Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.04.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 41 Elsku Maggi frændi, núna ertu farinn. En minningin um góðan og skemmtilegan frænda lifir með okk- ur. Fyrsta minning mín um þig var þegar ég var lítil stelpa í Ási og þið Nonni léku ykkur með mig, kitluðuð mig og létu mig þefa úr neftóbaks- dósinni hans afa og svo hlóguð þið, en tókuð mig síðan í fangið og kysstu mig, þið voruð svo góðir við litlu frænku. Leið þín lá síðan til Reykjavíkur í hárgreiðslunám og þú opnaðir þína eigin hárgreiðslustofu og allt gekk vel hjá þér og við frænkurnar úr Eyjum litum svo upp til þín, okkur fannst þú svo flottur. Þitt böl var áfengið, þú vissir það sjálfur og reyndir hvað eftir annað að sigrast á Bakkusi, en gekk misvel. Þegar þú varst laus frá honum gekk þér allt í haginn, eignaðist fallegt heimili svo um var talað. Þú hafðir svo gaman af því að elda góðan mat og bjóða ættingjum og vinum heim til þín, þar sem mikið var spjallað og hlegið. Þú hafðir svo mikla leikræna hæfileika og þið Hrafnhildur systir nutuð ykkar saman í hlátrasköllum okkar. Það var svo gaman að vera nálægt þér, þú hafðir svo létta lund og hlóst svo innilega. Maggi manstu í mat- arboðinu hjá Guðmundu systur, þeg- ar hún bar fram amerísku ostatert- una með rjómanum „undir, yfir og allt í kring,“ og við grétum úr hlátri, þá var sko gaman, sem oftar. Fyrir þremur árum þegar Bene- dikt fermdist hjálpaðir þú honum að velja sér ritningarorð, þú sagðir að þau væru í miklu uppáhaldi hjá þér, sem er úr Filippíbréfi 4. kafli 13 vers. Allt megna ég fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir. Elsku Maggi frændi, ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Hvíl þú í friði. Jóhanna frænka. Þegar ég kynntist Hrabbý konu minni fyrir um sautján árum, komst ég fljótlega að raun um að einn frændi hennar skipaði óvenju stóran sess í lífi hennar og hafði gert allt frá því hún var að alast upp sem lítil stúlka í Vestmannaeyjum. Tók ég sérstaklega eftir því hve henni þótti óskaplega vænt um þennan mann. Maður þessi var Magnús Torfi Sig- hvatsson. Síðar átti ég sjálfur eftir að kynnast þessum ljúfa dreng af eigin raun og þá skildi ég vel ástæð- ur þess hvers vegna Hrabbý þótti svona vænt um hann. „Maggi frændi“ eins og við köll- uðum hann ávallt á okkar heimili, var sérstaklega mikið ljúfmenni og hvers manns hugljúfi, enda vina- margur í gegnum lífið. Maggi var laghentur mjög og má með sanni segja að hlutirnir hafi leikið í hönd- unum á honum. Hann var lærður hárgreiðslumeistari og þótti frábær MAGNÚS TORFI SIGHVATSSON ✝ Magnús TorfiSighvatsson fæddist í Vestmanna- eyjum 19. ágúst 1944. Hann lést á heimili sínu í Reykja- vík 20. mars síðast- liðinn. Magnús var næstyngstur í hópi 11 systkina. Systkini hans eru: Kristjana Valgerður, f. 2. októ- ber 1926, Guðríður Kinloch, f. 31. des- ember 1927, Haukur, f. 25. október 1929, d. 3. september 1991, Margrét, f. 28. júlí 1931, Bjarni, f. 2. desember 1932, Sigurður Arn- ar, f. 6. ágúst 1934, Guðbjartur Richard, f. 10. janúar 1937, Hrefna, f. 23. júlí 1939, Sighvatur, f. 30. júní 1942, d. 26. mars 1955, og Jón, f. 25. maí 1946. Magnús var ókvæntur og barn- laus. Útför Magnúsar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. fagmaður í því fagi á sínum yngri árum og rak hárgreiðslustofu í nokkurn tíma. Maggi var afburða kokkur og fengum við fjölskyldan að kynnast hæfileikum hans á því sviði af eigin raun, því ófáar eru stundirnar sem við höf- um átt saman með hon- um í matarboðum, ým- ist heima hjá honum eða okkur. Var þá ekk- ert til sparað með steikinni. Og stundum héldum við Pizzaveislu saman og þá var mikið