Morgunblaðið - 04.04.2002, Síða 53

Morgunblaðið - 04.04.2002, Síða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 53 VEGAGERÐIN og VSÓ Ráðgjöf kynna tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðs Arnarnesvegar milli Reykjanesbrautar og Breiðholts- brautar. Hægt er að nálgast tillög- una á heimasíðu VSÓ Ráðgjafar www.vso.is. Í tillögu að matsáætl- un er m.a. greint frá upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir, framkvæmdasvæði, afmörkun lík- legs áhrifasvæðis framkvæmda, þá umhverfisþætti sem verða rann- sakaðir í matsvinnunni og hvernig staðið verður að kynningu og sam- ráði í áframhaldandi matsvinnu. Á heimasíðunni er unnt að koma á framfæri athugasemdum og fyr- irspurnum um tillögu að matsáætl- uninni, t.d. hvort rannsóknir nái til nauðsynlegra umhverfisþátta, fyr- irhugaðar kynningar séu nægileg- ar og ábendingar um hvernig skuli staðið að einstökum þáttum mats- vinnunnar, segir í fréttatilkynn- ingu. Matsáætlun vegna Arnarnesvegar GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins í Reykjum í Ölfusi stendur fyrir nám- skeiðinu Trjávernd – hvað teljast verðmæt tré? Námskeiðið er ætlað fagfólki í græna geiranum og verður haldið föstudaginn 5. apríl kl. 9–15 í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. Fjallað verður um m.a.: gildi gam- alla trjáa, hvaða þýðingu þau hafa fyr- ir okkur, hvernig við metum gömul tré, trjáfellingar og hvernig við mæl- um gömul tré með nýjustu tækni. Leiðbeinendur verða Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjustjóri Orku- veitu Reykjavíkur, Jón Geir Péturs- son, skógfræðingur hjá Skógræktar- félagi Íslands, Kolbrún Þóra Oddsdóttir, umhverfisstjóri Hvera- gerðisbæjar og Tryggvi Marinósson, forstöðumaður framkvæmdamið- stöðvar Akureyrabæjar. Í lok námskeiðsins verður farið í gönguferð um miðbæ Reykjavíkur og ýmsar trjátegundir skoðaðar með til- liti til aldurs og hæð þeirra verður mæld með nýjustu tækni. Námskeið- inu líkur í Alþingisgarðinum með kakói og kleinum og þar mun Einar E. Sæmundsen, landslagsarkitekt greina frá sögu garðsins og Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra ávarpar hópinn. Skráning og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Garðyrkjuskólans eða í gegnum netfangið; mhh@reyk- ir.is. Námskeið um trjávernd TOURETTE-samtökin á Íslandi hafa opið hús fyrir foreldra barna með To- urette-heilkenni í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 í Hátúni 10b, 9. hæð. Opið hús er mánaðarlega, fyrsta fimmtu- dag hvers mánaðar. Þar gefst foreldr- um tækifæri til að spjalla saman yfir kaffibolla um málefni barna sinna. Tourette með opið hús ANNADÍS G. Rúdólfsdóttir fé- lagssálfræðingur verður með rabb á vegum Rannsóknastofu í kvenna- fræðum við Háskóla Íslands, í dag, fimmtudaginn 4. apríl kl. 12–13, í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Ungar mæður“. Anna- dís fjallar m.a. um hvers konar móð- urímyndir ungar mæður styðjast við í hugmyndum sínum um móðurhlut- verkið og einnig hvers konar aðhald samfélagið veitir þeim. Rabb um ungar mæður MÁLÞING verður haldið í Fé- lagsmiðstöðinni Miðbergi við Gerðu- berg í Breiðholti laugardaginn 6. apríl kl. 14 undir yfirskriftinni Lífsskoðun – lífsstíll. Tilgangur málþingsins er að leiða saman fulltrúa hópa og félaga sem standa fyrir ákveðinn lífsstíl eða lífs- skoðun. Á málþinginu kynna þessir fulltrúar hvað í þessum lífsskoðunum/ lífsstíl felst auk þess sem gefinn verð- ur kostur á fyrirspurnum og um- ræðum. Áhersla verður lögð á hug- myndir um samskipti fólks; hvernig eiga þau að vera, hvaða forskrift eða fyrirmynd er lögð til grundvallar. Frummælendur verða: Bjarni Karlsson sóknarprestur, Eygló Jóns- dóttir framhaldsskólakennari, Jó- hann Björnsson kennari, Jörmundur Ingi allsherjargoði, Kjartan Jónsson, talsmaður Húmanistahreyfingarinn- ar, Ragnhildur Helgadóttir, jafnrétt- isfulltrúi ÍTR. Fundarstjóri verður Þóra Arnórsdóttir. Málþingið er skipulagt af: Miðstöð menningar – Húmanistahreyfingunni, segir í fréttatilkynningu. Málþing um lífs- skoðun – lífsstíl STOFNUN Vigdísar Finnbogadóttur stendur fyrir málþingi um færeyskt mál og menningu í apríl í samvinnu við Íslenska málfræðifélagið, Nafn- fræðifélagið, Rannsóknarstofnum KHÍ og samtök móðurmálskennara. Fyrirlestra halda: Anfinnur Johan- sen, færeyskur nafnfræðingur, laug- ardaginn 6. apríl kl. 11 – 13, í Odda, 101. Jógvan Mörköre, dósent við Sögu- og samfélagsdeild Fróðskapar- seturs Færeyja, þriðjudaginn 