Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 1
77. TBL. 90. ÁRG. FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 4. APRÍL 2002
aelska hermenn í bænum. Á annan
tug manna hefur fallið í átökum síðan
ísraelski herinn hélt inn í Betlehem á
þriðjudagsmorgun. Yfirmaður pal-
estínsku heimastjórnarinnar í Betle-
hem sagði að Ísraelar hefðu synjað
um leyfi fyrir því, að farið yrði með
mat og lyf inn í kirkjuna, þar sem um
200 manns – þ. á m. prestar, nunnur
og óbreyttir palestínskir borgarar –
hefðust við.
Uppiskroppa með kúlur
Palestínskur lögreglumaður vísaði
til föðurhúsanna fullyrðingum Ísr-
aela um að skotið hefði verið á her-
menn úr kirkjunni. „Strákarnir eru
flestir orðnir uppiskroppa með
byssukúlur og í öðru lagi erum við al-
gerlega umkringd,“ sagði lögreglu-
maðurinn. Talsmaður ísraelska hers-
ins sagði að Ísraelar myndu ekki
ÍSRAELSKI herinn greindi frá því í
gær að hann sæti um palestínska
vígamenn í Fæðingarkirkjunni í
Betlehem, sem reist var á þeim stað
þar sem talið er að Kristur hafi fæðst.
Yfirmaður rómversk-kaþólsku kirkj-
unnar í Jerúsalem sagði að Palest-
ínumennirnir hefðu leitað skjóls í
kirkjunni, lagt niður vopn sín og
skyldu njóta friðhelgi. Ísraelar sögðu
aftur á móti að Palestínumennirnir
hefðu skotið á ísraelsku hermennina
sem hafa tekið sér stöðu við kirkjuna.
Verið væri að reyna að semja um
uppgjöf.
„Kirkjan er griðastaður fyrir alla,
jafnvel vígamenn,“ sagði Michel
Sabbah, sem fór fyrir hópi 200 klerka
er var meinað að fara inn í Betlehem.
Vígamennirnir ruddu sér leið inn í
kirkjuna sl. þriðjudag eftir að hafa
barist klukkustundum saman við ísr-
beita valdi til að ná vígamönnunum út
úr kirkjunni, en þeim yrði heldur
ekki leyft að fara frjálsum ferða
sinna.
Ísraelar héldu í gær áfram víðtæk-
um aðgerðum sínum á heimastjórn-
arsvæðum Palestínumanna. Fóru
Ísraelar með skriðdreka inn í Nablus,
stærstu borgina á Vesturbakkanum,
og bæina Salfit og Jenin, en þeir
höfðu þegar lagt undir sig Ramallah,
Tulkarem, Beit Jala og fleiri bæi. Í
gærkvöldi voru aðeins tveir bæir á
Vesturbakkanum, Hebron og Jeríkó,
enn undir stjórn Palestínumanna.
Yasser Arafat, forseti heima-
stjórnar Palestínumanna, er enn í
herkví á skrifstofum sínum í Ramall-
ah. Ísraelar segjast vilja einangra
Arafat og uppræta þau hryðjuverka-
öfl sem séu samtvinnuð heimastjórn-
inni er hann veiti forsæti. Palestínu-
menn segja aftur á móti, að Ariel
Sharon, forsætisráðherra Ísraels,
vilji steypa Arafat eða ráða hann af
dögum og uppræta heimastjórnina.
Ísraelski herinn birti á þriðjudag-
inn skjal, þýtt á ensku, sem hann
sagði að hefði fundist í skrifstofum
Arafats og sýndi fram á bein tengsl á
milli heimastjórnarinnar og Al-Aqsa-
hryðjuverkasamtakanna, er lýst hafa
yfir ábyrgð á nokkrum sprengjutil-
ræðanna í Ísrael og á Vesturbakk-
anum undanfarið. Svo virtist sem
skjalið væri beiðni frá samtökunum
til fjármálaráðgjafa Arafats þar sem
farið var fram á peninga. Segði í
skjalinu, að hver sjálfsmorðs-
sprengjuárás kostaði um 15 þúsund
krónur og væri farið fram á fjármagn
fyrir níu tilræðum vikulega.
AP
Ísraelskir hermenn fara um götur miðbæjarins í Betlehem í gær. Hópur erlendra fréttamanna og ferðamanna var fluttur frá bænum í gærkvöldi.
Ísraelar leggja undir sig Betlehem og fleiri bæi á Vesturbakkanum
Setið um vígamenn
á fæðingarstað Krists
Betlehem. AFP, AP.
Ákvörðun Sharons/20
NORÐUR-Kóreumenn sögðust í
gær ætla að hefja viðræður að nýju
við Bandaríkjastjórn en vöruðu við
því að ekkert yrði
af viðræðunum ef
hún endurtæki
„róg“ um Norð-
ur-Kóreu.
