Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 27 F-LISTI frjáls- lyndra og óháðra hef- ur birt stefnuskrá sína og framboðslista fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í vor. Óhætt er að fullyrða að F-listinn sker sig verulega frá stóru framboðunum tveimur vegna skýrra tengsla framboðsins við heil- brigðis- og velferðar- málin og stuðnings við baráttu aldraðra og öryrkja. Fulltrúar ör- yrkja og aldraðra skipa 3. og 4. sæti F- listans en engir fulltrúar þessara hópa skipa efstu sæti D-lista og R-lista. Barátta ör- yrkja fyrir réttlátri og eðlilegri þátttöku í samfélagi okkar er sett í öndvegi í stefnuskrá F-listans og þeir Gísli Helgason í 3. sæti listans og Halldór Rafnar í heiðurssætinu hafa báðir verið formenn Blindra- félagsins og unnið merk störf fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Fulltrúi eldri borgara, Erna V. Ingólfsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur, skipar 4. sæti listans. Auk þessara skýru tengsla listans við baráttu öryrkja og aldraðra er fólk úr heilbrigðis- og umönnunarstéttum áberandi á F-listanum og starfsfólk í þjónustu við fatlaða. Í stefnuskrá F-listans er byrjað á umfjöllun um velferðarmálin, þar sem segir: „Framboð F-listans snýst um fólkið í borginni og vill sérstaklega sinna málefnum sjúkra, aldraðra, öryrkja og barna- fjölskyldna. Tryggja þarf lægri þjónustugjöld og góða þjónustu fyrir þessa hópa. Tryggja þarf aukið framboð á ódýru leiguhús- næði fyrir efnaminna fólk. Tryggja þarf aukið framboð á hentugu hús- næði fyrir aldraða og öryrkja, sem almennt er of dýrt í dag. Alveg sérstaklega þarf þó að stytta bið- lista eftir hjúkrunarrými, en um árabil hefur vantað um 200 rými til að mæta brýnustu þörf.“ F-listinn vill flýta uppbyggingu heilsugæsluþjónustu í borginni og minnir á að R-listinn stóð að því nýlega að svipta íbúa í suðurhluta Grafarvogs heilsugæsluþjónustu í nánd við heimili sín. Brýnt er að flýta opnun heilsugæslustöðvar í Voga- og Heimahverfi, ekki síst þar sem eini starfandi heimilis- læknirinn í hverfinu hættir í sum- ar. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar með Framsóknarflokkinn í heil- brigðisráðuneytinu hefur hindrað að sjálfstæð starfsemi heimilis- lækna fengi að þróast og á sama tíma flæmt lækna á heilsugæslu- stöðvum til annarra starfa. F-list- inn vill önnur og já- kvæðari vinnubrögð til að tryggja borg- arbúum betri aðgang að heilsugæsluþjón- ustu. F-listinn vill gera átak í ferli- og að- gengismálum fatlaðra. Bæta þarf samgöngu- mál fatlaðra og að- gengi þeirra að opin- berum byggingum og menningar- og upp- lýsingarþjónustu borgarinnar. Mikil- vægt er að bæta merkingar á göngu- leiðum og annars staðar þar sem fatlaðir eiga leið um. F-listinn vill styðja við bakið á félagsstarfi aldraðra og öryrkja og öðru því sem rýfur einangrun þeirra og tryggir sem best þátt- töku þeirra í þjóðfélaginu. F-listinn vill flýta uppbyggingu leikskólaþjónustu í borginni, klára einsetningu grunnskólans og að börn fái máltíð í skólanum. Minni ágreiningur virðist milli framboðs- listanna í Reykjavík um skólamál- in en önnur velferðarmál. Augljós- lega mætti þó nýta þá milljarða sem varið er til grunnskólans miklu betur því fermetraverð í skólabyggingum er óeðlilega hátt og með betri nýtingu fjármuna mætti efla skólastarfið og hlúa betur að skólabörnum í Reykjavík. Áhersla F-listans á velferðar- málin kemur ekki aðeins fram í stefnuskrá hans og framboðslista, heldur einnig í eftirfarandi kjör- orðum F-listans „Umhyggja, hreinskilni, réttlæti“. F-listinn og velferðarmálin Ólafur F. Magnússon Reykjavík Kjörorð F-listans, segir Ólafur F. Magnússon, eru umhyggja, hrein- skilni, réttlæti. Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. Hann skipar 1. sæti F-listans í Reykjavík. MENNTUN Hugmynd að skóla 1. Námssamhengið (Learning Con- text). Athyglinni er beint að sér- stökum kostum, vandamálum, tæki- færum, metnaði og væntingum skólans. Hvernig má styrkja vitund- ina um að miða hönnun við stað- bundnar þarfir og sérstöðu skólans? 