Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. GÍSLI H. Friðgeirsson skrifaði ný- lega grein um frumvarp, sem nú er í meðförum Alþingis, um heimild til dreifingar á ösku látinna. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að aðeins sé heimilt að dreifa ösku lát- inna yfir óbyggðir eða haf. Jafnvel með þessum takmörkunum hugnast Gísla ekki þessi tilslökun í út- fararsiðum og gerir hann mikið úr mengunaráhrifum sem af þessu hljót- ast. Gísli má ekki til þess hugsa að drekka ösku vinar síns, hvað þá óvin- ar, úr einhverjum fjallalæknum.Í raun gengur þetta frumvarp, þó framför sé, alls ekki nógu langt. Þröngar reglur kalla á annað tveggja, að alls ekki sé farið eftir þeim eða að reka þarf kostnaðarsamt eftirlits- kerfi. Öskudreifingarfulltrúi ríkisins yrði þá starfandi í hverri byggð og öskudreifingarstjóri í dómsmálaráðu- neyti. Innheimta þyrfti sérstakt ösku- dreifingargjald til að standa undir kostnaði við slíkt eftirlit. Eins og frumvarpið er sett fram kallar það á enn eitt ofstjórnunarapparatið. Í raun þarf aðeins tvær einfaldar reglur til þess að gera öskudreifingu mögulega. 1. Líkbrennsluofnar þurfa að uppfylla gæðakröfur (vinnueftirlit) þannig að þeir fullbrenni við háan hita, svo að út komi hrein steinefni, og ekkert annað. 2. Skýrt sé hverjir geti farið fram á að ösku verði dreift og hverjum megi afhenda öskuna.Að þessu uppfylltu má einu gilda hvað gert er við öskuna. Hún gæti staðið í fallegu keri á ar- inhillunni, henni mætti dreifa svo til hvar sem er. Menn gætu þess vegna étið hana eða tekið í nefið, sér og öðr- um að skaðlausu. Hvernig sem á það er litið er þetta hrein og umhverfis- væn útför. Líkaska sem er fullbrennd og inni- heldur ekki annað en steinefni er ekk- ert öðruvísi en önnur aska, telst varla einu sinni til mengunar og veldur eng- um skaða í lífríkinu. Ég held að Gísli ætti frekar að tryggja sér að enginn hafi kastað af sér vatni eða gengið örna sinna í næsta nágrenni við fjalla- lækinn og banna ætti með öllu að fisk- ar og fuglar hafi hægðir í íslenska fjallalæki. Af hverju má ekki hver ráða þessu fyrir sig? Hvaða þörf er á einni reglugerðarsúpunni enn? Nóg er nú ráðskast með alla skapaða hluti og nógar eru eftirlitsstofnanirnar og eftirlit með eftirlitsstofnunum þó að ekki sé verið að bæta þar gráu ofan á svart, gersamlega að nauðsynjalausu. ÁRNI ÁRNASON, vélstjóri, Brúarási 12, 110 Reykjavík. Aska látinna Frá Árna Árnasyni: ENN á ný hefur verið kosið um sam- einingu sveitarfélaga hér í Dölum. Flestir íbúar hér þekkja sögu sam- eininga hér, en 16. mars var í fyrsta sinn kosið um sameiningu Dala- byggðar, Reykhóla- og Saurbæjar- hrepps. Fyrir rúmum átta árum var kosið í Dölum og niðurstaðan varð sú að 5 af 6 hreppum sýslunnar sameinuðust. Við sem tókum þátt í þeirri kosn- ingu og kusum já, þá, bundum miklar vonir við hið sameinaða sveitarfélag. Það myndi standa dyggan vörð um hagsmuni íbúanna, hvar sem þeir byggju og menn myndu slíðra sverð hrepparígsins og halda glaðir í bragði og léttir í lundu til móts við nýja tíma í nýju sveitarfélagi. Ég ætla ekki að fara mörgum orð- um um hvernig það hefur til tekist, en glöggt er gests augað og það sér sá sem vill. Þegar fór að spyrjast út, fyrir ekki svo löngu, að sameiningarviðræður væru hafnar milli þessara fyrrnefndu sveitarfélaga, fóru strax að heyrast efasemdarraddir, um hvort það væri yfir höfuð tímabært að sameinast núna. Ef litið er aðeins nokkur miss- eri til baka koma menn augljóslega auga á að ekki hefur verið mjög kært með forsvarsmönnum tveggja af þessum þremur sveitarfélögum. Þau höfðu um nokkurt skeið rekið saman grunnskóla á Laugum, sem endaði með því að skólahaldi þar var hætt og hvort sveitarfélagið rekur nú sinn skóla. Ekki gekk skilnaður þessi hljóð- lega fyrir sig, þó að fjölmiðlaumræða hafi ekki verið mikil um það, en ekki bætti það tortryggni þeirra íbúa í minna sveitarfélaginu gagnvart því stóra, sú framkoma sem þar var við- höfð. Eftir því sem ég best hef skynjað er grundvöllur þess að sameina sveit- arfélög, að samstarf þeirra fram að sameiningu hafi verið byggt á heil- indum af allra hálfu og fyrirséð sé að það muni þjóna hagsmunum allra til lengri tíma litið, að sameinast. Það er sannfæring mín, að samein- ing þessara þriggja hreppa, muni vera af hinu góða, en á hinn bóginn lái ég ekki íbúum hinna sveitarfélag- anna að hafa fellt þessa tillögu. Nú er mál komið hjá okkur, íbúar góðir, að láta til okkar taka. Er ekki tímabært að við tökum í þessa hreppsnefndarmenn og látum þá kasta þessum skollans stríðshönsk- um fyrir borðstokkinn og taka þess í stað upp sáttarhanskann, þannig að þeir geti farið að hegða sér eins og siðmenntað fólk? Það hefst ekkert upp úr því að velta sér upp úr fortíðinni, nær er að hlakka til framtíðarinnar og standa saman að því að byggja hana upp fyr- ir okkur, börnin okkar og gömlu hjónin. Það er skylda okkar allra sem byggjum þetta hérað. Aukin, jákvæð og heilsteypt sam- vinna er forsenda þess að það skapi traust íbúa minni sveitarfélaga í garð þess stærra og þar með grundvöll til sameiningar. Ágætu sveitarstjórnarmenn! Tak- ið nú höndum saman og reynið að hefja eins mikla samvinnu um þá málaflokka sem unnt er, með það að markmiði að tortíma tortryggni gagnvart hvor öðrum og undirbúa hina rómuðu sameiningu af ein- lægni.. Úrslit þessarar kosningar sýna það svart á hvítu að „sjaldan sprettur fögur rós í jarðvegi sem er illa unn- inn“. ÞORGRÍMUR EINAR GUÐBJARTSSON, Erpsstöðum, Búðardal. Sameining í Dölum Frá Þorgrími Einari Guðbjartssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.