Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FARFUGLAR flykkjast nú til
landsins og sást til tjalds við
Reykjavíkurtjörn í gær og fleiri
fugla sömu tegundar í fjöruborði
á höfuðborgarsvæðinu. Örfáar
þúsundir tjalda eru þó staðfuglar
á Suðvestur- og Vesturlandi en
farfuglarnir koma til landsins í
lok mars og dreifa sér víða um
land.
Sendlingurinn sem leitar sér að
æti innan um tjaldana gæti verið
af farfuglastofni sem kemur að
vori og hausti hingað til lands á
leið sinni frá Bretlandseyjum til
Norður-Kanada. Sendlingur er
einnig staðfugl hérlendis.
Þá er lóan komin til landsins.
Fyrst sást til hennar 24. mars á
Austurlandi og eru hópar af
henni farnir að sjást, m.a. í Sand-
gerði þar sem 100 lóur létu flug-
þreytuna líða úr sér. Þá sá maður
sem átti leið um Fossvoginn í gær
þrjár lóur á vappi í fjörunni.
Einnig sáust níu lóur í Grafarvog-
inum og 34 við Elliðavatn.
Morgunblaðið/RAX
Farfugl-
ar flykkj-
ast til
landsins
blaðinu í gær hefur Val-
gerður Sverrisdóttir iðn-
aðarráðherra skipað Finn
til að veita formennsku í
nefnd sem á að fara í
könnunarviðræður við
nýja fjárfesta í álveri á
Austurlandi. Auk Finns
eru í nefndinni þeir Frið-
rik Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, og Krist-
ján Skarphéðinsson, skrif-
stofustjóri í iðnaðarráðu-
neytinu. Finnur segir að
nefndin muni skoða alla
kosti í stöðunni og ekki
útiloka neitt fyrirfram.
Mikilvægast sé að nálgast
verkefnið með opnum huga.
„Mér líst vel á verkefnið og gat
því ekki skorast undan því þegar
Valgerður leitaði til mín. Ég hef
lengi verið þeirrar skoðunar að
stóriðjuframkvæmdirnar á Austur-
landi séu mjög mikilvægar, jafnt
fyrir efnahagslífið í landinu í heild
sem og byggðirnar á Austfjörðum.
Fyrsta verkefni okkar í nefndinni er
að meta stöðuna í þessum álmál-
um,“ segir Finnur.
Aðspurður hvar helstu möguleik-
arnir liggja í að fá nýja fjárfesta að
stóriðju hér á landi, segir Finnur að
mestu skipti að átta sig á hvar verk-
efnið sé statt og hvort tækifæri séu
á að fá nýja aðila. Hann segist hafa
þá trú að fyrirtæki, sem ætli að
fjárfesta í áliðnaði í framtíðinni, séu
tilbúin að fjárfesta í álveri á Reyð-
arfirði þar sem verkefnið sé mjög
arðbært.
„Þeir sem ætla að hasla sér enn
FINNUR Ingólfsson, seðlabanka-
stjóri og fyrrverandi iðnaðarráð-
herra, segist í samtali við Morg-
unblaðið vera bjartsýnn á að álver
rísi á Austurlandi í framtíðinni.
Reynslan sýni þó að enginn samn-
ingur verði kominn í höfn fyrr en
„hver einasti stafkrókur“ hafi verið
undirritaður.
Eins og kom fram í Morgun-
frekari völl í áliðn-
aði hljóta að horfa á
arðsemi verkefn-
anna. Þá er um
tvennt að ræða,
annars vegar að
koma inn í Noral-
verkefnið, sem er
ágætlega skilgreint,
og hins vegar að
leita aðila sem til-
búnir eru að koma
að nýju verkefni
fyrir austan.“
Á opnum fundi á
Reyðarfirði í fyrra-
kvöld nefndi Val-
gerður Sverrisdótt-
ir fjögur álfyrirtæki sem mögulega
nýja samstarfsaðila; Alcoa, Alcan,
Pechiney og BHP Billiton. Aðspurð-
ur hvaða fyrirtæki komi helst til
greina í viðræðum nefndarinnar
segir Finnur þau öll koma til
greina. Þau séu mjög stór á sviði ál-
framleiðslu og án efa yrði fengur að
því að fá þau til samstarfs.
„Álheimurinn er lítill og þröngur
og þessum fyrirtækjum er án efa
mjög vel kunnugt um Noral-verk-
efnið á Íslandi. Þau vita hvert af
öðru í fjárfestingum og öðru slíku.
