Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Ég leitaði blárra blóma að binda þér dálítinn sveig. En fölleitt kom haustið og frostið kalt á fegurstu blöðin hneig. (Tómas Guðmundsson.) Þetta var alltaf uppáhalds lagið þitt amma mín og ég man það svo greinilega að ég get hreinlega heyrt þig syngja þetta heima í eldhúsinu í Stóru-Mörk. Þegar ég var lítil sat ég stundum undir eldhúsborðinu og þóttist vera að spila undir á orgel, meðan þú söngst og röddin þín fyllti öll skilningarvit. Þú varst manneskja sem settir mark þitt á alla þá sem þú áttir samskipti við. Mér finnst það kannski lýsa þér best að allt þetta fólk, skylt og óskylt, sem var kannski í sveit hjá þér jafnvel ekki nema brot úr sumri, það kom alltaf aftur. Allir komu aftur til að hitta þig, allir sem kynntust þér áttu hluta í þér og hurfu einhvernveginn ekki frá þér aftur, sama hversu langur tími leið milli heimsókna. Það var nú líka einstakt hvernig þú gast munað nákvæmlega eftir hverjum og einum, allt frá afmæl- isdegi til ættarsögu. Elsku amma mín, auðvitað er mér búið að vera það ljóst lengi að ég fengi sennilega ekki að vera hjá þér þegar þú færir og að í hvert sinn sem ég kvaddi þig síðustu mánuðina bjóst ég eins við því að vera að kveðja þig í síðasta skipti. Við erum nú einu sinni ekki byggð til að end- ast svona lengi. Alveg frá því ég man fyrst eftir mér varst þú fastur punktur í til- veru minni. Góða, mjúka en samt sterka amman sem snerist í kring um fólk í eldhúsinu, alltaf á þönum en áttir samt alltaf nægan tíma fyr- ir litla stelpu og hennar vandamál og skeinur, syngja fyrir hana á kvöldin og segja henni sögur. Það var mikið að gera á stóru heimili með mörgum börnum. Þess vegna var óskaplega gott að geta gengið að því vísu að hafa alltaf aðgang að einhverjum til að kyssa á meiddið og hugga. Ef mamma var upptekin þá var amma við og öfugt. Ég hef oft þakkað fyrir þá vernduðu og ást- ÓLAFÍA GUÐLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR ✝ Ólafía GuðlaugGuðjónsdóttir fæddist í Stóru-Mörk 28. september 1902 og lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi 11. mars síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Stóra-Dalskirkju 16. mars. ríku tilveru sem ég fékk að upplifa sem barn og var ekki síst henni ömmu að þakka. Á stóru heimili er oft þröngt en hver og einn þarf að finna sér sitt heimasvæði. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fann mitt svæði en það var í rúminu hennar ömmu. Það var heldur farið að þrengja að okkur nöfn- unum í sama rúmi um það bil sem ég yfirgaf það, enda var ég þá farin að nálgast unglingsaldurinn. Ég get enn lokað augunum og fund- ið hvernig það var að liggja við hlið- ina á þér og lesa með þér á kvöldin áður en við snerum okkur á hliðina, slökktum á lampanum og sofnuðum saman. Þú varst svo einstök að lunderni amma mín. Ég hef oft hugsað um það hversu heimurinn væri nú betri staður en hann er ef það fyndust nú fleiri eins og þú. Ég get alltaf séð fyrir mér atburð sem lýsir þér vel. Það var strákur í sveit hjá okkur sem var að skoða sparibollana þína og þú varst búin að biðja hann að láta þá kjura því þér þótti vænt um bollana. Þið afi höfðuð fengið þá í brúðargjöf frá vinafólki. Þá varð honum á að missa bolla í gólfið og brjóta hann. Honum brá auðvitað og leit hræddur á þig. Þú labbaðir þegjandi að horninu þar sem kúst- urinn stóð og réttir honum hann. „Ertu ekki reið?“ spurði hann skelkaður. „Það brýtur enginn svonalagað að gamni sínu,“ sagðir þú, „það geta alltaf orðið slys.