Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 56
DAGBÓK 56 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Dettifoss kemur og fer í dag. Mánafoss kemur í dag, Helgafell fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Gemini kom í gær. Wolthousen, Leonid Novospasskiy, Orlik og Ludvik Andersen koma í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 13 vinnu- stofa, myndmennt og bað. Jóga kl. 9. á fimmtudögum. Opið hús í kvöld, húsið opn- að kl. 19.30 félagvist kl. 20. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 op- in smíðastofan. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 10–17 fótaað- gerð, kl. 13 glerlist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga á föstudögum kl. 11. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast í dag á Korp- úlfsstöðum kl. 10 Kaffi- stofan er opin. Allir velkomnir. Upplýsingar veitir Þráinn í s. 545- 4500. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9–13 handa- vinnustofan opin, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Kl. 15 bingó Bingó. Félag eldri borgara Kópavogi. Opið hús verður í Gullsmára 13 laugardaginn 6. apríl kl. 14. Dagskrá upp- lestur, hljóðfæraleikur o.fl. Kaffi og meðlæti. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9.45 boccia, kl. 9 vinnustofa, kl. 13, málun og ker- amik og postulín. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pútt í Bæjarútgerð kl. 10– 11.30, glerskurður kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Á morgun myndlist og brids kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Fimmtud.: Brids kl. 13. Brids fyrir byrjendur kl. 19.30. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði „Í lífsins ólgusjó“ og „Fugl í búri“. Næstu sýningar: Miðvikud. 3. apríl kl. 14, kvöldsýn- ing fimmtud. 4. apríl kl. 20 og föstud. 5. apríl kl. 14. Sýningum fer fækk- andi. Miðapantanir á skrifstofu FEB. Skrif- stofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. S. 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 15.15 dans. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Félagsstarfið Furu- gerði. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, leirmunagerð og glerskurð- arnámskeið, enn eru laus pláss á glerskurð- arnámskeiðið, kl. 9.45 verslunarferð í Aust- urver, kl. 14 kemur Björn Bjarnason í heimsókn ásamt Karli Jónatanssyni, harm- ónikkuleikara. Á morg- un, föstudag, verður bingó kl. 14. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30, kl. 10.30 helgi- stund umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni í Fella- og Hólakirkju, frá hádegi vinustofur og spilasalur opin. Veit- ingar í veitingabúð. Upplýsingar um starfs- semina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9 handavinna, kl. 9.05 og kl. 9.50 leikfimi, kl. 9.30 klippimyndir, kl. 15 rammavefnaður, kl. 13 gler og postulín, kl. 16.20 og kl. 16.20 kínversk leikfimi, kl. 17 myndlist, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. Kl. 14 handverks- markaður og einmán- aðarfagnaður. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13 brids og glerlist, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum, kl. 17 línudans. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 fé- lagsvist. Fótaaðgerð, hársnyrting. Þjónusta félagsþjónustunnar er öllum opin án tillits til aldurs eða búsetu í Reykjavík. Norðurbrún 1. Kl. 9 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leir- munanámskeið. Fé- lagsstarfið er opið öll- um aldurshópum, allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræf- ing. Kl. 10.30 veður helgistund í umsjón séra Hjálmars Jóns- sonar dómkirkjuprests, kór Félagsstarfs aldr- aðra syngur undir stjórn Sigurbjargar Petru Hólmgríms- dóttur. Allir velkomnir. Sigrún Ingvarsdóttir félagsráðgjafi verður með viðtalstíma á föstudögum kl. 14–16. Tímapantanir í af- greiðslu s. 562-7077. Föstud. 5. apríl kl. 15 kemur Björn Bjarnason í heimsókn. Karl Jón- atansson harmonikku- leikari leikur fyrir dansi. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, fatasaum- ur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia, kl. 13 hand- mennt og frjálst spil, kl. 14. leikfimi. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58-60, Biblíulestur kl. 17. Allar konur vel- komnar. