Morgunblaðið - 05.04.2002, Qupperneq 18
LANDIÐ
18 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ
sumarlitirnir
Ekki eru allar sjónhverfingar gerðar með speglum
og reyk. Með sanseringu og glimmer skapa Visual
Illusion nagla-, augn- og varalitirnir sjónhverfingu
sem mundi koma sjálfum Houdini á óvart. Engin
töfrabrögð nauðsynleg.
DAGMAR farðar og gefur öllum sem kaupa
fyrir kr. 3.000 eða meira flotta snyrtibuddu
frá HARD CANDY.
Föstudag 5. apríl
Snyrtivörud. Hagkaups Skeifunni
Laugardag 6. apríl
Snyrtivörud. Hagkaups Kringlunni
Fimmtudag 11. apríl
Snyrtivörud. Hagkaups Smáralalind
Föstudag 12. apríl
Snyrtistofa Hönnu Kristínar
Laugardag 13. apríl
Snyrtivörud. Hagkaups Smáralind
www.forval.is
KAUPFÉLAG Héraðsbúa tapaði
tæpum 168 milljónum króna á síð-
asta ári, en árið áður nam tapið 56
milljónum. Veldur greiðsluþrot
Kjötumboðsins hf. þar mestu, en
KHB tapaði þá á einu bretti 166
milljónum.
Velta félagsins var á síðasta ári
tæplega 2 milljarðar, en það er keim-
líkt því sem var árið áður. Veltufé frá
rekstri var neikvætt um rúmar 2
milljónir króna, en hefði orðið já-
kvætt um 45 milljónir, ef ekki hefði
komið til vandræða vegna málefna
Kjötumboðsins.
Áætlanir þessa árs gera ráð fyrir
hagnaði af rekstri, auk söluhagnað-
ar. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa
árs hefur KHB selt hlutabréf, auk
þess að selja Mjólkursamlagið á Eg-
ilsstöðum. Söluverð eigna er um 255
milljónir króna og söluhagnaður þar
af 143 milljónir.
Ýmsar sviptingar virðast vera inn-
an félagsins um þessar mundir.
Starfsfólk skrifstofu KHB sendi
stjórn á dögunum stuðningsyfirlýs-
ingu við fráfarandi kaupfélagsstjóra,
Inga Má Aðalsteinsson, en hann
sagði upp fyrir skemmstu. Bar hann
fyrir sig slæma útreið KHB vegna
málefna Goða/Kjötumboðsins og
ágreining við stjórn félagsins. Mjög
skiptar skoðanir eru hjá almennum
félagsmönnum um réttmæti ýmissa
ákvarðana kaupfélagsstjórans og
stjórnar í Goðamálinu. Ingi Már
hyggst við starfslok fara til Edin-
borgar í viðskiptafræðinám.
Þá hefur vakið athygli að stjórn-
arformaður KHB, Jón Júlíusson,
stjórnaði ekki síðasta fundi félagsins
og mun ekki ætla sér að sinna frekari
stjórnarstörfum fram að aðalfundi.
Sögur herma að búið sé að finna
nýjan kaupfélagsstjóra, en staðan
hefur aldrei verið auglýst. Verður
væntanlega upplýst um hver hreppir
hnossið á aðalfundi félagsins í mán-
aðarlok.
Kaupfélag Héraðsbúa tapar 166 milljónum á Goða/Kjötumboðinu
Brestir komnir í stjórn KHB
Egilsstaðir
TVEIR bátar skemmdust nokkuð
þegar kúfiskskipið Fossá rakst á
annan þeirra þegar skipið var á
leið á veiðar seint að kvöldi annars
páskadags. Þrengsli voru í höfninni
á Þórshöfn og ætlaði skipstjórinn á
Fossánni að bakka skipinu innar í
höfnina og sigla svo beint út. Mjög
hvasst var svo hliðarskrúfa Fossár
hafði ekki undan vindinum og skip-
ið rak undan vindi og afturhluti
þess rakst á plastbátinn Draum.
Annar bátur var bundinn við hann
og skemmdust þeir því báðir. Í
þessu hvassviðri rakst afturhluti
Fossár líka í bryggjuna og tók í
sundur á henni langband svo hún
skemmdist einnig í þessu óhappi.
Guðbjörn Magnússon er eigandi
beggja smábátanna og var nýkom-
inn að sunnan til að fara með þá á
grásleppuvertíð. Stærri báturinn,
Draumurinn, er nýr níu tonna
plastbátur en hinn, Bylgjan, er sex
tonn. Bátarnir voru hífðir upp til að
kanna skemmdirnar á þeim og
Guðbjörn fékk einnig starfsmann
frá Siglingamálastofnun til að
koma á staðinn og athuga hvort
þeir væru haffærir. „Þetta var leið-
indaóhapp í vertíðarbyrjun en búið
er að gera þannig við bátana að
þeir fengu haffærisskírteini til
haustsins svo við drífum okkur á
grásleppuna og trúum því að fall sé
fararheill,“ sagði Guðbjörn glað-
beittur.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Bylgjan hífð af bryggju eftir við-
gerðina á bátnum sem er 6 tonn.
