Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 43 Kæri vinur, United vann og Shu- macher vann í formúlunni, svona byrjuðu oft samtöl okkar vinanna, því mikill var áhuginn en enginn eins og þú, harðasti Man. Utd maður sem við höfum kynnst og eigum sennilega eftir að kynnast. Síðustu dagar hafa verið okkur öllum erfiðir og oft á tíð- um næstum óbærilegir. Það er ein- hvernveginn óraunverulegt að hugsa til þess að þú verðir ekki með okkur í vinnunni, þegar við förum að fá okk- ur að borða í hádeginu, þegar við kíkjum í einn öl á Verinu, næsta af- mæli, útilegu eða utanlandsferð. Við kynntumst fyrst þegar þú byrjaðir í Álftamýrarskóla 10 ára og upp frá því höfum við félagarnir verið bestu vinir. Ef eitthvað var að gerast þá vorum við alltaf saman og nutum allir hver annars, hvar sem við vorum þá varst þú alltaf með allt á hreinu, hvað átti að taka með, ekki gleyma neinu, ef maður gleymdi einhverju þá var næstum því alltaf hægt að ganga að því vísu hjá þér, þannig hugsaðir þú, best að taka eitt sett í viðbót ef einhver skyldi gleyma. Þú stóðst með okkur þegar eitt- hvað á bjátaði, ræddum kvennamál- in, vonir okkar og drauma. Þú gerðir það líka þegar eitthvað bjátaði á hjá þér, þá vissir þú alveg hvert þú gast leitað, stundum vildum við að þú hefðir gert það oftar, við hefðum hjálpað hver öðrum eftir allra fremsta megni. Þegar fréttirnar bárust um að þú værir dáinn, kæri vinur, var eins og sprengju var varpað í fangið á okkur, enginn gat nokkurn tíma átt von á þessu, okkur var öllum lokið, en þú veist hvernig við vinirnir stöndum saman og erum við búnir að vera rifja upp marga skemmtilega og stundum alveg ótrúlega hluti sem við brölluð- um saman. Þú losnaðir ekki svo auð- veldlega við okkur vitleysingana, eins og þú kallaðir okkur svo oft. Nei var ekki til í okkar orðaforða okkar, við einfaldlega komum og sóttum þig ef þú varst ekki ákveðinn í að koma og oftast tókst það því þú varst einn af okkur. Ákveðinn, nákvæmur í vinnu og við hvað sem er, snyrtilegur með afbrigðum, umhyggjusamur bæði um vini en þá sérstaklega litlu systkinin þín, að það var öllum aðdá- unarvert, við eigum sennilega ekki eftir að komast með tærnar þar sem þú hafðir hælana sem stóri bróðir. Kappsfyllri mann og þrjóskari er erfitt að finna, sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, þá var það gert af stakri prýði, þolinmæði og af vand- virkni. Það verður erfitt fyrir mig að vinna án þín, við vógum hvor annan svo oft upp, við unnum alltaf saman en þú hafðir oftast lokafrágang á þinni könnu allt varð að vera eins og þú vildir hafa það, næstum fullkomið. Það er kannski þess vegna sem okk- ur kom svona vel saman í vinnunni, hvor hafði auga með hinum þó kannski þú hafir haft meira auga með mér, kannski ekki vanþörf á eins og þú sagðir oft „ekki veit ég hvernig þú færir að án mín“ og þetta eru orð að INGIBERGUR FRIÐRIK KRISTINSSON ✝ Ingibergur Frið-rik Kristinsson fæddist 1. janúar 1977. Hann lést 24. mars síðastliðinn. For- eldrar hans eru Sóley Margrét Ármanns- dóttir, f. 3.6. 1957, og Kristinn Ingibergs- son, f. 30.7. 1956. Sam- býlismaður Sóleyjar er Hafsteinn Tómas- son, f. 1960, og þau eiga tvö börn, Fjólu Karenu, f. 14.3. 1988, og Tómas Ármann, f. 30.6. 1994. Sambýlis- kona Kristins er Helga Guðmunds- dóttir, f. 1962, hún á fjögur börn. Ingibergur starfaði lengst af hjá Hansen verktökum. Útför Ingibergs fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. sönnu, vinur, ég veit ekki hvernig ég og við vinirnir förum að án þín, það er stórt skarð höggvið í okkar vina- hóp sem aldrei verður fyllt, þegar við hugs- um til þess að þurfa vera án þín í framtíð- inni, að sjá ekki stíf- bónaðan bílinn þinn á planinu hjá okkur, þig í vinnugallanum, í Man.Utd.