Morgunblaðið - 04.04.2002, Page 25

Morgunblaðið - 04.04.2002, Page 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 25 ÞAÐ var vel til fallið af Listasafn- inu á Akureyri að efna til eins konar úttektar á æviverki Sigurjóns Ólafs- sonar myndhöggvara. Byggist þó helst á hinum svonefndu, hausum, og seinni tíma tréskúlptúrum, þannig að nafngiftin, yfirlitssýning, er frekar misvísandi. Sigurjón var líkast til gagnmennt- aðasti myndhöggvari Íslendinga á ómengaða og sígilda höggmyndalist á síðustu öld. Byggðist á hinum forna arfi eins og hann birtist í verkum Assiríumanna og Grikkja. Á listaka- demíunni í Kaupmannahöfn fékk hann hlutlæga og ómengaða kennslu í undirstöðuatriðum höggmynda- listarinnar eins og hún var í það heila iðkuð frá ómunatíð. Hér var form- og rýmistilfinningin í öndvegi, mynd- höggvarar iðulega einnig frábærir húsameistarar og öfugt, sbr. Mich- aelangelo og Bernini á tímum háend- urreisnar og barrokks. Þessi grunn- menntun Sigurjóns nýttist honum vel í hinum mörgu tilraunum hans til hliðar, en í kjarna sínum var hann alltaf myndhöggvari af sígilda skól- anum og verkfæri hans lengstum þau sömu og til forna. En að segja að hann hafi verið myndhöggvari af sí- gilda skólanum er allt annar hand- leggur en, gamla skólanum, einungis vísað til vinnubragðanna, Sigurjón var þvert á móti einn frjóasti nýskap- ari í Norrænni myndlist um sína daga. Honum var á tímabili fundið það til lasts af félögum sínum í Dan- mörku, þá menn voru hvað harðastir í frjálsu og óhlutlægu sköpunarferli, að vinna einnig í fígúratívum form- um. Fékk þá helst tiltal fyrir hausana af þekktum borgurum, borgara- menningin útskúfuð og smáborgari gróft og háðulegt skammarorð. Fáum mun þó blandast hugur er svo er komið, að þessir hausar, mót- aðir í leir og síðan steyptir í gips og brons eru í formrænu eðli sínu með því markverðasta sem gert var á þessu tímaskeiði á Norðurlöndum, og hér á landi komst enginn, né hefur enn í dag komist með tærnar þar sem Sigurjón hafði hælana. Aðra skorti einfaldlega þessa ómenguðu sígildu þjálfun og um leið innsýn á formræn einkenni viðfangsefna sinna, láta um leið hina sálrænu tímalausu dýpt og nálgun persónunnar eins og anda á skoðandann. Ferskleikinn sem streymir frá þeim hvort sem lista- maðurinn meitlar í harðan stein eða mótar með höndunum í mjúkan leir er ekkert minna en galdur í bland við hið upprunalegasta sem gert hefur verið í höggmyndalist. Þannig séð hafið yfir allar deilur um stílbrögð og stefnur. Andlit sem hann gerði í gabbró, sem er ein harðasta steinteg- und sem fyrirfinnst, ekkert minna en kraftaverk og myndu sóma sér á hvaða heimslistasafni sem er, einnig myndin af móður hans og Svövu Ágústsdóttur, sem býr yfir magnaðri útgeislan í einfaldleika sínum. Tími kominn til að allt sem Sigurjón gerði á vettvanginum verði safnað saman í eina stóra og mjög vandaða bók, sem fleiri en einn stæði að til að gæða hana fjölþættara lífi. Væri ekki ein- ungis listsöguleg úttekt og fjöl- skyldusaga, sem í annan stað er gott og gilt. Þegar ró og stígandi prýðir miðju- salinn þar sem hausarnir hvíla á stöll- um sínum, er meiri hraði og fjöl- breytni í stóra salnum hvar tréskúlptúrunum hefur verið komið fyrir. Þeir eru þess eðlis að Sigurjón var nauðbeygður til einfaldari vinnu- ferlis, og að notast við nútímalegri verkfæri, sem kom mikið til að hann hafði ofgert sér og vanheilsu er fylgdi í kjölfarið, heilsa hans leyfði ekki ár- einslufrek vinnubrögð. Hann hafði dvalið að Reykjalundi í tvö ár vegna berklasmits, og nú hrjáði hann of- næmi fyrir sumum efnum, til að mynda steinryki og gufum af eir. Logsuða og að skera út í tré, ásamt því að vinna í einangrunarplast voru helstu úrræðin og