Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 57
DAGBÓK
Árnað heilla
50 ÁRA AFMÆLI. Í dag fimmtudaginn 4. apríl er fimm-tugur Stefán Bjarkason, íþrótta- og tómstunda-
fulltrúi Reykjanesbæjar, til heimilis á Grundarvegi 4, Njarð-
vík, Reykjanesbæ. Eiginkona hans, Þorbjörg Garðarsdóttir,
kennari, verður fimmtug 8. maí nk. Í tilefni af afmæli þeirra
hjóna taka þau á móti vinum og vandamönnum í félagsheim-
ilinu Stapa laugardagskvöldið 6. apríl nk. kl. 20–24.
GULLBRÚÐKAUP. Í dag fimmtudaginn 4. apríl eiga gull-
brúðkaup heiðurshjónin Anna Jakobína Eiríksdóttir ljós-
móðir og Kári Þórir Kárason múrarameistari.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6
4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1
b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3
Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12.
Rbd2 cxd4 13. cxd4 Hd8 14.
b3 exd4 15. Bb2 Rc6 16.
Rxd4 Rxd4 17. Bxd4 Be6 18.
Rf3 h6 19. Hc1 Da5 20. Bb1
Hac8 21. Hxc8 Bxc8 22. He2
Bb7 23. Rh4 g6 24. Dc1 Kh7
25. Df4 Kg7 26. Dg3 Kf8
Staðan kom upp á Melody
Amber mótinu
sem lauk fyrir
skömmu í Móna-
kó. Alexey Shi-
rov (2715) hafði
hvítt í blindskák
gegn Jeroen Pi-
ket (2659). 27.
Rxg6+! fxg6 28.
Dxg6 Da3 29.
He1! Db4 30. Hd1
Re8 31. Dxh6+
Kf7 32. e5! dxe5
33. Bg6+ Ke6 34.
Bf5+ Kxf5 35.
g4+ Ke4 36.
Dg6+ Kf3 37.
Df5+ Ke2 38.
Dd3#. Jafnvel þótt skák-
menn fengju að sjá skák-
borðið yrðu þeir ánægðir
með svo glæsilega fléttu.
Lokastaða mótsins varð
þessi: 1. Alexender Moroze-
vich 15 vinninga af 22 mögu-
legum. 2. Alexey Shirov 14½
v. 3. Peter Leko 13½ v. 4.
Vassily Ivansjúk 13 v. 5.–7.
Evgeny Bareev, Boris Gelf-
and og Veselin Topalov 12 v.
8. Vladimir Kramnik 11 v.
9.–10. Zoltan Almasi og
Jeroen Piket 9 v. 11. Loek
Van Wely 6 v. 12. Ljubomir
Ljubojevic 5 v.
SKÁK
Umsjón
Helgi Áss Grétarsson
Hvítur á leik.
HERMANN Lárusson og
Erlendur Jónsson eru þre-
faldir meistarar um þessar
mundir – þeir unnu Bikar-
keppni BSÍ síðastliðið haust
í sveit Páls Valdimarssonar,
síðan Íslandsmótið í tví-
menningi, og nú um páskana
urðu þeir Íslandsmeistarar í
sveitakeppni, aftur með Páli
og félögum. Sannarlega
glæsilegur árangur.
Vestur gefur; NS á hættu.
Norður
♠ ÁKG72
♥ ÁG9
♦ Á986
♣2
Vestur Austur
♠ D863 ♠ 105
♥ D4 ♥ 63
♦ G73 ♦ KD105
♣10754 ♣ÁG986
Suður
♠ 94
♥ K108752
♦ 42
♣KD3
Hermann lenti í kröppum
dansi í þessu spili í leiknum
gegn Subaru nú um
páskana. Hann og Erlendur
voru með spil NS gegn Jóni
Baldurssyni og Þorláki
Jónssyni:
Vestur Norður Austur Suður
Þorlákur Erlendur Jón Hermann
Pass 1 spaði 2 lauf 2 hjörtu
4 lauf 6 hjörtu Pass Pass
Pass
Slemman er hörð og eftir
útspil Þorláks í tígli lítur
hún verulega illa út. Her-
mann drap á tígulás, tók ÁK
í spaða og stakk spaða, en
ekki kom drottningin. Nú
voru góð ráð dýr, en Her-
mann tók upp veskið. Hann
spilaði trompi og svínaði
gosanum! Stakk svo spaða,
spilaði hjarta á ás og henti
tígli niður í fríspaða. Gaf svo
aðeins einn slag á laufás.
Á átta borðum létu menn
duga að spila geim í NS, en
eitt annað par reyndi
slemmu og tapaði henni.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Ég sé að þú gengur í
svefni.
LJÓÐABROT
SÓLARLJÓÐ
Fé ok fjörvi
rænti fyrða kind
sá inn grimmi Greppr;
yfir þá vegu,
er hann varðaði,
náði engi kvikr komask.
Einn hann át
opt harðla,
aldri bauð hann manni til matar,
áðr en móðr
ok meginlítill
Gestr af götu kom.
Drykks of þurfi
lézk inn dæsti maðr
ok vanmettr vera;
hræddu hjarta
hann lézk trúa,
þeim er áðr hafði vályndr verit.
Mat ok drykk
veitti hann þeim er móðr var,
allt af heilum hug;
guðs hann gáði,
góðu honum beindi,
því at hann hugðisk váligr vera.
– – –
FRÉTTIR
EINMÁNAÐARFÖGNUÐUR
verður haldinn í Gjábakka, Fann-
borg 8, í dag, fimmtudaginn 4. apríl,
kl. 14 og er samstarfsverkefni leik-
skólans Marbakka, Digranesskóla
og Gjábakka.
