Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 25 ÞAÐ var vel til fallið af Listasafn- inu á Akureyri að efna til eins konar úttektar á æviverki Sigurjóns Ólafs- sonar myndhöggvara. Byggist þó helst á hinum svonefndu, hausum, og seinni tíma tréskúlptúrum, þannig að nafngiftin, yfirlitssýning, er frekar misvísandi. Sigurjón var líkast til gagnmennt- aðasti myndhöggvari Íslendinga á ómengaða og sígilda höggmyndalist á síðustu öld. Byggðist á hinum forna arfi eins og hann birtist í verkum Assiríumanna og Grikkja. Á listaka- demíunni í Kaupmannahöfn fékk hann hlutlæga og ómengaða kennslu í undirstöðuatriðum höggmynda- listarinnar eins og hún var í það heila iðkuð frá ómunatíð. Hér var form- og rýmistilfinningin í öndvegi, mynd- höggvarar iðulega einnig frábærir húsameistarar og öfugt, sbr. Mich- aelangelo og Bernini á tímum háend- urreisnar og barrokks. Þessi grunn- menntun Sigurjóns nýttist honum vel í hinum mörgu tilraunum hans til hliðar, en í kjarna sínum var hann alltaf myndhöggvari af sígilda skól- anum og verkfæri hans lengstum þau sömu og til forna. En að segja að hann hafi verið myndhöggvari af sí- gilda skólanum er allt annar hand- leggur en, gamla skólanum, einungis vísað til vinnubragðanna, Sigurjón var þvert á móti einn frjóasti nýskap- ari í Norrænni myndlist um sína daga. Honum var á tímabili fundið það til lasts af félögum sínum í Dan- mörku, þá menn voru hvað harðastir í frjálsu og óhlutlægu sköpunarferli, að vinna einnig í fígúratívum form- um. Fékk þá helst tiltal fyrir hausana af þekktum borgurum, borgara- menningin útskúfuð og smáborgari gróft og háðulegt skammarorð. Fáum mun þó blandast hugur er svo er komið, að þessir hausar, mót- aðir í leir og síðan steyptir í gips og brons eru í formrænu eðli sínu með því markverðasta sem gert var á þessu tímaskeiði á Norðurlöndum, og hér á landi komst enginn, né hefur enn í dag komist með tærnar þar sem Sigurjón hafði hælana. Aðra skorti einfaldlega þessa ómenguðu sígildu þjálfun og um leið innsýn á formræn einkenni viðfangsefna sinna, láta um leið hina sálrænu tímalausu dýpt og nálgun persónunnar eins og anda á skoðandann. Ferskleikinn sem streymir frá þeim hvort sem lista- maðurinn meitlar í harðan stein eða mótar með höndunum í mjúkan leir er ekkert minna en galdur í bland við hið upprunalegasta sem gert hefur verið í höggmyndalist. Þannig séð hafið yfir allar deilur um stílbrögð og stefnur. Andlit sem hann gerði í gabbró, sem er ein harðasta steinteg- und sem fyrirfinnst, ekkert minna en kraftaverk og myndu sóma sér á hvaða heimslistasafni sem er, einnig myndin af móður hans og Svövu Ágústsdóttur, sem býr yfir magnaðri útgeislan í einfaldleika sínum. Tími kominn til að allt sem Sigurjón gerði á vettvanginum verði safnað saman í eina stóra og mjög vandaða bók, sem fleiri en einn stæði að til að gæða hana fjölþættara lífi. Væri ekki ein- ungis listsöguleg úttekt og fjöl- skyldusaga, sem í annan stað er gott og gilt. Þegar ró og stígandi prýðir miðju- salinn þar sem hausarnir hvíla á stöll- um sínum, er meiri hraði og fjöl- breytni í stóra salnum hvar tréskúlptúrunum hefur verið komið fyrir. Þeir eru þess eðlis að Sigurjón var nauðbeygður til einfaldari vinnu- ferlis, og að notast við nútímalegri verkfæri, sem kom mikið til að hann hafði ofgert sér og vanheilsu er fylgdi í kjölfarið, heilsa hans leyfði ekki ár- einslufrek vinnubrögð. Hann hafði dvalið að Reykjalundi í tvö ár vegna berklasmits, og nú hrjáði hann of- næmi fyrir sumum efnum, til að mynda steinryki og gufum af eir. Logsuða og að skera út í tré, ásamt því að vinna í einangrunarplast voru helstu úrræðin og hér var Sigurjón mikilvirkur, en