Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Systir mín elskuleg. Þegar kemur að kveðjustund leitar margt í hugann. Þó að árafjöldinn segi okkur að haustinu halli að vetri, finnst okkur samt að fresturinn hefði mátt vera lengri. Þú varst mikil baráttukona og gafst aldrei upp fyrr en að full- reyndu. Því kom það mér ekki á óvart er ég talaði við þig í síma viku fyrir andlát þitt og þú sagðist ætla að skreppa til Grænlands í sumar þegar þú færir að hressast. Hjá því gat ekki farið að slíkri eldsál sem þér var gefin, fylgdi mikil athafnasemi og framkvæmdagleði enda sést það á þeim verkum sem eftir þig liggja. Ég mun ekki telja þau hér, enda flest komið fram áður. Mig langar að segja frá þeim þætti sem sneri að okkur systkinum þínum frá bernskudögum. Þú varst elst og þú varst fyrir- myndin, fræðarinn og leiðbeinand- inn ásamt foreldrum okkar. Ég man allar ferðirnar með þér um æsku- slóðirnar, sem oft urðu ævintýrum líkastar þegar frásagnargleði þín hóf sig á flug. Heiðin, Laxáin, hólmarnir, engj- arnar, hvammurinn, alls staðar var eitthvað að gerast, eða hafði gerst, eða gæti gerst í framtíðinni. Ég vil segja að þú hafir verið svo heppin að alast upp í þeim heimi sem var, áður en margmiðlunin helltist yfir veröldina. Í mínum huga var sá heimur ekki fátækari en sá sem nú er, bara öðru- vísi. Árin liðu og systkinin stefndu hvert í sína áttina, þá átt sem lífs- baráttan leiðir hverju sinni. Hin síðari ár tengdumst við aftur og áttum margar ánægjustundir saman. Við höfðum báðar gaman af tafli, ættfræði og allskonar grúski, vís- um,kvæðum og gömlum sögum. Þú varst óþreytandi að viða að þér fróð- leik, skrá og skrifa niður. Við gátum líka hlegið óstöðvandi að ýmsu sem kitlaði hláturtaug- arnar. Þessar stundir okkar eiga eftir að vera mér dýrmætur sjóður að sækja í. Ég veit að þú munt ekki sitja auð- um höndum í þínum nýja heimi. Krjúptu að fótum friðarboðans, fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgr.) Þakka þér allt. Guð blessi þig. Arndís Steingrímsdóttir. JÓHANNA Á. STEINGRÍMSDÓTTIR ✝ Jóhanna Álfheið-ur Steingríms- dóttir fæddist í Nesi í Aðaldal 20. ágúst 1920. Hún lést á heimili dóttur sinnar í Reykjavík aðfara- nótt mánudagsins 25. mars og fór útför hennar fram frá Nes- kirkju í Aðaldal 30. mars. Örfá orð í minningu elskulegrar systur. Eldhugi og hetja. Það eru orðin sem mér finnst lýsa henni best. Hún barðist ötullega fyrir málefnum sem henni þóttu vera þess virði, var trú sinni sannfæringu og lét ekki aðra hafa áhrif á skoðanir sínar ef henni þóttu þær réttari, en hikaði heldur aldrei við að breyta þeim ef henni fannst sanngirni krefjast þess. Hetju- lega tók hún áföllum og sorgum lífs- ins. Aldursmunur okkar var nokkur, ellefu ár, en eftir að við tvíburasyst- ur hennar, ég og Arndís, vorum vaxnar úr grasi, fannst mér hans aldrei gæta. Hún gat tekið fullan þátt í unglingaærslum okkar og leikjum. Hún var mikil útivistar- manneskja og hafði yndi af að ferðast. Margar ógleymanlegar stundir á ég í minningum frá ferðum okkar saman um heimaland Nes- bæjanna, sem á svo marga yndis- fagra staði. Hver