Óhapp í
höfninni
Þórshöfn
ÍSTAK hf. vinnur að gerð brim-
varnargarðs við Húsavíkurhöfn um
þessar mundir. Framkvæmdir hóf-
ust í ágúst sl. og eru verklok áætluð
samkvæmt verksamningi 30. sept-
ember á þessu ári. Reinhard Reyn-
isson, bæjarstjóri á Húsavík, sem
jafnframt er hafnarstjóri segir
framkvæmdir hafa gengið vel og
verkið sé á áætlun. Garðurinn verð-
ur u.þ.b 300 metrar að lengd og
áætlaður kostnaður við hann er 463
milljónir króna. Í hann fara 275
þúsund m3 af efni, 137 þúsund m3 af
kjarna og 137 þúsund m3 af grjóti
og eru stærstu björgin allt að 30
tonn á þyngd. Kjarninn er tekinn úr
Kötlum rétt sunnan og ofan við
Húsavík, grjótið er aftur á móti tek-
ið norðan við Húsavík eða í Hlíð-
arhorni sem er í landi Mánár á
Tjörnesi.
Reinhard segir að tilgangur með
gerð garðsins sé tvíþættur. „Í
fyrsta lagi mun hann auka kyrrð
innan hafnarinnar og þar með eykst
nýting þeirra mannvirkja sem þar
eru. Í öðru lagi er hann forsenda
byggingar 150 metra stálþils innan
á garðinum með 8–10 metra aðdýpi
sem er á hafnaráætlun á næsta ári.“
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Starfsmenn Ístaks hf. vinna að gerð 300 metra brimvarnargarðs á Húsavík, verkinu lýkur í lok september.
Framkvæmdir við brim-
varnargarð ganga vel
Húsavík
LJÓSMYNDASÝNING verður
opnuð í dag kl. 18 á Hótel
Höfða. Á sýningunni eru myndir
frá meðlimum í Blaðaljósmynd-
arafélagi Íslands og Ljósmynda-
félagi Íslands. Í þessum félögum
eru helstu fréttaljósmyndarar
landsins ásamt fleirum sem taka
myndir fyrir ýmis blöð sem gef-
in eru út á Íslandi og verða ein-
hverjir þeirra viðstaddir opn-
unina.
Sýningin var opnuð fyrir
stuttu í Gerðasafni í Kópavogi,
af forseta Íslands Ólafi Ragnari
Grímssyni. Mikill fjöldi fólks hef-
ur lagt þangað leið sína og ekki
er að efa að íbúar Snæfellsness
og gestir þeirra muni einnig
njóta hennar á Hótel Höfða.
Það er mikill heiður að fá sýn-
inguna á Nesið en hún mun fara
víðar um landið á vordögum.
Sýningin verður væntanlega op-
in í um tvær vikur á Hótel
Höfða. Mikill velvilji var meðal
fyrirtækja í Snæfellsbæ að
styrkja uppsetningu á sýning-
unni og eru þeim færðar bestu
þakkir.
Morgunblaðið/Alfons
Hótel Höfði þar sem ljósmyndasýningin verður haldin.
Ljósmyndasýning
Ólafsvík
Á FUNDI sem haldinn var
með fulltrúum Landgræðslu
ríkisins og bæjarstjórnar
Vestmannaeyja nú nýverið
voru kynntar niðurstöður í
mati á beitilandi Heimaeyjar
árið 2001.
Í máli Sveins Runólfssonar
landgræðslustjóra, en hann
kynnti ásamt Garðari Þor-
finnssyni helstu niðurstöður
skýrslunnar, kom fram að
Vestmannaeyjakaupstaður er
fyrsta bæjarfélagið sem óskar
eftir slíku mati á eigin landi,
sem væri nýtt sem beitilönd.
Í skýrslunni kemur fram að
á Heimaey eru veður- og
gróðurfarsleg skilyrði með
því besta sem gerist á Íslandi.
Hins vegar vegur á móti
hagstæðum veðurskilyrðum
m.a. brattlendi og veik jarð-
vegsgerð, mikil veðurhæð og
að jarðvegur er víða grunnur
og rýr. Samkvæmt skýrslunni
er almennt ástand beitilands
á Heimaey gott víðast og
óvíða um ofnýtingu að ræða.
Ástand á
beitilandi
Heimaeyj-
ar metið
Vestmannaeyjar