-treyjunni, með öl í hönd og horfa á góðan leik þá er það döpur hugsun og vilj- um helst ekki hugsa til þess, heldur vonum við að þú sért með okkur á annan hátt. Þetta er það erfiðasta sem við fé- lagarnir höfum nokkurn tíma gert, að þurfa kveðja þig á þennan hátt, að skrifa ótímabæra minningargrein er eitthvað sem maður vill helst ekki gera, hvað þá um besta vin okkar. Vonandi líður þér betur þar sem þú ert núna og bíðir eftir að við látum sjá okkur þar, eins og sagt er „þeir deyja ungir sem guðirnir vilja von- andi er tilgangur með þessu öllu sam- an, að þú hafir einhverju mikilvæg- ara hlutverki að gegna þar sem þú ert núna. Um leið og við kveðjum þig með þessum orðum okkar, vottum við for- eldrum þínum og systkinum Sóley, Hafsteini, Fjólu Karen og Tómasi, Kidda og Helgu, megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum, þið eigið allan okkar hug og hjarta. Ingi, vertu sæll kæri vinur, við skálum fyrir þér, skál Vigfús Þór, Þorsteinn Ingi og Geir G. Orð fá ekki lýst hversu erfitt var að heyra þær hörmulegu fréttir að hann Ingi hefði fallið frá. Stórt skarð hefur verið hoggið í vinahópinn sem ekki verður fyllt og í raun erfitt að sætta sig við. Við höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja Inga í tæpa tvo áratugi og á þeim tíma kynnst þeim herramanni sem hann hafði að geyma. Hann var án efa mesta snyrtimenni vinahópsins og gestris- inn með eindæmum, skapgóður og prúður. Ingi var undrabarn í íþrótt- um og virtist sem allar boltaíþróttir væru honum auðveldari en okkur hinum. Þessir hæfileikar hans birtust vel er hann lék með yngri flokkum Fram í handbolta og fótbolta og var hann ávallt einn af markahæstu mönnum liðsins. Þessi íþróttaáhugi óx með árunum og ljóst er að hér var á ferð einn af mestu spámönnum ensku knattspyrnunnar og þá sér- staklega Man. Utd. Kæri vinur, við kveðjum þig með trega. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Vinafundir framtíðarinnar verða fátæklegri án Inga, hans hárbeitta skopskyns og hans ólýsanlega glotts. Við þökkum þér fyrir þann tíma sem þú gafst okkur vinur og vonum að þú hvílir í friði. Við vottum öllum ástvin- um dýpstu samúð okkar. Guðmundur Ingvi, Magðalena, Haraldur Már, Guðný Arna, Gunnar Örn, Þórhildur. Ingibergur eða Ingi var einn af mörg hundruð nemendum sem ég hef kennt á yfir tuttugu árum. Ég var umsjónarkennari Inga í þrjú ár og þó svo að langt sé síðan hann útskrif- aðist héðan úr Álftamýrarskóla hef ég fylgst með honum og bekkjar- félögum hans. Ingi var fámáll og dul- ur unglingur. Hann ræddi ekki op- inskátt um sig eða sitt. Daglega fór lítið fyrir honum en á þessum árum var margt brallað og margar minn- ingar sem vinir hans og félagar frá þessum árum minnast með gleði. Ár- gangurinn hans Inga var sérstakur, þau náðu einstaklega vel saman og héldu hópinn. Einn af ótal kostum kennslu er að fá að fylgjast með óþroskuðum unglingum á mótþróa- skeiði breytast í fullorðið fólk. Ég met það mikils að fá að fylgjast með gömlum nemendum sem á stundum var nauðsynlegt að siða og hafa vak- andi auga með. Enn þann dag í dag er árgangurinn hans Inga sterkur vinahópur og gaman að sjá að Ingi hafði safnað saman ljósmyndum allt frá unglingsárum inn á tölvudisk. Þar má sjá myndir frá skólaárunum, skemmtiferðum þeirra