9. apríl 10, kl. 16.15, í Odda. Vár í Ólavsstovu, bókmenntafræðingur, fimmtudaginn 11. apríl kl. 16.15, í Lögbergi, 201. Martin Næs miðvikudaginn 17. apríl kl. 16.15, í Hátíðasal HÍ. Málþingið er styrkt af Norrænu ráðherranefnd- inni. Allir eru velkomnir. Málþing um færeyskt mál og menningu NÝLEGA lauk breytingum á tveim- ur Nissan Patrol-jeppum sem nota á til ferjuferða á Grænlandsjökli með starfsmenn Volkswagen-verksmiðj- anna. Volkswagen-verksmiðjurnar eru með tilraunabrautir á Grænlands- jökli fyrir fólksbifreiðir sem fram- leiddar eru hjá fyrirtækinu víða um heim. Brautirnar eru 170 km inni á jöklinum, upp af Syðri-Straums- firði, þar sem er stærsti flugvöllur Grænlands. Jepparnir eru keyptir hjá Ingvari Helgasyni hf. og þeim breytt hjá bifreiðaverkstæðinu Breytir ehf. í Reykjavík. Dekkjastærð jeppanna er 44 tommur. Mið var tekið af reynslu og hugviti íslenskra jökla- manna, sem verið hafa í far- arbroddi á þessu sviði undanfarna áratugi. Það eru félagarnir Sig- mundur Sæmundsson, Gunnar Valdimarsson og Hlynur Snæland Lárusson sem hafa haft veg og vanda af breytingunum og munu sjá um rekstur bílanna á Grænlandi. Jepparnir eru merktir með vöru- merki Hampiðjunnar á báðum hlið- um og er þetta liður í markaðs- setningu fyrirtækisins á veiðarfærum í Grænlandi. DYNEX- dráttartógið sem er á spilum bílanna er sérframleitt í Hampiðj- unni fyrir jeppaspilin, segir í frétta- tilkynningu. Íslenskir jeppar á Græn- landsjökul Guðmundur Víglundsson, Sigmundur Samúelsson, Birgir Guðmundsson og Gunnar Valdimarsson við jeppana sem fara til Grænlands. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÁGÚST H. Bjarnason grasafræð- ingur flytur fyrirlestur sem hann nefnir íslensk plöntunöfn á vegum Nafnfræðifélagsins í stofu 201 í Odda, húsi Háskóla Íslands, laugar- daginn 6. apríl kl. 14. Ágúst segir frá uppruna erlendra plöntunafna, hvernig þau hafa flakk- að á milli landa og afbakast og fl. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fyrirlestur um íslensk plöntunöfn HÓPÞJÁLFUN Gigtarfélags Íslands býður upp á létta leikfimi, vefjagigt- arhópa, bakleikfimi fyrir karlmenn, vatnsleikfimi og jóganámskeið. Þjálfunin fer fram á mismunandi tímum dags í húsi GÍ í Ármúla 5 og vatnsþjálfunin í Sjálfsbjargarlaug í Hátúni 12. Skráning og nánari upp- lýsingar eru á skrifstofu GÍ, Ármúla 5 í Reykjavík. Hópþjálfun Gigtarfélagsins NÁMSKEIÐ um hvernig á að skrifa fréttatilkynningar og frétta- bréf verður haldið hjá Endur- menntun Háskóla Íslands, Dunhga 7, þriðjudaginn 16. og miðvikudag- inn 17. apríl kl. 16-19. Kennt verður að skrifa og setja upp fréttatilkynningu og skrifa hnitmiðaðar fréttir fyrir fréttabréf og fréttasíður á Netinu. Farið verður í fréttaformið, fyrirsagnir og fréttamat og leiðir til að grípa athygli blaða- og fréttamanna. Hvaða spurningum þarf fréttatil- kynning að svara og hvaða spurn- ingum svarar hún ekki? Hvernig fylgir maður fréttatilkynningum eftir með blaðamannafundum, samtölum við fjölmiðlafólk, viðtöl- um og öðru ítarefni? Kennari verður Sigrún Stefáns- dóttir forstöðumaður upplýsinga- skrifstofu Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Verð er kr. 15.400. Frekari upp- lýsingar eru á vefsetrinu www.end- urmenntun.is. Skráning hjá End- urmenntun HÍ í síma eða á netfanginu mailto:endurmennt- un@hi.is, segir í fréttatilkynningu. Kennt að skrifa fréttatilkynningar NÁMSKEIÐ um markvissa upplýs- ingaöflun á Netinu verður haldið hjá Endurmenntun HÍ dagana 22. og 23. apríl kl. 9–16. Það er sérstaklega ætl- að bókasafnsfræðingum og þeim sem starfa við rafræn gagnasöfn en er öll- um opið. Farið verður í rafræna upplýsinga- öflun (SBIGs) og með verklegum æf- ingum verður m.a. leitað upplýsinga á netsíðum (meta-gateways). Kynnt verður hvernig efnissíður eru byggð- ar upp og fjallað um vél- og hugbúnað, efnisröðun, siðareglur og staðla. Kennari er Traugott Koch sér- fræðingur í rafrænum gagnasöfnum. Kennt verður á ensku. Frekari upp- lýsingar um efni námskeiðsins eru á veffanginu www.endurmenntun.is og þar er jafnframt hægt að skrá sig. Námskeið um upplýsingaöfl- un á Netinu KJÖRDÆMAFÉLAG Samfylking- arinnar í Reykjavík verður með laugardagskaffi um jafnréttismál í Reykjavík laugardaginn 6. apríl kl. 11 í Austurstræti 14. Frummælandi verður Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi. Fundurinn er öllum opinn, segir í fréttatilkynningu. Ræða jafnréttis- mál í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.