Talsmaður
norður-kóreska
utanríkisráðu-
neytisins sagði að
bandarískir emb-
ættismenn hefðu
lagt til á fundi
með fulltrúum Norður-Kóreu hjá
Sameinuðu þjóðunum nýlega að rík-
in hæfu viðræður að nýju. Stjórnin í
Pyongyang hefði samþykkt tillög-
una eftir að hafa íhugað hana vand-
lega.
„Á fundinum útskýrðu fulltrúar
Norður-Kóreustjórnar þá afstöðu
hennar að ef tilhæfulaus rógur um
Norður-Kóreu yrði endurtekinn
myndi hún líta á tillögu Bandaríkja-
stjórnar sem blekkingu,“ sagði tals-
maðurinn.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti sagði í stefnuræðu sinni í jan-
úar að Norður-Kórea og tvö önnur
ríki, Íran og Írak, mynduðu „öxul
hins illa“ og væru að reyna að koma
sér upp gereyðingarvopnum.
Ræðir við Kim Jong Il
Sendimaður Suður-Kóreustjórn-
ar, Lom Dong-won, hóf þriggja
daga viðræður við ráðamenn í
Pyongyang í gær og hvatti þá til að
ganga til samninga við Bandaríkja-
stjórn. Búist er við að hann ræði við
Kim Jong Il, leiðtoga norður-kór-
esku kommúnistastjórnarinnar.
Lom kvaðst ætla að flytja norður-
kóresku ráðamönnunum skilaboð
frá Bandaríkjastjórn, meðal annars
tillögu um samningaviðræður.
Bandaríkjastjórn telur að Norð-
ur-Kóreumenn eigi nóg plúton í
eina eða tvær kjarnorkusprengjur
og hafi þegar framleitt sýkla- og
efnavopn. Norður-Kóreumenn eru
einnig sagðir vera að þróa lang-
drægar eldflaugar sem hægt væri
að nota til árása á Alaska, Hawaii
og hluta meginlands Bandaríkj-
anna.
Norður-Kórea
Vilja við-
ræður við
Banda-
ríkjamenn
Seoul. AP.
Kim Jong Il
ÍSRAELSKIR hermenn og líbanskir
skæruliðar í Hezbollah-samtökunum
skiptust á skotum í gær, annan dag-
inn í röð, á umdeildu landamæra-
svæði í Suður-Líbanon, og var mikil
spenna á svæðinu. Bæði Ísraelar og
Hezbollah-liðar hótuðu hefndum.
Líbanskir öryggismálafulltrúar
sögðu að enginn hefði fallið í átökun-
um, er urðu skömmu fyrir dagrenn-
ingu í gær. Hezbollah-liðarnir, sem
voru Líbanon-megin landamæranna,
skutu sprengikúlum á ísraelsku her-
mennina, er voru á hinu umdeilda
svæði Chebaa og svöruðu í sömu
mynt.
Timur Goksel, talsmaður friðar-
gæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Suð-
ur-Líbanon, sagði átökin hafa verið
„mjög afmörkuð og takmörkuð“, en
harðnandi rimmur undanfarna viku
þykja hafa aukið líkur á átökum Ísr-
aela og araba utan heimastjórnar-
svæða Palestínumanna. Á þriðjudag-
inn skutu ísraelskar herþotur
eldflaugum á meintar stöðvar Hezb-
ollah-liða eftir að skæruliðar skutu
sprengikúlum og eldflaugum á stöðv-
ar Ísraela á Chebaa. Ariel Sharon,
forsætisráðherra Ísraels, hefur varað
Hezbollah-samtökin og Sýrlendinga,
sem Ísraelar segja að stjórni skæru-
liðunum, við því, að þeir gætu orðið
fyrir hefndaraðgerðum Ísraela.
Skipst á skotum í Líbanon
Beirút. AP.FYRRVERANDI efnahagsráð-
herra Argentínu, Domingo Cav-
allo, var handtekinn í gær eftir yf-
irheyrslu hjá dómara er rann-
sakar ólöglega vopnaflutninga til
Króatíu og Ekvador á síðasta ára-
tug. Cavallo var þá efnahagsmála-
ráðherra í ríkisstjórn Carlos Men-
ems forseta.
Cavallo sat í stjórn Menems
1991–1996 og var talinn hafa átt
hvað stærstan þátt í því að efna-
hagur Argentínu náði sér á strik.
Hann var aftur gerður að efna-
hagsráðherra í
fyrra í stjórn
Fernandos de la
Ruas, en báðir
sögðu af sér í
desember í
efnahagskreppu
sem hefur síðan
leitt til gengis-
falls argent-
ínska gjaldmiðilsins, pesóans,
gjaldfellingar erlendra skulda rík-
isins og víðtækra óeirða í landinu
er kostað hafa fjölda mannslífa.
Cavallo handtekinn
Cavallo
Buenos Aires. AP.