félaga og börnum bekkjarfélaganna. Fyrir nokkrum árum var mér boð- ið út að borða með bekknum. Yfir borðum ræddum við Ingi saman og hann sagði mér að allt gengi vel, hann ánægður og honum farnaðist vel í vinnu. Öll verkleg vinna lá sér- staklega vel fyrir honum en Ingi vann í mörg ár í múrverki. Ingi var mjög vel á sig kominn líkamlega og íþróttamaður af Guðs náð. Hann var áhugamaður um fótbolta og furðu- legt að hann skyldi hætta í Fram í fótbolta á unglingsárum. Það var aðdáunarvert að sjá hve snyrtilega Ingi gekk um allt sitt dót, all í röð og reglu, hver hlutur á sínum stað, vinir hans þekktu líka vel þessa hlið á hon- um. Það er sorglegt til þess að vita að við fáum ekki að njóta lengur sam- vistar við hann og að ungur maður í blóma lífsins sé kvaddur burt svo snögglega. Fréttin um sviplegt frá- fall Inga kom eins og reiðarslag yfir okkur kennara og starfsfólk Álfta- mýrarskóla. Mörg okkar unnu við skólann þegar Ingi var þar nemandi og önnur tengjast fyrst og fremst systkinum hans, þeim Fjólu og Tóm- asi, sem nú stunda nám í skólanum. Það getur enginn búið sig undir áfall sem þetta. Því skiptir það fjölskyldu Inga mjög miklu máli að finna þann stuðning sem gamlir skólafélagar hans og fjölskyldur þeirra sýna. Ég vil fyrir hönd starfsfólks Álftamýr- arskóla senda Fjólu, Tómasi og fjöl- skyldunni allri samúðarkveðjur með von um að trúin á Guð verði þeim stoð í sorginni og hjálpi þeim að horfa fram á veginn með minninguna um góðan dreng í hjarta. Að endingu vil ég láta fylgja hér ljóð sem heitir „Þú skalt vera stjarna mín Drottinn“, en það er eftir Ragnhildi Ófeigsdóttur. Þú skalt vera stjarna mín Drottinn yfir dimm höf yfir djúpa dali og eyðimerkur ég geng í geisla þínum og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga þar sem ég geng upp fagnandi skrefum Blessuð sé minning Ingibergs F. Kristinssonar. Fanný Gunnarsdóttir, aðstoðar- skólastjóri Álftarmýrarskóla.            #     7 712? 7 @  ! ;=  A"       &%      !  5 %      & %  & 7 "! *!!" 1 7 "!!" 9 & &51 )! ##   *7 "!!" , ! & ##  ) *7 "! ##  8 *  B!!" $!7 "!!" %* !# ! ##  5" 5((5+ ✝ Ingunn Sigur-björg Guðmunds- dóttir, síðast til heim- ilis á Kópavogsbraut 1A, á Álfhólsvegi 52, fæddist á Bjargarstíg 14 í Reykjavík 8. sept- ember 1906. Hún lést á Landspítala í Foss- vogi 26. mars síðast- liðinn. Ingunn var dóttir hjónanna Guð- mundar Guðmunds- sonar, trésmiðs, f. 25.8. 1859 á Roðhóli í Skagafirði, og Sigur- laugar Þórðardóttur, f. 31.10. 1873, d. 10.3. 1957. Sig- urlaug var seinni kona Guðmund- ar. Fyrri kona hans var Sigríður S. Guðmundsdóttir, f. 5.3. 1861, d. 3.9. 1897, og eignuðust þau fimm syni, Guðmund Ragnar trésmið, f. 22.12. 1887, Gunnlaug skósmið, f. 28.8. 1890, Sigurð dömuklæð- skera, f. 31.8. 1893, Magnús bak- ara, f. 16.5. 1895, og Sófus skó- smið, f. 25.8.1897. Börn Guðmundar og Sigurlaugar voru níu, þrjú létust ung. Hin eru Þórð- ur búfræðingur, f. 14.8. 1902, d. 18.12. 1965; Sigríður Steinunn, f. 16.1. 1904, d.16.1. 1923; Guðrún Sæunn, f. 23.6. 1905; Ingunn Sig- urbjörg, sem hér er kvödd; Stein- dór matsveinn, f. 8.11. 1907, látinn; Fríður, f. 1.1. 1912. Ingunn giftist 4.10. 1930 Guð- jóni E. Long prent- ara, f. 21.2. 1905, frá Seyðisfirði, nú vist- maður á Hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð, áður til heimilis á Álfhólsvegi 52 frá 1952–1997. Börn þeirra eru 1) Jónína, f. 11.6. 1932, maki Benny Jensen, kjöt- iðnaðarmaður, f. 16.11. 1927, búsett á Akureyri, eiga þau þrjú börn, Albert, Erik, og Rigmor, fyr- ir átti Jónína son, Guðjón Inga Sverrisson. 