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverf- isgötu 105. Kl. 13–16 prjónað fyrir hjálp- arþurfi erlendis. Efni á staðnum. Allir vel- komnir. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. Kvenfélag Bústað- arsóknar. Fundur mánudaginn 8. apríl kl. 20. Spilað bingó. Ný dögun. Opnið hús í safnaðarheimili Há- teigskirkju í kvöld kl. 20. Allir velkomnir. Félag kennara á eft- irlaunum í dag kl. 14. Fundur bókmenntahóps í Kennarahúsinu við Laufásveg, kl. 16. Æf- ing EKKÓ kórsins í tónmenntarstofu Aust- urbæjarskólans. Laug- ard. 6. apríl kl. 13.30. Skemmti og fræðslu- fundur í Húnabúð Skeifunni 11. Dagskrá: 1. Félagsvist. Góð verð- laun. 2. Veislukaffi. 3. Sigurður Kristinsson kennari flytur frásögn. 4. Söngur. Fjölmennið. Í dag er fimmtudagur 4. apríl. 94. dagur ársins 2002. Ambrósíumessa. Orð dagsins: Því hvar sem fjár- sjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera. (Matt. 6, 21.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 sóttkveikju, 4 smánar- blett, 7 bor, 8 ávöxtur, 9 verkur, 11 lengdarein- ing, 13 baun, 14 forstöðu- maður, 15 greinilegur, 17 vítt, 20 kærleikur, 22 skákar, 23 vesaling, 24 gleðskap, 25 kostirnir. LÓÐRÉTT: 1 deila, 2 þáttur, 3 numið, 4 rekald, 5 fornrit, 6 rannsaka, 10 frumeindar, 12 lík, 13 málmur, 15 þak- in sóti, 16 góla, 18 fjand- skapur, 19 álitin, 20 hæð- um, 21 ófús. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gunnfánar, 8 lúnir, 9 endar, 10 tún, 11 terta, 13 gráða, 15 svaðs, 18 áræði, 21 kýs, 22 negla, 23 lúann, 24 fresskött. Lóðrétt: 2 unnur, 3 narta, 4 ágeng, 5 andrá, 6 slít, 7 gróa, 12 tíð, 14 rýr, 15 senn, 16 argur, 17 skass, 18 Áslák, 19 æsast, 20 iðna. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI hvatti til þess ípistli sínum á páskadag að framvegis yrði hafður sá háttur á að bjóða bæði strákum og stelpum í vinnuna með foreldrum sínum einu sinni á ári, í stað þess að nú sé bara þjóðarátak til að kynna stelpum starf og vinnustað for- eldra sinna – sem er þó vissulega þakkar- og lofsvert. Faðir sem á bæði strák og stelpu hafði sam- band við Víkverja og lýsti sig sam- mála þessum sjónarmiðum. Sagðist raunar hafa orðið mjög svekktur yfir því að dætrunum væri boðið sérstaklega á vinnustaði foreldra sinna en sonunum ekki. Faðirinn vitnaði til viðtals, sem birtist hér í blaðinu við talskonu átaksins dæturnar með í vinnuna, en þar sagði: „Dagurinn vekur allt- af upp margar raddir þeirra sem finnst við hlunnfara drengina. Staðreyndirnar segja okkur þó að enn eiga konur undir högg að sækja á vinnumarkaði. Þær eru í miklum minnihluta í stjórnenda- stöðum og eru með mun lægri laun. Að auki eru konur í miklum minnihluta í fyrirtækjarekstri, en með því að kynna dætrum okkar hin ýmsu störf landsins, aukum við líkurnar á því að þær verði þátt- takendur í fyrirtækjum og fyrir- tækjarekstri. Við teljum því mik- ilvægt að þær fái sérstakt tækifæri til að kynnast atvinnulífinu betur.“ Faðirinn sagðist hafa hugsað þegar hann las þetta hvort það væri ekki jafnmikilvægt í þágu jafnréttis kynjanna að strákarnir fylgdu t.d. mæðrum sínum inn á hefðbundna kvennavinnustaði, t.d. heilbrigðisstofnanir og leikskóla, og kynntust umönnunar- og upp- eldisstörfum. Víkverja finnst margt til í því, sem þessi viðmælandi hans hafði að segja. Skiptingin á vinnumark- aðnum í hefðbundnar kvenna- og karlastéttir verður víst ekki upp- rætt nema karlar taki að sér störf, sem konur sinna nánast eingöngu í dag – en virðast sum hver ekki þykja nógu fín til að það eigi að halda þeim að ungu fólki yfirleitt, ef marka má umræður í samfélag- inu. Það dugir hins vegar ekki að konur fari bara að sinna störfum, þar sem karlar eru allsráðandi í dag en kvennastéttirnar verði áfram samar við sig – eða hvað? ÞAÐ er mikið mál fyrir fyrir-tæki, stofnanir og félagasam- tök að velja sér vefslóð sem fólk á auðvelt með að muna og tengir auðveldlega við nafn viðkomandi. Víkverja finnst vefslóðir stundum svo skrýtnar að honum hefði aldrei dottið í hug sjálfum að tengja þær við viðkomandi fyrirtæki eða sam- tök, enda er þrautalendingin hjá honum yfirleitt að nálgast slíka vefi í gegnum leitarvél. Stundum tilheyrir slóðin, sem