Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ LÆKNIR HJÁ LÆKNALIND • Hágæða læknisþjónusta. • Heimilislækningar fyrir einstaklinga og fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu. • Sjúklingum tryggð þjónusta samdægurs alla virka daga. Engin bið. • Fylgst með heilsufari skjólstæðinga. • Kallað í skoðanir. Allir 45 ára og eldri skoðaðir sérstaklega; teknar blóðprufur; blóðsykur, kólesteról o.fl. Tekið hjartalínurit. Innifalið í þjónustu. • Engin komugjöld. • Öll önnur þjónusta, mæðravernd, ungbarnaeftirlit o.sv.fr. Skráning í síma 520 3600 LÆKNA LINDBæjarlind 12 • 201 KópavogurSími 520 3600 • Fax 520 3610www.laeknalind Guðbjörn Björnsson læknir ÁÐUR en langt um líður má gera ráð fyrir að íbúðarbyggð og þjónustu- kjarni rísi á svokölluðu Nickel-svæði á mörkum Keflavíkur og Njarðvíkur sem til þessa hefur verið í umsjá Varnarliðsins. Þar var áður olíu- birgðastöð en eftir að Varnarliðið fékk aðstöðu í Helguvík fyrir um 15 árum hafa tankar og önnur mannvirki á svæðinu staðið ónotuð. Nickel- svæðið er afgirt og er lítil prýði fyrir Reykjanesbæ, að sögn Hjálmars Árnasonar alþingismanns sem vakti athygli á málinu í fréttablaðinu Vík- urfréttum í síðustu viku. Nú er loks búið að fjarlægja olíutankana og þessa dagana er verið að flytja meng- aðan jarðveg burt af svæðinu. Búist er við að þessum framkvæmdum ljúki á næstu vikum. „Málið er nú loksins komið á loka- stig,“ segir Hjálmar, „en þetta hefur verið mikið baráttumál í sveitarfé- laginu um árabil.“ Hann segir að tímamót séu að verða í skipulagsmál- um í Reykjanesbæ með því að Varn- arliðið skili Nickel-svæðinu. „Núna verður hægt að byggja á þessu landi og gert er ráð fyrir íbúðarhverfi og þjónustukjarna á þessum stað, sam- kvæmt aðalskipulagi. Hverfið verður þá hluti af miðbæ Reykjanesbæjar. Með því má segja að sameiningu Keflavíkur og Njarðvíkur sé endan- lega lokið því svæðið hefur til þessa landfræðilega komið í veg fyrir sam- einingu. Þetta mun þétta byggðina og leysir líka ákveðinn lóðarvanda.“ Á svæðinu má gera ráð fyrir að ris- ið geti 400 íbúða hverfi ásamt þjón- ustukjarna. Nickel-svæðið er eign ríkisins, en hefur verið í umsjón Varnarliðsins samkvæmt varnarsamningnum. Mengaður jarðvegur urðaður Bæjarstjórnin og heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hafa í samstarfi við Varn- armálaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins unnið að málinu. „Búið var að semja um að taka öll yfirborðsmann- virki burt og það var gert, en stóri vandinn var hinn mengaði jarðvegur. Síðan gerðist það að utanríkisráðu- neytið náði samkomulagi við Íslenska aðalverktaka í samráði við Varnarlið- ið um að kanna hversu mengunin væri umfangsmikil. Nú er verið að flytja mengaða jarðveginn af svæðinu og urða hann á urðunarsvæði, við gömlu sorphaugana innan Vallar.“ Skipta þarf um jarðveg á hluta svæð- isins, en mengaði jarðvegurinn var mun minni en fyrirfram hafði verið gert ráð fyrir, að sögn Hjálmars. Nickel-svæðið er 65 hektarar á stærð og liggur líkt og fleygur milli Kefla- víkur og Njarðvíkur. „Nýleg hús í Keflavík standa í námunda við svæð- ið, uppi við girðingar sem afmarka það,“ segir Hjálmar. „Þetta hefur komið í veg fyrir þéttingu byggðar og hefur verið mikið baráttumál lengi.“ Á árum áður var Nickel-svæðið mun stærra en það er nú og má t.d. nefna að Samkaup í Keflavík stendur á lóð sem áður tilheyrði því. Nú nær svæðið að Reykjaneshöllinni. „Með því að byggja á þessu svæði verður byggðin loks samfelld,“ segir Hjálm- ar. „Málið hefur lengi verið í kyrr- stöðu, allt frá því Varnarliðið fékk að- stöðu í Helguvík. Það er fyrst núna sem þetta er að komast í gegn og er það mikið fagnaðarefni fyrir Reykja- nesbæ.