2. Námssamfélagið (Learning Audi- ence). Hér er fjallað um þá sem skól- inn þjónar með hliðsjón að náms- samhenginu. Fram að þessu hefur skólinn fyrst og fremst verið talinn þjóna nemendum á skólaaldri, en nýr skóli gæti ef til vill þjónað stærri hópi, þ.e. kornabörnum allt til eft- irlaunaþega. 3. Námsvarðan (Learning Signat- ure). Spurt er: Hvað er sérstakt við skólann eða sem á að verða sérstakt við skóla í mótun, og er þá átt er við allt það sem veitir skólastarfinu anda og orku, tiltrú, tryggð og samstöðu. Leiðarljós, framtíðarsýn og æskileg gildi eru tengd saman í grípandi og lifandi kennileiti eða námsvörðu sem hefur djúpa merkingu fyrir alla sem koma að skólastarfinu (getur verið lógó, mynd, setning, orð, saga o.fl.). 4. Námsvæntingarnar (Learing Expectations). Markmið sem stefnt er að eru skráð á lista og einnig það sem áætlað er að komi út úr námi nemenda í skólanum, t.d. eftir 10 ára nám. Um er að ræða markmið sem taka mið af námsvörðunni. Sam- félagið leggur nefnilega fram fjár- magn og nemendur tíma sinn og orku, svo ljóst þarf að vera hvað fæst fyrir þau framlög. 5. Námsferlið (Learing Process). Námsferlið er námskráin, kennslan og námið og mat á árangri. Mótuð er lýsing á námsreynslu nemenda svo uppfylla megi þær væntingar sem settar voru fram í næsta skrefi á undan, en jafnframt með hliðsjón af námssamhenginu, námsvörðunni, námssamfélaginu og námsvænting- unum. Áhrif þessa alls á hönnunina eru skilgreind. 6. Námsskipulagið (Learning Org- anization). Fjallað um skipulag meg- inþátta skólastarfsins til að náms- ferillinn verði árangursríkur og snerta þeir tíma, nemendur, fram- kvæmd námsins, starfslið, nýtingu tækninnar, námsstaði og ákvarð- anatöku í skólanum. 7. Námssamstarfið (Learning Partnerships). Hugað er að sam- starfsaðilum sem skólinn getur unn- ið samstarfsverkefni með svo náms- skipulagið og námsferlið virki sem best og námsvæntingum verði mætt. Samstarfsaðilar nemenda og starfs- manna geta verið fjölskyldur nem- enda, einstök fyrirtæki og stofnanir, félög og samtök. 8. Námsliðið og starfsþróun (Learn- ing Staff and Staff Development). Hér eru tilteknir allir þeir sem hafa áhrif á eða taka þátt í námsreynslu nemenda hvort sem hún er innan eða utan skólans, þ.e. auk nemendanna sjálfra, allir starfsmenn skólans; kennarar, stjórnendur, skrif- stofufólk og stuðningsaðilar – en einnig samstarfsaðilarnir sem koma að námi nemenda og þá einkum for- eldrarnir. 9. Námsumhverfið (Learning Envir- onment). Dregin er upp hugmynd af útbúnaði, tækni sem nýta á og hús- næðinu sjálfu, en einnig skráðir á lista aðrir staðir þar sem námið fer fram, s.s. vinnustaðir í atvinnulífinu, heimilin, bókasafn, aðrir skólar og hverfið. 10. Tæknibúnaður í námsumhverf- inu (Learning Technology). Tæknin og nýting hennar í skóla- starfinu kemur einnig við sögu í þessu ferli. Skipulag á nýtingu tækn- innar tengist mörgu, s.s. stjórnun, námskrá, kennslu, gagnaöflun nem- enda og námi almennt, samskiptum og upplýsingamiðlun. Tölvur, fistölv- ur, margmiðlun, net, fjarkennsla, leitarvefir og sýndarveruleiki flokk- ast undir tæknina. 11. Námsfagnaðir (Learning Cel- ebrations). Fagnaður er til að tengja dæmi um framfarir og sigra og við- urkenningu á þeim við sjálfar náms- væntingarnar. Þeir draga fram alla þættina hér að framan, en einkum námsvæntingar og námsvörður og eru hluti af hefðum og menningu skólans. 12. Námsfjármögnunin (Learning Finance). Útgjöld og tekjur vegna byggingar eru hér til umræðu, en rekstur skólans má ekki vera meiri en annarra skóla. Bruce Jilk hefur nú að mestu lokið ráðgjafarstarfi sínu, en hægt er að nota aðferðafræðina áfram við hönn- un nýrra skóla í Reykjavík. Morgunblaðið/Golli Líkan af Ingunnarskóla. Aðferðafræðin við hönn- unina var þróuð í Banda- ríkjunum. í I l . i i - i í - í j . Allt í grænu! IKEA er opið: Virka daga kl. 10-18.30 Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 12-17 Drekatré 990 kr. ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 17 27 4 04 . 20 02 Býður einhver betur? Stærð: 100 - 120 sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.