Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 23 EINDREGINN stuðningur Georg- es W. Bush Bandaríkjaforseta við Ísraela hefur áunnið honum mikið hrós frá helstu samtökum gyðinga í Bandaríkjunum, en þeir greiddu langflestir atkvæði gegn Bush í síð- ustu forsetakosningum. Nokkrir helstu málsvarar Ísraela í Banda- ríkjunum segjast nú telja að Bush hafi djúpa og einlæga samúð með Ísrael. Segja þeir þessa samúð for- setans eiga rætur í trúarhugmynd- um hans, tilhneigingu hans til að hugsa um hlutina í ljósi baráttu góðs og ills og í ferð hans til Ísraels síðla árs 1998. „Vinir Ísraels meta mikils þá af- stöðu sem ríkisstjórnin, undir for- ystu forsetans, hefur tekið í því neyðarástandi sem nú ríkir,“ sagði Howard Kohr, framkvæmdastjóri Bandarísk-ísraelsku nefndarinnar (AIPAC), eindregnasta málsvara Ísraels í Washington. Hann bætti við, að ólíklegt væri að bandarískir gyðingar hefðu búist við þessu af stjórn Bush um það leyti er hann tók við völdum. Jafnan hallari undir demókrata Útgönguspár í síðustu forseta- kosningum sýndu að um 80% gyð- inga, er fóru á kjörstað, greiddu Al Gore og Joe Lieberman atkvæði sín, sem var í samræmi við það að gyð- ingar hafa jafnan verið fremur hallir undir Demókrataflokkinn, og einnig skipti máli að í þessum kosningum var gyðingur, Lieberman, í fyrsta sinn í framboði fyrir annan stóru flokkanna. Undanfarna daga hafa AIPAC og önnur samtök gyðinga sent frá sér yfirlýsingar þar sem fagnað er af- stöðu Bandaríkjastjórnar, einkum kröfum stjórnarinnar um að Yasser Arafat Palestínuleiðtogi leggi harðar að sér við að hafa hemil á hryðju- verkamönnum. Einnig var fagnað svohljóðandi yfirlýsingu sem forset- inn gaf út sl. laugardag: „Ég hef full- an skilning á þörf Ísraela fyrir að verja hendur sínar.“ Sumir baráttumenn í röðum gyð- inga telja þó að of langt hafi verið gengið í hrósinu. „Þegar um er að ræða sitjandi forseta, eiginlega al- veg burtséð frá því hver það er, þá vilja samtök gyðinga segja jákvæða hluti um hann, sérstaklega þegar maður er að reyna að fá aðgang að Hvíta húsinu,“ sagði talsmaður gyð- inga, er ekki vildi láta nafns síns get- ið. Sumir gyðingar gagnrýnir Sum samtök gyðinga, er fylgja demókrötum að málum, hafa gagn- rýnt stjórnina fyrst og fremst fyrir að hafa ekki fylgt eftir íhlutun henn- ar í friðarumleitanir, og einnig fyrir að gefa misvísandi skilaboð. Annars vegar hafi Bandaríkjamenn krafist þess að Arafat komi í veg fyrir hryðjuverk, en hins vegar hafi bandaríska utanríkisráðuneytið öðru hvoru fordæmt Ísraela fyrir að beita of mikilli hörku og Bandaríkjamenn hafi staðið að ályktunum Sameinuðu þjóðanna um að Ísraelar skuli hverfa á brott frá palestínskum svæðum. „Fólk lætur mjög mikið að sér kveða, siðferðiskennd margra er of- boðið vegna aðgerða Ísraela og vegna þess að Bandaríkjastjórn að- hefst ekkert nema hvetja Ariel Shar- on undir rós með þessum rolulegu yfirlýsingum um að sýna aðgát,“ sagði rabbíninn Michael Lerner, rit- stjóri gyðingatímaritisins Tikkun og stofnandi samtakanna Tikkun Community, sem eru frjálslyndari en AIPAC. „Okkar afstaða er sú, að besta leiðin til að fylgja Ísraelum að mál- um sé að beita þá ástríkum aga, og segja þeim, að þeir verði að draga sig til baka frá Vesturbakkanum og Gaza og leyfa Palestínumönnum að stofna