Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ E inhvers staðar hef ég heyrt að það sé leyndur draumur allra karlmanna að geysast um á eigin jeppa. Ég get svo sem vel trúað þessu miðað við það endalausa jeppatal sem maður hefur orðið vitni að í samræðum manna á milli: „Rosalegt tröll sem hann Nonni er búinn að fá sér maður, fjórtán sí- lendra sjálfskiptur með tvöfaldri hásingu að framan og aftan og meira að segja interkúler...“ Ég verð að viðurkenna að ég skil sjaldnast mjög mikið í þessu græjutali kallanna og reyndar rennir mig í grun að þeir geri það ekki alltaf sjálfir held- ur. Stelpur nenna nefnilega ekki að setja sig inn í innviði sálarlausra maskína, heldur dugir þeim ágætlega að vélarnar virki. En það þarf hins vegar ekki að þýða að stelpur geti ekki verið með jeppadellu – síður en svo! Ég er til dæmis ein af þeim sem eru með ólæknandi jeppaþrá og stefni ótrauð með manninum mín- um að því að eignast einn slíkan í náinni framtíð. Blessunarlega er- um við meira að segja nokkuð sam- mála um hvaða eiginleika bíllinn þarf að bera til að teljast við- unandi. Bóndinn vill t.d. endilega að bíllinn sé með driflæsingar – ég vil endilega að það sé hiti í sætum. Maðurinn minn getur alveg hugs- að sér túrbínu – mér þætti gott að hafa hátalara að framan og aftan. Bæði viljum við hann beinskiptan og dráttarkrókur er auðvitað al- gjör nauðsyn. Bæði viljum við hann breyttan en það eina sem okkur greinir á um er hversu mik- ið. Og þar stendur hnífurinn í kúnni! Einhverra hluta vegna hefur karlinn nefnilega fengið þá flugu í höfuðið varðandi bílinn að því stærra sem sé undir honum – því betra. Ítrekað reyni ég að leiðrétta þennan misskilning og bendi vina- lega á að tommurnar séu ekki aðal- málið því að margur sé knár þótt hann sé smár. En hvað sem ég segi þá hefur það engin áhrif á afstöðu húsbóndans sem dregur mig til að skoða hvert jeppatröllið á fætur öðru og lítur ekki við neinu undir 38 tommum. Með glígju í augunum fjasar hann um fegurð jökla og nýjan lífsstíl fjölskyldunnar sem á að felast í vetrarferðum á heiðum uppi. Á meðan renni ég löngunar- augum til hógværari útgáfa á 33 tommum og hef satt best að segja hverfandi skilning á ágæti þess að festa sig í jökulsprungu í 20 stiga gaddi og hríðarbyl um hávetur, jafnvel þótt ég væri með hita í sæt- um. Ég er allt of mikil kuldaskræfa til þess að geta fundist það freist- andi. Nei, draumur minn snýst um hálendisferðir að sumri til, að aka yfir ár og vötn og mjaka sér eftir nánast ófærum fjallaslóðum. Drösla með sér tjaldi og slá upp búðum á vel völdum stöðum, grilla, skella sér í sund eða bara heita læki, pissa úti í rjóðri og skála í kakói með örlitlu styrkjandi út í. Fara í hressandi göngur, nú eða rífa niður híbýlin í fáti svo þau fjúki ekki ofan af manni eða rigni niður. Og aka um í jeppanum. Jeppanum sínum. Svona hefur draumasumarfríið mitt alltaf verið, allt frá því að gamli græni jeppinn hans pabba gaf upp öndina eftir áralanga þjón- ustu við fjölskylduna. Þetta var eldgamall Willys Overland, árgerð ’59 og hafði einhverju sinni verið í eigu forseta lýðveldisins. Á hverju sumri tróð fjölskyldan sér inn í þetta stórkostlega farartæki og hélt á fjöll með heimagerðan tjald- vagn í eftirdragi. Á þessum tíma var ekkert allt of mikil nákvæmni í