Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristín IngibjörgElíasdóttir fædd- ist á Hellissandi á Snæfellsnesi 29. sept- ember 1910. Hún lést á líknardeild Land- spítalans, Landakoti í Reykjavík 23. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sól- veig Friðriksdóttir, f. 18. september 1874, d. 25. júní 1963, og Elías Guðmundsson, f. 17. október 1868, d. 28. apríl 1927, búsett á Hellissandi. Systk- ini Kristínar voru Guðríður Elín, f. 19. júní 1900, d. 1. apríl 1935, Kristín Ingibjörg, f. 29. ágúst 1903, d. 17. desember 1908, Jens Guðni, f. 17. nóvember 1906, d. 18. desember 1908, Ragnar, f. 15. júní 1908, d. 4. nóvember 1908, og Ró- bert Alexander, f. 21. september 1913, d. 6. febrúar 1942. Kristín giftist 5. október 1935 Pétri Otte- sen Jónssyni rakarameistara, f. 6. nóvember 1904, d. 14. maí 1991. Einkabarn Kristínar og Péturs er Elsa, f. 14. mars 1936, gift Stein- ari Guðjónssyni, bóksala og bóka- útgefanda, f. 1. desember 1933 og eiga þau fjórar dætur. Þær eru: 1) Kristín kennari, f. 1. maí 1959, gift Sigurbirni Magnússyni hæsta- réttarlögmanni. Börn þeirra eru Magnús, f. 6. maí 1987, Áslaug Arna, f. 30. nóvem- ber 1990, og Nína Kristín, f. 6. október 1993. 2) Björg við- skiptafræðingur, f. 10. mars 1961, gift Gísla V. Guðlaugs- syni, framkvæmda- stjóra. Börn þeirra eru Guðlaugur Steinarr, f. 13. apríl 1984, Kristín Alex- andra, f. 1. júní 1998, og Sverrir Haukur, f. 11. apríl 2001. 3) Rakel hönnuður, f. 4. desember 1965, gift Guðmundi Kristjánssyni útgerð- armanni. Börn þeirra eru Agnes, f. 4. ágúst 1990, Rebekka, f. 13. júní 1992 og Kristján, f. 19. ágúst 1999. 4) Bryndís viðskiptafræð- ingur, f. 5. nóvember 1968, gift Hermanni Hermannssyni, fram- kvæmdastjóra. Barn þeirra er Herdís Eva, f. 26. júlí 1998. Kristín fór í vist til Reykjavíkur um fermingu. Hún vann síðan lengi sem matráðskona á heimil- um, í veiðihúsum og á hótelum. Síðustu 20 ár starfsævinnar vann hún í Sælgætisgerðinni Opal. Hún bjó lengst af á Sogavegi 164 og síðustu 9 árin á Vesturgötu 7 í Reykjavík. Útför Kristínar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Það er komið að kveðjustund. Hjartkær tengdamóðir mín, Krist- ín Ingibjörg Elíasdóttir, er látin 91 árs. Margar minningar renna í gegn- um hug minn. Við höfum verið samferða í lífsins ólgusjó í 46 ár eða frá því að ég kynntist Elsu, einkadóttur þeirra Péturs. Mér var nú stundum strítt á því að hafa fengið matarást á Elsu í gegnum Kristínu tengdó. Sagt er að leiðin að hjarta mannsins liggi í gegnum magann. Kristín var einstakur listakokkur. Það var alveg sama hvað hún matreiddi, allt varð gott og glæsilegt í hennar höndum. Hún hafði mikinn metnað fyrir því. Það var gott að vera í nálægð Kristínar, hún hafði svo létta lund og átti mjög auðvelt með að kæt- ast. Kristín naut þess að dansa eða „taka sporið“ eins og hún sagði oft og fylgjast með dægurlögum hvers tíma. Þrátt fyrir létta lund Krist- ínar fann maður að innst í sálinni var biturleiki sem hún losnaði ekki við frá erfiðum tímum í æsku. Pétur, eiginmaður hennar, var hæglátari og alvarlegri en mjög traustur og sinnti sínu ævistarfi sem hárskerameistari alveg fram að bítlatískunni. Þá máttu margir hárskerar pakka saman og hætta. Hann hafði þá þegar undirbúið sig undir annað verkefni enda aldur- inn líka farinn að segja til sín. Kristín og Pétur studdu okkur Elsu í uppbyggingu á heimili okk- ar, þegar við byggðum húsið okkar í Kópavogi. Þau komu oft um helg- ar eða á kvöldin til þess að aðstoða okkur, en í þá daga reyndi fólk að gera sem mest sjálft við eigin hús- byggingar. Kristín og Pétur voru ein af þeim sem voru alltaf til stað- ar og maður gat treyst á og fundið öryggi hjá. Þau héldu vel utan um okkur og dætur okkar