Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 49 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur und- ir stjórn organista. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12. Dómkirkjan. Opið hús í Safnaðarheimilinu kl. 14–16. Kaffi og með því á vægu verði. Ýmsar uppákomur. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Foreldramorgunn kl. 10. Stúlknakór kl. 16.30 fyrir stúlkur fæddar 1989 og eldri. Stjórnandi Birna Björnsdótt- ir. Íhugun kl. 19. Taizé-messa kl. 20. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45– 7.05. Kyrrðarstund kl. 12. Orgeltónlist í kirkjunni kl. 12–12.10. Að stundinni lokinni er léttur málsverður í safnaðarheimili. Sam- vera eldri borgara kl. 14. Haldið með rútu ásamt sóknarnefnd að Blikastöðum í Mos- fellsbæ til að heimsækja orgelsmiðinn Björgvin Tómasson og sjá nýtt orgel kirkj- unnar, sem er þar í smíðum. Allir velkomnir í þessa ferð, fargjald 500 kr. Alfanámskeið kl. 19–22. Gestakvöld. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorg- unn kl. 10–12. Fræðsla, uppplestur, söng- stund, kaffispjall. Endurminningahópur kvenna og karla í Guðbrandsstofu kl. 14– 15.30. Neskirkja. Félagstarf aldraðra laugardag- inn 6. apríl kl. 14. Pétur Ingólfsson, verk- efnastjóri hjá Landsvirkjun, segir frá Kára- hnúkavirkjun og staðháttum. Þorvaldur Halldórsson skemmtir með tónlist og söng. Borinn verður fram léttur málsverður. Þeir sem ætla að neyta matarins þurfa að til- kynnna þátttöku í síma 511 1560. Allir vel- komnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Nedó kl. 17. Unglingaklúbbur fyrir Dómkirkju og Nes- kirkju fyrir 8. bekk. Nedó kl. 20 fyrir 9. bekk og eldri. Umsjón Sveinn og Þorvaldur. Árbæjarkirkja. Barnakóræfing kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstu- dag kl. 10–12. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Leik- fimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Fyrirbænaefnum má koma til kirkjuvarðar. Léttur hádegisverður eftir stundina. Alfahá- tíð kl. 20. Lokahóf, veitingar, frásagnir og kynning. Fyrrverandi nemendur velkomnir. Fella- og Hólakirkja. Helgistund og biblíu- lestur í Gerðubergi kl. 10.30–12. í umsjón Lilju djákna. Starf fyrir 9–10 ára stúlkur kl. 17. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam- verustundir, ýmiskonar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla fyrir 7–9 ára börn, kl. 17.30–18.30. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir 8.–9. bekk kl. 20–22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16:30. Alfanámskeið kl. 20. Kópavogskirkja. Starf með eldri borgurum í dag kl. 14:30–16.30 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund kl. 17. Fyr- irbænum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. KFUM-fundur fyrir stráka á aldr- inum 9–12 ára kl. 16.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 21. Tónlist, ritningarlestur, hugleiðing og bæn. Bænarefnum má koma til presta kirkjunnar og djákna. Hressing í safnaðar- heimilinu á eftir. Biblíulestrarnir sem verið hafa kl. 20 falla niður en bent er á Alfa- námskeiðið á miðvikudögum. Prestarnir. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 17–18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðar- heimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn (TTT) í dag kl 17. Foreldrastund kl. 13– 15. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi for- eldra með ung börn að koma saman og eiga skemmtilega samveru í safnaðarheim- ili kirkjunnar. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja: Kl. 10 foreldramorgun. Bára leysir frá skjóðunni. Æfingar Litlu lærisvein- anna eru á Hólagötu 42, kl. 14:20 Litlir lærisveinar hópur 1, kl. 17:10 Litlir læri- sveinar hópur 2, kl. 18:15 Litlir lærisveinar hópur 3. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fyrirbænasamvera fimmtudaginn 4. apríl kl. 19. Fyrirbænarefn- um er hægt að koma áleiðis að morgni fimmtudagsins milli kl. 10–12. í síma 421 5013. Spilakvöld aldraðra fimmtudag- inn 4. apríl kl. 20. Sóknarnefnd. Kletturinn. Kl. 19 Alfanámskeið. Allir vel- komnir. Hjálpræðisherinn. Kl. 20 kvöldvaka í umsjón Bjargs. Veitingar og happdrætti. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Samhygð kl. 20. Glerárkirkja. Opið hús fyrir foreldra og börn kl. 10–12. Heitt á könnunni og safi fyrir börnin. Samvera eldri borgara kl. 15. Æfing barnakórsins kl. 17.30. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF Ég var svo heppinn að geta talað við afa í einrúmi nokkrum dög- um áður en hann dó. Afi var greinilega búinn að sætta sig við, maður getur jafnvel sagt ákveða, að hann væri að deyja. Hann talaði um margt þarna, hann sagði mér að hann væri sáttur við hvernig hann hefði sloppið í gegnum þetta bras. Þrátt fyrir að hann væri mjög veikur þarna var hann eins og hann var alltaf, tal- aði illa um alþingismenn almennt, sjálfstæðismenn sérstaklega og Moggann í leiðinni. Ég mun alltaf minnast afa míns fyrir skopskyn hans, kaldhæðni hans. Hann var með fyndnustu mönnum sem ég veit um. Ég hef svo oft sagt fólki frá afa, einhverju sem hann hef- ur sagt eða gert enda var hann ótrú- lega sérstakur. Daginn áður en ég skrifaði þetta var verið að leita að mynd af honum, einhverri virðulegri en það er erfitt af því að afi gerði sitt besta til að komast hjá því að slíkar myndir væru teknar af honum. Við eigum hins vegar fjöldann allan af myndum þar sem afi er að gretta sig framan í myndavélina. Það er næst- um eins og hann sé að hlæja að okkur núna, eins og að markmið hans með því að forðast alvarlegar myndatökur allan þennan tíma hafi náðst núna. Hann náði að smita mig af ást á Svarfaðardal. Eftir að hafa heyrt afa tala um dalinn og farið þangað með honum þá getur maður ekki efast um að hann er „öndvegi íslenskra dala“ og að eina rétta íslenskan er svarf- dælska. GUÐMAR GUNNLAUGSSON ✝ Guðmar Gunn-laugsson fæddist á Þorsteinsstöðum í Svarfaðardal 9. sept- ember 1913. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 9. mars síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Akur- eyrarkirkju 22. mars. Það er margt sem hægt er að segja um afa, sumt sem ég get ekki komið út úr mér eins og er, maður sem reyndi að fela góð- mennsku sína. Í stuttu máli var hann einfald- lega maður sem ekki er hægt að gleyma. Óli Gneisti Sóleyjarson. Í dag kveðjum við móðurbróður okkar Guðmar Gunnlaugsson. Hann var Svarfdælingur að ætt og uppruna og unni átthögunum af heil- um hug. Fór hann ófáar ferðirnar í Dalinn með fjölskyldu sína og miðlaði þeim af þekkingu sinni um búskap- arhætti fyrr og nú. Sem dæmi um hug hans til æskustöðvanna fannst honum fjöllin hvergi eins fögur og blá og hvergi ilmaði moldin eins og þar. Guðmar var afar fróður um ábú- endur jarða í Svarfaðardal og fór hann sl. sumar ásamt fjölskyldunni og tóku þau myndir af hverjum bæ og eru þær vel merktar og aðgengi- legar í myndaalbúmi hans. Þetta er dalurinn minn, hann er dalurinn þinn. Þar í draumunum eigum við sporin. Þar er veröld svo góð þar sem vagga þín stóð, þar er frjálslegt og fagurt á vorin. Hann er töfrandi höll, hann á tignarleg fjöll, þar í laufbrekkum lækirnir hjala. Mér er kliður sá kær, ég vil koma honum nær. Hann er öndvegi íslenskra dala. (Hugrún.) Guðmar var skarpskyggn á ís- lenska náttúru og hafði unun af að ferðast um landið. Var hann sérstak- lega ættfróður og minnugur til síð- asta dags. Hinn 19.2. 