2) Sigurð- ur Richard rafvertaki og kaup- maður, f. 16.6. 1933, maki Sigríður Andrésdóttir, f. 3.10. 1933, d 28.1. 1998, börn þeirra eru, Áslaug, Andrés, látinn, Rikharð og Sigur- jón. Sambýliskona Sigurðar er Rebekka Kristjánsdóttir, f. 14.6. 1932. 3) Georg, f. 3.3. 1947, prent- ari, maki Hrafnhildur Helgadóttir, f. 8.2. 1947, börn þeirra eru Birgir Már og Helgi Valur. Einnig ólu þau upp dótturson, Guðjón Inga Sverrisson prentara, f. 14.10. 1953, d. 4.9. 2000, maki Guðbjörg Hauksdóttir, f. 5.6. 1956, börn þeirra eru Ófeigur og Ingunn Anna. Jarðsungið verður frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Elsku amma, ekki grunaði mig þegar ég sat hjá þér tveimur dögum áður en þú veiktist alvarlega að þetta væri kveðjustundin. Ég hélt alltaf að þú yrðir 100 ára. Þú hafðir alla burði til þess, varst svo dugleg og eldklár. Maður kom aldrei að tómum kofunum hjá þér, sama hvort það voru endurminningar frá æsku þinni, heimsmálin eða fjölskyldan, þú fylgdist með öllu og vissir alltaf hvað allir voru að gera. Þrátt fyrir að þú hefðir upplifað tímana tvenna hafðirðu góðan skilning á nútíman- um. Amma og afi eru búin að búa í Kópavoginum í um 50 ár, lengst af á Álfhólsvegi 52. Þar byggðu þau sér hús sem þau fluttu inn í árið 1952. Það var ekki fyrr en árið 1997 að þau flytja á Kópavogsbraut 1A. Síðustu tvö árin hefur afi dvalið í Sunnuhlíð. Eftir það bjó amma ein þrátt fyrir háan aldur og sjóndepurð. Hún var svo dugleg að bjarga sér, að helst mátti ekki aðstoða hana því hún vildi gera það sjálf sem hún gat. Amma fékk að dvelja í Sunnuhlíð í þrjár vikur síðastliðið sumar. Það var svo yndislegt að heimsækja hana þangað því þar var hún svo ánægð, fannst starfsfólkið svo yndislegt og þar fannst henni allt ilma af hrein- læti. Það var von ömmu að nú um áramótin þegar nýja álman var tekin í notkun að hún fengi pláss þar og gæti eytt síðustu æviárunum með afa. En þegar sú von brást þá hrein- lega gafst hún upp. Árið 1942 byggðu amma og afi sér sumarbústað í landi prentara í Mið- dal í Laugardal og voru þau ein af frumbyggjunum þar. Þar dvaldi amma í fyrstu heilu sumrin ásamt börnum sínum en afi kom um helgar eftir vinnu á laugardögum. Undi hún sér mjög vel þar. Hún hafði svo gam- an af gróðurrækt, var með sannkall- aða græna fingur og ekki síður nutu þrestirnir hennar góða atlætis. Þar dvaldi ég oft hjá þeim og á mínar bestu sveitaminningar þaðan. Þang- að fóru þau síðan flestar helgar þar til afi var orðinn níræður og hætti að geta keyrt austur. Amma var mjög hreinleg og ná- kvæm. Minnist ég hennar í morg- unsloppnum alltaf að þrífa og var eldhúsgólfið alveg heilagt, alltaf stíf- bónað og ekki fór hún út úr húsi að morgni fyrr en allt var orðið skín- andi hreint. Hún sagði reyndar við mig nýlega hvað þetta hefði verið mikið rugl í sér. Amma var sannkölluð „lady“, klæddist helst ljósum fötum og gekk nær alltaf á háhæluðum skóm og var það sama hvert hún var að fara, skreppa út í búð eða í veislu. Alltaf var hún svo vel tilhöfð. Elsku amma, þú hefur verið lán- söm í gegnum lífið. Það er sérstakt að vera 95 ára og eiga eiginmann á lífi en auðvitað þegar fólk er búið að lifa þetta lengi hefur það þurft að horfa á eftir mörgum. Það var þér sérstaklega erfitt að horfa á eftir mömmu og svo Guðjóni Inga, upp- eldissyni þínum, í blóma lífsins fara á undan þér. Ég veit að þú hefur fengið góðar móttökur. Hvíl þú í friði. Áslaug. INGUNN SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.