fjórar. Það var auðvelt að leita til þeirra með pössun í lengri eða skemmri tíma og þau nutu samvista við stelp- urnar. Þau Pétur hófu búskap á Kára- stíg 1, síðar í Miðstræti 5, en keyptu svo íbúð á Flókagötu 54. Á öllum þessum stöðum eignuðust þau góða vini en þá var samkennd fólks mjög sterk. Árið 1961 keyptu þau Pétur lítið hús á Sogavegi 164. Það var þeirra draumastaður með stórri lóð, sem var ræktuð upp af miklum áhuga. Þar stundaði Pétur ánamaðkarækt af mikilli natni, svo þar sóttust veiðimenn eftir bæj- arins bestu ánamöðkum. Kristín naut blómanna og laðaði fugla að sér allt árið. Kristín missti eiginmann sinn 1991 og varð það henni sárt. Það reyndist henni erfitt að búa ein í litla húsinu svo hún flyst á Vest- urgötu 7 tveimur árum síðar. Þessi breyting varð henni erfið en þar eignaðist hún líka vinkonur, bæði meðal íbúa og starfsfólks fé- lagsmiðstöðvarinnar. Það reyndist henni allt mjög vel og er óhætt að segja það, að öllum ólöstuðum, þá var Jóhanna Pálsdóttir sem með sínum hressileika og glaðværð sá styrkur sem hélt Kristínu uppi. Við Elsa þökkum starfsfólki og íbúum á Vesturgötunni fyrir hlý- hug og umhyggju í garð Kristínar. Einnig viljum þakka starfsfólki líknardeildar Landspítala Landa- koti þá aðhlynningu og virðingu sem það veitti Kristínu síðustu vikurnar og ekki síður fyrir allan þann stuðning og uppörvun sem það veitti aðstandendum. Ég á Kristínu margt að þakka. Guð blessi minningu hennar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Steinarr Guðjónsson. Bingó, sagði amma og hló sínum smitandi hlátri. Ekki að hún hafi unnið stóra fjármuni í þeim leik en hún kunni að meta þær gjafir sem Guð hafði gefið henni og þær færðu henni gæfu og gleði í lífinu. Amma fæddist á Hellissandi þar sem hún ólst upp ásamt tveimur systkinum sínum. Tæpum tveimur árum áður en amma fæddist höfðu foreldrar hennar misst þrjú ung börn sín á rúmum mánuði. Faðir hennar dó er amma var 17 ára gömul. Systkini hennar, Guðríður og Róbert, veiktust ung af berkl- um og dvöldu langdvölum á Vífils- stöðum. Það kom í hlut ömmu að fylgjast með þeim í veikindum sín- um þar til þau dóu bæði ung að ár- um. Það var henni mjög erfitt er hún flutti systkini sín frá Vífils- stöðum til greftrunar að Ingjalds- hólskirkju á Snæfellsnesi árin 1935 og 1942. Þannig kynntist amma sorginni snemma á lífsleiðinni. Þetta setti vissulega sitt mark á hana og hefur eflaust kennt henni að meta þá dýrmætu Guðs gjöf sem lífið er. Um fermingu réð amma sig í vist á heimili Lúðvígs Lárussonar skókaupmanns og frú Ingu eig- inkonu hans í Reykjavík. Þetta varð heimili hennar til margra ára. Þarna fékk hún tækifæri til að þroskast og njóta margs sem hún ella hefði farið á mis við. Hún minntist þessa tíma ávallt með mikilli hlýju. Í þessari vist kynnt- ist hún mörgu fjölhæfu og kær- leiksríku fólki og hlaut jafnframt mikilvæga menntun á sviði heim- ilishalds og matargerðarlistar. Þessi vist átti eftir að nýtast henni vel því í mörg sumur réð hún sig sem ráðskona við veiðihús og hót- el. Hún var á Lundarhólma við Grímsá, á Víghóli við Þverá og á Hótel Búðum. Hún sinnti starfi sínu vel oft við afar frumstæðar aðstæður. Allt sem sneri að mat- argerð var athöfn og list og þar skipti allt máli, hráefnið, með- höndlunin, gleðin og framsetning- in. Með snjakandi hvíta svuntu og skuplu reyddi hún fram konung- lega veislu. Veiðimenn kunnu að meta góðan viðurgjörning ömmu eins og þessi vísa frá Víghóli 1959 ber vott um: Ó, Kristín mín góða, við kveðjum þig öll með kossi og þökkum beina og vonum þú komir að vori upp á fjöll. Viltu það taka til greina? Amma og afi bjuggu lengst á Sogaveginum en þaðan eigum við systur margar góðar minningar. Þar var ávallt gaman að koma hvort sem um var