gangi varðandi það hvort farþegar væru einum, tveimur eða þremur of margir heldur stöfluðum við krakkarnir okkur einfaldlega í aftursætið. Það allra besta var að liggja á hillunni fyrir ofan skottið, horfa út um aft- urgluggann og jafnvel sofna við notalegan rugginginn af malarveg- unum. Ég gleymi því aldrei þegar ég vaknaði einu sinni á þessari hillu og horfið rakleitt upp í þann tignarlegasta foss sem ég hafði nokkru sinni augum litið og tók andköf af hrifningu. Þá hafði pabbi bakkað upp að Skógafossi með mig steinsofandi aftur í og ég vaknaði ekki fyrr en á leiðarenda. Ég gleymi heldur aldrei þegar við vorum á leiðinni upp Kambana og eins og venjulega var ekkert annað að gera en að setja í lága drifið því bíllinn var afskaplega gamall og lúinn. Á meðan við lús- uðumst upp snarbratta brekkuna ruku aðrir bílar fram úr okkur, systur minni til sárrar skapraunar. Hún var illa haldin af unglinga- veikinni á þessum tíma og skamm- aðist sín svo hryllilega fyrir seina- ganginn að á endanum lagðist hún flöt í gólfið aftur í og breiddi yfir sig teppi svo það væri öruggt að enginn í flottu bílunum sæi hana. Mömmu og pabba fannst þetta óskaplega fyndið og flissuðu óspart að stóru systur. Sjálf var ég á milli tveggja elda því af og til heyrðist undan teppinu „Þetta er ekkert fyndið!“ Og örvænting þess sem talaði var ósvikin. Þær eru ófáar, góðu minning- arnar úr gamla Overlandinum og frá því að ég man eftir mér hef ég verið staðráðin í því að eignast slík- an farkost. Hins vegar hefur sam- félagið ekki alveg skilning á þess- ari löngun. „Þú veist að þetta er mjööög léleg fjárfesting,“ er gjarn- an viðkvæðið, eins og ég væri nógu vitlaus til að telja sjálfri mér trú um að ég væri að græða með því að kaupa svona bíl. „Það væri ódýrara fyrir þig að leigja jeppa í mánuð á sumri en að reka þinn eiginn.“ Allt er þetta gott og blessað en mér og minni jeppasýki segi ég til varnar að menn megi ekki gleyma ánægjueiningunum. Þeirri ánægju sem er fólgin í því að aka um á eig- in fjallabíl, hvort heldur er á fjöll- um að sumri eða innanbæjar að vetri. Og hana er vel þess virði að borga fyrir. Minn eiginn fjallabíll „Rosalegt tröll sem hann Nonni er búinn að fá sér maður, fjórtán sílindra, sjálfskiptur með tvöfaldri hásingu að framan og aftan og meira að segja interkúler...“ VIÐHORF Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is UNDANFARNA daga hafa fjölmiðlar landsins keppst um að koma upp um hvert hneykslismálið á fæt- ur öðru og hafa þau öll verið tengd ein- hverjum, sem eru inn- anbúðar hjá Sjálf- stæðisflokknum. En svo bar við að upp kom mál, sem varðar sameiningu almenn- ingssamgangna á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrir atbeina eins borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins fékkst upplýst með semingi að unnið hefði verið að ýmsum málum fyrir SVR, sem síðar leiddu til stofnunar Strætó BS. Þar var leitað til lög- manns eins, góðvinar borgarstjór- ans, sem virtist mjög ráðgefandi og fékk borgað samkvæmt því. Alls munu hafa runnið til hans á undan förnum árum um 19 milljónir króna. Með því fjármagni, sem runnið hefur til slíkrar einkavina- væðingar R-listans í stíl Sjálfstæð- isflokksins, hefði mátt vinna þó nokkrar úrbætur í ferlimálum fatl- aðra. Skýrslu fyrir um 2 