“ Hann sópaði síðan brotunum saman og eftir þetta var atvikið aldrei nefnt. Svona varst þú, alltaf tilbúin að fyrirgefa. Elsku amma, þú varst alltaf svo mikill klettur, þegar eitthvað bját- aði á þá varst þú svo sterk. Þú þurftir að reyna margt á langri ævi. Þú misstir marga sem voru þér kærir en vissan um að þú ættir eftir að hitta þá aftur og trúin á að lífið eftir þetta líf væri betra en það sem við lifum við hérna, hélt þér gang- andi og gaf þér styrk sem þú síðan útdeildir til annarra. Það var sama hvað var, þú áttir alltaf þessa lífs- gleði sem gerði þig svo sérstaka og eftirminnilega öllum sem kynntust þér. Ef ég ætti ósk sjálfri mér til handa þá væri hún sú að mér hefði tekist að læra af samneytinu við þig að umvefja aðra með kærleika eins og þú ætíð gerðir. Alltaf var allt fullt af lífi og gleði í kring um þig. Stundum fannst manni að orðið gamansemi hefði hreinlega verið smíðað í kring um þig. Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín svo mikið. Nú ert þú ekki til að grínast við Jóa eða kalla börn- in mín gullmolana þína, en þó verð- ur þú alltaf með okkur og í okkur því þú ert öllum sem þér kynntust ógleymanleg. Mig langar til að enda þetta með því að þakka þér fyrir þennan tíma sem við áttum saman og allt það sem þú kenndir mér og er mér svo mikils virði. Guðlaug Úlfarsdóttir. Elsku amma. Ég vil kveðja þig með örfáum orðum. Ég er viss um að þér líður betur núna, og ég veit að þú varst tilbúin að fara. Það er samt svo erfitt að kveðja, en ég og við öll systkinin höfum svo oft talað um hvað við vorum heppin að fá að alast upp með þig heima. Þú varst svo stór hluti í okkar lífi og uppeldi, og við elskum þig alltaf fyrir það. Það koma upp svo margar minn- ingar, um þig, alltaf með bros á fal- lega andlitinu þínu, þegar þú sást okkur. Allir, sem kynntust þér á lífsleiðinni þinni löngu, hrifust af þér, eins og börnin mín tvö. Þó ung séu, þá hændust þau að þér og föðmuðu þig og kysstu í hvert sinn, sem þau hittu þig. Það er erfitt að ímynda sér lífið án þín og að geta ekki lengur komið við á elliheimilinu hjá þér, eins og við gerðum alltaf, þegar við fórum heim í sveitina. En þetta er nú gangur lífsins, eins og þú hefðir sagt. Ég sakna þín, elsku amma, en ég á svo óendanlega góðar minningar um þig og þær verða alltaf hjá mér. Þín Elín Rós. Elsku besta amma Lauga. Nú ert þú búin að kveðja okkur hér í þessu lífi eftir langa ævi. Það, að hafa fengið að þekkja þig svo lengi og alast upp með þig á heimilinu, eru ein þau mestu forréttindi sem ég get hugsað mér. Þú varst eins og önnur mamma okkar systkinanna. Þú tókst virkan þátt í uppeldinu á okkur, sem var örugglega ekki allt- af auðvelt. En það er ótrúlega margt, sem þú kenndir okkur, sem á alltaf eftir að fylgja okkur og leiða okkur í gegnum lífið. Minningarnar sem við eigum saman eru óteljandi og ómetanlegur fjársjóður sem ég mun ávallt varð- veita. Þegar ég man fyrst eftir mér, þá svaf ég alltaf inni í baðstofu uppi í rúmi hjá þér. Þá báðum við saman bænirnar og sungum Ó, Jesú bróðir besti. Þegar ég fékk mitt eigið rúm, sem var sett inn í baðstofu hjá ömmu, annað kom ekki til greina, var það ósjaldan sem maður skreið uppí til þín og kúrði þar. Hvergi var eins gott að sofa og hjá ömmu Laugu. Þegar maður vaknaði var alltaf tilbúinn hafragrautur í eldhúsinu til að gæða sér á því alltaf varst þú á fullu í eldhúsinu þínu. Ég á aldrei eftir að gleyma kleinunum, flatkök- unum, pönnukökunum og vöfflunum hennar ömmu. Þær bestu sem nokkur maður hafði smakkað. Ég held að þú hafir haft töfra- hendur, því uppskriftirnar voru bara hnefi af þessu, smá af hinu, tveir hnúar af þessu, slatti o.s.frv. En alltaf voru þær eins unaðslegar á bragðið. Nú fer mig bara að langa í mjólk og kleinur! Þú vissir alltaf hver var uppáhaldsmaturinn manns og það voru til dæmis alltaf höfð hrogn í matinn öðru hvoru fyrir hann Svan þinn. Við krakkarnir á bæjunum áttum alltaf bú, og þá varð alltaf að hafa til kaffi og kökur, þegar amma Lauga kom í heimsókn. Enda varst þú aðal skaffarinn þegar okkur vantaði bús- áhöld í búið. Alls konar dallar af öll- um stærðum og gerðum. Þú hugsaðir alltaf vel um aum- ingja dýrin og oft var maður sendur út í hænsnakofa til að gefa púdd- unum og tína eggin þeirra. Og ekki gleymdir þú fuglunum á veturna sem fengu