Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 53 VEGAGERÐIN og VSÓ Ráðgjöf kynna tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðs Arnarnesvegar milli Reykjanesbrautar og Breiðholts- brautar. Hægt er að nálgast tillög- una á heimasíðu VSÓ Ráðgjafar www.vso.is. Í tillögu að matsáætl- un er m.a. greint frá upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir, framkvæmdasvæði, afmörkun lík- legs áhrifasvæðis framkvæmda, þá umhverfisþætti sem verða rann- sakaðir í matsvinnunni og hvernig staðið verður að kynningu og sam- ráði í áframhaldandi matsvinnu. Á heimasíðunni er unnt að koma á framfæri athugasemdum og fyr- irspurnum um tillögu að matsáætl- uninni, t.d. hvort rannsóknir nái til nauðsynlegra umhverfisþátta, fyr- irhugaðar kynningar séu nægileg- ar og ábendingar um hvernig skuli staðið að einstökum þáttum mats- vinnunnar, segir í fréttatilkynn- ingu. Matsáætlun vegna Arnarnesvegar GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins í Reykjum í Ölfusi stendur fyrir nám- skeiðinu Trjávernd – hvað teljast verðmæt tré? Námskeiðið er ætlað fagfólki í græna geiranum og verður haldið föstudaginn 5. apríl kl. 9–15 í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. Fjallað verður um m.a.: gildi gam- alla trjáa, hvaða þýðingu þau hafa fyr- ir okkur, hvernig við metum gömul tré, trjáfellingar og hvernig við mæl- um gömul tré með nýjustu tækni. Leiðbeinendur verða Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjustjóri Orku- veitu Reykjavíkur, Jón Geir Péturs- son, skógfræðingur hjá Skógræktar- félagi Íslands, Kolbrún Þóra Oddsdóttir, umhverfisstjóri Hvera- gerðisbæjar og Tryggvi Marinósson, forstöðumaður framkvæmdamið- stöðvar Akureyrabæjar. Í lok námskeiðsins verður farið í gönguferð um miðbæ Reykjavíkur og ýmsar trjátegundir skoðaðar með til- liti til aldurs og hæð þeirra verður mæld með nýjustu tækni. Námskeið- inu líkur í Alþingisgarðinum með kakói og kleinum og þar mun Einar E. Sæmundsen, landslagsarkitekt greina frá sögu garðsins og Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra ávarpar hópinn. Skráning og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Garðyrkjuskólans eða í gegnum netfangið; mhh@reyk- ir.is. Námskeið um trjávernd TOURETTE-samtökin á Íslandi hafa opið hús fyrir foreldra barna með To- urette-heilkenni í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 í Hátúni 10b, 9. hæð. Opið hús er mánaðarlega, fyrsta fimmtu- dag hvers mánaðar. Þar gefst foreldr- um tækifæri til að spjalla saman yfir kaffibolla um málefni barna sinna. Tourette með opið hús ANNADÍS G. Rúdólfsdóttir fé- lagssálfræðingur verður með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvenna- fræðum við Háskóla Íslands, í dag, fimmtudaginn 4. apríl kl. 12–13, í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Ungar mæður“. Anna- dís fjallar m.a. um hvers konar móð- urímyndir ungar mæður styðjast við í hugmyndum sínum um móðurhlut- verkið og einnig hvers konar aðhald samfélagið veitir þeim. Rabb um ungar mæður MÁLÞING verður haldið í Fé- lagsmiðstöðinni Miðbergi við Gerðu- berg í Breiðholti laugardaginn 6. apríl kl. 14 undir yfirskriftinni Lífsskoðun – lífsstíll. Tilgangur málþingsins er að leiða saman fulltrúa hópa og félaga sem standa fyrir ákveðinn lífsstíl eða lífs- skoðun. Á málþinginu kynna þessir fulltrúar hvað í þessum lífsskoðunum/ lífsstíl felst auk þess sem gefinn verð- ur kostur á fyrirspurnum og um- ræðum. Áhersla verður lögð á hug- myndir um samskipti fólks; hvernig eiga þau að vera, hvaða forskrift eða fyrirmynd er lögð til grundvallar. Frummælendur verða: Bjarni Karlsson sóknarprestur, Eygló Jóns- dóttir framhaldsskólakennari, Jó- hann Björnsson kennari, Jörmundur Ingi allsherjargoði, Kjartan Jónsson, talsmaður Húmanistahreyfingarinn- ar, Ragnhildur Helgadóttir, jafnrétt- isfulltrúi ÍTR. Fundarstjóri verður Þóra Arnórsdóttir. Málþingið er skipulagt af: Miðstöð menningar – Húmanistahreyfingunni, segir í fréttatilkynningu. Málþing um lífs- skoðun – lífsstíl STOFNUN Vigdísar Finnbogadóttur stendur fyrir málþingi um færeyskt mál og menningu í apríl í samvinnu við Íslenska málfræðifélagið, Nafn- fræðifélagið, Rannsóknarstofnum KHÍ og samtök móðurmálskennara. Fyrirlestra halda: Anfinnur Johan- sen, færeyskur nafnfræðingur, laug- ardaginn 6. apríl kl. 11 – 13, í Odda, 101. Jógvan Mörköre, dósent við Sögu- og samfélagsdeild Fróðskapar- seturs Færeyja, þriðjudaginn 9. apríl 10, kl. 