Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 22
LISTIR 22 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÓPUR ljóðskálda les úr ljóðum sínum til stuðnings palestínsku þjóð- inni í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, í kvöld kl. 20. Skáldin eru Ingibjörg Haraldsdóttir, Bragi Ólafsson, Ein- ar Már Guðmundsson, Þorsteinn frá Hamri, Margrét Lóa Jónsdóttir, Óskar Árni Óskarsson, Didda Jóns- dóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Jón frá Pálmholti, Einar Ólafsson, Unn- ur Sólrún Bragadóttir og Birgir Svan Símonarson. Ljóð fyrir Palestínu Þorsteinn frá Hamri Margrét Lóa Jónsdóttir Ingibjörg Haraldsdóttir Bragi Ólafsson Einar Már Guðmundsson BRESKI listhópur- inn Crash fagnar um þessar mundir fimm ára afmæli sínu og efnir af því tilefni til yfirlitssýningar um starfsemi sína í Gall- eríi Skugga, Hverf- isgötu 39, í kvöld kl. 20. Á sýningunni er að finna grafísk hönnunarverkefni sem Crash hefur birt m.a. í tímaritum og á veggspjöldum í því skyni að gagnrýna ímyndamótun fjöl- miðla með þeirra eigin aðferðum. Crash varð til á krá í King’s Cross í Lundúnum í janúar árið 1997. Kjarninn í hópnum eru Scott King og Matt Worley og var markmið þeirra að skapa andófsrödd gegn ráðandi viðmið- um í breskri auglýsinga- og fjöl- miðlamenningu. Í verkum sínum nýtir hópurinn sér aðferðir og ímyndir fjölmiðlanna og leitast þannig við að gagnrýna fjöl- miðlana innan frá. Meðal þátta sem Crash hefur beint gagnrýni sinni að er hin svonefnda „gaura- menning“ (New Lad Culture), sem birst m.a. í fjölda tímarita sem hafa unga karlmenn að markhópi sínum. Crash hefur m.a. haldið mynd- listarsýningar í ICA, staðið fyrir námskeiðum og ýmsum uppákomum, en hefur auk þess hannað plötuumslög fyrir Propellerheads og Pet Shop Boys, og annast hönnun fyrir Malcolm Mc- Laren. Scott King er grafískur hönnuður og starfar sem list- rænn stjórnandi tímaritsins Sleaze Nation sem hlaut nýlega hönnunar- verðlaun breskra tímaritaútgefenda fyrir bestu forsíðu og besta hönnunarverk- efni. King sýndi nýlega í Barbic- an Center í London auk þess sem hann heldur reglulega fyr- irlestra um ímyndamótun í fjöl- miðlum í listaskólum. Matt Worl- ey er einn ritstjóra tímaritsins Sleaze Nation, og hefur auk þess skrifað greinar í Modern Review og The Guardian. Matt kennir sögu við University of Reading og er höfundur bókar um sögu kommúnista í Bretlandi. Við opnunina munu breskir plötusnúðar úr hljómsveitinni Earl Brutus sjá um tónlistar- flutning. Sýningin stendur til 14. apríl frá þriðjudegi til sunnudags kl. 13–17. Andófsrödd í Galleríi Skugga Eitt verka Crash-félaganna. NÝTT sýningarrými verður opnað í glugga Studio Úmbru á Lindargötu 14 á morgun, föstudag, og nefnist Úmbruglugginn. Þar gefur að líta vasa- og skálaseríuna „Jazz“ eftir Guðnýju Magnúsdóttur. Guðný hef- ur haldið fjölda sýninga á list sinni víða um heim og eru verk hennar á söfnum bæði hér á landi og erlendis. Guðný rak um árabil Gallerí Úmbru á Bernhöftstorfu. Úmbru-glugginn verður rekinn sem sjálfstætt sýningarrými með sýningum sem tengjast hönnun og listhandverki og verður alltaf opinn. Sýningarglugginn er í tengslum við Studio Úmbru, vinnustofu Guð- nýjar, sem er opin eftir samkomu- lagi og á miðvikudögum og fimmtu- dögum kl. 13–17. Opið nú um helgina á laugardag og sunnudag kl. 13–17. Nýtt gluggagallerí GUÐMUNDUR Kamban samdi leikritið Grandezza á dönsku. Það var sýnt í Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn árið 1941 og var gefið út á bók af Gyldendal-útgáfunni þar í borg sama ár. Höfundur segir í stutt- orðri skýringargrein á undan útgefn- um leiktexta að hugmyndina hafi hann fengið frá frægu ítölsku dóms- máli, Canella-Bruneri-málinu, en at- burðarás, bygging og persónur séu á engan hátt tengdar þessum sann- sögulegu atburðum. Hann bætir svo við að leikurinn gerist um 1930. Til er frá hendi höfundar uppkast að þýðingu leikritsins á íslensku. Þegar Tómas Guðmundsson og Lár- us Sigurbjörnsson tóku að sér að sjá um heildarútgáfu verka Kambans á íslensku var ákveðið að Lárus þýddi leikinn og var hann gefinn út í sjö- unda bindi Skáldverka Kambans undir nafninu Stórlæti. Þrátt fyrir að leikritið hafi verið sýnt í Kaup- mannahöfn 1941 er þetta, að því er næst verður komist, frum- flutningur verksins á ís- lensku. Það eru eflaust margar ástæður fyrir því og þær helstar að verkið virðist ekki hafa verið til í fullbúinni ís- lenskri útgáfu fyrr en 1969, það er frá tímabili í höfundarferli Kamb- ans sem lítill áhugi hef- ur verið fyrir og að auki gamanleikur sem gerist að öllu leyti í Rómaborg á millistríðsárunum og allar persón- urnar ítalskar. Að öllu þessu saman- lögðu hefur íslensku leikhúsfólki þótt verkið lítt líklegt til vinsælda. Það er því mun ánægjulegra að það er töluvert í þetta verk spunnið og það gefur okkur tækifæri til að sjá sjaldséða hlið á höfundinum. Það ber því að þakka Sveini Einarssyni að hafa grafið verkið upp úr glatkistunni og blásið í það lífi. Það er ekki oft sem íslenskum leikhúsunnendum gefst tækifæri til að sjá verk Kambans á sviði, nú síðast sýndi Þjóðleikhúsið Marmara 1988 í leikgerð og leik- stjórn Helgu Bachmann og Oss morðingja í leikstjórn Þórhalls Sig- urðssonar 2000. Þessi tvö síðasttöldu leikrit eru þau verka Kambans sem hafa náð því að verða sígild íslensk leiksviðsverk. Svo má auðvitað ekki gleyma kvikmyndinni Höddu Pöddu sem fyrir tæpum mánuði var sýnd í Kvikmyndasafni Íslands í tilefni af því að Hilmar Örn Hilmarsson hafði samið tónlist við myndina. Leikritið fjallar um ítalskan stríðs- fanga sem hefur allt frá fyrra stríði verið fangi í Makedóníu þjáður af langtímaminnisleysi. Hann kemur til Rómaborgar, birtir auglýsingu með mynd af sér í fjöllesnu dagblaði og æskir þess að þeir sem beri kennsl á hann hafi samband við hann. Afleið- ingarnar eru ótrúlegur ruglingur þegar tvær konur gera tilkall til hans sem horfins eiginmanns og af þessu spinnast réttarhöld sem engan enda virðast ætla að taka. Hinn fortíðarlausi stríðsfangi, kall- aður Ivan Ivanovitz af fangavörðum sínum og nefndur Guido Rossi af ítölskum yfirvöldum, getur valið um að vera Enrico Gamberini, barnlaus prófessor fæddur í Veróna, eða Allessandro Giovanni Francesco Boccalatte, sex barna faðir, prentari og harmóníkuleikari. Hinn allslausi nafnleysingi verður vinsæll og eftir- sóttur, ekki einungis eiginkonurnar heldur veitingakona ein og einkarit- ari hans falla fyrir persónutöfrum hans uns allar vilja eiga hann þrátt fyrir að þær geri sér grein fyrir að hann er ekki sá sem þær héldu. Í of- análag hagnast allir að- ilar málsins á þeirri gíf- urlegu athygli sem málaferlin valda. Allir sættast á sinn hlut í leikslok þegar hinn nafnlausi kemst að því hver hann í rauninni er, lífshlaup hans rifjast upp fyrir honum og hann gengur í endur- nýjun lífdaga sem leik- skáld sem framtíðin brosir við með nýja konu upp á arminn. Vangaveltur Kamb- ans um sjálfsmynd hins minnisfirrta manns í samspili við kröfur þeirra sem svo sárt sakna horfinna ættmenna eru mjög áhugaverðar. Aðalpersóna hans reynir að standa sig á öllum sviðum og ganga inn í öll hlutverk. Honum tekst í lokin að sætta alla hlutaðeigandi og rétta við fjárhag hinna syrgjandi ekkna. Hann gengur þó ekki svo langt að fórna sér fyrir þær, enda ekki einfalt að lifa tvöföldu lífi til að þóknast öllum. Hann ákveður því í lokin að vera sjálfum sér trúr og grípa tækifærið sem frægðin hefur gefið honum. Randver Þorláksson fer með aðal- hlutverkið og tekst að sýna þá hlýju og mannkærleik sem persónan býr yfir. Fjölmargir aðrir leikarar fara með önnur hlutverk og er þar hlutur Helgu Elínborgar Jónsdóttur veiga- mestur. Frú Gamberini verður í hennar meðförum slétt og felld á yf- irborðinu en undir niðri margslungin og útspekúleruð. Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir gefur henni lítið eftir sem hin einfalda og lífsglaða frú Boccal- atte. Guðrún Þórðardóttir og Hjalti Rögnvaldsson eru skemmtileg sem illa innrætt mágkona og svili frú Gamberini og hin hljómfagra, djúpa rödd Helgu Bachmann ljær Jolöndu frænku alla þá dramatík sem nokkur höfundur gæti látið sig dreyma um persónu sinni til handa. Þórunn Magnea Magnúsdóttir leikur vel hið mikilvæga hlutverk þjónustustúlk- unnar Rósettu, sem gefur hlustend- um til kynna að ekki er allt sem sýn- ist. Jórunn Sigurðardóttir er feikigóð sem frú Bianci, veitingakonan breyska, og Stefán Sturla sprellar af krafti í hlutverki Peppinos. Arnar Jónsson leikur Ferrari, og hefur greinilega mjög gaman af að túlka hinn útsmogna ritstjóra æsifrétta- blaðsins. Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir og Felix Bergsson eru svo hæg og alvarleg í litlum hlutverkum rit- arans og lögmannsins. Verkið hefur verið lítillega stytt og nokkrar aukapersónur strikaðar út. Þetta er nokkuð flókið verk og hentar ekki að öllu leyti til flutnings í útvarp, þar sem farsakenndustu atriðin skila sér ekki í þessum miðli. En þar sem það er borin von að íslenskir leikhús- unnendur fái nokkurn tíma að sjá verkið á sviði verður að þakka hve mikil vinna hefur verið lögð í þessa útvarpsútfærslu. Þetta verk sannar að Kamban hefur verið að leita nýrra leiða í leikritaskrifum sínum og að til- finning hans fyrir byggingu leik- verka hefur aukist. Það er óhjá- kvæmilegt að velta fyrir sér hvort honum hefði ef til vill tekist ætlunar- verk sitt að verða heimsfrægt leik- skáld ef svo svívirðilega hefði ekki verið bundinn endi á líf hans í stríðs- lok. Ruglingur í Rómaborg LEIKLIST Útvarpsleikhúsið Höfundur: Guðmundur Kamban. Þýðandi: Lárus Sigurbjörnsson. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Hljóðvinnsla: Georg Magn- ússon. Höfundur tónlistar: Kristjana Þor- steinsdóttir. Píanóleikur: Atli Heimir Sveinsson. Framleiðandi: Röddin ehf. með styrk frá Menningarsjóði útvarps- stöðva. Leikarar: Arnar Jónsson, Felix Bergsson, Guðrún Þórðardóttir, Helga Bachmann, Helga Elínborg Jónsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Jórunn Sigurð- ardóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Randver Þorláksson, Stefán Sturla Sig- urjónsson, Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Frumflutt sunnudag 31. mars; endur- tekið að kvöldi fimmtudags 4. apríl. STÓRLÆTI Sveinn Haraldsson Guðmundur Kamban Múlinn, Kaffileikhúsinu Gítarleik- arinn Ragnar Emilsson og hljóm- sveit leika frumsamda tónlist eftir Ragnar með áhrifum úr ýmsum átt- um, m.a. úr rokki og ECM-djassi, kl. 21. Með honum leika Birkir Freyr Matthíasson á trompet, Kristinn Agnarsson á trommur og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.