ekkert að borða. Meira að segja krummi fékk sinn mat og alltaf á sama stað. Ég hugsa að þú hafir verið eini vinur krummanna. Þú varst alltaf til staðar og hvatt- ir mig t.d. til að spila á harmonikk- una. Það var frábært að spila fyrir þig, því þú hafðir svo gaman af að hlusta og oft skammaðir þú mig fyr- ir að loka hurðinni þegar ég æfði mig, því þá heyrðir þú ekki nógu vel í mér. Þú varst vön að syngja mikið og hefðir getað orðið fræg söngkona í útlöndum ef örlögin hefðu ekki grip- ið í taumana. Þegar þú fréttir að ég væri farinn að læra söng, þá sagðir þú, voða montin: ,,Ég hugsa nú bara að þú hafir erft þetta frá mér.“ Og það held ég að sé sko alveg rétt. Þú varst alltaf svo trygg og trú öllum og þó að eitthvað bjátaði á, þá brást þú engum. Þú tókst enga af- stöðu, heldur þótti þér alltaf svo vænt um alla í kring um þig, eins og öllum þótti vænt um þig, og það var líka ómetanlegt. Þú kenndir okkur líka svo margt um hvernig allt hafði verið í gamla daga, og það eru líka ómetanlegar sögur. Það sem ég á mest eftir að sakna er þó góða skapið þitt, hláturinn, sem augljóslega lengir lífið og það sem þú kenndir mér, að geta alltaf gert grín að sjálfum sér. Og svona varst þú fram á síðasta dag, alltaf að gera að gamni þínu. Þegar þú varst farin að heiman og komin á dvalarheimilið að Kirkju- hvoli og síðan á Lund, kom ég oft í heimsókn og þótt að ástand þitt hafi ekki alltaf verið gott, gast þú alltaf gert að gamni þínu og það var ósjaldan að þú sagðir: ,,Ég er nú að gera að gamni mínu. Maður þarf nú alltaf að gera að gamni sínu öðru hverju.“ Síðan kom prakkarasvip- urinn upp. Þetta er mikill sannleik- ur og á eftir að sitja eftir í okkur öllum. Þú sagðir oft við mig þegar ég kom til þín í heimsókn, að við vær- um nú alltaf góðir vinir. Þú ert besti vinur sem ég hef átt! Það er svo margt, sem ég hef erft frá þér og mikið er ég þakklátur fyrir það. Þú spurðir alltaf um hann Kolla þinn, og ég er viss um að hann biður að heilsa þér, því þið voruð hinir mestu mátar. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín og maður fór alltaf endurnærður út aftur. Það var nóg að sitja bara hjá þér og halda í höndina á þér, þá leið manni svo vel. Ég held, að þér verði best lýst með laginu, sem þú hélst svo mikið upp á, ,,Fyrr var oft í koti kátt“. Textinn lýsir þér í smáatriðum. Svona gæti ég haldið áfram að skrifa um það sem við áttum saman, nóg til að fylla heila bók, en það bíð- ur betri tíma. Elsku amma mín, þótt þú hafir yfirgefið þetta líf, þá munt þú ávallt lifa í hjörtum okkar og í minning- unni og það er bókað mál, að mín börn fá að heyra margar góðar sög- ur af henni ömmu Laugu. Núna ert þú komin á betri stað þar sem þér líður vel og ert komin í faðm þeirra sem kvöddu þig fyrir svo mörgum árum og ég efast ekki um að það það hafi orðið miklir fagnaðarfundir! Kvöldið áður en þú kvaddir samdi ég litla vísu um þig, sem ég ætla að láta fylgja með, því ég veit hvað þú hafðir gaman af vís- um: Margar hefur mætar séð, minningar þitt auga. Allra besta ert með geð, elsku amma Lauga. Elsku amma mín, ég kveð þig nú í bili, en ég efast ekki um að við eig- um eftir að hittast aftur og gera að gamni okkar saman. Góða nótt amma mín og Guð geymi þig. Þinn ömmustrákur og besti vinur; Svanur (Svansi). Langri og giftusamri lífsgöngu Laugu er lokið. Ég hef verið heppin að verða samferða henni og hennar fólki um alllangt skeið. Ein fyrsta minning mín úr bernsku er þegar ég ung að árum var að stelast í Hábæinn og þóttist hólpin ef ég komst óséð fyrir suðvesturhornið á bænum. Þessar heimsóknir stóðu linnulaust yfir áratugum saman, ýmist til að leita ráða, fá spádóm úr bolla eða bara til að hlæja með Laugu, stundum oft á dag. Ekki man ég þó eftir öðru en mér hafi ætíð verið tekið með ljúfu viðmóti eins og langt að komnum aufúsu- gesti. Eldhúsið hennar Laugu hafði alveg sérstakt aðdráttarafl, ketillinn suðaði á funheitri olíuvélinni