milljónir króna mun þessi ágæti lögfræð- ingur hafa samið. Hvað skyldi standa í svona dýrri skýrslu? Skyldi hún vera svo vel rituð að hún sé birtingarhæf? Þessi lögmað- ur var gerður að stjórnarformanni og í leiðinni að framkvæmdastjóra tímabundið hjá Strætó B.S. Náði hann fram mjög góðum launasamn- ingi fyrir sjálfan sig, en þessum samningi virðist hafa verið haldið leyndum fyrir stjórn Strætó B.S. enda um ofurkjör að ræða. En hann lækkaði svo til muna í laun- um eftir að hafa gerst einungis stjórnarformaður á ný. Umræddur stjórnarformaður er reyndar með sérþekk- ingu í lögum, en hvergi hefur komið fram að hann hafi neina menntun á sviði samgöngumála. Þegar ég las um þetta, hnykkti mér illa við. Ég hélt satt að segja að R-listafólk væri yfir það hafið að hygla sínum, en svo virðist því miður ekki raunin. Það er dapur- legt til þess að hugsa hvernig völd og nær ótakmarkaður að- gangur að fjármagni getur leitt fólk út á ýmsar villigötur, sem reynist torratað út úr. Í tíð R- listans hefur margt gott gerst í samgöngu- og ferlimálum fatlaðra. Minna má á að á fyrra kjörtímabili R-listans var komið á ferðaþjón- ustu fyrir blinda og sjónskerta í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Þessi ferðaþjónusta skiptir sköpum og gerir þeim, sem eiga erfitt um vik að ferðast vegna sjóndepru, mun auðveldara en áður. Svo er starfrækt Ferðaþjónusta fatlaðra, en hana nýta sér nær eingöngu þeir, sem eru í hjólastólum. En þegar Strætó B.S. varð til gleymd- ust fatlaðir. Satt að segja virtist augljóst að við sameiningu almenn- ingssamgangna yrði ferðaþjónusta fatlaðra og Ferðaþjónusta blindra með í dæminu, en það virðist á ábyrgð hvers og eins sveitarfélags að taka ákvörðun í því máli. Segja má að sú ferðaþjónusta, sem er rekin sem Ferðaþjónusta fatlaðra, sé orðin dálítið á eftir tím- anum. Þeir, sem þurfa að nota hana, verða að panta ferð til og frá komustað með sólarhrings fyrir- vara. Slíkt er óviðunandi. F-listinn hefur sett ferlimál fatlaðra, þ. á m. samgöngumál í forgang. F-listinn vill stuðla að réttlátri og góðri ferðaþjónustu fötluðum í hag og krefst þess að þeir eigi sama rétt á almenningssamgöngum og ófatlað- ir. Öðru vísi er ekki hægt að tala fullum fetum um sameiningu al- menningssamgangna fyrr en þetta mál er komið í höfn. Vonandi þarf ekki rándýra skýrslu til þess að sanna þetta mál, heldur skal bent á hvernig þessum málum er háttað t.d. í Noregi og í Svíþjóð. Þá var það mikil afturför þegar dregið var úr tíðni ferða með Strætó á höf- uðborgarsvæðinu. Með tíðum ferð- um og þéttu almenningssamgöng- uneti ætti að vera hægt að laða fólk að Strætó og minnka þá gegndarlausu einkabílanotkun, sem viðgengst hér í borginni. Bættar almenningssamgöngur eru allra hagur. En einn lærdóm getum við dregið af spillingaráráttu Sjálf- stæðisflokksins t.d. í Landssíma- málinu og Reykjavíkurlistans í Strætómálinu. Þessi tvö vald- þreyttu bandalög þarfnast aðhalds frá þriðja aflinu í borgarstjórn. F- listinn mun veita það aðhald. Strætóspilling og ferilmál fatlaðra Gísli Helgason Skýrsla Hvað skyldi standa í svona dýrri skýrslu? spyr Gísli Helgason. Skyldi hún vera svo vel rituð að hún sé birtingarhæf? Höfundur er tónlistarmaður og formaður Blindrafélagsins. Hann skipar 3. sæti á F-lista frjálslyndra og óháðra. HEIMURINN