Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is GULL ER GJÖFIN BARA ÞAÐ BESTA! bjalkabustadir.is sími 581 4070 Sumarhús - íbúðarhús alls konar hús STJÓRNVÖLD í Ísrael leggja áherslu á að þau geti ekki sætt sig við að Palestínumönnum verði leyft að sprengja sig að samn- ingaborðinu – ekki megi verð- launa hryðjuverk. Á hinn bóginn virðist ljóst að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, getur ekki bundið enda á uppreisn þeirra, intifatah, án þess að sýna þjóð sinni fram á einhvern árang- ur af þeim fórnum sem færðar hafa verið undanfarna átján mán- uði. Fréttaskýrendur segja þetta í hnotskurn vera þann vanda sem nú steðjar að í Miðausturlöndum. Sömuleiðis sé þetta ástæða þess að Anthony Zinni, sáttasemjara Bandaríkjastjórnar, hefur ekki tekist að fá deilendur til að sætt- ast á vopnahlé eða telja Arafat á að verða við kröfu Ísraela um að hann láti handtaka hóp manna, sem grunaðir eru um tengsl við ýmis öfgasamtök Palestínu- manna. Í kjölfar sjálfsmorðsárása um páskana er beindust gegn ísr- aelskum borgurum ákvað Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, að úr því að Arafat vill ekki láta til skarar skríða gegn öfgamönn- unum þá muni ísraelsk stjórnvöld sinna verkinu sjálf. Hermenn hafa haldið inn á heimastjórnar- svæði Palestínumanna gráir fyrir járnum og sýna fyllstu hörku; þúsundir manna hafa verið yfir- heyrðar og hundruð handtekin en yfirlýst markmið er að uppræta hryðjuverkastarfsemi. Aðgerð- irnar gætu tekið margar vikur, að því er talið er. Fráfall Arafats hefði alvarlegar afleiðingar Ákvörðun Sharons er áhættu- söm og gæti reynst afdrifarík. „Það skiptir engu máli hversu marga skriðdreka þú sendir inn á svæðið, það munu samt finnast menn sem eru tilbúnir að gera sjálfsmorðsárásir,“ sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, á þriðjudag. Hann lýsti nokkrum skilningi á ákvörðun Sharons en hvatti hann til að „ljúka verkinu eins fljótt og hugs- anlegt væri“. Sérfræðingar segja ummæli Powells réttmæt. Útilokað sé að koma alveg í veg fyrir sjálfs- morðsárásir ef menn eru stað- ráðnir í að efna til þeirra og hætt- an sé sú að harkalegar aðgerðir Ísraela undanfarna daga magni reiði Palestínumanna til muna og ali þ.a.l. af sér marga hryðju- verkamenn til viðbótar. Sömuleiðis er hætta á miklu mannfalli þegar búið er að senda þúsundir hermanna inn á afar þéttbýl svæði eins og heima- stjórnarsvæði Palestínumanna óneitanlega eru. Ekki yrði endi- lega aðeins um mannfall í röðum Palestínumanna að ræða – í miklu návígi væru ísraelskir hermenn, sem sumir hverjir eru lítt þjálf- aðir liðsmenn varaliðssveita, sjálfir auðveld skotmörk. Þá gætu hernaðaraðgerðirnar í nágrenni höfuðstöðva Arafats í Ramallah auðveldlega farið úr böndunum og Arafat sjálfur jafn- vel fallið – sem hefði án efa alvar- legar afleiðingar fyrir stöðu mála. Myndu leiðtogar arabaríkjanna t.a.m. verða undir miklum þrýst- ingi heimafyrir að láta Ísraela finna til tevatnsins, hefna fyrir dauða Arafats og svara kalli Pal- estínumanna um vernd. Zinni bíður átekta Sumir bera hins vegar þá von í brjósti að Ísraelum takist að handsama þá öfgamenn sem þeir vilja klófesta. Þannig dragi til muna úr hættunni á sjálfsmorðs- árásum í Ísrael og um leið væri krafan á hendur Palestínumönn- um, að þeir grípi til aðgerða gegn öfgamönnunum, orðin óþörf. Eru uppi getgátur um að Anth- ony Zinni vonist einmitt til að þetta verði niðurstaðan, og að þess vegna hafi hann ílengst í Miðausturlöndum þrátt fyrir að ofbeldið hafi farið algerlega úr böndunum, enda telji hann að í kjölfarið yrði hægt að hefja samn- ingaviðræður milli stríðandi fylk- inga. Ljóst er hins vegar að algert vantraust ríkir milli deilenda nú um stundir og því þykir í meira lagi ólíklegt að björtustu vonir manna rætist alveg á næstunni. Reuters Arabískir Ísraelar á flótta frá ísraelskum hermönnum sem beittu táragasi til að dreifa friðarsinnum er efndu til mótmæla í gær við varðstöð á vegi frá Jerúsalem til Ramallah á Vesturbakkanum. Ákvörðun Sharons gæti reynst afdrifarík Jerúsalem. AP. Reuters Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels. ’ Aðgerðirnargætu tekið margar vikur ‘ RÓMVERSK-kaþólsku erkibiskups- dæmin í Orange-sýslu og Los Angel- es hafa greitt 1,2 milljónir dollara (rúmar hundrað milljónir króna) í dómsátt við 37 ára konu sem hélt því fram í málshöfðun að vinsæll prestur hefði gerst nærgöngull við sig er hún var táningur, gert sér barn og síðan greitt fyrir fóstureyðingu. Dómsátt kirkjunnar við konuna, Lori Haigh, er önnur dómsáttin sem þessi erkibiskupsdæmi hafa gert, og fjölmiðlar hafa fjallað mikið um, á átta mánuðum við fórnarlömb meintrar kynferðislegrar misnotkun- ar presta. Er þetta eitt margra mála, er komið hafa upp í Bandaríkjunum undanfarið, sem beint hafa athyglinni að umburðarlyndi kirkjunnar gagn- vart föntum í prestastéttinni. Haigh hélt fréttamannafund á skrifstofu lögmanns síns í San Franc- isco sl. mánudag, áður en hún höfðaði málið formlega gegn séra John Len- ihan. Hún heldur því einnig fram, að tveir aðrir prestar – sem nú eru komnir til æðstu metorða í erkibisk- upsdæminu í Orange-sýslu – hafi virt að vettugi ítrekuð áköll hennar um hjálp fyrir tuttugu árum. Hún segir að sér hafi verið misþyrmt kynferð- islega frá 14 til 17 ára aldurs. Biskup biðst fyrirgefningar Biskupinn í Orange sagði í skrif- legri yfirlýsingu að hann harmaði þann skaða sem Lenihan hefði valdið Haigh og bæði hana og öll önnur fórnarlömb misþyrmingar presta fyrirgefningar. Talsmenn kirkjunnar segja að hinir prestarnir tveir neiti því að hafa nokkurn tíma hitt Haigh. Hefur annar þeirra, Lawrence Baird, hótað að höfða meiðyrðamál gegn henni. Haigh sagði á fréttamannafundin- um að hún hefði kynnst Lenihan þeg- ar hún spilaði á gítar í unglingahljóm- sveit sem lék við kvöldmessu í Kirkju heilags Norberts í Orange, þar sem hann var prestur. Hún hefði tekið þátt í félagsstarfi á vegum kirkjunnar fimm daga í viku og því hefðu mis- þyrmingarnar verið tíðar. Lenihan hefði ekið henni til og frá ýmsum unglingasamkomum en á leiðinni hefði hann lagt bílnum á afviknum stöðum og misþyrmt henni. Reyndi að fyrirfara sér „Foreldrar mínir töldu að mér væri óhætt í kirkjuhópnum,“ sagði Haigh, „og að það væri allt í lagi þótt presturinn kæmi með mig heim klukkan tvö að nóttu.“ Foreldrar hennar hefðu ekki haft hugmynd um misþyrmingarnar fyrr en mörgum árum seinna. Þegar hún varð barns- hafandi 16 ára sagði Lenihan henni að hún yrði að fara í fóstureyðingu. Hún segist hafa reynt að fyrirfara sér með því að skera sig á púls með kjöt- hníf. Samt sagði hún foreldrum sín- um ekkert. Séra Lenihan hefði ekið henni í bankann til að ná í peninga fyrir fóst- ureyðingunni. „Honum virtist ekki sérlega umhugað um sálarástand mitt. Hann lét mig hafa peningana og sagði að auðvitað gæti hann ekki fylgt mér í aðgerðina.“ Samkvæmt kaþ- ólskum sið eru fóstureyðingar dauða- synd. Lenihan hefur viðurkennt, í öðru máli, að hafa haft samræði við konu undir lögaldri og hafa átt ástarsam- bönd við margar aðrar konur. Í sept- ember var honum vikið úr embætti prests í Kirkju heilags Játvarðs í Dana Point og í síðustu viku sam- þykkti hann að láta af prestskap. „Ég bið fyrir þér“ Haigh sagði ennfremur á frétta- mannafundinum að þrem árum eftir að misþyrmingarnar hófust hefði hún farið á fund Bairds, sem hefði verið uppáhaldsprestur fjölskyldunnar og er nú opinber talsmaður erkibiskups- dæmisins, og talað við hann um sam- band sitt við Lenihan. Hún segir, að þegar hún hafi lokið máli sínu hafi Baird komið upp að henni, kysst hana og nuddað sér upp við hana. Hún hafi ýtt honum frá sér, ekki síst vegna þess að það hafi verið gluggi á hurð- inni og hún hafi óttast að lenda í vandræðum. „Þegar ég fór lét Baird mig hafa símanúmerið sitt og bað mig að hringja í sig ef ég þyrfti að tala aft- ur,“ sagði Haigh. Baird sagði á sínum fréttamanna- fundi að hann ræki ekki minni til þess að hafa nokkurn tíma hitt Haigh, en væri aftur á móti fullviss um að hann hefði aldrei, á 33 ára prestsferli sínum, snert nokkra manneskju á óviðeigandi máta. „Þessar ásakanir eru algerlega úr lausu lofti gripnar.“ Haigh var á fréttamannafundi Bairds, og hann ávarpaði hana beint: „Ég bið fyrir þér.“ Kirkjan greið- ir 100 milljón- ir í dómsátt Irvine í Kaliforníu. Los Angeles Times. ’ Foreldrar mínirtöldu að það væri allt í lagi þótt presturinn kæmi með mig heim klukkan tvö að nóttu ‘ Kaþólskir prestar vændir um kynferðislegar misþyrmingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.