Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 37 SAMFYLKINGIN hefur lagt fram tillögu á Alþingi um þjóðgarð norðan og austan Vatnajökuls. Tillagan gerir ráð fyrir að tryggja verndun þess víðernis sem ósnortið verður eftir virkjun við Kárahnjúka. Með slíkri tillögu er gengið stórt skref til sátta í þeirri deilu sem á köflum hef- ur blossað upp um nýt- ingu hálendis Íslands. Fjöldi dæma er um slíka þjóðgarða víða í heiminum þar sem virkjunarlón eru í nándinni og jafnvel innan þeirra. Þjóðgarður íss og elda Við blasir að þjóðgarður íss og elda yrði að einstökum stað fyrir ferðamenn hvaðanæva úr veröldinni. Þar færu saman eldfjöll, jöklar og aðrar náttúruperlur sem gera Ísland að einkar vænlegum kosti ferða- manna um víða veröld. Ef tillaga Samfylkingarinnar nær fram að ganga væri ekki einungis verið að vernda náttúruverðmæti og lífríki á stórum hluta landsins, heldur yrði einnig stuðlað að jákvæðri byggða- stefnu og atvinnumöguleikum tengdum ferðaþjónustu. Mikilvægt er að öll stefnumótun og uppbygging þjóðgarðsins verði unnin í samráði við heimamenn og ferðaþjónustu, en átta sveitarfélög mundu liggja að þjóðgarðinum. Ljóst er að um hundruð starfa yrði að ræða sem tengdust rekstri og þjónustu í kringum þjóðgarðinn. Þjóðgarðurinn yrði án nokkurs vafa gríðarleg vítamínsprauta fyrir at- vinnulífið á svæðinu. Hvort heldur litið er til þjónustu eða annarra tengdra greina. Helstu landsins perlur Svæðið sem þjóð- garðurinn nær yfir samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar næði vestan jökuls sunnan frá Tungna- fellsjökli og Nýjadal norður fyrir Herðu- breiðarfriðland og austur um Lónsöræfi. Innan hans eru því margar af helstu nátt- úruperlum landsins, svo sem Askja, Herðu- breið, Kverkfjöll, Snæ- fell og Vesturöræfi auk Lónsöræfa. Það er mikilvægt að vernda náttúruverðmæti þessi fyrir komandi kynslóðir. Þjóðgarður er langbesta leiðin til að bæði vernda og greiða aðgengi að svæðinu. Tillagan um þjóðgarð norðan og austan Vatnajökuls er gott dæmi um niðurstöðu sem fæst þegar viðfangs- efni er skoðað með opnum huga. Til- lagan sýnir að það er vænlegur kost- ur að vernda og virkja. Virkjun og verndun þurfa ekki að vera andstæð- ur heldur geta fallið vel saman. Þetta er enn eitt dæmið um að sjaldan snú- ast mál um allt eða ekkert. Virkjum og verndum Einar Már Sigurðarson Þjóðgarður Við blasir að þjóðgarður íss og elda, segir Einar Már Sigurðarson, yrði að einstökum stað fyrir ferðamenn hvaðanæva úr veröldinni. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. AFLEIÐINGAR af því að leggja niður Þjóðhagsstofnun eru töluvert meiri en upp- sagnir tuttugu starfs- manna. Þjóðhagsstofnun hefur mikla sérstöðu í efnahagsumhverfinu sem óháð sérfræði- stofnun sem nýtur trausts og álits og tal- in vinna faglega að þeim málum sem henni hafa verið falin. Þá nýtur stofnunin trúnaðar atvinnurek- enda jafnt og verka- lýðshreyfingar. Henni hafa verið fal- in ýmis verkefni af ráðuneytum og þingmönnum sem leitað hafa til sér- fræðinga stofnunarinnar. Þjóðhags- stofnun tryggir því greiðan aðgang þingmanna allra flokka, aðila vinnu- markaðarins og alls almennings að áreiðanlegum upplýsingum um fram- gang efnahagsmála og er þessi starf- semi tryggð í lögum um stofnunina. Verði stofnunin lögð niður verður ekki til sjálfstæð stofnun sem fjallar um efnahagsmál. Samkvæmt frum- varpi því sem lagt hefur verið fram í ríkisstjórn verður gerð efnahagsspáa færð til fjármálaráðuneytis og gæti því ekki talist óháð. Það er sjálfsögð