Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 21 EDUARDO Duhalde, forseti Arg- entínu, minntist í fyrradag þeirra argentínsku hermanna, sem féllu í stríðinu um Falklandseyjar fyrir 20 árum, og ítrekaði þá kröfu landsins til eyjanna. „Malvínas-eyjar (Falklandseyjar) tilheyra okkur. Við munum end- urheimta þær,“ sagði Duhalde við athöfnina, sem fram fór í bænum Ushuaia, 3.000 km suður af Buenos Aires. Tóku nokkur þúsund manns þátt í henni, þar af margir, sem börðust í stríðinu við Breta. Leopoldo Galtieri, þáverandi herstjóri í Argentínu, fyrirskipaði innrásina á Falklandseyjar en Bretar náðu þeim aftur á sitt vald eftir blóðug átök í 74 daga. Kost- uðu þau 648 argentínska hermenn lífið og 255 breska. Duhalde lagði áherslu á, að Falk- landseyjar yrðu unnar aftur en þó ekki með valdi, heldur með þol- inmæði og seiglu og stuðningi ann- arra ríkja í Suður-Ameríku. Sagði hann, að samtímis væri mikilvægt að hafa gott samband við núver- andi íbúa eyjanna. „Fullkomið klúður“ Falklandseyjastríðsins verður minnst með ýmsum hætti um alla Argentínu á næstu dögum. Martin Balza, fyrrverandi yfirmaður hers- ins, sem sjálfur barðist á Falk- landseyjum, segir, að innrásin á eyjarnar 2. apríl 1982 hafi verið „sögulegt afrek“ en stríðið sjálft „fullkomið klúður“. Sagði hann, að ekki mætti spyrða saman her- mennina, sem þar börðust, og Galtieri og herstjórnina. „Við skulum gleyma pólitísku mistökunum, eins og þeim að halda, að Bretar myndu ekkert gera og Bandaríkjamenn ekki styðja þá. Stríðinu var fyrst og fremst ætlað að styrkja einræð- isstjórn hersins með því að spila á strengi þjóðerniskenndarinnar,“ sagði Balza. Reuters Uppgjafahermenn úr Falklandseyjastríðinu með argentínska fánann, tveggja kílómetra langan. Með hann fara þeir vítt og breitt um landið til að minnast félaga sinna sem féllu í Falklandseyjastríðinu fyrir 20 árum. Duhalde forseti ítrekar kröfu til eyjanna Buenos Aires. AFP. Argentínumenn minnast Falk- landseyjastríðsins fyrir 20 árum alltaf á föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.