hér var Sigurjón mikilvirkur, en vinnubrögðin önnur og fjölþættari. Hann hafði þróað með sér mikla fjölhæfni og fór létt með það vegna hins auðuga ímyndunar- afls sem hann var gæddur, staðgóða og trausta grunnnáms. Fyrir sumt má segja að Sigurjón hafi orðið að byrja upp á nýtt og laga sig að að- stæðum og þó var hann ekki frekar en fyrr einhamur í vinnubrögðum sínum, ærslafullur leikurinn við efni- viðinn hverju sinni og ólíku þætti hans þó sýnilegri en fyrrum. Einnig átti listamaðurinn það til að teygja sig fulllangt um ósamstæð vinnu- brögð, bæta einhverjum óskyldum torræðum vexti við út úr grunnform- inu, sem raskaði heildinni. Þetta er merkjanlegt á sýningunni, en svo einnig að þegar hann vann í afmark- aðri heild með einfaldleikann einn að leiðarljósi náði hann svipmestum ár- angri hvar sem hann bar niður, líkt og fyrrum í erfiðari efniviði. Þetta kemur afar vel fram í hinni aflöngu og holu trémynd, Samstæða, frá 1975, sem nýtur sín prýðilega í rým- inu. Að sjálfsögðu er sýningin hvalreki á fjörur Akureyringa, sem ættu að fjölmenna á staðinn í páskahelginni, svo fremi sem safnið verði opið. Loks er vert að minna á 17 mínútna mynd- band sem í gangi er, telst mikilsverð viðbót sem enginn sem kemur á stað- inn má láta fram sér fara. Hins vegar er sýningarskráin engan veginn sam- boðinn framkvæmdinni. Sígild höggmyndalist MYNDLIST Listasafnið á Akureyri Opið alla daga frá 13–18. Lokað mánu- daga. Til 7. apríl. Aðgangur ókeypis. HÖGGMYNDIR SIGURJÓN ÓLAFSSON Bragi Ásgeirsson Samstæða, Oregon fura, 1975, 147 x 40 x 27 sm. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Tíðarandi í ald- arbyrjun. Þrettán sviðsmyndir af tímanum hjá Reykjavík- urAkademíunni hefur að geyma úr- val greina úr greinaflokki Les- bókar Morg- unblaðsins frá síðasta ári um tíð- aranda í aldarbyrjun. Í bókinni draga þrettán höfundar upp mynd af ríkjandi ástandi í fimm köflum sem nefnast: Heimsmyndin – tímarnir eru flóknir, Sagan – hráefni samtímans, Maðurinn (vélin, efnið og fræðin) – draugar og skrímsli, Framtíðin – versl- unarmiðstöð, Heimsómyndin – óbæri- leg brothætta tilverunnar. Greinahöfundar eru: Ástráður Ey- steinsson, Anne Brydon, Eiríkur Guð- mundsson, Fríða Björk Ingvarsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Kristján B. Jónasson, Lárus Thorlacius, Matthías Viðar Sæ- mundsson, Pétur Gunnarsson, Sig- urbjörg Þrastardóttir, Úlfhildur Dags- dóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson. Bókin er sú sjötta í flokki atviks- bóka. Ritstjóri er Þröstur Helgason en hann ritar einnig inngang. Útgefandi er ReykjavíkurAkademí- an. Bókin er 135 bls., prentuð í Prent- smiðjunni Prentmennt. Kápu hannaði Ósk Vilhjálmsdóttir. Hugvísindi Justifying Emotions er heiti bókar Kristjáns Kristjánssonar, prófessors í heimspeki við Háskólann á Akureyri. Í bókinni fjallar höfundur um sið- ferðileg vandamál sem spretta af til- finningum. Kristján andmælir þeirri skoðun að tilfinningar hafi neikvæð áhrif á mótun heilbrigðrar siðferðilegr- ar dómgreindar. Hann færir rök fyrir því að grundvallartilfinningarnar stolt og öfund séu ekki til marks um slæmt siðferði heldur mikilvægar og sál- fræðilega nauðsynlegar til mótunar heilsteypts og dyggðugs lífernis. Útgefandi er bresk/ameríska bóka- forlagið Routledge og er bókin sú þriðja í röðinni Routledge Studies in Ethics and Moral Theory. Bókin er 257 bls. Heimspeki VIÐSKIPTI mbl.is Fimmtudagstilboð Dömustígvél teygju OPIÐ MÁNUDAGA-FÖSTUDAGA FRÁ KL. 12-18 LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-16 Suðurlandsbraut, sími 533 3109 SAB 7073 Litir Svartir og brúnir Stærðir 36-41 Verð áður 8.995,- Verð nú 3.495

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.