Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Lífið í landinu Fundaröð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Þingmenn og aðrir forsvarsmenn Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs heimsækja byggðir landsins, fara á vinnustaði og halda almenna stjórnmálafundi. Sérstök áhersla verður lögð á sveitarstjórnamál, atvinnu-, umhverfis- og velferð- armál og Ísland og Evrópusambandið. Í apríl verða fundir á eftirtöldum stöðum. Föstudaginn 5. apríl kl. 20:00 Kiwanishúsinu, Dalvík Laugardaginn 6. apríl kl. 11:00 Gunnukaffi, Hvammstanga Laugardaginn 6. apríl kl. 16:00 Verkalýðsfélagshúsinu, Stykkishólmi Sunnudaginn 7. apríl kl. 16:00 Félagshúsi ÚÍÓ, Ólafsfirði Fimmtudaginn 11. apríl kl. 20:00 Ströndinni, Sauðárkróki Fimmtudaginn 11. apríl kl. 21:00 Hlíðarenda, Hvolsvelli TÓNLEIKAR kanadísku söng- konunnar Tenu Palmer á Múlanum, eða eigum við kannski að segja kan- adísk/íslensku því hér hefur hún dvalið meira og minna sl. fimm ár, tókust einstaklega vel. Hér var hún með kvartettinn Crucible sem var tríó síðast er þau komu fram í Múl- anum fyrir næstum ári. Hilmar var ekki með þá. Tena er afburðafjöl- hæf söngkona og fyrir utan að kenna er hún í a.m.k. þremur hljómsveitum. Crucible, sem ekki kemur oft fram, sömbusveitinni Fé- licidade og blágresissveitinni vin- sælu, Gras. Margir muna eftir tónleikum Tenu á RúRek djasshátíðinni 1996 þarsem kanadíska tónskáldið, pían- istinn og gítaristinn Justin Haynes lék með henni. Þar ríkti hinn ein- faldi ljóðasöngur í sinni bestu mynd og það sama var uppá teningnum á skírdagskvöld. Að vísu var meðleik- urinn annars eðlis. Rafmagnið lék þar sitt hlutverk og sumt var fyr- irfram unnið og annað spunnið á staðnum. Það var þó annarrar ættar en ríkt hefur í Crucible þarsem frjálsættaður spuni og hljóðsmalar hafa verið firnafrekir til plássins. Þótt efnið væri frá ýmsum tímum var ferskur blær yfir flutningnum öllum og persónuleg einkenni hvers einstaklings sterk. Fjórmenning- arnir höfðu kraftbirting einfaldleik- ans á valdi sínu og birtist það jafnt í tærum ljóðasöng Tenu, áhrifamiklu meðspili þremenninganna og þeim örfáu einleikslínum er brá fyrir þetta kvöld einsog tærri lýrík Hilm- ars Jenssonar í verki Justin Haynes við ljóð landa þeirra Tenu, Leon- ards Cohens, og upphafslaginu eftir Pétur Grétarsson við ljóð Laxness, Atlantshafið „sem gerir fræknleik minn að fálmi, fjör mitt að snöggum blossa í þurrum hálmi, von mína og trú að vitlaust kveðnum sálmi“. Þetta söng Tena listavel á íslensku einsog Einar Má, afturá móti var Gyrðir Elíasson á ensku, Blindness, við lag Justin Haynes. Svo söng Tena lög við ljóð skáld- kvennanna sinna kanadísku, Doothy Livesay og P. K. Paige, af ljóðrænu innsæi og meiraðsegja í blágresis- söngvum tókst henni að halda þeirri tæru ljóðrænu túlkun sem var aðal þessara stórgóðu tónleika. Tena hefur oft sýnt og sannað, meðal annars á fínum Billie Holiday tónleikum í Iðnó, að hún hefur djasshefðina á valdi sínu. Hér var þó fátt á ferð sem minnti á hefð- bundinn djass en einfaldleikinn hef- ur alltaf verið aðal hins besta í djasssöng og hann ríkti hjá Tenu og félögum þetta kvöld. Crucible kvartettinn kom svo sannarlega skemmtilega á óvart að þessu sinni. Crucible leitar á lendur ljóðsins DJASS Múlinn í Kaffileikhúsinu Tena Palmer, rödd, Hilmar Jensson, gítar, Kjartan Valdimarsson, píanó, og Matt- hías Hemstock, slagverk. Fimmtudags- kvöldið 28.3. 