frístund var gripin til að fara austur í eyjarnar í Laxá, upp í brekkur Hvammsheiðar, aust- an ár, til berja eða bara til að njóta fegurðarinnar, dást að gróðrinum og hlusta á lindirnar niða, eða með stöng niður á Laxárbakka að reyna að lokka höfðingja árinnar. Hún var lífið og sálin í fjallaferðum stórfjöl- skyldunnar, sem farnar voru nokkr- um sinnum. Hún undirbjó og skipu- lagði þessar ferðir af sínum einstaka eldmóði og þær urðu öllum sem þátt tóku ógleymanlegar. Sólskinið fylgdi okkur ævinlega í þessum ferðum. Þó svo hefði ekki verið, hefði henni samt tekist að gera þær bjartar í minningunni. Jóhanna var minnug á allt það sem hún las eða heyrði og gædd einstökum frásagn- arhæfileikum. Minni hennar var trútt og frásagnargáfan heillandi. Þessum töfrum miðlaði hún til allra þeirra sem lásu bækur hennar, eða hlýddu á útvarpsþætti hennar og þessarar gáfu hennar nutum við sem umgengumst hana allt frá barnsaldri. Við unnum nokkuð sam- an að undirbúningi og útgáfu á Heiðmyrkri, ljóðabók Steingríms föður okkar og fleira slíku tengdu fjölskyldunni, með henni var gott að vinna og hún var alltaf eldhuginn í starfinu. Ég mun ekki tíunda störf Jóhönnu að félagsmálum, né ritstörf hennar það munu aðrir gera betur. Vissulega vann hún á báðum sviðum góð og mikil störf. Á ritvellinum var hún jafnvíg á laust og bundið mál. Hún var kveikjan að stofnun Kveð- anda, vísnafélags Þingeyinga og for- maður þess frá stofnun. Enda þótt bækur hennar flestar séu í lausu máli, var ljóða- og vísnagerð ekki síður hennar hjartans mál. Svo hæfileikarík kona sem Jóhanna hlýt- ur alltaf að skilja eftir mikla eftirsjá í huga alls síns samferðafólks á lífs- leiðinni, þó auðvitað sé söknuðurinn sárastur þeim sem stóðu henni næst. En hún skilur einnig eftir mikla auðlegð í fögrum minningum frá ógleymanlegum stundum í ná- vist frásagnarsnillingsins, náttúru- barnsins og þeirrar hlýju, glaðlyndu og elskulegu manneskju sem hún var. Systir mín elskuleg. Vertu kært kvödd. Þín, Kristbjörg. Við Jóhanna í Árnesi áttum sam- eiginlegt áhugamál og merkilegt samstarf um fimm ára skeið. Hún var formaður Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga og þannig einnig í forsvari fyrir Kvennakórinn Lissý þau ár sem ég var söngstjóri kórs- ins. Jóhanna unni menningu og list- um. Hún hafði mikinn metnað fyrir hönd kórsins, sem hún sá bæði sem sameiningartákn Kvenfélagasam- bandsins og listrænan vettvang þingeyskra kvenna. Og söngkonurn- ar þingeysku, 60 talsins á aldrinum sautján til rúmlega sjötugs, sungu bæði í Íslensku óperunni á afmæli Kvenfélagasambands Íslands, héldu fyrsta landsmót kvennakóra, fóru til útlanda í söngferð og tóku upp geislaplötu; Láttu rætast draum. Áhugi Jóhönnu og atorka lét drauma rætast. Ég minnist þess þegar utanlandsferðin var undirbúin og hagsýnar húsmæður horfðu á hátt hótelverð, og Jóhanna sagði: Konur ferðast ekki svo oft – við verðum á góðum hótelum. Ferðin var yndisleg og víst er að aldrei gleymum við þeim prinsess- utilfinningum sem hótelin vöktu hjá okkur. Það var mér dýrmætt að kynnast Jóhönnu. Hún var bæði fróð og skemmtileg og ég