Morgunblaðið - 04.04.2002, Síða 56

Morgunblaðið - 04.04.2002, Síða 56
DAGBÓK 56 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Dettifoss kemur og fer í dag. Mánafoss kemur í dag, Helgafell fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Gemini kom í gær. Wolthousen, Leonid Novospasskiy, Orlik og Ludvik Andersen koma í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 13 vinnu- stofa, myndmennt og bað. Jóga kl. 9. á fimmtudögum. Opið hús í kvöld, húsið opn- að kl. 19.30 félagvist kl. 20. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 op- in smíðastofan. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 10–17 fótaað- gerð, kl. 13 glerlist. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga á föstudögum kl. 11. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast í dag á Korp- úlfsstöðum kl. 10 Kaffi- stofan er opin. Allir velkomnir. Upplýsingar veitir Þráinn í s. 545- 4500. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9–13 handa- vinnustofan opin, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- snyrting, kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Kl. 15 bingó Bingó. Félag eldri borgara Kópavogi. Opið hús verður í Gullsmára 13 laugardaginn 6. apríl kl. 14. Dagskrá upp- lestur, hljóðfæraleikur o.fl. Kaffi og meðlæti. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 9.45 boccia, kl. 9 vinnustofa, kl. 13, málun og ker- amik og postulín. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pútt í Bæjarútgerð kl. 10– 11.30, glerskurður kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Á morgun myndlist og brids kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Fimmtud.: Brids kl. 13. Brids fyrir byrjendur kl. 19.30. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði „Í lífsins ólgusjó“ og „Fugl í búri“. Næstu sýningar: Miðvikud. 3. apríl kl. 14, kvöldsýn- ing fimmtud. 4. apríl kl. 20 og föstud. 5. apríl kl. 14. Sýningum fer fækk- andi. Miðapantanir á skrifstofu FEB. Skrif- stofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. S. 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 9–13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 15.15 dans. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Félagsstarfið Furu- gerði. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, leirmunagerð og glerskurð- arnámskeið, enn eru laus pláss á glerskurð- arnámskeiðið, kl. 9.45 verslunarferð í Aust- urver, kl. 14 kemur Björn Bjarnason í heimsókn ásamt Karli Jónatanssyni, harm- ónikkuleikara. Á morg- un, föstudag, verður bingó kl. 14. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30, kl. 10.30 helgi- stund umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni í Fella- og Hólakirkju, frá hádegi vinustofur og spilasalur opin. Veit- ingar í veitingabúð. Upplýsingar um starfs- semina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9 handavinna, kl. 9.05 og kl. 9.50 leikfimi, kl. 9.30 klippimyndir, kl. 15 rammavefnaður, kl. 13 gler og postulín, kl. 16.20 og kl. 16.20 kínversk leikfimi, kl. 17 myndlist, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. Kl. 14 handverks- markaður og einmán- aðarfagnaður. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13 brids og glerlist, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum, kl. 17 línudans. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 fé- lagsvist. Fótaaðgerð, hársnyrting. Þjónusta félagsþjónustunnar er öllum opin án tillits til aldurs eða búsetu í Reykjavík. Norðurbrún 1. Kl. 9 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leir- munanámskeið. Fé- lagsstarfið er opið öll- um aldurshópum, allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræf- ing. Kl. 10.30 veður helgistund í umsjón séra Hjálmars Jóns- sonar dómkirkjuprests, kór Félagsstarfs aldr- aðra syngur undir stjórn Sigurbjargar Petru Hólmgríms- dóttur. Allir velkomnir. Sigrún Ingvarsdóttir félagsráðgjafi verður með viðtalstíma á föstudögum kl. 14–16. Tímapantanir í af- greiðslu s. 562-7077. Föstud. 5. apríl kl. 15 kemur Björn Bjarnason í heimsókn. Karl Jón- atansson harmonikku- leikari leikur fyrir dansi. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, fatasaum- ur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia, kl. 13 hand- mennt og frjálst spil, kl. 14. leikfimi. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58-60, Biblíulestur kl. 17. Allar konur vel- komnar. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverf- isgötu 105. Kl. 13–16 prjónað fyrir hjálp- arþurfi erlendis. Efni á staðnum. Allir vel- komnir. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa saln- um. Kvenfélag Bústað- arsóknar. Fundur mánudaginn 8. apríl kl. 20. Spilað bingó. Ný dögun. Opnið hús í safnaðarheimili Há- teigskirkju í kvöld kl. 20. Allir velkomnir. Félag kennara á eft- irlaunum í dag kl. 14. Fundur bókmenntahóps í Kennarahúsinu við Laufásveg, kl. 16. Æf- ing EKKÓ kórsins í tónmenntarstofu Aust- urbæjarskólans. Laug- ard. 6. apríl kl. 13.30. Skemmti og fræðslu- fundur í Húnabúð Skeifunni 11. Dagskrá: 1. Félagsvist. Góð verð- laun. 2. Veislukaffi. 3. Sigurður Kristinsson kennari flytur frásögn. 4. Söngur. Fjölmennið. Í dag er fimmtudagur 4. apríl. 94. dagur ársins 2002. Ambrósíumessa. Orð dagsins: Því hvar sem fjár- sjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera. (Matt. 6, 21.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 sóttkveikju, 4 smánar- blett, 7 bor, 8 ávöxtur, 9 verkur, 11 lengdarein- ing, 13 baun, 14 forstöðu- maður, 15 greinilegur, 17 vítt, 20 kærleikur, 22 skákar, 23 vesaling, 24 gleðskap, 25 kostirnir. LÓÐRÉTT: 1 deila, 2 þáttur, 3 numið, 4 rekald, 5 fornrit, 6 rannsaka, 10 frumeindar, 12 lík, 13 málmur, 15 þak- in sóti, 16 góla, 18 fjand- skapur, 19 álitin, 20 hæð- um, 21 ófús. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 gunnfánar, 8 lúnir, 9 endar, 10 tún, 11 terta, 13 gráða, 15 svaðs, 18 áræði, 21 kýs, 22 negla, 23 lúann, 24 fresskött. Lóðrétt: 2 unnur, 3 narta, 4 ágeng, 5 andrá, 6 slít, 7 gróa, 12 tíð, 14 rýr, 15 senn, 16 argur, 17 skass, 18 Áslák, 19 æsast, 20 iðna. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI hvatti til þess ípistli sínum á páskadag að framvegis yrði hafður sá háttur á að bjóða bæði strákum og stelpum í vinnuna með foreldrum sínum einu sinni á ári, í stað þess að nú sé bara þjóðarátak til að kynna stelpum starf og vinnustað for- eldra sinna – sem er þó vissulega þakkar- og lofsvert. Faðir sem á bæði strák og stelpu hafði sam- band við Víkverja og lýsti sig sam- mála þessum sjónarmiðum. Sagðist raunar hafa orðið mjög svekktur yfir því að dætrunum væri boðið sérstaklega á vinnustaði foreldra sinna en sonunum ekki. Faðirinn vitnaði til viðtals, sem birtist hér í blaðinu við talskonu átaksins dæturnar með í vinnuna, en þar sagði: „Dagurinn vekur allt- af upp margar raddir þeirra sem finnst við hlunnfara drengina. Staðreyndirnar segja okkur þó að enn eiga konur undir högg að sækja á vinnumarkaði. Þær eru í miklum minnihluta í stjórnenda- stöðum og eru með mun lægri laun. Að auki eru konur í miklum minnihluta í fyrirtækjarekstri, en með því að kynna dætrum okkar hin ýmsu störf landsins, aukum við líkurnar á því að þær verði þátt- takendur í fyrirtækjum og fyrir- tækjarekstri. Við teljum því mik- ilvægt að þær fái sérstakt tækifæri til að kynnast atvinnulífinu betur.“ Faðirinn sagðist hafa hugsað þegar hann las þetta hvort það væri ekki jafnmikilvægt í þágu jafnréttis kynjanna að strákarnir fylgdu t.d. mæðrum sínum inn á hefðbundna kvennavinnustaði, t.d. heilbrigðisstofnanir og leikskóla, og kynntust umönnunar- og upp- eldisstörfum. Víkverja finnst margt til í því, sem þessi viðmælandi hans hafði að segja. Skiptingin á vinnumark- aðnum í hefðbundnar kvenna- og karlastéttir verður víst ekki upp- rætt nema karlar taki að sér störf, sem konur sinna nánast eingöngu í dag – en virðast sum hver ekki þykja nógu fín til að það eigi að halda þeim að ungu fólki yfirleitt, ef marka má umræður í samfélag- inu. Það dugir hins vegar ekki að konur fari bara að sinna störfum, þar sem karlar eru allsráðandi í dag en kvennastéttirnar verði áfram samar við sig – eða hvað? ÞAÐ er mikið mál fyrir fyrir-tæki, stofnanir og félagasam- tök að velja sér vefslóð sem fólk á auðvelt með að muna og tengir auðveldlega við nafn viðkomandi. Víkverja finnst vefslóðir stundum svo skrýtnar að honum hefði aldrei dottið í hug sjálfum að tengja þær við viðkomandi fyrirtæki eða sam- tök, enda er þrautalendingin hjá honum yfirleitt að nálgast slíka vefi í