krafa að gerð sé óháð efnahagsspá sem aðhald við spár hagstjórnaraðila eins og fjármálaráðuneytis. Átelja verður vinnubrögð forsæt- isráðuneytis, en í þeirri vinnu sem fram hefur farið hafa aðrir mögu- leikar til endurskipu- lagningar en sá að leggja niður Þjóðhagsstofnun ekki fengist ræddir. Starfsmenn hafa lagt áherslu á að skoða þurfi alla valmöguleika áður en ákvörðun er tekin og hafa lýst sig reiðubúna til samstarfs. Ekki hafa verið lögð fram nein rök fyrir því að lokun Þjóðhagsstofnunar leiði til hagræðingar. Þvert á móti er flest sem bendir til þess að þessi leið verði kostnaðarsöm fyrir ríkisvaldið í heild. Í frumvarpinu felst að færa eigi starf- semi stofnunarinnar til annarra stofnana og ráðuneyta. Það sem sparast á fjárlagalið Þjóðhagsstofn- unar mun því koma fram sem kostn- aðarauki hjá öðrum stofnunum og ráðuneytum. Rekstur stofnunarinn- ar hefur verið mjög hagkvæmur fram til þessa og því ljóst að truflun á þeirri starfsemi og flutningur til ann- arra stofnana er kostnaðarsamur. Frumvarpið felur í sér miklar breytingar á störfum allra starfs- manna Þjóðhagsstofnunar. Í grein- argerð frumvarpsins er þó einungis rætt um gerð þjóðhagsreikninga og efnahagsspáa, en á Þjóðhagsstofnun eru nú unnin alls kyns verkefni sem hvergi er minnst á og óljóst hvar verði vistuð ef stofnunin verður lögð niður. Af fjölmörgu er að taka, en sem dæmi má nefna úttektir um ýmis mál, eins og áhrifum EES, loftslags- samninga og stóriðju og verkefni tengd sjávarútvegi og almanna- tryggingum. Ljóst er að með ákvörðun um að leggja Þjóðhagsstofnun niður er verr af stað farið en heima setið. Því til stuðnings þarf einungis að benda á vandræðagang stjórnvalda, en í heilt ár hefur það vafist fyrir forsætis- ráðuneytinu. Hvers vegna Þjóðhags- stofnun? Katrín Ólafsdóttir Höfundur er hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun og formaður Starfsmannafélagsins. Þjóðhagsstofnun Þjóðhagsstofnun hefur mikla sérstöðu, segir Katrín Ólafsdóttir, í efnahagsumhverfinu sem óháð sérfræði- stofnun. A›alfundur Fjárfestingarfélagsins Straums hf. ver›ur haldinn flri›judaginn 9. apríl kl. 16.30 í fundarsal A á Hótel Sögu. Dagskrá fundarins, tillögur og ársreikningur félagsins ver›a hluthöfum til s‡nis á skrifstofu félagsins, Borgartúni 30, 7. hæ›, 7 dögum fyrir a›alfundinn. Óski hluthafi eftir a› fá ákve›i› mál teki› til me›fer›ar á fundinum skal hann senda bei›ni fless efnis til stjórnar eigi sí›ar en sjö dögum fyrir a›alfund. Fundargögn og atkvæ›ase›lar ver›a afhentir á fundarsta›. Stjórn Fjárfestingarfélagsins Straums hf. Dagskrá 1. Venjuleg a›alfundarstörf skv. 14. gr. samflykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samflykktum félagsins: a) Tillaga um breytingu á 2. gr. félagsins um heimilisfang félagsins. b) Tillaga um heimild stjórnar til hækkunar á hlutafé félagsins um allt a› 1.500.000.000 kr. me› áskrift n‡rra hluta. Vi› samflykkt tillögunar myndi falla úr gildi ón‡tt heimild um allt a› 500.000.000 kr. aukningu. c) Tillaga um breytingar á 5., 6., 7. og 10. (9.) gr. vegna rafrænnar skráningar á hlutabréfum félagsins. d) Tillaga um breytingu á 24. gr. um endursko›un reikninga félagsins flannig a› kosinn ver›i einn löggiltur endursko›andi e›a endursko›unarfélag til a› endursko›a flá. 3. Tillaga um heimild stjórnar félagsins til kaupa á eigin bréfum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 4. Önnur mál. A›alfundur Fjárfestingarfélagsins Straums hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.