eðlilegast virðist að tengja við nafnið, ein- hverjum allt öðrum; þannig er isi.is síða Íslenzks skinnaiðnaðar en Íþróttasamband Íslands verður að sætta sig við isisport.is. Samband íslenzkra samvinnufélaga leið víst undir lok áður en Netið hélt inn- reið sína fyrir alvöru, enda er sam- band.is síða Sambands íslenzkra sveitarfélaga og sis.is er ekki til. x x x VÍKVERJA langar að hrósaSundlaugum Reykjavíkur – og raunar fleiri sundlaugum úti um land – fyrir að hafa opið allt páskafríið. Það er frábær skemmt- un fyrir alla fjölskylduna að fara í sund og góð nýting á páskafríinu. Hvítir negrar HVERNIG er þetta, erum við ekki að skríða inn í tutt- ugustu og fyrstu öldina hérna á Íslandi? Í þeim menningarheimum, þeim löndum eða þeim borgum þar sem velmegun borgar- anna er hvað mest, þar eru flestar konur á vinnumark- aðinum. Þá eru fleiri sem halda velferðarkerfinu uppi. Þetta er mjög einfalt að sjá. Síðan má líka bæta við, að þar sem mesta vel- gengnin er, þar eru minnstu afskipti stjórn- valda og lægri skattar. Þegar ég las það að Ólöfu Thorarensen, félagsmála- stjóra á Selfossi til tveggja áratuga, hefði verið sagt upp að lokinni jafnréttis- baráttu, get ég ekki orða bundist. Eru konur á Ís- landi hvítir negrar? Halldóra. Góð þjónusta ÉG keypti tösku í Tösku- og hanskabúðinni á Skóla- vörðustíg. Allt í einu var komið gat á hana og ég fór með hana í verslunina og var mér boðin ný taska og ég fékk að velja hana sjálf- ur. Það er greinilegt að í þeirri verslun er það kúnn- inn sem er í fyrirrúmi. Eins lenti ég í því að skór sem ég keypti í Hagkaup Smára- lind biluðu, sólinn sprakk. Ég fór með skóna og fékk nýja skó í staðinn. Vil ég þakka þessum verslunum fyrir frábæra þjónustu. Geir Gissurarson. Kannast einhver við ljóðið? SIGRÍÐUR hafði samband við Velvakanda og langaði að vita hvort einhver kann- aðist við eftirfarandi ljóð, hver væri höfundurinn og hvort einhver vissi hvar væri hægt að nálgast það á prenti. Við tjarnarbrúna í tunglskini björtu/ við tjarn- arbrúna slógu tvö lítil hjörtu/ tjarnarbrúin sem ástir okkar sá/ brúin sem engu segir frá. Það vantar inn í þessar ljóðlínur. Vin- samlegast hafið samband við Sigríði í síma 557 4581. Sýnishorn úr myndum ekki við hæfi barna ÉG fór með barnabörnin, á aldrinum 2, 5 og 11 ára, að sjá Ísöldina í Smárabíói í Kópavogi. Bíóið er fallegt og þægi- legt en þar sem þetta var barnasýning varð ég undr- andi eða bara hneyksluð á því að fyrir myndina voru sýnd sýnishorn úr myndum sem ég taldi ekki vera barnaefni, bæði með há- vaða og hryllingi. Ég hélt að það væri hægt að sleppa þessum auglýs- ingum á barnasýningu. Virðingarfyllst, Helga Jörgensen. Tapað/fundið Reiðhjól í óskilum SILFURLITAÐ fullorð- inshjól fannst á svæði 104 mánudaginn 1. apríl sl. Upplýsingar í síma 690 9829. Einn sinnar tegundar SVARTUR síður jakki/ kápa með rennilás að fram- an og brúnleitum kraga tapaðist á veitingastaðnum Húsi málarans aðfaranótt laugardagsins 30. mars sl. Á annarri erminni eru þrjár brúnar stjörnur. Þessi jakki/kápa er keypt- ur/keypt erlendis og þekk- ist hvar sem er. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 821 3532, 862 6672 eða 551 4532. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÍSLENDINGAR eru stundum skrýtnir! Þeir fylgjast af miklum móð með gengi enska knatt- spyrnuliðsins Stoke City sem spilar í C deild ensku knattspyrnunnar. Nákvæmlega er greint frá leikmannakaupum og beinar útsendingar eru frá leik liðsins og látið sem um stór- viðburði sé að ræða. Enginn hefur enn bent á nýju föt keisarans. Á sama tíma fær hand- knattleiksliðið Magde- burg heldur litla athygli, en þar er toppþjálfarinn Alfreð Gíslason og einn- ig hinn magnaði Ólafur Stefánsson. Liðið leikur í efstu deild og stendur í stór- ræðum í Evrópukeppn- inni. Ólafur Stefánsson er að mínu mati besti íþróttamaður sem Ís- lendingar hafa átt, en því eiga íþróttamenn enn eftir að átta sig á. Þegar menn fá kosningu sem besti leikmaður í bestu deild heims má e.t.v. segja að þeir séu bestir í heimi. Sama má segja um þjálfara. En – ónei, þjálfari liðs í C deild skal fá alla athygl- ina … já Íslendingar eru skrýtnir! Kveðja, norðanmaður. Toppmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.