gegnum leitarvél. Stundum tilheyrir slóðin, sem eðlilegast virðist að tengja við nafnið, ein- hverjum allt öðrum; þannig er isi.is síða Íslenzks skinnaiðnaðar en Íþróttasamband Íslands verður að sætta sig við isisport.is. Samband íslenzkra samvinnufélaga leið víst undir lok áður en Netið hélt inn- reið sína fyrir alvöru, enda er sam- band.is síða Sambands íslenzkra sveitarfélaga og sis.is er ekki til. x x x VÍKVERJA langar að hrósaSundlaugum Reykjavíkur – og raunar fleiri sundlaugum úti um land – fyrir að hafa opið allt páskafríið. Það er frábær skemmt- un fyrir alla fjölskylduna að fara í sund og góð nýting á páskafríinu. Hvítir negrar HVERNIG er þetta, erum við ekki að skríða inn í tutt- ugustu og fyrstu öldina hérna á Íslandi? Í þeim menningarheimum, þeim löndum eða þeim borgum þar sem velmegun borgar- anna er hvað mest, þar eru flestar konur á vinnumark- aðinum. Þá eru fleiri sem halda velferðarkerfinu uppi. Þetta er mjög einfalt að sjá. Síðan má líka bæta við, að þar sem mesta vel- gengnin er, þar eru minnstu afskipti stjórn- valda og lægri skattar. Þegar ég las það að Ólöfu Thorarensen, félagsmála- stjóra á Selfossi til tveggja áratuga, hefði verið sagt upp að lokinni jafnréttis- baráttu, get ég ekki orða bundist. Eru konur á Ís- landi hvítir negrar? Halldóra. Góð þjónusta ÉG keypti tösku í Tösku- og hanskabúðinni á Skóla- vörðustíg. Allt í einu var komið gat á hana og ég fór með hana í verslunina og var mér boðin ný taska og ég fékk að velja hana sjálf- ur. Það er greinilegt að í þeirri verslun er það kúnn- inn sem er í fyrirrúmi. Eins lenti ég í því að skór sem ég keypti í Hagkaup Smára- lind biluðu, sólinn sprakk. Ég fór með skóna og fékk nýja skó í staðinn. Vil ég þakka þessum verslunum fyrir frábæra þjónustu. Geir Gissurarson. Kannast einhver við ljóðið? SIGRÍÐUR hafði samband við Velvakanda og langaði að vita hvort einhver kann- aðist við eftirfarandi ljóð, hver væri höfundurinn og hvort einhver vissi hvar væri hægt að nálgast það á prenti. Við tjarnarbrúna í tunglskini björtu/ við tjarn- arbrúna slógu tvö lítil hjörtu/ tjarnarbrúin sem ástir okkar sá/ brúin sem engu segir frá. Það vantar inn í þessar ljóðlínur. Vin- samlegast hafið samband við Sigríði í síma 557 4581. Sýnishorn úr myndum ekki við hæfi barna ÉG fór með barnabörnin, á aldrinum 2, 5 og 11 ára, að sjá Ísöldina í Smárabíói í Kópavogi. Bíóið er fallegt og þægi- legt en þar sem þetta var barnasýning varð ég undr- andi eða bara hneyksluð á því að fyrir myndina voru sýnd sýnishorn úr myndum sem ég taldi ekki vera barnaefni, bæði með há- vaða og hryllingi. Ég hélt að það væri hægt að sleppa þessum auglýs- ingum á barnasýningu. Virðingarfyllst, Helga Jörgensen. Tapað/fundið Reiðhjól í óskilum SILFURLITAÐ fullorð- inshjól fannst á svæði 104 mánudaginn 1. apríl sl. Upplýsingar í síma 690 9829. Einn sinnar tegundar SVARTUR síður jakki/ kápa með rennilás að fram- an og brúnleitum kraga tapaðist á veitingastaðnum Húsi málarans aðfaranótt laugardagsins 30. mars sl. Á annarri erminni eru þrjár brúnar stjörnur. Þessi jakki/kápa er keypt- ur/keypt erlendis og þekk- ist hvar sem er. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 821 3532, 862 6672 eða 551 4532. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÍSLENDINGAR eru stundum skrýtnir! Þeir fylgjast af miklum móð með gengi enska knatt- spyrnuliðsins Stoke City sem spilar í C deild ensku knattspyrnunnar. Nákvæmlega er greint frá leikmannakaupum og beinar útsendingar eru frá leik liðsins og látið sem um stór- viðburði sé að ræða. Enginn hefur enn bent á nýju föt keisarans. Á sama tíma fær hand- knattleiksliðið Magde- burg heldur litla athygli, en þar er toppþjálfarinn Alfreð Gíslason og einn- ig hinn magnaði Ólafur Stefánsson. Liðið leikur í efstu deild og stendur í stór- ræðum í Evrópukeppn- inni. Ólafur Stefánsson er að mínu mati besti íþróttamaður sem Ís- lendingar hafa átt, en því eiga íþróttamenn enn eftir að átta sig á. Þegar menn fá kosningu sem besti leikmaður í bestu deild heims má e.t.v. segja að þeir séu bestir í heimi. Sama má segja um þjálfara. En – ónei, þjálfari liðs í C deild skal fá alla athygl- ina … já Íslendingar eru skrýtnir! Kveðja, norðanmaður. Toppmenn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.