16.15, í Odda. Vár í Ólavsstovu, bókmenntafræðingur, fimmtudaginn 11. apríl kl. 16.15, í Lögbergi, 201. Martin Næs miðvikudaginn 17. apríl kl. 16.15, í Hátíðasal HÍ. Málþingið er styrkt af Norrænu ráðherranefnd- inni. Allir eru velkomnir. Málþing um færeyskt mál og menningu NÝLEGA lauk breytingum á tveim- ur Nissan Patrol-jeppum sem nota á til ferjuferða á Grænlandsjökli með starfsmenn Volkswagen-verksmiðj- anna. Volkswagen-verksmiðjurnar eru með tilraunabrautir á Grænlands- jökli fyrir fólksbifreiðir sem fram- leiddar eru hjá fyrirtækinu víða um heim. Brautirnar eru 170 km inni á jöklinum, upp af Syðri-Straums- firði, þar sem er stærsti flugvöllur Grænlands. Jepparnir eru keyptir hjá Ingvari Helgasyni hf. og þeim breytt hjá bifreiðaverkstæðinu Breytir ehf. í Reykjavík. Dekkjastærð jeppanna er 44 tommur. Mið var tekið af reynslu og hugviti íslenskra jökla- manna, sem verið hafa í far- arbroddi á þessu sviði undanfarna áratugi. Það eru félagarnir Sig- mundur Sæmundsson, Gunnar Valdimarsson og Hlynur Snæland Lárusson sem hafa haft veg og vanda af breytingunum og munu sjá um rekstur bílanna á Grænlandi. Jepparnir eru merktir með vöru- merki Hampiðjunnar á báðum hlið- um og er þetta liður í markaðs- setningu fyrirtækisins á veiðarfærum í Grænlandi. DYNEX- dráttartógið sem er á spilum bílanna er sérframleitt í Hampiðj- unni fyrir jeppaspilin, segir í frétta- tilkynningu. Íslenskir jeppar á Græn- landsjökul Guðmundur Víglundsson, Sigmundur Samúelsson, Birgir Guðmundsson og Gunnar Valdimarsson við jeppana sem fara til Grænlands. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÁGÚST H. Bjarnason grasafræð- ingur flytur fyrirlestur sem hann nefnir íslensk plöntunöfn á vegum Nafnfræðifélagsins í stofu 201 í Odda, húsi Háskóla Íslands, laugar- daginn 6. apríl kl. 14. Ágúst segir frá uppruna erlendra plöntunafna, hvernig þau hafa flakk- að á milli landa og afbakast og fl. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fyrirlestur um íslensk plöntunöfn HÓPÞJÁLFUN Gigtarfélags Íslands býður upp á létta leikfimi, vefjagigt- arhópa, bakleikfimi fyrir karlmenn, vatnsleikfimi og jóganámskeið. Þjálfunin fer fram á mismunandi tímum dags í húsi GÍ í Ármúla 5 og vatnsþjálfunin í Sjálfsbjargarlaug í Hátúni 12. Skráning og nánari upp- lýsingar eru á skrifstofu GÍ, Ármúla 5 í Reykjavík. Hópþjálfun Gigtarfélagsins NÁMSKEIÐ um hvernig á að skrifa fréttatilkynningar og frétta- bréf verður haldið hjá Endur- menntun Háskóla Íslands, Dunhga 7, þriðjudaginn 16. og miðvikudag- inn 17. apríl kl. 16-19. Kennt verður að skrifa og setja upp fréttatilkynningu og skrifa hnitmiðaðar fréttir fyrir fréttabréf og fréttasíður á Netinu. Farið verður í fréttaformið, fyrirsagnir og fréttamat og leiðir til að grípa athygli blaða- og fréttamanna. Hvaða spurningum þarf fréttatil- kynning að svara og hvaða spurn- ingum svarar hún ekki? Hvernig fylgir maður fréttatilkynningum eftir með blaðamannafundum, samtölum við fjölmiðlafólk, viðtöl- um og öðru ítarefni? Kennari verður Sigrún Stefáns- dóttir forstöðumaður upplýsinga- skrifstofu Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Verð er kr. 15.400. Frekari upp- lýsingar eru á vefsetrinu www.end- urmenntun.is. Skráning hjá End- urmenntun HÍ í síma eða á netfanginu mailto:endurmennt- un@hi.is, segir í fréttatilkynningu. Kennt að skrifa fréttatilkynningar NÁMSKEIÐ um markvissa upplýs- ingaöflun á Netinu verður haldið hjá Endurmenntun HÍ dagana 22. og 23. apríl kl. 9–16. Það er sérstaklega ætl- að bókasafnsfræðingum og þeim sem starfa við rafræn gagnasöfn en er öll- um opið. Farið verður í rafræna upplýsinga- öflun (SBIGs) og með verklegum æf- ingum verður m.a. leitað upplýsinga á netsíðum (meta-gateways). Kynnt verður hvernig efnissíður eru byggð- ar upp og fjallað um vél- og hugbúnað, efnisröðun, siðareglur og staðla. Kennari er Traugott Koch sér- fræðingur í rafrænum gagnasöfnum. Kennt verður á ensku. Frekari upp- lýsingar um efni námskeiðsins eru á veffanginu www.endurmenntun.is og þar er jafnframt hægt að skrá sig. Námskeið um upplýsingaöfl- un á Netinu KJÖRDÆMAFÉLAG Samfylking- arinnar í Reykjavík verður með laugardagskaffi um jafnréttismál í Reykjavík laugardaginn 6. apríl kl. 11 í Austurstræti 14. Frummælandi verður Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi. Fundurinn er öllum opinn, segir í fréttatilkynningu. Ræða jafnréttis- mál í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.