“ Hjálmar segir að ef allt gangi eftir megi gera ráð fyrir því að fram- kvæmdir við skipulag og uppbygg- ingu svæðisins hefjist á þessu ári. Mengaður jarðvegur fluttur af Nickel-svæðinu til urðunarsvæðis innan Vallar Íbúðarbyggð mun rísa á Nickel-svæðinu Séð frá efra Nickel-svæðinu yfir neðra svæðið þar sem hreinsun á sér nú stað. Byggðin í baksýn er Móahverfið í Njarðvík. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Unnið er að því að fjarlægja mengaðan jarðveg af Nickel-svæðinu. Reykjanesbær FERÐAMÁLASAMTÖK Suðurnesja hafa gert samkomulag við SBK um rekstur á upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn í húsnæði SBK við Gróf- ina í Reykjanesbæ. Þar munu ferðamenn geta sótt sér upplýsingar um það sem í boði er til afþreyingar og skoðunar á Suð- urnesjum, en á undanförnum árum hefur komum ferðamanna til Suð- urnesja fjölgað mjög mikið, og margt er á boðstólum fyrir þá. Má þar nefna Bláa lónið, stórbrotna náttúru Reykjanessins, gó-kart, fræðasetur, merk söfn, fjölskrúðugt fuglalíf og hvalaskoðun, svo fátt eitt sé nefnt. „Við vonumst til að upplýs- ingamiðstöðin muni styrkja okkar starfsemi,“ sagði Einar Steinþórsson framkvæmdastjóri SBK. „Upplýs- ingamiðstöðin verður svæðisstöð á Suðurnesjum sem rekin verður eins og aðrar slíkar miðstöðvar undir ákveðnum formerkjum Ferða- málaráðs.“ Einar segir að hingað til hafi SBK veitt ferðamönnum upplýsingar um ferðamál á Suðurnesjum, en upplýs- ingamiðstöðin komi til með að efla þá þjónustu. Starfsmenn SBK koma til með að starfa í miðstöðinni sem tekur til starfa á næstu dögum. Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa á undanförnum árum staðið að rekstri upplýsingarmiðstöðvar í Leifsstöð ásamt markaðs- og at- vinnumálaskrifstofu Reykjanes- bæjar. Á síðasta ári var rekin mið- stöð í Bláa lóninu í samstarfi við Grindavíkurbæ og Bláa lónið. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Einar Steinþórsson, forstjóri SBK, og Kristján Pálsson, al- þingismaður og formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja, handsala samkomulagið. Upplýsinga- miðstöð ferðamanna á Suðurnesjum Keflavík VERIÐ er að vinna drög að lóða- samningi milli Reykjanesbæjar og Hafnarsamlags Suðurnesja annars vegar og undirbúningsfélags er- lendra aðila hins vegar sem sýnt hafa áhuga á því að reisa stálpípuverk- smiðju við Helguvíkurhöfn. Stefnt er að því að samningurinn verði und- irritaður fyrir miðjan mánuðinn. „Málið er þó ekki alveg í höfn, undirskrift samningsins og hafnar- málin eru aðeins einn hlekkur í keðj- unni. Síðan þarf að kynna málið í heild fyrir fjárfestum,“ segir Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar, sem átt hefur í við- ræðum við erlendu aðilana. „Það vantar nú bara þennan eina hlekk og þá má segja að keðjan sé orðin heil. Þá verður að bíða og sjá hvað kemur út úr fjármögnuninni.“ Ólafur segir að eftir að samning- urinn hefur verið undirritaður sé boltinn hjá hinum erlendu aðilum hvað varðar fjármögnun. „Þeir koma þá til með að kynna málið fyrir fjár- magnsaðilum og eftir það fer ferli í gang sem felur í sér að samið verður við verktaka svo hægt sé að ganga frá málinu. En ég veit að þeir koma til með að vinna eins hratt að þessu og mögulegt er. Við erum búin að standa okkar plikt og svara því sem við getum svarað, svo bíðum við.“ Hjálmar Árnason, alþingismaður og formaður iðnaðarnefndar, segir erlendu aðilana hafa valið Helguvík vegna þeirra náttúrulegu aðstæðna sem þar eru, „og vegna mjög fag- legra og skjótra vinnubragða bæði hafnarstjórnarinnar og Markaðs- og atvinnumálaskrifstofunnar.“ Drög að lóðasamningi verða lögð fyrir lögræðinga erlendu aðilanna á næstunni að sögn Ólafs. „Ég sé ekki fyrir mér að þeir komi til með að gera neinar meiriháttar athuga- semdir. Þetta er allt í góðum far- vegi.“ Stálpípuverksmiðjan í Helguvík Lóðasamning- ur í bígerð Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.