Morgunblaðið - 04.04.2002, Side 8

Morgunblaðið - 04.04.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Málþing um færeyska tungu og menningu Frá stafsetningu til stöðu dönsku DAGANA 6.-17. apr-íl verður haldiðmálþing um fær- eyska tungu og menningu hér á landi. Þetta er frem- ur óvenjulegt málþing að því leyti að það stendur í allmarga daga. Auður Hauksdóttir, forstöðu- maður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlend- um tungumálum, er í for- svari fyrir málþingið. Hvert er tilefni mál- þingsins og á hvers vegum er það? „Málþingið er haldið á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlend- um tungumálum við Há- skóla Íslands, en nokkrir fyrirlestranna eru haldnir í samvinnu við Íslenska málfræðifélagið, Nafnfræðifélag- ið, Rannsóknarstofnun KHÍ og Samtök móðurmálskennara. Mál- þingið er styrkt af Norrænu ráð- herranefndinni. Okkur þótti við hæfi að fyrsta málþingið fjallaði um tungu og menningu frænda okkar og granna, Færeyinga. Færeyska er það mál sem skyld- ast er íslensku og samskipti þjóð- anna hafa alltaf verið með ein- dæmum góð. Miklir umbrota- tímar eru nú í Færeyjum á öllum sviðum þjóðlífsins, sem vert er að gefa gaum. Svo má ekki gleyma því, að frú Vigdís hefur jafnan lagt ríka áherslu á að menning þjóða ræðst ekki af fjölda íbú- anna og blómlegt menningarlíf Færeyinga er einmitt gott dæmi um það.“ Hverjar verða helstu áhersl- urnar og hvernig verður málþing- ið byggt upp? „Alls verða haldnir 5 fyrirlestr- ar og spannar efni þeirra vítt svið. Anfinnur Johansen, nafn- fræðingur, mun fjalla um fær- eysk mannanöfn, Jógvan Mörk- öra, dósent við Fróðskaparsetur Föroya, mun gera grein fyrir þjóðfélagsþróun í Færeyjum, Sakaris Svabo Hansen, málfræð- ingur, fjallar um færeyska staf- setningu, Vár í Olavsstofu, bók- menntafræðingur, mun fjalla um stöðu dönsku og færeysku í skólakerfinu og loks mun Martin Næs, landsbókavörður í Færeyj- um, flytja fyrirlestur um Heine- sen og Laxness. Fyrirlestur hans nefnist „Av Varðagötu á Gljúfra- stein“. Hver er staða menningar- og málatengsla Íslendinga og Fær- eyinga? „Samstarf Færeyinga og Ís- lendinga er fjölbreytt, m.a. á sviði bókmennta, lista og vísinda. Árið 2000 var undirritaður samningur milli Háskóla Íslands og Fróð- skaparseturs Föroya um vísinda- rannsóknir og um árabil hefur verið starfandi Færeyjanefnd við heimspekideild háskólans og samsvarandi nefnd við Fróðskap- arsetur Föroya. Nefndirnar hafa staðið fyrir fræðafundum sem kallaðir hafa verið „Frændafundir“. Auk þess á sér stað sam- vinna á milli íslenskra og færeyskra fræði- manna á ýmsum öðr- um sviðum, t.d. í raunvísindum, lögfræði og málvísindum. Að und- anförnu hefur Höskuldur Þráins- son, prófessor, unnið með þremur færeyskum málfræðingum að samningu bókar um færeyskt mál. Bókin kemur út innan tíðar. Færeyingar og Íslendingar tala vestnorræn mál og danska er kennd sem erlent mál í báðum löndum. Færeyskir og íslenskir móðurmálskennarar og dönsku- kennarar hafa lengi unnið saman, m.a. á norrænum vettvangi.“ Hvar verður málþingið haldið og hvenær? „Alls verða haldnir fimm fyr- irlestrar á tímabilinu 6. til 17. apríl. Fyrirlestur Anfinns Johan- sens verður fluttur í Odda 101 hinn 6. apríl kl. 11-13. Jögvan Mörköre flytur fyrirlestur sinn á sama stað 9. apríl kl. 16.15. Fyr- irlestur Zakaris Svabo Hansens verður í Lögbergi 201 hinn 10. apríl kl. 16.15 og Vár í Olavsstofu verður á sama stað þann 11. apríl kl. 16.15. Loks verður fyrirlestur Martins Næs í Hátíðarsal Há- skóla Íslands 17. apríl kl. 16.15.