Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN 28 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐFARANÓTT 30. mars sl. sat Öryggis- ráð Sameinuðu þjóð- anna á löngum og ströngum næturfundi í því skyni að semja ályktun um ástandið í Austurlöndum nær, og loks í morgunsárið tókst ráðinu að kom- ast að samkomulagi um texta sem vakti sérstaka athygli þjóða heims vegna þess að í fyrsta sinn gátu Bandaríkin sætt sig við orðalag hennar og beittu þess vegna ekki neitunarvaldi sínu gegn henni, eins og gerst hafði svo oft áður við sömu kringumstæður. Fjallað var ítarlega um málið í morgunfrétta- skýringum erlendra sjónvarps- stöðva svo sem C.N.N., SKY News o.fl. sama dag, þar sem sjónum var einkum beint að þeim ákveðnu at- riðum í orðalagi ályktunarinnar sem leitt hefðu til þess að Banda- ríkin hefðu getað fellt sig við hana. Orðrétt hljóðar lykilkaflinn í ís- lenzkri þýðingu höf.: Öryggisráðið: Hvetur báða málsaðila til þess að gera tafar- laust gangskör að því að koma á marktæku vopnahléi, hvetur til þess að ísraelskir hermenn verði dregnir frá palestínskum borgum, þ.m.t. Ramallah, og hvetur máls- aðila til þess að sýna hinum sér- staka sendifulltrúa Zinni fullan samstarfsvilja, o.s.frv. (Kaflinn er þannig í ensku útgáfu ályktun- arinnar: The Security Council: Calls upon both parties to move immediately to a meaningful ceasefire; calls for the with- drawal of Israeli troops from Palestini- an cities, including Ramallah; and calls upon the parties to cooperate fully with Special Envoy Zinni, and others, to imple- ment the Tenet secur- ity work plan as a first step tow- ards implementation of the Mitchell Committee recommend- ations, with the aim of resuming negotiations on a political settle- ment;) Í hádegisfréttum íslensku út- varpsstöðvanna Bylgjunnar og RÚV var greint frá ályktun þess- ari í aðalfrétt dagsins, nánast sam- hljóða á báðum stöðvum, á tilfinn- ingaþrunginn hátt, þannig að „….Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna krefst þess að Ísraelar dragi samstundis her sinn frá herteknu svæðum Palestínumanna…..“ Síð- an var tekið viðtal við Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra Ís- lands, þar sem hann var spurður álits á þessari tímamótaályktun Öryggisráðsins. Jú, jú, ekki stóð á svarinu: Halldór lýsti yfir heils hugar stuðningi við ályktun S.Þ. um að Ísraelar hverfi tafarlaust með her sinn af svæðum Palest- ínumanna. Það verður að segjast hreint út að sá sem þetta ritar hrökk alvar- lega í kút við þennan fréttaflutn- ing þar sem hann fór alvarlega á skjön við umfjöllun hinna erlendu fjölmiðla og sjálfan frumtexta ályktunar Öryggisráðsins, eins og lesendur geta sjálfir gengið úr skugga um: orðið tafarlaust er ein- göngu notað í tengslum við vopna- hlé, en alls ekki um það hvenær Ísraelsher eigi að draga lið sitt til baka, og reyndar koma engin tímamörk þar að lútandi fyrir í ályktuninni. Að fréttalestri loknum var haft samband við fréttastofur beggja útvarpsstöðvanna og þeim bent á „misskilninginn“. Fréttastofa Bylgjunnar brást skjótt og vel við (án þess þó að birta beinlínis leið- réttingu), en Fréttastofa RÚV (hin „íslenska B.B.C.“ eins forstöðu- menn þar á bæ kynna sig gjarnan við hátíðleg tækifæri), hélt hins vegar sínu striki alla páskahelgina, jafn í útvarps- og sjónvarpsfrétt- um, á heimasíðu sinni og í texta- varpi og birti „fréttina“ óbreytta, og vísaði síðan rækilega í yfirlýs- ingar Halldórs Ásgrímssonar henni til áréttingar. Þetta síðastnefnda er reyndar sérstakt áhyggjuefni í ljósi þess að Íslendingar hyggjast nú í náinni framtíð (Leiðtogafundur NATO, friðargæsla, o.s.frv.) gera sig enn meira gildandi á alþjóðavettvangi en verið hefur, en svo virðist sem utanríkisráðherra landsins hafi verið gripinn glóðvolgur í bólinu ef svo má segja, fenginn til þess að gefa yfirlýsingar „út í loftið“ að óathuguðu máli, líklega á grund- velli yfirlýsinga sjálfra frétta- mannanna. Slíkt er óafsakanlegt í jafn eldfimu og ofurviðkvæmu máli og deilunni í Austurlöndum nær, og einkum ef Íslendingum dytti einhverntíma í hug að leggja hönd á plóginn við lausn þeirrar illvígu deilu. Rangfærslur RÚV, Bylgjunn- ar og ráðherra Björn Jónsson Öryggisráðið Utanríkisráðherra var fenginn til þess, segir Björn Jónsson, að gefa yfirlýsingar „út í loftið“ að óathuguðu máli. Höfundur er fyrrv. starfsmaður SÞ í Sómalíu. HINN 17. janúar sl. ritaði ég grein í Morgunblaðið þar sem beðið var leið- sagnar háttvirts heil- brigðisráðherra um framtíð heilsugæsl- unnar í landinu en fátt hefur orðið um svör. Aftur á móti hafa verkin talað skýru máli. Ég spurði heilbrigðisráðherra þeirrar spurningar hvort réttlætanlegt væri að hvetja ung- lækna til að velja sér heimilislækningar