1938 kvæntist Guðmar eftirlifandi eiginkonu sinni Ingi- björgu Óladóttur, f. 2.7. 1912, frá Smjörhóli í Öxarfirði. Bjuggu þau all- an sinn búskap á Akureyri, fyrst í Oddeyrargötu 3 og síðan í Stekkjar- gerði 6. Var heimilið þeirra hlýlegt og yndislegt þar sem börnin þeirra og barnabörn nutu ástríkis og um- hyggju. Inga og Guðmar ræktuðu garðinn sinn í orðsins fyllstu merkingu. Guðmar var hagleiksmaður og margir útskurðarmunir prýða heim- ilið. Hann var sterkur persónuleiki, beinskeyttur og lá ekki á skoðunum sínum um menn og málefni. Undir til- tölulega hrjúfu yfirbragði leyndist tilfinningaríkur og ástúðlegur mað- ur. Við minnumst frænda okkar sem heilsteypts manns, glettins og kímins með stríðnisglampa í augum. Með þessum orðum kveðjum við þig, frændi, og megi góður Guð leiða þig á leið þinni til ljóssins. Steinunn, Margrét, Gunnlaugur og Guðrún. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir.) Afi var frekar þrjóskur en góður karl. Hann hafði góðan húmor og skoðanir á flestu sem var að gerast í þjóðlífinu og einnig á því sem að við vorum að gera. Heimili ömmu og afa í Stekkjargerði stóð okkur ávallt opið og í æsku eyddum við þar drjúgum tíma. Þar sporðrenndum við óhemju miklu magni af vel sykruðum pönnu- kökum og sögðum afa sögur af uppá- tækjum og prakkarastrikum sem enginn annar fékk að vita. Þá læddist oftar en ekki lúmskt glott yfir andlit hans og það skríkti í honum þegar það afrekaðist að vinna Sunnlend- inga í einhverri keppni. Því að afi var Norðlendingur í húð og hár og var enginn staður betri á jörð en Svarf- aðardalurinn. Núna þegar að afi hef- ur kvatt eigum við systkinin minn- ingar um hann sem seint munu gleymast. Elsku amma og pabbi, hugur okk- ar er hjá ykkur. Þórarinn, Unnur, Gunnlaugur og Eyþór Gylfabörn. A   0       2      2      !"        "  29: 7- @   ' ') * '  !! + 7*5*! ##   !# 1 !!" # 5*!!" % * ! ##  " 5*!!" * 7-( ##     5"5+       0        0  !" "   2    2      !" # )         !"       # !"  !  %29 7+7 K 2!&#L< 7! + % !  ! ##  7.!% !" %5%* ##   % !"  "# '! ##  3&%  ##   ( $!!" 4% !" 9"!7D' ( ##  5"*+ () !    ! !  ! 14    ')  73                  !    !"  :%  &'  *&5!!"   *(! ##  %&' (&5!!" D' +1 ! ##  @ &5!!"  *(! ##  7+&5! ##  "7 " #  5" &5 !3 + Valgeir var af sinni kynslóð meðalmaður á hæð og vel á sig kom- inn og léttur á velli án þess að vera liðlétting- ur. Hann var mann- blendinn og þótti góð- ur gestur þar sem hann kom, gat verið kerskinn en ekki illkvittinn. Ekki sótti hann þessi eigindi í tí- unda lið, því móðurfólk hans, systk- inin frá Breiðholti voru öll glað- sinna og söngvin. Jón Valgeir stundaði vörubifreiðaakstur og verkstjórn hjá Vita- og hafnarmála- stofnuninni megnið af sinni starfs- ævi en mun hafa numið múrverk um tíma hjá föðurbróður sínum, Sigurði Jónssyni byggingameist- ara, sem reisti marga stórbygg- inguna í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar, m.a. aðalbyggingu Háskóla Íslands, Þjóðminjasafnið, Ísafoldar- prentsmiðju o.fl. En til að öðlast betri skilning á einstaklingnum þarf oft að hverfa til upphafsins og kanna úr hvaða jarðvegi hann er sprottinn. Foreldrar Valgeirs, þau Guðríður Jónsdóttir frá Breiðholti og Guð- mundur Kjartan Jónsson frá Kot- laugum, giftust árið 1911 og bjuggu m.a. á Grettisgötu og Hverfisgöt- unni en síðan byggðu þau hjón sér JÓN VALGEIR GUÐMUNDSSON ✝ Jón Valgeir Guð-mundsson, f. 19. janúar 1920 í Múla við Suðurlandsbraut 19. janúar 1920. Hann lést 8. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 21. mars. reisulegt bú í Múla við Suðurlandsbraut í Reykjavík og stóðu mannvirki þeirra allt fram í lok áttunda ára- tugar síðustu aldar og þóttu gott kennileiti utanbæjarmönnum á helstu aðkomuleið til Reykjavíkur, sem Suð- urlandsbrautin var á árum áður. Múli stóð ofarlega í Laugardaln- um neðan Suðurlands- brautar, þar sem gatnamót Vegmúla eru nú. Múli var eitt af stærstu býlum í Reykjavík og til- heyrði býlinu nokkurt land í Laug- ardalnum en aðalslægjulönd og beit var í Fossvogi á margfalt stærra landi. Voru nautgripir reknir á milli staða. Auk nautgripa var búið með kindur, og hesta eins og bústörfin kröfðust og oftast voru til reiðhest- ar. Má ætla að einlægur áhugi Val- geirs á hestum og þó öllu fremur góðum reiðhestum hafi stafað frá uppvaxtarárum hans í Múla enda átti hann löngum góða gripi til út- reiða. Þrátt fyrir mikinn búskap í Múla var Guðmundur Kjartan með veru- lega athafnasemi utan hans meðal annars rak hann um tíma hest- vagnaleigu til efnisflutninga og var lengi verkstjóri við Reykjavíkur- höfn, hjá togarafélaginu Kvöldúlfi og fleiri aðilum. Til að halda bú- skapnum gangandi réð hann vinnu- menn og einnig sumarmenn til hey- skaparvinnu. Var því að jafnaði mannmargt í Múla, bæði af heima- fólki og gestum eða gangandi og allir fengu góðan beina. Var þar fylgt ættarfylgju beggja hjóna að enginn skyldi svangur frá dyrum þeirra ganga og varð þetta jafnvel enn ríkari þáttur eftir að eldri dótt- irin, Svanhildur, tók meir við heim- ilishaldi er líða tók á þriðja áratug aldarinnar þá ung að árum, í veik- indum móður sinnar. Af sjálfu leiðir að systkinin í Múla þurftu snemma að taka til hendi og var Valgeir þar ekki und- anskilinn er hann hafði aldur til. Á síðustu áratugum hafa breyttir þjóðfélagshættir valdið því að nokkru að samskipti ættingja innan stórfjölskyldunnar hafa minnkað verulega og oft á tíðum lagst af að mestu. Einnig koma hér til eðlileg- ar áherslubreytingar því hver kyn- slóð þarf að sinna sínum eigin niðj- um og útörfum. Þess er getið hér að framan, að Valgeir frá Múla hafi verið mann- blendinn og viðræðugóður og átti gott með að ræða við menn, hvar í stétt sem stóðu. Í hugann koma mörg atvik frá sumrinu 1953 er hann sá aumur á ungum frænda sínum nýstignum upp úr langvar- andi sjúkrahúslegu. Hann bauð mér að ferðast með sér oftsinnis, þegar hann fór með birgðir til vit- anna á Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi. Ekki einasta var hann fróður um örnefni og landshætti heldur kunni hann sögur af mönn- um og málefnum. Skipti ekki máli hvort heimsóttir voru búendur og vitaverðir á Reykjanesi eða Al- viðru, Álftárósi eða Malarrifi, því hvar sem fólk var fyrir, stórbændur eða ríkisstarfsmenn, kunni það honum aufúsu fyrir komuna. Á kveðjustundu vil ég þakka Val- geiri frá Múla, móðurbróður mín- um, samfylgd, og flyt eftirlifandi eiginkonu hans og börnum og öðr- um niðjum samúðarkveðjur. Hörður Gunnarsson frá Múla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.