af ís á eftir með öllu tilheyrandi. Við fjölskyldan höfum búið í ná- grenni við Magga síðustu ár, frá því hann eignaðist íbúðina sína í Grýtu- bakkanum. Eins og honum var lagið tók hann heimilið og garðinn í gegn, lagaði og betrumbætti eftir eigin höfði, því Maggi var mikill fagurkeri og lagði mikið upp úr því að hafa fal- legt í kringum sig, en ekki endilega dýra hluti, því hann bjó hlutina oft til sjálfur, hvort sem það voru lampar, myndarammar eða annað sem hann vantaði, enda var hann óvenju út- sjónarsamur og nýtinn. Ekki vafðist fyrir honum að búa til páskaegg ef svo bar undir og býr Pálmar sonur okkar vel að þeirri kunnáttu sem honum var látin í té fyrir nokkrum árum þegar Maggi bauð honum að koma til sín einn eftirmiðdag og læra þá list. Það voru slíkar stundir með Magga sem voru svo gefandi, því hann gat verið svo skemmtilegur og nærvera hans þægileg, svo ekki sé minnst á húmorinn. Maggi gat verið mikill húmoristi þegar sá gállinn var á honum. Hrabbý kona mín minnist margra verslunarferða með Magga í Ikea og aðrar búðir, þar sem þau voru að leita eftir skrauti á heimilin sín og var þá oft mikið hlegið og húmorinn fékk að njóta sín. Maggi var tilfinninganæmur mað- ur og óvenju næmur á líðan sam- ferðamanna sinna. Ekki fór það framhjá okkur hversu mikið hann elskaði foreldra sína enda höfðu þau alið hann upp við ástríki og hlýju og gert allt sem í þeirra valdi stóð til að honum farnaðist sem allra best í líf- inu. Sama má segja um systkini hans. Þau hjálpuðu honum og studdu hann þegar á bjátaði í lífs- göngunni, því ósjaldan dró ský fyrir sólu í lífi Magga. Alkóhólisminn fylgdi honum eins og skuggi í gegn- um lífið. Stundum náði Maggi að vera allsgáður í nokkur ár samfellt en því miður þá féll hann alltaf aftur fyrir lævísum brögðum Bakkusar. Fjölmargir ættingjar hans og vinir aðstoðuðu hann og studdu í brátt- unni og erum við þess fullviss að Maggi kunni vel að meta þann stuðning, því hann var sjálfur hjálp- samur og mátti ekkert aumt sjá. Maggi var trúaður maður og leitaði í trúna á erfiðum stundum í lífi sínu. Oft held ég að hann hafi fundið frið í sálu sinni, því á góðu tímabilunum í lífi hans var hann glaður og sáttur með lífið og tilveruna. Við fjölskyld- an viljum þakka S.Á.Á. og ekki síst Þórarni Tyrfingssyni lækni á Vogi fyrir alla þá aðstoð og skilning sem Magga hefur verið sýndur í gegnum tíðina. Einnig því góða fólki sem ráð- ið hefur ríkjum hjá Samhjálp síðustu ár. Sendum við systkinum hans og öðrum ættingjum og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minningin um þennan góða dreng lifa. Biðjum við algóðan Guð að varð- veita hann að eilífu. Guðmundur, Hrafnhildur. Augun mín og augun þín ó! þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. (Vatnsenda-Rósa.) Elsku vinur minn, sorgin nístir hjarta mitt. Á stundum fórum við með vísukorn og þessi vísa Vatns- enda-Rósu var í miklu uppáhaldi ásamt mörgum öðrum. Við áttum svo ótrúlega margt sameiginlegt, enda var sko enginn lognmolla er ljónin fóru af stað. Það lék allt í höndum þínum. Hvort sem var járn eða gler eða annað efni. Enda féll þér sjaldan verk úr hendi. Laugar- daginn áður en þú kvaddir þetta líf á jörðu hér vorum við á kafi í búta- saumi. Þú gerðir skabalonin, þrædd- ir og straujaðir. Elsku Maggi minn, þú hafðir svo frábæra kosti til að bera, og orðið nei var ekki til í þínum orðaforða. Oft skammaði ég þig fyrir að fólk of- notaði góðsemi þína sem ekki kom við hjá þér á erfiðum tímum. Þú varst svo mikil félagsvera og mann- vinur. Minningarnar eru svo margar og spanna yfir tuttugu ár. Við vorum eins og hugur og hönd. Þegar þú varst kokkur í Hlaðgerðarkoti og ég var aðstoðarmanneskja