að ræða stuttar heimsóknir eða þegar gist var næturlangt. Í litla fallega húsinu þeirra var ekki mikill íburður en í minningunni var það höll og heim- sóknir þangað lítil ævintýri. Það var þessi einstaka hjartahlýja og gleði sem umvafði þá sem hana sóttu heim. Í kringum litla húsið þeirra ömmu og afa var blómlegt um að litast. Þar ræktuðu þau upp yndislegan garð sem bar eigend- unum gott vitni. Þau voru vakin og sofin yfir velferð fuglanna í garð- inum og þegar harðnaði á dalnum gátu fuglarnir í garðinum hennar ömmu verið öruggir með sitt. Á 80 ára afmælinu hennar færðum við henni páfagauk að gjöf. Hún tók miklu ástfóstri við hann og eins og ömmu einni var lagið gat hún kennt honum að tala og gera ýms- ar kúnstir. Hann hét Palli og var henni mikill gleðigjafi svo og Jök- ull og þeir sem á eftir komu. Amma var alla tíð dugleg að bjóða til veislu í litlu höllinni sinni og þó maturinn væri góður þá var það ekki síst þægileg nærvera hennar sem gerði gæfumuninn. Það var mikið hlegið og slegið á létta strengi og eftir langt hláturskast endaði amma oft á því að segja „bingó“. Síðustu 20 starfsárin vann amma við Sælgætisgerðina Opal eða allt til 70 ára aldurs. Þar eign- aðist hún trausta vini. Hún stjórn- aði lengst af Opal-vélinni sem virt- ist þurfa sérstaklega góða með- höndlun og amma lagði mikinn metnað í starf sitt. Fyrir ungar stúlkur var það að sjálfsögðu mjög eftirsóknarvert að fá að heimsækja ömmu í vinnuna og fylgjast með sælgætisframleiðslunni. Þvílíkt draumastarf. Amma hafði gaman að tónlist og dansi og þau voru ófá stangaveiði- böllin sem hún fór á og tók nokkr- ar sveiflur í einum af fallegu kjól- unum sínum. Hún hafði gaman af því að klæða sig upp og kaupa sér fallegar flíkur. Það kom reyndar fyrir að við fengum lánað hjá henni ýmislegt s.s fatnað eða skó. Þótt aldurinn færðist yfir var amma oft tilbúin til að fara með okkur út á lífið t.d. á 85 ára afmæl- isárinu hennar þegar við fórum á Brodway til að sjá Bjögga og svo seinna á Hótel Sögu til að fá okkur snúning með Ragga Bjarna. Ým- islegt annað gátum við brallað með ömmu og ógleymanleg er ferð okk- ar systra með henni að Hótel Búð- um þar sem við gistum eina nótt. Þá var mikið hlegið eins og ætíð þegar amma var með í för. Amma gladdist við að gefa gjaf- ir. Það voru leikföng og fatnaður til að byrja með en síðar urðu það fallegir og nytsamlegir hlutir til heimilisins. En hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér og það kunni amma alla tíð svo vel. Þess nutum við í ríkum mæli. Við þökkum elsku ömmu fyrir það veganesti sem hún gaf okkur út í lífið. Minning þín verður ljós í lífi okkar. Kristín, Rakel og Bryndís. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þegar ég sest niður til að skrifa minningarorð um elskulega ömmu mína, Kristínu Ingibjörgu, er mér litið út í garðinn. Er þar kominn vorboðinn ljúfi, skógarþrösturinn sem var einmitt í svo miklu uppá- haldi hjá henni ömmu. Þessi ynd- islegi fugl á alltaf eftir að minna mig á hana ömmu. Hún tók svo vel á móti honum á vorin sem og öll- um öðrum fuglum. Alltaf átti hún til eitthvað góðgæti handa þeim og hún vissi svo vel hvað þeim þótti gott, þess vegna voru fuglarnir í garðinum hennar ömmu sælir og bústnir. En það voru fleiri en fuglarnir sem fengu að njóta gestrisni ömmu á Sogaveginum. Mínar kærustu æskuminningar eru frá þeim stundum er við syst- urnar fengum að gista hjá ömmu og afa. Litla húsið þeirra var sem höll í okkar augum og garðurinn þeirra var okkar ævintýraland. Þegar amma fór í siglingu kom hún heim hlaðin pökkum handa okkur dekurrófunum og þegar við hófum búskap var það henni mikið kappsmál að við eignuðumst fal- legan borðbúnað. Við kunnum svo sannarlega að meta það sem amma og