2001. CRUCIBLE Vernharður Linnet HVAÐ er líkt með fólki og fugl- um, spyr Magnús V. Guðlaugsson, og kemst að þeirri niðurstöðu að það sé smekkurinn og skrautgirnin. Það má vel vera en fullt eins mætti spyrja hvað sé ólíkt með fuglum og fólki og svarið gæti hljóðað ein- hvern veginn svona: Fuglar gera sér að góðu að ganga í sömu lörf- unum ár og síð og alla tíð. Einu frá- vikin eru sumar- og vetrartíska nokkurra tegunda, svo sem rjúp- unnar. En þetta er allforvitnileg sýning þegar öllu er á botninn hvolft. Einkum spyr maður sig hver sé hlutur Magnúsar, miðað við Jóhann Óla, en hans eru allar guðdómlegu fuglamyndirnar sem varpað er sem litskyggnum í sýningarsalnum. Er það Magnús sem sér um upphengið og hvernig ber að dæma það? Magnús V. Guðlaugsson er merkilegur huldumaður sem í upp- hafi níunda áratugarins var í hópi mest áberandi listmálara ungu kyn- slóðarinnar. Um miðjan áratuginn hvarf hann af sjónarsviðinu og lét lítið fyrir sér fara eftir það. Reynd- ar má sjá í ferilsskránni að hann hefur helgað sig skissu og hug- myndavinnu þau sextán ár sem lið- in eru frá því hann dró sig í hlé, en auk þess hefur hann eytt drjúgum tíma í fjallaferðir. Hvort sýningin hjá Sævari Karli markar afturhvarf Magnúsar til sýningahalds skal ósagt látið, en víst er að hann ræðst ekki á garð- inn þar sem hann er lægstur. Að halda sýningu sem að mestu leyti byggist á höfundarverki annars manns – eða ættum við að segja annarra manna, því fatnaðurinn er vissulega höfundarverk annarra en hans – er býsna djarft og minnir á „do it“-sýningu Obrist á Kjarvals- stöðum, þar sem öll verkin voru annarra manna verk en höfund- anna. Það svíkur þó engan að setjast niður og skoða fuglamyndirnar frá- bæru sem varpað er á vegginn. Hvað fötin og fuglarnir eiga sam- eiginlegt skal þó ósagt látið, nema auðvitað það að hvort tveggja gleð- ur augað. Frá sýningu Magnúsar V. Guðlaugssonar í Galleríi Sævars Karls. Fuglar og föt MYNDLIST Gallerí Sævars Karls Til 4. apríl. Opið á verslunartíma. LJÓSMYNDIR & FÖT MAGNÚS V. GUÐLAUGSSON & JÓHANN ÓLI HILMARSSON Halldór Björn Runólfsson SIGRÚN Hjálmtýsdóttir sópr- ansöngkona og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari halda tón- leika í Ísafjarðarkirkju í kvöld, kl. 20.30. Efnisskráin var flutt í Salnum fyrir um mánuði, en þeir tónleikar voru haldnir í tilefni af farsælu samstarfi þeirra í 20 ár. Þær flytja ljóðasöngva eftir Theu Mushgrave, Olivier Messiaen, Richards Strauss og þrjú lög úr lagaflokknum Brent- ano. Tónleikarnir eru þriðju áskriftartónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar á þessu starfsári. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Ljóðasöngur í Ísafjarðar- kirkju SKÓLAKÓR Kárs- ness flytur dagskrá í Salnum annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20, í tali og tónum um Halldór Kiljan Laxness. Kórfélagar lesa upp, leika þætti úr sögum hans og syngja mörg ljóðanna. Dagskrána hafa kórfélagar flutt fyrir eldri bekki grunnskólanna í Kópavogi á síðustu vikum og er hún lokaatriðið í tónlist fyrir alla á þessu skólaári. Að sögn Þórunnar Björns- dóttur, stjórnanda Skólakórs Kársness, hafa viðtökurnar farið langt fram úr björtustu vonum og verið ánægjuleg lífsreynsla fyrir hina ungu flytjendur. „Jón- as Ingimundason, tónlistarráðu- nautur Kópavogs og forsvars- maður verkefnisins Tónlist fyrir alla, hefur lengi haft áhuga á því að nemendur komi fram á skólatón- leikunum og því þótti okkur vel við hæfi að bjóða upp á Söngva skáldsins í tilefni af aldaraf- mæli hans. Þetta er í fyrsta skipti að nemendur syngja og spila fyrir aðra nemendur í Tónlist fyrir alla og í ljósi þessarar ánægju- legu reynslu mun- um við án efa skipuleggja fleiri tónleika í framtíð- inni, þar sem nem- endur í söng- og hljóðfæranámi, skólakórar, hljómsveitir og sönghópar koma fram í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Þessir nemendur leggja á sig mikla vinnu utan hefðbundins grunn- skólanáms en fá sjaldan eða aldrei tækifæri til að leika eða syngja fyrir skólafélaga sína og kennarana.“ Söngvar skálds- ins í Salnum Halldór Laxness
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.