sem sérgrein. Viðbrögð og gjörðir ráðherra að undanförnu er því miður ekki hægt að túlka á annan hátt en að slíkt sé ekki skynsam- legt. Ekki er með nokkru móti hægt að hvetja unglækna til að velja sér sérgrein þar sem launa- kjör og afkoma byggist á geðþótta heilbrigðisráðherra hverju sinni. Reglugerðin Ég tel að setning reglugerðar- innar um nýliðin áramót, þar sem tekjur fyrir læknisvottorð voru með einu pennastriki teknar af heilsugæslulæknum og færðar til heilsugæslustöðvanna, sé stjórn- valdsaðgerð sem á sér fáar líkar. Hér var byrjað á öfugum enda, heimavinnan ekki unnin og því fer sem fer. Hefði ekki verið skyn- samlegra að ræða við kjaranefnd og fulltrúa heimilislækna fyrst áð- ur en anað var út í foraðið? Í stað- inn fyrir að ná sáttum um málið frá upphafi var farin óskynsamleg leið, sem hefur haft alvarlegar af- leiðingar fyrir heilsugæsluna í landinu. Heilbrigðisráðherra hefur kallað heimilislækna hvatvísa í við- brögðum sínum. Ég tel nú að við höfum verið furðu rólegir miðað við forsendur. Hvaða stétt hefði látið bjóða sér að láta lækka laun sín um 10-15% á einni nóttu án þess að mótmæla kröftuglega og grípa til mun harðari aðgerða en við höfum gert enn sem komið er. Við höfum hótað uppsögnum og vafalaust mun mál þetta enda með að nokkrir okkar munu yfirgefa stéttina og snúa sér að öðru í kjöl- farið, hver svo sem niðurstaðan verður. Heilsugæslan í forgang Heilbrigðisráðherra hefur boðað framgang heilsugæslunnar í land- inu og að hún sé hornsteinn heil- brigðisþjónustunnar. Ekki er ann- að að sjá en að þetta séu innantóm orð þegar gjörðir eru hafðar í huga. Aldrei hefur heimilislækna- skorturinn verið meiri. Aldrei hafa heimilislæknar verið óánægðari með kjör sín og stöðu. Aldrei hefur heimilis- læknum verið misboð- ið svo gróflega en með setningu reglugerðar- innar, þar sem tekjur fyrir vottorð voru af þeim teknar og færð- ar bótalaust undir rík- ið. Aldrei hafa jafn- margir heimilislæknar verið staðráðnari í að hverfa úr starfi ef ekki næst viðunandi úrlausn. Höfum við verið að misskilja eitt- hvað, er verið að byggja upp heilsu- gæslu á Íslandi án lækna? Lausnin felst í steinsteypu Ég gerði að umtalsefni í síðustu grein minni viðtal við bæjarfull- trúa í Kópavogi, sem vildi leysa heimilislæknavandann þar með byggingu þriðju heilsugæslustöðv- arinnar. Þetta voru eðlileg við- brögð þess sem vill leysa vandann en þekkir ekki forsendurnar, sem er fyrst og fremst skortur á heim- ilislæknum. Mér féllust aftur á móti hendur þegar yfirmaður heil- brigðismála í landinu át þetta upp eftir bæjarfulltrúanum í nýlegu viðtali. Ef þekkingin á vandanum er ekki meiri innan heilbrigðis- ráðuneytisins en hér kemur fram erum við í vondum málum. Ef leysa á vanda heilsugæslunnar með steinsteypu er tvímælalaust kominn tími til að hugsa sinn gang og leita sér að öðrum starfsvett- vangi. Staðan í dag Staðan í dag er sú að fullkominn trúnaðarbrestur ríkir á milli heim- ilislækna og heilbrigðisráðherra. Heimilislæknar hafa ekki fengið greitt fyrir nema lítinn hluta lækn- isvottorða fram til 13. mars og eft- ir það ekkert. Þetta hefur m.a. haft þau áhrif að nánast allir heim- ilislæknar eru hættir að gefa út vottorð sem ekki bein lagaskylda leggur þeim á herðar að gera. Vottorð sem ekki eru afgreidd lengur eru t.d. vinnuveitendavott- orð og skólavottorð, vottorð til tryggingafélaga, lögfræðinga, líf- eyrissjóða og svo mætti lengi telja. Hvað er til ráða? Heilbrigðisráðherra lofaði upp í ermina á kjaranefnd fyrir 3 mán- uðum, að hún myndi bæta okkur upp þann tekjumissi sem hlaust af setningu reglugerðarinnar dæma- lausu. Ekkert er haldbært á þeim vettvangi enn og reyndar undar- legt að ráðherra skuli telja sig um- kominn að geta gefið kjaranefnd fyrirmæli af þessum toga. Það er leitt að við skulum ekki geta gert slíkt hið sama því að hjá kjara- nefnd hafa legið tillögur um kjara- bætur okkur til handa frá því í maí í fyrra án þess að viðbrögð hafi fengist við þeim. Það er greinilega ekki sama Jón og séra Jón! Leiðarlok heilsugæsl- unnar? Ágúst Oddsson Höfundur er formaður Félags íslenskra landsbyggðarlækna. Heilsuþjónusta Heilbrigðisráðherra, segir Ágúst Oddsson, lofaði upp í ermina á kjaranefnd. Frá Miðjarðarhafinu í apótekið þitt „Pharmaceutical - Grade“ ólífuolía í gelhylkjum með vítamínum, jurtum og/eða steinefnum. Heilsuleikur Þú gætir unnið ferð til Spánar! Aðeins í Plúsapótekunum www.plusapotek.is Allt í grænu! ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 17 27 4 04 . 20 02 IKEA er opið: Virka daga kl. 10-18.30 Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 12-17 blómapottur 40 cm 1.490 kr. Skál 490 kr. ROSOR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.