afi gerðu fyrir okkur en það sem upp úr stendur eru ekki gjafirnar heldur kærleikurinn sem að baki lá. Eftir að amma varð ein eftir í kotinu varð samband okkar enn nánar. Við vorum nánast í daglegu sambandi og byrjuðu símtölin ósjaldan á því að amma sagði „ég verð að segja þér brandara“. Svo kom lýsing á einhverju sem fyrir hafði komið og við hlógum og hlóg- um. Grár hversdagsleikinn var aldrei það grár að ekki væri hægt að sjá úr honum eitthvað spaugi- legt. Hún amma lifði lífinu lifandi svo unun var af því að vera í návist hennar. Hún hafði einstakan frá- sagnarhæfileika og var svo orð- heppin að það var frábært að hlusta á hana. Hún hafði mikinn húmor og hennar brandarar voru engu líkir því þeir voru ávallt ein- hver spaugileg atvik úr umhverf- inu. Hann lifði lengi brandarinn hennar um ólánsmennina sem eina bjarta vornóttina ákváðu að hvíla lúin bein fyrir neðan svefnher- bergisgluggann hennar á Vestur- götunni. Ömmu þótti hávaðinn í þeim helst til mikill en var þó ýmsu vön og lét nokkrar vatns- gusur fljúga út um gluggann. Ann- ar þeirra leit þá upp í heiðan him- ininn og sagði við hinn „Heldurðu að það sé ekki farið að rigna“. Við upplifðum svo skemmtilegar stundir saman bara við það að gera hversdagslega hluti. Okkar reglulegu bæjarferðir sem byrjuðu oftast á matarinnkaupum enduðu oft á ótrúlegustu stöðum. Það var varla til það kaffihús sem við höfð- um ekki prófað og það var stund- um leitað út fyrir bæinn að skemmtilegum stöðum. Amma var svo jákvæð og opin fyrir öllu og alltaf skemmtum við okkur vel. Við vorum eins og jafnaldrar þrátt fyr- ir hálfrar aldar aldursmun því amma var svo ung í anda. Eftirminnilegust þessara ferða okkar var þegar ég fór fyrir nokkrum árum með ömmu að kjósa niður í Miðbæjarskóla. Amma var að sjálfsögðu svo flott og fín eins og ávallt með hatt og hanska. Þegar við ökum um Þing- holtin dettur okkur í hug að kíkja við í húsinu á Þingholtsstræti þar sem amma vann svo lengi sem ung stúlka. Þar er tekið svo vel á móti okkur og við leiddar um húsið. Þetta var mjög sérstök reynsla fyrir okkur báðar því amma hafði ekki komið þarna í áraraðir og sögurnar sem hún hafði sagt mér frá þessum tíma lifnuðu allar við. Sérstaklega var gaman að koma í eldhúsið þar sem allar stórveisl- urnar höfðu orðið til. Það var svo skemmtilegt hvern- ig ömmu tókst að sameina heims- konuna og náttúrubarnið. Heims- konan sem var ávallt svo glæsilega klædd og vel til höfð, þótti gaman að fara í siglingu, skoða heims- borgirnar og njóta lífsins. Og svo náttúrubarnið sem hafði alist upp við kröpp kjör á Hellissandi en náð sérstöku sambandi við dýrin og gróðurinn, sambandi sem hélst ævilangt. Þegar þú komst í heiminn gréstu en þínir nánustu voru glaðir. Lifðu þannig, að þegar þú ferð gráti þínir nánustu en þú sjálfur verðir glaður. (Sören Kierkegaard.) Síðustu mánuðir hafa verið okk- ur ömmu erfiðir. Við fundum báð- ar að kveðjustundin nálgaðist. Samt áttum við oft góðar stundir saman þegar hún lá á spítalanum og við létum hugan reika. Við fór- um í huganum vestur á Hellissand og hún sagði mér frá því þegar hún stalst niður í fjöru til að gefa fuglunum brauðmola þegar hún átti að fara að sofa. Þannig á ég eftir að minnast hennar ömmu. Það er sárt að kveðja hana ömmu sem hefur alla mína ævi verið til staðar, gefandi af sér kærleik, ástúð og vináttu sem hef- ur verið mér svo mikils virði. Guð blessi minningu elsku ömmu minnar og bestu vinkonu. Björg Steinarsdóttir. KRISTÍN INGIBJÖRG ELÍASDÓTTIR ()                6  6   3()$!5* #! !3&          *    !   +&           ! ,#  -.  !   '%  & # 23& !!" 7*$  ##  &5# ! ##  23& # !!" % *$ # !!" 8 2 # !!" 83!# 1 )!!" 9'1 )! ##  2 (83!# !!" "5+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.