og það var hlýtt og gott að setjast í gamla stólinn hans Billa, sem stóð þétt upp við hana. Þar var margur kaffi- bollinn drukkinn, honum hvolft, í hann spáð og að lokum var góður spádómur drukkinn úr, svo hann mætti rætast. Allt tók þetta sinn tíma og á meðan kúrði ég í stólnum hans Billa og Lauga sýslaði við eld- hússtörfin, sem hún vann fumlaust og að því er virtist áreynslulítið meðan á spjalli okkar stóð og fyrr en varði stóð hár stafli af flatkökum eða pönnukökum á eldhúsborðinu. Lauga hafði sérstakt lag á börn- um og unglingum, skildi barnssálina og setti sig vel inn í líf óþolinmóðra unglinga, tók málstað þeirra ef með þurfti og sýndi þeim traust og nær- gætni, var reyndar alltaf dálítið á undan sinni samtíð. Seinna þegar börn mín og barnabörn uxu úr grasi beindist sama umhyggjan að þeim og mér áður fyrr. Lauga naut sín vel í margmenni og hafði unun af gestakomum enda höfðingi heim að sækja. Man ég hana í afmælisboði sínu fyrir nokkrum árum, þar sem hún gekk um stofur í rauðrósóttum silkikjól, sló á létta strengi og spjallaði við hvern og einn um áhugamál viðkomandi eins og sendi- herra á erlendri grund. Fram til hins síðasta hafði hún áhuga á mál- efnum lands og þjóðar og reyndar alls heimsins, fylgdist vel með og hafði uppi ákveðnar skoðanir á flestu því sem fjallað var um í fjöl- miðlunum. Stopular frístundir í sinni búskapartíð notaði hún til lestrar og átti oft á tíðum bækur, sem óvíða voru til á sveitaheimilum á þeim tíma. Snemma síðastliðið haust hitti ég Laugu seinast og þá áttum við saman notalega stund austur á Lundi. Var hún furðu ern og glöð þegar við rifjuðum upp gamla tíma frá Mörk, og hló sínum bjarta og dillandi hlátri eins og í eldhúsinu áður fyrr. Ég mun sakna þess að eiga ekki lengur erindi að Lundi á ferðum mínum undir Fjöll- in. Að leiðarlokum þakka ég henni vináttu og tryggð mér og mínum til handa um meir en hálfrar aldar skeið. Áslaug. Nú er elskan hún Lauga í Mörk fallin frá. Hún átti góða ævi sem hún skapaði sér sjálf með samskipt- um sínum við annað fólk og tel ég á engan hallað þótt ég telji Laugu eina bestu manneskju sem ég hef kynnst. Ég hef þekkt Laugu frá því ég man eftir mér og aldrei hefur fallið skuggi á hana í mínum augum. Hún var ekki sú manneskja að leggja illt til annars fólks. Mér hlotnaðist sú gæfa að fá að vera hjá Laugu og Billa í sveit við besta at- læti sem völ var á. Alla tíð síðan, í tæp 60 ár, hef ég haldið sambandi við Laugu og fór síðast að heim- sækja hana í haust á elliheimilið á Hellu. Lauga hefði orðið 100 ára í september næstkomandi hefði hún lifað en ég veit að hún hefur verið ánægð að komast til Billa síns. Elsku Lauga mín, ég veit ekki hvort ég kemst austur til að kveðja þig vegna lasleika en ég verð hjá þér í huganum og vitja svo hvílu- staðar ykkar Billa í sumar. Svo þakka ég þér, Lauga mín, að hafa átt þig að og votta öllum þínum af- komendum samúð mína. Ég veit að þú færð góða heimkomu. Heimurinn hefði orðið snauðari án þín. Helga Haraldsdóttir. Mánudagsmorgunn. Venjuleg vinnuvika að hefjast og frostið beit í kinnar. Steini kom til vinnu fyrstur manna, eins og venjulega, og bað um frí. Ástæðan. Lauga amma dó í nótt. Eitt augnablik setti mig hljóð- an. Ég fór að hugsa um gömlu dag- ana austur í Stóru-Mörk. Ég átti margar góðar stundir í eldhúsinu í Hábænum þar sem slegið var á létta strengi og mikið hlegið. Alltaf var til kaffi á könnunni og yfirleitt endaði kaffisopinn með spádóms- bolla. Ekki man ég eftir öðru en að bollinn minn hafi verið bjartur og grunar mig að fleiri hafi sömu sögu að færa. Margar sögur hef ég heyrt frá mömmu, um gömlu dagana, þeg- ar að hún var að skjótast í Hábæ- inn, stundum kannski í óleyfi, til að spjalla við ykkur Billa og snögg varstu oft til svars ef þú sást að eitt- hvað bjátaði á. Mamma sagði mér Sími 562 0200 Erfisdrykkjur við Nýbýlaveg, Kópavogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.