Lögð er áhersla á að fólk á öllum
aldri eigi samleið, t.d. í handmennt,
sköpun ýmissa verka, tafl o.fl. Fólk á
öllum aldri kemur fram, m.a.: Eva
Mjöll og Ingibjörg Sigurbjörnsdæt-
ur syngja við undirleik Agnesar
Löve, Ritlistarhópur Kópavogs,
Ljóðahópur Gjábakka, ungir ljóða-
menn úr Digranesskóla lesa frum-
samin ljóð, Ólafur Kjartan Sigurðs-
son syngur við undirleik Jónasar
Ingimundarsonar, Margrét Inga
Bjarnadóttir textílkennari og Guð-
rún Vigfúsdóttir listvefari leiðbeina
fólki á öllum aldri við vefjalistsköp-
un.
Vöffluhlaðborð verður selt á
staðnum. Allir eru velkomnir og ekk-
ert þátttökugjald, segir í fréttatil-
kynningu.
Einmánaðar-
fögnuður
í Gjábakka
AUKAAÐALFUNDUR Alliance
française í Reykjavík verður haldinn
miðvikudaginn 10. apríl, kl. 20.30 í
húsakynnum félagsins (JL-húsinu,
Hringbraut 121, 3. hæð).
Aðalfundur
Alliance française
Forsýning Lions
í Háskólabíói
LIONSKLÚBBURINN Eir í
Reykjavík hefur átt gott samstarf
við Háskólabíó um forsýningarétt á
kvikmyndum. Samstarf þetta felst í
því að Háskólabíó og framleiðandi
kvikmynda eftirláti Lionsklúbbnum
sölu á forsýningu. Öllum ágóða ver
Lionsklúbburinn til ýmissa líknar-
og baráttumála klúbbsins.
Að þessu sinni er um að ræða
kvikmyndina „The Affair of the
Necklace“ með Óskarsverðlauna-
leikkonunni Hillary Swank. Myndin
gerist rétt áður en franska stjórn-
arbyltingin hefst og fjallar um greif-
ynjuna Jeanne Valois sem berst fyr-
ir því að fá landareign sína aftur eftir
að fjölskylda hennar missir hana á
miklum ólgutímum.
Sýningin er í dag, fimmtudaginn
4. apríl, kl. 20. Sala aðgöngumiða er í
höndum félagskvenna og í anddyri
Háskólabíós ef einhverjir miðar
verða óseldir á sýningardag, segir í
fréttatilkynningu.
HERRAKVÖLD Samfylkingarinn-
ar og Ungra jafnaðarmanna í Hafn-
arfirði verður föstudaginn 5. apríl kl.
19.30 í Alþýðuhúsinu. Aðgangseyrir
er enginn og veitingar verða seldar á
vægu verði. Ýmsir lista- og sögu-
menn skemmta, auk þess sem fram-
bjóðendur verða á staðnum.
Herrakvöld Sam-
fylkingarinnar
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
HRÚTUR
Afmælisbörn dagsins:
Persóna þín er sögð traust
og samviskusöm. Þú lýkur
ávallt við það sem þú tekur
þér fyrir hendur og vekur
athygli fyrir það hversu
dugleg/ur þú ert.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Nú er kominn tími fyrir
þig að huga að því sem
skiptir þig máli. Þú verður
að rækta sjálfan þig til
þess að koma að einhverj-
um notum.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú telur þig vera fullan af
orku en í raun þarftu að
hvíla þig og fylgjast með
úr fjarlægð.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þessi dagur er tilvalinn til
þess að setjast niður með
einhverjum til þess að
ræða drauma þína og von-
ir.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú stendur frammi fyrir
þeim valkosti að geta tekið
á þig aukna ábyrgð. Taktu
áskoruninni því þú munt
ekki verða í vandræðum
með að bera ábyrgð á hlut-
um.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Farðu aðra leið til vinnu,
heimsóttu nýja veitinga-
staði eða verslanir til til-
breytingar og til þess að fá
aðra sýn á veröldina.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú verður að gera það upp
við þig hversu mikla
ábyrgð þú telur þig geta
borið.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þessi dagur er kjörinn til
þess að útskýra hluti fyrir
þeim sem þú eyðir deg-
inum með nánast daglega.
Nýttu tækifærið.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú skalt leggja harðar að
þér í vinnu til þess að geta
slakað betur á þegar heim
er komið, að öðrum kosti
nær þreytan tökum á þér.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú skalt skemmta sjálfum
þér og njóta þess að vera
til í dag.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Viðræður við fjölskyldu
eða fólk, sem þú býrð með,
getur borið árangur í dag.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þessi dagur er tilvalinn til
þess að skemmta sér og
öðrum. Þú skalt forðast
mikilvægar ákvarðanatök-
ur á þessum degi.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú ert að velta fyrir þér
mikilvægum hlutum sem
lúta að fjármálum. Þessi
dagur er ekki til þess fall-
inn að eyða peningum,
bíddu morgundagsins.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Ein elsta blikksmiðja landsins er flutt á
Kársnesbraut 114, Kópavogi.
Tökum að okkur alla almenna blikksmíði ásamt ýmiss
konar sérsmíði, utanhússklæðningar, húsaviðgerðir, alla
stálsmíði, svo sem stálgrindarhús, handrið o.fl. Höfum á
lager þakrennur og niðurföll ásamt fylgihlutum.
Íslensk framleiðsla.
Breiðfjörðs blikksmiðja ehf.
sími 553 9025, fax 553 9035
ehf.
Stofnuð 14. maí 1902
RISA ÚTSALA
á ANTIK er hafin
Húsgögn, silfur og postulín
20-50% afsláttur
Laugavegi 101, sími 552 8222.
Opið alla daga
frá kl. 11-18