæfingarstöðin var skoðuð. Ástríður hefur í vetur kennt 9. og 10. bekk í GÓ m.a. um afleið- ingar afbrota og var ferðin liður í þeirri kennslu. Síðar er ætlunin að setja upp lítinn leikþátt sem felst í því að einhver verður tekinn fyrir umferðarlagabrot, hann ákærður, málið flutt, sótt og varið og loks dæmt. Ástríður sagði að hugsunin á bak við þetta væri sú að krakk- arnir sæju sjálfir um að ákvarða refsingu fyrir þann brotlega eins og þeim þætti hæfilegt. „Tilgang- urinn með þessu öllu saman er að ef til þess kemur að krakkarnir ætla að leiðist út í einhvers konar brot þá minnist þau þessa og hugsi sig um tvisvar áður en þau taka ákvörðun. Þannig að þetta er liður í forvörnum,“ sagði Ástríður Grímsdóttir sýslumaður. Fylgdust með málflutningi Morgunblaðið/Helgi Jónsson Krakkar í 10. bekk í Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar heimsóttu Héraðsdóm Norðurlands eystra og hlýddu þar á réttarhöld yfir 18 ára dreng vegna ölvunaraksturs, hraðaksturs, vörslu fíkniefna o.fl. Ólafsfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.