verð- ur sífellt minni og nú er svo komið að þegar ung- ir Íslendingar koma út á vinnumarkaðinn líta þeir ekki einungis á Ís- land sem sinn atvinnu- markað heldur allan heiminn. Reykjavík er í síharðnandi samkeppni um þetta fólk og þurfa borgaryfirvöld því að skapa þannig skilyrði í borginni að hér séu góð tækifæri til nýsköpun- ar- og rannsóknar- starfs, viðskipti og menningarlíf blómstri og síðast en ekki síst að leikskólamálum borgarinnar sé þann- ig háttað að báðir foreldrar geti feng- ið að njóta sín í atvinnulífinu eða námi. Þekkingarþorp Það hefur lengi verið talað um nán- ari samvinnu háskóla og atvinnulífs- ins. Aukin samvinna mun virkja afar dýrmæta auðlind sem þýðir að fleiri og öflugri sprotafyrirtæki munu líta dagsins ljós og ný áhugaverð störf verða til í íslensku þjóðfélagi. Íslend- ingar eru vel menntuð þjóð og eigum við því marga fræðimenn og sérfræð- inga á hinum ýmsu sviðum. Að gefa þessu fólki tækifæri til að hittast og vinna saman og hitta kollega sína er- lendis er einnig vís leið til þess að ný- sköpun fái blómstrað og dafnað. Til að þetta megi verða að veru- leika verður Reykjavíkurborg að styrkja það metnaðarfulla starf, sem Háskóli Íslands hafði frumkvæðið að, um að reisa þekkingarþorp í Vatnsmýrinni. Hug- myndin gengur út á það að bjóða fyrirtækjum á hinum ýmsu sviðum að leigja fyrirtækjahús- næði í nágrenni Há- skóla Íslands. Auk þess fengi háskólinn einhver hús til beinna afnota. Ég tel þessa hugmynd vera ómetanlega fyrir Reykjavíkurborg og eiga borgaryfirvöld því að styðja við bakið á henni svo að hún geti orðið að veruleika. Einnig er sú stefna Sjálfstæðisflokks- ins að byggja hér alþjóðlega ráð- stefnuhöll mikilvægur þáttur í að skapa öflugt vísindasamfélag í Reykjavík. Örugg dagvistunarúrræði En það er ekki nóg að skapa frjóan jarðveg fyrir sprotafyrirtæki og ný- sköpun. Reykvíkingar verða einnig að geta verið öruggir um börnin sín á daginn. Til að báðir foreldrar geti fengið að njóta sín verða þeir að fá leikskólapláss fyrir börnin sín. Í dag eru um 2.300 börn í Reykjavík á bið- lista eftir leikskólaplássi og er það tæpur fjórðungur allra barna sem óska eftir leikskólaplássi. Þetta ástand bitnar því miður fyrst og fremst á ungum konum sem vilja hasla sér völl í atvinnulífinu eða stunda nám. Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda í vor munum við tryggja þann sjálfsagða rétt foreldra að fá leikskólapláss fyrir börnin sín frá 18 mánaða aldri. Það munum við gera með því m.a. að auka fjárframlög til einkarekinna leikskóla og bjóða upp á 5 ára bekk fyrir þá sem það kjósa. Frá og með næstu áramótum munu foreldrar eiga rétt á 9 mánaða fæð- ingarorlofi fyrir börn sín. Frá 9 til 18 mánaða aldurs barns mun Sjálfstæð- isflokkurinn bjóða upp á aðra dagvist- unarmöguleika með því að styðja bet- ur við önnur úrræði eins og t.d. dagmæður. Að útrýma biðlistum eftir leik- skólaplássum er mikilvægasta fjöl- skyldu- og jafnréttismálið sem Reykjavíkurborg stendur frammi fyrir í dag og aðgerða er þörf ekki seinna en strax. Borg tækifæranna fyrir báða foreldra Margrét Einarsdóttir Reykjavík Að útrýma biðlistum eftir leikskólaplássum, segir Margrét Einarsdóttir, er mikilvægasta fjölskyldu- og jafnréttismálið. Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.