vinnubrögðin önnur og fjölþættari. Hann hafði þróað með sér mikla fjölhæfni og fór létt með það vegna hins auðuga ímyndunar- afls sem hann var gæddur, staðgóða og trausta grunnnáms. Fyrir sumt má segja að Sigurjón hafi orðið að byrja upp á nýtt og laga sig að að- stæðum og þó var hann ekki frekar en fyrr einhamur í vinnubrögðum sínum, ærslafullur leikurinn við efni- viðinn hverju sinni og ólíku þætti hans þó sýnilegri en fyrrum. Einnig átti listamaðurinn það til að teygja sig fulllangt um ósamstæð vinnu- brögð, bæta einhverjum óskyldum torræðum vexti við út úr grunnform- inu, sem raskaði heildinni. Þetta er merkjanlegt á sýningunni, en svo einnig að þegar hann vann í afmark- aðri heild með einfaldleikann einn að leiðarljósi náði hann svipmestum ár- angri hvar sem hann bar niður, líkt og fyrrum í erfiðari efniviði. Þetta kemur afar vel fram í hinni aflöngu og holu trémynd, Samstæða, frá 1975, sem nýtur sín prýðilega í rým- inu. Að sjálfsögðu er sýningin hvalreki á fjörur Akureyringa, sem ættu að fjölmenna á staðinn í páskahelginni, svo fremi sem safnið verði opið. Loks er vert að minna á 17 mínútna mynd- band sem í gangi er, telst mikilsverð viðbót sem enginn sem kemur á stað- inn má láta fram sér fara. Hins vegar er sýningarskráin engan veginn sam- boðinn framkvæmdinni. Sígild höggmyndalist MYNDLIST Listasafnið á Akureyri Opið alla daga frá 13–18. Lokað mánu- daga. Til 7. apríl. Aðgangur ókeypis. HÖGGMYNDIR SIGURJÓN ÓLAFSSON Bragi Ásgeirsson Samstæða, Oregon fura, 1975, 147 x 40 x 27 sm. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Tíðarandi í ald- arbyrjun. Þrettán sviðsmyndir af tímanum hjá Reykjavík- urAkademíunni hefur að geyma úr- val greina úr greinaflokki Les- bókar Morg- unblaðsins frá síðasta ári um tíð- aranda í aldarbyrjun. Í bókinni draga þrettán höfundar upp mynd af ríkjandi ástandi í fimm köflum sem nefnast: Heimsmyndin – tímarnir eru flóknir, Sagan – hráefni samtímans, Maðurinn (vélin, efnið og fræðin) – draugar og skrímsli, Framtíðin – versl- unarmiðstöð, Heimsómyndin – óbæri- leg brothætta tilverunnar. Greinahöfundar eru: Ástráður Ey- steinsson, Anne Brydon, Eiríkur Guð- mundsson, Fríða Björk Ingvarsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Kristján B. Jónasson, Lárus Thorlacius, Matthías Viðar Sæ- mundsson, Pétur Gunnarsson, Sig- urbjörg Þrastardóttir, Úlfhildur Dags- dóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. Bókin er sú sjötta í flokki atviks- bóka. Ritstjóri er Þröstur Helgason en hann ritar einnig inngang. Útgefandi er ReykjavíkurAkademí- an. Bókin er 135 bls., prentuð í Prent- smiðjunni Prentmennt. Kápu hannaði Ósk Vilhjálmsdóttir. Hugvísindi Justifying Emotions er heiti bókar Kristjáns Kristjánssonar, prófessors í heimspeki við Háskólann á Akureyri. Í bókinni fjallar höfundur um sið- ferðileg vandamál sem spretta af til- finningum. Kristján andmælir þeirri skoðun að tilfinningar hafi neikvæð áhrif á mótun heilbrigðrar siðferðilegr- ar dómgreindar. Hann færir rök fyrir því að grundvallartilfinningarnar stolt og öfund séu ekki til marks um slæmt siðferði heldur mikilvægar og sál- fræðilega nauðsynlegar til mótunar heilsteypts og dyggðugs lífernis. Útgefandi er bresk/ameríska bóka- forlagið Routledge og er bókin sú þriðja í röðinni Routledge Studies in Ethics and Moral Theory. Bókin er 257 bls. Heimspeki VIÐSKIPTI mbl.is Fimmtudagstilboð Dömustígvél teygju OPIÐ MÁNUDAGA-FÖSTUDAGA FRÁ KL. 12-18 LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-16 Suðurlandsbraut, sími 533 3109 SAB 7073 Litir Svartir og brúnir Stærðir 36-41 Verð áður 8.995,- Verð nú 3.495
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.