þurfti ekki orðin til, þú lagðir allan þinn metnað í hollan og góðan mat, og ekki nóg með það, þú varst í gróðursetningu trjáa og þar er trjálundur sem þú settir niður sem nú heitir Torfalund- ur. Ég minnist þess með gleði er við vorum stödd á Arnarhóli og horfðum á flugeldasýningu sem var engu lík og rápuðum um bæinn. Skoðuðum Þjóðmenningarhúsið þótt það tæki okkur tvo tíma að komast úr mið- bænum. Okkur leiddist ekki því að nóg var um að tala. Þú varst fag- urkeri, heimili þitt var til fyrirmynd- ar og smekkvísi þinni ekki með orð- um lýst. Allt skyldi vera „spic and span“ eins og þú orðaðir það. Mér er það mjög minnisstætt er þú dvaldir vikutíma hjá okkur Ingimundi, ég var í hörku vinnu á þeim tíma. Er heim var komið varst þú búinn að fægja og pússa, maturinn til staðar. Allt gljáfægt. Já, vinur minn, minn- ingarnar eru margar. Við gengum saman gegnum súrt og sætt. Ég man það góða, hitt er liðið því fær enginn breytt. Þú varst hissa á dánarstund þinni er ég og Ómar komum að þér. Samt var friður yfir ásjónu þinni. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér af þeim sem á undan eru farnir. Elsku Maggi minn, hafðu þökk fyrir allt og allt og Guð þig geymi. Aðstandendum votta ég samúð mína og kveð þig. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tárin falla heit í hljóði, heimur ei þau sér. Sofna vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér Þreyttir hvílast, þögla nóttin þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer. Sof þú væran, vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk.) Þín vinkona Elfa Björnsdóttir. Hvað er gull og gæfa sem gefur veröld þér ef gleymir þú að hugsa um þína sál. Því eitt sinn þarftu, að kveðja það allt á jörðu hér, sem aðeins reyndist hverfult stundartál. (Jóhanna Karlsdóttir.) Með fáeinum kveðjuorðum minn- ist ég vinar mína Magnúsar Torfa. Hann var mér hjálplegur á mörgum sviðum. Og ég reyndi að koma á móts við hann í erfiðleikum hans eins og ég var megnugur. Þú varst vinur vina þinna, og gjarnan hefði ég viljað sleppa því að koma að þér látn- um í uppáhaldsstólnum þínum. En vegir Guðs eru órannsakanlegir. Elfa vinkona þín sem var þér mjög kær var með mér á þessari erfiðu stundu og gátum við veitt hvort öðru styrk. Maggi minn, hafðu Guðs þökk fyr- ir allt og allt. Aðstandendum votta ég mína samúð. Ómar Kr. Helgason. Mig langar í örfáum orðum að minnast góðs vinar, Magnúsar Torfa Sighvatssonar. Ég kynntist honum fyrir sex árum í Hlaðgerðarkoti þar sem við vorum að vinna bug á okkar veikleika og ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fylgjast með Magnúsi og sjá hvernig lífið fór að brosa við honum. Það tókst með okkur góður vinskapur og trúnaður og Magnús hefur reynst mér vel þennan stutta tíma. Þegar ég var að brölta við að eignast eigin íbúð var Magnús óþrjótandi við að reka á eftir íbúða- lánastjórn fyrir mína hönd og þegar ég flutti inn fékk ég ómælda hjálp frá honum við að koma mér fyrir og setja upp gluggatjöld og annað. Magnús hafði sérstaklega næmt fegurðarskyn og vissi nákvæmlega hvar hlutir nutu sín best og hann sýndi það svo um munaði þegar hann flutti inn í sína eigin íbúð. Hann gerði hana einstaklega fallega með einstökum stíl og sama má segja með veröndina og garðinn hjá hon- um. Mér er ofarlega í minningunni hversu snyrtilegur hann var. Þegar ég vann með honum upp á koti nýtti hann gjarnan kvöldin við að skúra og bóna sali og ganga svo mátti spegla sig í. Það var mikill húmor í Magnúsi og við áttum margar skemmtilegar stundir yfir kaffibolla í Grýtubakk- anum. Þetta eru ógleymanlegar stundir sem ég mun geyma í minningu minni um góðan dreng. Ég samhryggist öllum ættingjum og vinum. Benjamín S. Gunnlaugsson. Hann var skemmtilega gaman- samur að eðlisfari, frábær drengur og það var eftirminnilegt hvernig hann kunni að spinna spjallið þannig að úr yrði eins konar leikþáttur. Þannig var persónuleiki hans, mögn- uð samfella þótt líf hans liði á hóg- væru nótunum og í kyrrþey sem margir misstu af. Maggi í Ási er horfinn yfir móðuna miklu langt fyr- ir aldur fram, maður með svo fallegt hjartalag og vinarþel sem margir sem minna máttu sín nutu góðs af með hans hlýja viðmóti og hjálpsemi. Magnús Sighvatsson frá Ási í Vestmannaeyjum hafði fas og skap fólksins síns. Hann var glæsilegur á velli og margslunginn persónuleiki sem lagði þó ekki í vana sinn að flíka því um allar grundir sem hann var að velta fyrir sér. Það var gott að eiga hann að vini bernsku- og ung- lingsáranna, eða þar til öldugangur örlaganna kippti af leið eins og geng- ur í lífsins melódí. Það var líf og fjör í Ási bernskuáranna á traustu og hlýju heimili þeirra Guðmundur og Sighvats og auðvitað hafði systkina- hópurinn á mjög misjöfnum aldri áhrif á bæjarbraginn, hvert systkin var öðru skóli út af fyrir sig. Í Magga bjó ríkulega mildi móður hans en ekki síður festa föður hans og þaðan komu snörpu og hnyttnu tilsvörin sem reyndar eru sameig- inleg öllum systkinunum. Þá er ekk- ert verið að mylja moðið og íslensk tunga fær að njóta sín til fulls ýmist með meitluðu háði eða mildustu gamansemi. Það fer ekki alltaf saman gæfa og gjörvileiki, en þó var Maggi líka mik- ill gæfumaður, kannski ekki alltaf fyrir sjálfan sig, heldur þá fjölmörgu sem nutu þeirrar gæfu að njóta vin- arþels hans. Það var hversdagsfólkið sem lifði lífinu með bjartsýni og stolti þótt það hefði ekki úr miklu að spila öðru en því að maður er manns gaman og slíkt lífsmunstur næst að- eins hjá þeim sem leggja sig fram um að gera gott úr hlutunum þótt skúrirnar í flekkinn kunni að vera fulltíðar og aðgangsharðar. Í hópi okkar æskuvinanna var Maggi í Ási ærslabelgurinn, sá ferskasti í hugmyndum og ráðagóð- ur þegar einhver strik komu í reikn- inginn. Hann mætti á síðasta ár- gangsmót fyrir fjórum árum galvaskur að vanda og með húmor- inn í lagi og það er alveg víst að hans verður saknað á næsta móti, hnyttni hans í innskotum sem höfðu hvassa egg stríðninnar öðrum megin en sól- stafi bakkamegin. Það er undarlegt hvernig tíminn hleypur ár af ári og vík verður milli vina. Samt er eins og ekkert breyt- ist, nema það að maður áttar sig allt- af betur og betur á því að það tekur því ekki að vera að eyða of miklum tíma í að rífa kjaft. Hlýja í orði og auga eru það eina sem skiptir máli, hjartað sem bakvið slær. Og allt í einu sló hjarta Magga í Ási út og mörg árgangsmót eftir. „Þetta er svakalegt,“ hefði Maggi sagt. En svona er þetta, ekki er allt sem sýn- ist og enginn ræður för þegar að er gáð nema viljinn góði. Maggi hafði mikið af honum og ég veit að margir sem hann rétti hjálparhönd með hughreystandi orðum, liðun hárs eða litun eða handtaki sem létti undir, sakna nú vinar í stað. Þeir sem hlúa þannig að fólki gera kannski mest gagn allra í samfélaginu. Megi góður Guð taka á móti Magga í Ási fagnandi og fylgja hon- um lendurnar miklu, megi eftirlif- andi njóta góðra minninga um góðan dreng og skemmtilegan, mann sem var eins og ljóð margra strengja þar sem lífið bæði og lánið er valt og ljós og skuggi vega salt. Eftir stendur minning sólstafa. Árni Johnsen.  !    ! ! 1 1 %72: &'!( * %  !#3& '*9#  ;< 3&  / %  0   +%  1!" 2   *, 1 !!"  &58+:##! 41 !!" 1 !#" ##  1 0 1 ! ##      5" &5 !3 + 3             0 6 -7  7 => 3&    / %   4  0   +%   *  ! ##  ,* -!" &5- ##  % 3-!" 3 -!" "5+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.