Við getum ekkert sagt til um það á
þessari stundu hverja við munum
tala við eða í hvaða röð. Það er held-
ur ekki útilokað að þessir aðilar
sýni málinu það mikinn áhuga að
þeir hafi samband við okkur að
fyrra bragði. Mér fyndist það ekki
ósennilegt því verkefnið sem um
ræðir er arðbært,“ segir Finnur.
Hann segir viðræðunefndina ekki
hafa hist en muni gera það fljótlega,
auk þess að eiga fund með iðn-
aðarráðherra. Nefndin hefur fengið
erindisbréf en Finnur segir að
henni sé ekki gefinn neinn loka-
frestur til að skila af sér. Reynt
verði að vinna eins hratt og kostur
sé að málinu.
„Við höfum brennt okkur á því á
undanförnum árum að hafa sett
fram tímaáætlanir sem við höfum
ekki getað staðið við. Við annan að-
ila er að semja og við ráðum ekki
ein ferðinni. Allir voru bjartsýnir á
að verkefnið með Norsk Hydro
gengi upp en síðan kemur í ljós að
fyrirtækið er ekki reiðubúið að
standa við gefnar tímaáætlanir.“
Höfum upp á margt að bjóða
Hvort til greina komi í viðræðum
við nýja fjárfesta að undirbúa
minna álver en gert hefur verið á
Reyðarfirði vill Finnur ekkert segja
um. Kárahnjúkavirkjun kalli á stór-
an orkukaupanda og að því leyti sé
verkefninu ætlaðar ákveðnar skorð-
ur. Nefndin muni fyrst kynna það
verkefni sem hafi legið fyrir á
Reyðarfirði og síðar muni koma í
ljós hvort nýr aðili sé tilbúinn að
koma að því og á hvaða forsendum.
„Aðalatriðið er að ná árangri í því
að þarna verði byggt álver sem nýti
raforku úr Kárahnjúkavirkjun. Ég
tel að við höfum mjög margt upp á
að bjóða hér, sem getur verið
áhugavert fyrir hvaða stórfyrirtæki
sem er á þessu sviði í heiminum. Við
munum nálgast verkefnið út frá
því,“ segir Finnur að endingu í sam-
tali við Morgunblaðið.
Skoða á alla kosti og ekk-
ert útilokað fyrirfram
Finnur Ingólfsson
Finni Ingólfssyni líst vel á verkefni nýrrar viðræðunefndar í stóriðjumálum
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
hefur sent frá sér fréttatilkynn-
ingu þar sem fólki er eindregið
ráðlagt frá því að ferðast til Ísr-
aels og heimastjórnarsvæða
Palestínumanna vegna mann-
skæðra átaka og hryðjuverka
þar að undanförnu.
Fólk ferðist
ekki til
átakasvæða
sem nemur 37.000 kr. frá Félags-
þjónustunni.
Lára Björnsdóttir, félagsmála-
stjóri í Reykjavík, staðfestir að
nokkuð fleiri hafi leitað aðstoðar Fé-
lagsþjónustunnar í Reykjavík síð-
ustu mánuði en á sama tímabili í
fyrra. Svo dæmi sé tekið þá fékk
1.031 einstaklingur fjárhagsaðstoð
Félagsþjónustunnar í febrúar árið
2001 en 1.302 einstaklingar í febrúar
2002. Það þýðir að um 26% fleiri
fengu aðstoð í febrúar í ár en í fyrra.
Lára tekur þó fram að flestir leiti sér
aðstoðar tímabundið, þ.e. á meðan
þeir eru atvinnulausir, en svo virðist
sem ekki sé svo erfitt að fá vinnu aft-
ur.
Geta fengið allt að 67 þúsund
krónur á mánuði
Eins og fyrr segir geta einstak-
lingar fengið allt að 67.000 kr. á mán-
uði í fjárhagsaðstoð hjá Félagsþjón-
ustunni. Aðspurð segir Lára að það
geti þó verið erfitt fyrir fólk að lifa á
tæplega sjötíu þúsund kr. á mánuði.