“ Fyrir hverja er málþingið? „Málþingið er öllum opið á meðan húsrúm leyfir. Dagskráin er fjölbreytt og hún er ekki ein- ungis ætluð fræðimönnum.“ Eru fordæmi fyrir málþingi af þessu tagi í Færeyjum eða hér á landi? „Árið 1990 var gerður samn- ingur um rannsóknarsamvinnu milli heimspekideildar Háskóla Íslands og Fróðskaparseturs Færeyja. Frá þeim tíma hafa ver- ið starfandi nefndir í hvorum há- skóla fyrir sig, sem hafa annast þessa samvinnu innan ramma samningsins. Til þessa hafa þess- ir aðilar staðið fyrir fjórum ráð- stefnum, Frændafundum, um ís- lensk og færeysk málefni. Tvær hafa verið haldnar í hvoru landi, hin fyrsta í Reykjavík 1992 og síðan á þriggja ára fresti. Þrjú ráð- stefnurit hafa verið gefin út og unnið er að útgáfu þess fjórða. Þorri erindanna hefur verið á sviði hugvísinda, en nokkur erindi hafa fjallað um önnur fræðasvið.“ Hvor þjóð ræktar frændskap- inn betur? „Ekki treysti ég mér til að skera úr um það. Hins vegar þarf enginn að velkjast í vafa um hvern hug Færeyingar bera til Íslendinga. Það er gott að vera Íslendingur í Færeyjum.“ Auður Hauksdóttir  Auður Hauksdóttir er fædd í Reykjavík 1950. Hún hefur BA- próf í dönsku og heimspeki frá HÍ 1977 og cand.mag. í dönsku frá Hafnarháskóla 1985. Dokt- orspróf frá sama skóla 1998. Kennari við Flensborg 1979-93. Lektor í dönsku við KHÍ 1995-98, en frá 1. janúar 1998 lektor í dönsku við HÍ. Forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungu- málum. Maki er Ingvar J. Rögn- valdsson, vararíkisskattstjóri, og eiga þau börnin Kristínu og Hauk. Gott að vera Íslendingur í Færeyjum TVÆR rifur komu á skrokk línu- bátsins Guðbjargar ÍS-46 þegar hann rakst á hafísskæni skammt út af Hnífsdal í gærmorgun og flæddi sjór viðstöðulaust inn í bátinn. Bátn- um var siglt tafarlaust að bryggju á Hnífsdal þar sem fyllt var í götin. Engum varð meint af óhappinu. Haf- ísinn var glær og þar af leiðandi illsjáanlegur í sjónum og uppgötvað- ist of seint. Talsvert er um hafís á Skutulsfirði allt inn að Ísafjarðar- höfn. Guðbjartur Ásgeirsson skipstjóri og eigandi bátsins telur að rifurnar séu 10-20 sm langar og giskar á að báturinn verði frá veiðum í eina viku á meðan gert verður við hann. Guð- bjartur var við annan mann um borð. „Við sáum ekki ísinn nógu snemma,“ sagði Guðbjartur og sagði sjóinn hafa lekið inn í lúkar. „Við vorum hálfa mílu frá bryggj- unni og því vorum við ekki nema 4-5 mínútur í land. Við höfðum samband við bát sem var stutt á eftir okkur, aðallega til að hafa hann til taks ef á þyrfti að halda.“ Guðbjörgin komst hjálparlaust að bryggju þar sem sjó var dælt úr bátnum auk þess sem tveir kafarar frá Slökkviliði Ísafjarð- arbæjar köfuðu niður að skemmdun- um og þéttu bátinn áður en honum var siglt inn til Ísafjarðar í fylgd björgunarbátsins Gunnars Friðriks- sonar. Á Ísafirði var báturinn hífður á land og er gert ráð fyrir vikustoppi. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Guðbjörg ÍS-46 komst hjálparlaust að bryggju á Hnífsdal þar sem hugað var að skemmdum. Skipverjunum tveimur varð ekki meint af óhappinu. Sjór flæddi inn í bát eft- ir árekstur við hafís SJÖ umsækjendur sóttu um emb- ætti sóknarprests í Selfosspresta- kalli, að því er fram kemur á vef þjóðkirkjunnar, en umsóknarfrestur rann út daginn fyrir skírdag. Umsækjendur, í stafrófsröð, eru Ástríður Helga Sigurðardóttir guð- fræðingur, sr. Gunnar Björnsson, Helga Helena Sturlaugsdóttir guð- fræðingur, sr. Kristinn Ágúst Frið- finnsson, sr. Skírnir Garðarsson, Sólveig Jónsdóttir guðfræðingur og sr. Valdimar Hreiðarsson. Sjö sóttu um Sel- fossprestakall ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.