dáðist að störfum hennar í þágu kvenna og menning- ar. Með henni er genginn einn af þingeyskum höfðingjum. Guð blessi minningu hennar og styrki alla hennar ástvini. Margrét Bóasdóttir. Það fyrsta sem í hug minn kom þegar ég frétti lát Jóhönnu Stein- grímsdóttur var hvammurinn henn- ar við Laxá hjá Nesi, sólbjartur og fullur af dásamlega vel þroskuðum berjum þar sem ég fékk að koma haust eftir haust með vinum og vandamönnum. Enn ég gleymdi stundum alveg að tína ber, sat bara og hlustaði á niðinn í ánni og horfði á alla litadýrðina, fjöllin, móana og hraunið en í forgrunni þetta fallega ræktaða land og myndarleg bænda- býli. Ég fann líka hve mikið ég ætti Jó- hönnu að þakka og hve sterk áhrif hún hafði haft á sýn mína á lífið og tilveruna. Við Jóhanna áttum lengi samleið í stjórn Kvenfélagasambands Suður- Þingeyinga og í ýmsum málum kvenna en vorum ekki alltaf mjög sáttar við árangurinn í baráttunni. Efst er mér samt í huga hve þetta var skemmtilegt og gefandi. Mér dettur í hug ferð sem við fór- um í Skagafjörð, Jóhanna, Elín á Brún og ég á litla rauða bílnum hennar Elínar. Við lögðum af stað kl. sjö að morgni, en fundurinn var á Löngumýri og átti að hefjast kl. tíu. Við vorum allar eins og vera bar klæddar í „íslenskan búning“. Þegar við erum komnar langleiðina er farið að tala um að þetta verði erfiður dagur, sitja fyrst í bílnum og svo á fundi allan daginn. Jóhanna var fljót að finna ráð: Förum út og liðkum okkur. Og þarna dönsuðum við á veginum í Skagafirði þessar virðu- legu konur að austan hringdans um „litla rauð“ með tilheyrandi söng og hlátri og komum svo bráðhressar til fundar. Þar mættu þær stöllur kvennagulli, skólabróður þeirra frá Laugum, sem þeim þótti vera ótrú- lega gamall að sjá en einhver minnt- ist nú á hvort þær hefðu nokkuð litið í spegil nýlega. Árið 1975 var Kv.s.þ. 70 ára og í tilefni af því var gefið út afmælisrit þar sem gömlu handskrifuðu blöðin voru aðalefnið. Þar var Jóhanna við ritstjórnina ásamt Kristjönu Árna- dóttur og Iðunni Steinsdóttur. Þessi 6"  2   2    !"         !"      !"  ! 1 %70:279 %  C 0" '!)5 + 9"!1 )! ##  1 )!0"!# !!" 8& &5 *(! ##  0"!# !!"    5%   $0"!# ! ##  *   !" # 2( 0"!# ! ##     "5+ 7    1  @9-   %  / %  ) *-!#D.#! ## + ()      !    # ! !  ! 28- E ,79  7: F  G 9 # *  "!  !        !  8     9% &: % 1"! ##  # # '!!" -!*%  ##  # '# '!!" -B0 - ##  9 &5# '! ##  0   &5!!" 7# '!!"  !#0"!# ! ##  %  !# '! ##  %! !#&'!!" %& # 0 # '!!" 5"+         !     ! !  ! ,20: 6:  * & !(3  -!* C 3&     0    +$          !  ;   !"  :% &  *D.#! ##   3 ! ##   1 )!!" 0"( * !!"  !!"  $ !!"  !# * ##   !#+# H  "(# H   *+2 3 )" +" "#" %5*  !!" 5"5+ ,     2  / %  8    4    +'    !" ! ! !  . 0. 8   0      0     2     2 ! !   !# (!!" 0"&5#  ! ##   !# !!"    * ! ##  ( !# !!"  !#$9 ! ##  #  !# ! ##   !#(-!"+         ,7%, 6    "#)$! IJ 3&      / %   4 0    + %          !  =    -. !   &&%  & *-+ !!" 2 %&#  .# *! ##  -!#&5 *! ##  *$,  *! ##  %  0 9"!"+ ()      !    # ! !  !   ! 6  DK *5#IC *  '*# ) ( !-!*     8 <  !   ,   0   +%  4. "     ) !! &1 ! ## +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.