„Það er erfitt að lifa árum saman á
þessum tekjum,“ segir hún, „sér-
staklega ef aðstæður eru þannig í
þjóðfélaginu eins og nú að fólk veitir
sér almennt meira en áður.“
Lára segir að ákveðnir hópar í
þjóðfélaginu séu verr settir en aðrir,
þ.e. öryrkjar og stór hluti einstæðra
mæðra, sérstaklega þær sem eru
ungar og lítt menntaðar. „Þess
vegna höfum við hjá Félagsþjónust-
unni í Reykjavík verið að veita ein-
stæðum mæðrum innan við 25 ára
aldur námsstyrki til að þær geti
HELDUR fleiri einstaklingar hafa
leitað sér fjárhagsaðstoðar, þ.e. að-
stoðar vegna framfærslu einstak-
linga og fjölskyldna, hjá félagsþjón-
ustum á höfuðborgarsvæðinu í ár en
í fyrra. Þetta er mat þeirra forstöðu-
manna félagsþjónusta á höfuðborg-
arsvæðinu sem Morgunblaðið ræddi
við í vikunni. Þeir voru þó sammála
því að flestir þeirra sem leita sér
hjálpar hjá félagsþjónustunni væru
að leita eftir tímabundinni aðstoð.
Ingibjörg Broddadóttir, deildar-
stjóri í félagsmálaráðuneytinu, segir
að hverju sveitarfélagi beri skv. lög-
um að veita íbúum sínum fjárhags-
aðstoð við vissar aðstæður, og skal
hún miðast við að fólk geti framfleytt
sér og sínum, þ.e. makar eru fram-
færsluskyldir hvor gegn öðrum og
foreldrar eru framfærsluskyldir
gagnvart börnum sínum. Í lögum er
ekki getið um neina ákveðna lág-
marksupphæð heldur taka sveitar-
stjórnir endanlegar ákvarðanir um
þær. Að sögn Ingibjargar miða flest
sveitarfélög á landinu fjárhagsað-
stoðina við ákveðna flokka bóta, þ.e.
samanlagðan örorkulífeyri, tekju-
tryggingu og heimilisuppbót. Eru
það tæplega sjötíu þúsund kr. á mán-
uði. Til viðbótar þessari fjárhæð
koma síðan húsaleigubætur ef við-
komandi einstaklingar leigja.
Svo dæmi sé tekið getur fjárhags-
aðstoð til einstaklings hjá Fé-
lagsþjónustunni í Reykjavík numið
allt að 67.000 kr. á mánuði en 120.000
kr. á mánuði til hjóna eða fólks í sam-
búð. Sé einstaklingur t.d. með 30.000
kr. í tekjur fær hann fjárhagsaðstoð
komist út úr fátæktargildrunni.“
Lára segir að Félagsþjónustan styðji
einnig við bakið á ýmsum öðrum
hópum til að koma þeim út úr erf-
iðum fjárhagslegum aðstæðum.
Aðalsteinn Sigfússon, forstöðu-
maður Félagsþjónustunnar í Kópa-
vogi, segir það greinilegt að fleiri
leiti eftir fjárhagsaðstoð í Kópavogi
en áður. Hann tekur sem dæmi að í
marsmánuði í fyrra hafi Félagsþjón-
ustan greitt samtals út 11,6 milljónir
kr. í fjárhagsaðstoð en í marsmánuði
í ár hafi hún greitt út samtals 16,4
milljónir kr. Þessi aukning komi til
fyrst og fremst vegna þess að fleiri
einstaklingar leiti til Félagsþjónust-
unnar nú en áður. Flestir séu þó að
leita eftir tímabundinni aðstoð, m.a.
vegna veikinda, slysa, áfengisnotk-
unar eða misnotkunar fíkniefna.
Aðspurður hvort fátækt sé orðin
staðreynd á Íslandi segist hann ekki
vilja fullyrða neitt um það en bendir
þó á að ástandið nú sé ekki nærri því
eins alvarlegt og það var um miðjan
tíunda áratug síðustu aldar. „Ég
held að við séum ekki að fara inn í
neitt hallæri eins og var þá,“ segir
hann.
Sæmundur Hafsteinsson, for-
stöðumaður Félagsþjónustunnar í
Hafnarfirði, segist finna fyrir auk-
inni þörf á fjárhagsaðstoð en kveðst
þó ekki vera með neinar tölur í því
sambandi. Hann segir eins og aðrir
að flestir séu að leita að tímabund-
inni aðstoð; aðstoð í tvo til þrjá mán-
uði. Innan við 5% þeirra sem leiti að-
stoðar Félagsþjónustunnar þurfi á
aðstoð að halda allt árið um kring.
Heldur fleiri leita sér
aðstoðar en í fyrra
Sókn einstaklinga í félagsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu