Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 47 frá því að einu sinni þegar hún kom vestur í Hábæ var hún með óstöðv- andi hiksta. Þú varst við eldhús- verkin eins og venjulega og þóttist ekki taka eftir neinu. Allt í einu sagðir þú við mömmu: „Áslaug mín, ég sá til þín þegar þú tókst frá mér krónuna sem ég lagði hérna frá mér.“ Litla hjartað í mömmu tók kipp, hikstinn stoppaði og takmark- inu var náð. Þau ár sem að ég átti heima aust- ur í Stóru-Mörk fannst mér það vera hluti af daglegum skyldum að koma „vestrí“ og spjalla og á sumr- in var oft slegist um að sækja póst- inn bara til að geta fengið kaffi- sopa. Og alltaf varstu niðri í eldhúsinu. Á sumrin, yfir heyskap- inn, var oft svo gestkvæmt að stundum þurfti að borða í þremur hollum og varstu þá fegin að fá að- stoð frá Mæju, Gullu og Ellu, hver annarri duglegri við heimilisstörfin. Og þegar við Sigrún byrjuðum að byggja sumarbústaðinn vestur í Réttarlá varstu iðin við að fylgjast með framkvæmdunum og pössuð- um við okkur að flagga alltaf þegar við komum svo að þú sæir að við værum komin. Á þeim tíma var margur kaffibollinn drukkinn. En núna er komið að leiðarlok- um, aðeins vantar hálft ár til að þú fyllir hundrað árin og er það ómet- anleg gjöf að fá að þekkja þig þriðj- ung þess tíma. Ég mun sakna þess að geta ekki komið við á Hellu og heimsækja þig. Þú munt ávallt lifa í minningunni. Hönnu, Úlfari, Ragnheiði og öðr- um aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Ólafur Haukur. Elsku amma Lauga mín, ég sit og er að hugsa um þig, mig langar að rita nokkrar línur til þín. Minn- ingarnar streyma endalaust um huga minn, og ef ég ætti að rifja allar þær yndislegu minningar sem við áttum saman þá væri það efni í margar bækur, því yndislegri ömmu var ekki ekki hægt að finna. Það eru forréttindi að hafa fengið að koma í sveitina til þín, þar leið mér svo vel, og návist þín fyllti hjarta mitt og gleði, ef það komu upp einhver vandamál þá átti elsku amma mín alltaf ráð við öllu, og ekki má gleyma að minnast á grjónagrautinn sem þú eldaðir allt- af handa mér þegar ég kom, og þegar ég var að fara heim þá sendir þú alltaf grjónagraut með í nesti handa mér, hann verður alltaf í uppáhaldi. Ég get huggað mig við það að ég veit að þér líður vel núna og allar minningarnar sem ég á um þig verða geymdar í hjarta mínu, takk fyrir allt elsku amma mín. Þín elskandi að eilífu, Ásta Guðlaug Þorkelsdóttir. Elsku besta amma mín, nú er komin sú stund að kveðja þig, það er svo margt að hugsa um og marg- ar góðar stundir sem við áttum saman, og er þá helst að nefna stundirnar sem ég átti þegar ég dvaldi hjá þér á sumrin. Alltaf minnist ég þess þegar þú kallaðir á okkur í matinn þá var eins og öllum kröftum væri beitt: „Matur“ og könnuðust allir við róminn, einnig minnist ég þess þegar við fórum í kaupfélagið á Hvolsvelli, þá mátti ég aldrei fá neinn pening með mér, þú hélst utan um þá eins og harð- asti bankastjóri. Við gátum alltaf rifjað upp þessar ferðir og hlegið mikið. En eitt er það þó sem ég gleymi aldrei og það var þegar ég horfði á þig háaldraða burðast með tvo svarta ruslapoka fulla af dóti niður bæjarbrekkuna og að rusla- tunnunni. Hef ég oft hugsað um þetta síðastliðin fimmtán ár hversu kraftmikil og dugleg þú varst alla tíð, elsku amma mín og maður gæti nefnt svona dæmi um allt sem þú hefur gert. Elsku amma mín, ég vil þakka þér fyrir allrar þær stundir sem við áttum saman sem hafa verið hreint og beint yndislegar og ég mun geyma þær í hjarta mínu svo lengi sem ég lifi, elsku besta amma mín. Brynjólfur Smári Þorkelsson. Ingvar lést mánu- daginn 18. mars sl. tæplega 71 árs gamall. Hefur maðurinn með ljáinn nú fellt einn af stofnfélögum Lionsklúbbs Njarðvík- ur. Ingvar var einn af 15 stofnfélögum sem stofnuðu klúbbinn okkar í árs- byrjun 1958 eða fyrir 44 árum. Ingv- ar hefur setið í fjölmörgum nefndum varðandi menningar- og mannúðar- mál á vegum okkar klúbbs og var for- maður árið 1965 til 1966. Ingvar var alltaf mjög virkur í starfi klúbbsins, hann flutti frá Njarðvík til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum en hann lét það ekki aftra sér frá því að mæta á fundi í klúbbnum sínum hress og skemmti- legur og ávallt tilbúinn að taka að sér verkefni fyrir klúbbinn sinn. Mér er mjög minnisstætt þegar ég gekk í Lionsklúbb Njarðvíkur fyrir sex árum þegar Ingvar bauð mig vel- kominn í klúbbinn með þessum orð- um að nú væri hann ánægður því Ólafur Thordersen væri kominn í klúbbinn aftur enda var Ingvar einn af bestu vinum pabba míns heitins. Frá því að ég man eftir mér hef ég þekkt Ingvar og hef lært að meta góðan dreng sem bæði var vel gefinn, dugmikill, og skemmtilegur. Elsku Halla, þegar þú nú sérð á eftir ástkærum eiginmanni yfir móð- una miklu vil ég biðja góðan guð að styrkja þig og fjölskylduna í sorg ykkar. Með þessum fáu orðum vil kveðja góðan dreng. Blessuð sé minning hans. F.h. Lionsklúbbs Njarðvíkur, Ólafur Thordersen formaður. Já, það er fljótt að gerast, rétt eins og hendi væri veifað og við höfum misst frábæran Frænda, já, hann var sko frændi með stórum staf, hann var og er í minningunni alveg sér- stakur. Ósjálfrátt settum við okkur alltaf í viðbragðsstöðu þegar við hittum hann og hugsuðum: Hvað kemur nú? því hann var svo skemmtilega stríð- inn, en með augun logandi af gríni. Ég gleymi aldrei atviki sem ég held mikið upp á. Frændi hringdi í mig og sagðist þurfa að læra smáma- gadans af mér, já, magadans í gegn- um síma! vegna einhverrar skemmt- unar sem hann átti að sjá um. Nú, ég sagði: Og á ég að kenna þér þetta í gegnum símann? Já, já, það væri nú ekki mikið mál, sagði hann. Ég tek fram að ég var í Reykjavík og hann í Njarðvík. Nú, jæja, ég byrjaði með handahreyfingar og milli þess sem við grétum úr hlátri náði ég þó að láta hann skilja hvernig hægt væri að vera með þokkafullar handahreyf- ingar, með því hvernig ætti að þrýsta á hurð til að opna hana á seiðandi hátt, og mikið skemmtum við okkur. Já, svona var Frændi, alltaf til í smágrín. Einnig er ég viss um að það þætti ekki verra að eiga frænda sem æki um á bíl eins og Bond, en Bond á okkar yngri árum var Dýrlingurinn, sem ók um á hvítum Volvo-sportbíl og akkúrat þannig bíl ók Frændi. Við systurnar viljum þakka honum sérstaklega fyrir hjartnæmar minn- ingargreinar sem hann skrifaði um foreldra okkar, Hólmfríði Jónu Ingv- arsdóttur og Harald Sæmundsson. Og ekki síður um son minn Odd Ingv- ar Helgason. Frænda mun svo sannarlega verða minnst sem kærleiksríks frænda sem alltaf var gaman að hitta, en sem var allt of sjaldan. Við systurnar erum sammála um, að það er mikill sjónarsviptir við fráfall INGVAR A. JÓHANNSSON ✝ Ingvar Aðal-steinn Jóhanns- son fæddist í Reykja- vík 26. maí 1931. Hann lést á heimili sínu í Árskógum 8 í Reykjavík 18. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju 27. mars. Frænda. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Eftirlifandi eiginkonu, dætrum og fjölskyldum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. Systurnar, Ásdís og Ásthildur Inga Haraldsdætur og fjölskyldur. Á lífsleiðinni eru nokkrir áfangastaðir þar sem við dveljum lengur en ella, ef til vill vegna þess að þar hittum við fólk sem okkur líkar vel að vera með. Einn af mínum áfangastöðum var hjá Kefla- víkurverktökum, þar sem ég dvaldi í allmörg ár. Þar varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast einum af frumkvöðlum Keflavíkurverktaka, Ingvari Jóhannssyni. Ingvar var frumkvöðull í raun, bæði í orði og athöfnum. Hann sá tækifærin langt á undan öðrum, hafði þá eiginleika að geta treyst öðru fólki og átti þannig þátt í að skapa veldi Keflavíkurverktaka. Ég kalla það því lán á minni lífsleið að fá að vinna fyrir Ingvar, svo ekki sé minnst á þá upphefð að njóta þess trausts að fá að vera í hópi þeirra sem unnu verkin með honum. Ingvar var einstaklega hjálpsam- ur og traustur maður sem mátti hvorki vita af mönnum né málefnum sem þörfnuðust liðsinnis. Hann hafði í raun yndi af því að fá að hjálpa öðru fólki, en sýndi því lítinn áhuga að fá það endurgoldið. Engu virtist skipta hvort þar væri á ferðinni fjölskylda, samstarfsfólk eða aðrir samferða- menn hans í lífinu. Oft varð ég vitni að því er leitað var til hans og ávallt var hann reiðubúinn að leggja fram hönd til hjálpar. Hann gerði það af heilu hjarta og ætlaðist aðeins til þess að fá það launað með vináttu og tryggð. Á þessum áfangastað í lífi mínu lærði ég margt af Ingvari sem fyllt hefur í eyður visku minnar. Vinátta, tryggð, hugrekki og áræði eru aðeins sýnishorn af því sem ég hef fengið að njóta þann tíma sem við áttum sam- an hjá Keflavíkurverktökum. Ég er Ingvari ævinlega þakklátur fyrir þessa lífsfyllingu og að veita mér þau tækifæri sem mér var treyst fyrir. Nú kveð ég þennan lærimeistara minn með söknuði og virðingu, en veit að hans bíður nú hvíld eftir mikið og gott ævistarf. Ég bið Guð að blessa Höllu sem staðið hefur svo vel við hlið hans alla tíð. Auði, Björgu, Hildi, Rósu, tengdasonum og barna- börnum sendi ég mínar innilegustu samúðarkeðjur. Megi minning hans lifa. Sigurður Garðarsson. Látinn er vinur minn og félagi Ingvar Jóhannsson. Mjög náin vin- átta var milli okkar fjölskyldna. Heimili okkar voru hlið við hlið í 30 ár í Njarðvík og samgangur milli heim- ilanna svo að segja daglegur þar til þau hjónin fluttu til Reykjavíkur. Við hjónin erum nú búin að vera á Spáni í tvo mánuði, svo við skrifuðum þeim Ingvari og Höllu bréf, þar sem við sögðum þeim hvað hefði á daga okk- ar drifið og hvernig við eyddum dög- unum. Við hringdum til þeirra upp úr hádeginu á mánudaginn og spjölluð- um við þau góða stund, þar sem þau þökkuðu fyrir bréfið og ræddu um innihald þess. Ingvar var í góðu skapi, sagði að það hefði ábyggilega góð áhrif á sig að vera þarna í hit- anum. Þremur tímum seinna fengum við þær fregnir að Ingvar hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu. Ég reyni ekki að lýsa hversu djúp áhrif þessi andlátsfregn hafði á okkur hjónin eftir að hafa nýlokið samtali við hann. Minningarnar hrannast upp í hugan- um um öll okkar samskipti og fjöl- skyldna okkar. Það er stundum sagt að allir séu góðir eftir að þeir eru dánir. Þeir sem þekktu Ingvar Jó- hannsson vissu það að ekki var hægt að hugsa sér heiðarlegri og hjálpfús- ari mann, hann lagði sig fram við að leysa vanda allra þeirra sem leituðu til hans í stóru og smáu, t.d. kom það oft fyrir að mann vantaði að fá lánað eitthvað verkfæri, eða annað að mað- ur skrapp yfir til Ingvars, ef hann átti ekki hlutinn sjálfur hringdi hann eitthvað og var kominn með hann á skammri stund. Ég ætla ekki að lýsa æviferli Ingvars vinar míns, þeir sem lesa minningargreinarnar sjá að hann hefur komið víða við og eftir hann liggur langt og viðburðaríkt ævistarf. Þau Ingvar og Halla áttu indælan sælureit austur við Álfta- vatn. Þar voru þau langdvölum eftir að Ingvar hætti störfum sem fram- kvæmdastjóri hjá Keflavíkurverk- tökum, þau voru búin að gera þennan sumarbústað að heilsárshúsi með öll- um þægindum sem hægt var að hugsa sér og ætluðu svo sannarlega að eyða ævikvöldinu þar, en það fór á annan veg. Halla mín, við Elsa send- um þér og dætrum ykkar og öllu ykkar fólki okkar dýpstu samúðar- kveðjur, megi guð gefa ykkur styrk og blessun sína í framtíðinni. Elsa og Jóhann Líndal Jóhannsson á Spáni. Mjög erum tregt tungu að hræra, segir Egill í Sonatorreki, hið sama gildir með mig, þegar mér barst sú sorgarfrétt, að minn stórbrotni og trausti vinur, Ingvar Jóhannsson, hefði látist hinn 18. mars. Við kynntumst við vinnu á Kefla- víkurflugvelli og gegnum félagsstörf, báðir nýgiftir og með ung börn að byrja lífíð. Ingvar var af vöskum Vestfirðingaættum og við felldum vinarhug saman við fyrstu kynni. Ingvar var giftur sómakonu, Höllu Einarsdóttur. Það var mikil ást og umhyggja milli þeirra hjóna og ég veit að Ingvar taldi það sitt stærsta gæfuspor. Algert jafnræði var eðal- steinn hjónabandsins. Þau eignuðust fjórar stórglæsilegar stúlkur, Auði, Björk, Hildi og Rósu, sem allar störf- uðu hjá mér á sínum unglingsárum með sömu samviskusemi og krafti og þær höfðu erft frá foreldrum sínum. Ingvar var til forystu fallinn. Ung- ur að árum var hann fyrsti fram- kvæmdastjóri og brautryðjandi að Járn- og pípulagningaverktökum Suðurnesja sem var ein af fjórum deildum Suðurnesjaverktaka á Keflavíkurflugvelli. Ingvar var alltaf harðöflugur sjálf- stæðismaður og átti virkan þátt í að efla flokkinn á Suðurnesjum. Hann var oddviti Njarðvíkur um skeið og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Gullbringusýslu. Það er á fárra vitorði hversu mik- inn þátt Ingvari átti – að öðrum ólöstuðum – í því að tryggja gufubor- un þá sem var upphaf að Hitaveitu Suðurnesja. Þetta gerðist þegar margir töldu að borun myndi ekki bera neinn árangur. Sannfæringar- krafturinn, einlægnin og einurðin var svo mikil að hann gat flutt fjöll í orðsins fyllstu merkingu með hríf- andi mælsku. Ingvar var einn af stofnendum Lionsklúbbs Njarðvíkur og Junior Chamber of Commerce á Suðurnesj- um og var útnefndur Senator, sem er æðsta viðurkenning hreyfingarinn- ar, í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf. Gangbraut milli Njarð- víkur og Keflavíkur var eitt af frum- kvæðum hans innan Lionsklúbbsins. Þau hjónin, Ingvar og Halla, voru höfðingjar heim að sækja bæði í stór- hýsi sínu í Njarðvíkum og í sumarbú- staðnum við Álftavatn. Örlætið var ómælanlegt í ógleymanlegum sam- vistum við þessa sálufélaga. Ingvar var djúpvitur og skarpgáf- aður og hugsaði mikið um lífið og til- veruna. Það sem mér fannst ein- kenna hugarfar Ingvars var hversu ófeiminn hann var að segja skoðanir sínar og hann lét sig engu skipta hvort menn voru honum sammála. Allir sem gerþekktu Ingvar kunnu vel að meta þessa einlægu hrein- skilni. Elsku hjartans Halla mín, Auður, Björk, Hildur og Rósa, svo og allir af- komendur ykkar og eiginmenn, við sem eftir stöndum vitum að þegar kallið kemur hverfum við öll yfir móðuna miklu. En við þurfum engu að kvíða því þar verða endurfundir með Ingvari, einum mesta andans manni sem ég átti þeirrar gæfu að njóta að kynnast og eignast sem vin. Afkomendur ykkar munu skila hin- um sterku erfðakenndum og arfleifð og gera íslenskt þjóðfélag betra með því að byggja upp, en brjóta ekki nið- ur. Vin sínum skal maður vinur vera, þeim og þess vin. En óvinar síns skyldi engi maður vinar vinur vera. (Hávamál.) Vertu guði geymdur, elsku hjart- ans Ingvar minn. Jósafat Arngrímsson, Dublin. ()             #     ,714  7 79271 28        !   !   !"  :% & ! 1 ! !!" ##) % !# ! ##  %  1+ $!!" % !# !!" % ( *2 ! ##  5"5+ !"  .  ! )  6@-7  2  M23 *          ! /   7     $% &' ,)!   ! ;,?B! 8  &&&: 0  &!" "* *!#+ Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.