sitt eigið ríki,“ sagði Lerner. Bandarískir gyðingar fagna stefnu forseta síns í Miðausturlandadeilunni Telja Bush hafa einlæga samúð með Ísrael Washington. The Washington Post. DONALD Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, hefur for- dæmt þá ákvörðun Íraksstjórnar að hækka greiðslur hennar til fjöl- skyldna ungra Palestínumanna sem fórna lífi sínu í sprengjuárás- um á Ísraela. Palestínumenn segja hins vegar að það séu ekki pen- ingar sem fái ungu mennina til að gera sjálfsmorðsárásir, heldur hefndarþorsti, trúareldmóður og draumar um eilífa himnasælu. Stjórn Saddams Husseins Íraks- forseta ákvað 12. mars að hækka greiðslurnar til fjölskyldna Palest- ínumanna, sem sprengja sig í loft upp til að vega óbreytta borgara, úr andvirði milljónar króna í 2,5 milljónir. Fjölskyldur Palestínu- manna, sem falla í átökum við ísr- aelska hermenn, fá eftir sem áður eina milljón króna. Eftir að greiðslurnar voru hækk- aðar hafa Palestínumenn gert að minnsta kosti tólf sjálfsmorðsárás- ir. Einn árásarmannanna varð 25 Ísraelum að bana þegar þeir sátu að snæðingi á hóteli á páskahátíð gyðinga. Fjölskyldur þriggja árás- armannanna hafa þegar fengið andvirði 2,5 milljóna króna frá Írökum, að sögn fréttavefjar MSNBC. Flestir árásarmannanna eru heittrúaðir múslímar og telja að þeir fari til himna sem píslarvottar og dvelji þar um alla eilífð í sam- vistum við 72 hreinar meyjar. Eftir árásirnar eru oft sýndar mynd- bandsupptökur þar sem árásar- mennirnir kveðja með því að lesa kafla úr Kóraninum og lofa Allah. Þeir sem ekki eru trúaðir vita að verknaður þeirra færir fjölskyldum þeirra skjall vina, nágranna og annarra Palestínumanna. Sterk hefndarþrá virðist einnig vera kveikjan að mörgum árás- anna. Ættingjar margra árásar- mannanna segja þá hafa setið í ísr- aelskum fangelsum á mótunar- árunum eða orðið vitni að hrotta- skap ísraelskra hermanna. Mahmoud Safi, leiðtogi Arabísku frelsisfylkingarinnar, palestínskrar hreyfingar sem nýtur stuðnings Íraka, viðurkenndi að greiðslurnar til fjölskyldnanna hefðu auðveldað sumum árásarmannanna að gera upp hug sinn. „Sumir hafa stöðvað mig á götunni og sagt að ef við hækkum greiðslurnar [í andvirði fimm milljóna króna] láti þeir strax til skarar skríða,“ sagði Safi. Hann bætti við að margir virtust segja þetta í hálfkæringi. Fá einnig peninga frá Sádi-Arabíu og Katar Safi og tveir aðrir menn frá Ar- abísku frelsisfylkingunni heim- sækja fjölskyldur árásarmannanna og afhenda þeim peningana. „Við förum til allra fjölskyldnanna og færum þeim ávísanir. Við segjum þeim að þetta sé gjöf frá Saddam forseta og Írökum.“ Saddam Hussein hefur sagt að Palestínumenn þurfi á vopnum og peningum að halda en ekki frið- artillögum og hefur stutt þá frá því að uppreisn þeirra hófst fyrir einu og hálfu ári. „Ég heyrði Saddam segja í íraska sjónvarpinu að hann myndi halda áfram að styðja upp- reisnina jafnvel þótt það þýddi að hann þyrfti að selja fötin sín,“ sagði Safi í viðtali við MSNBC. Rumsfeld fordæmdi Saddam Hussein í vikunni sem leið fyrir að umbuna fjölskyldum ungra Palest- ínumanna sem myrða saklaust fólk í Ísrael. Fjölskyldurnar fá þó ekki aðeins peninga frá Írökum. Góð- gerðastofnanir Sádi-Araba og Kat- arbúa, bandamanna Bandaríkja- stjórnar, láta einnig fé af hendi rakna til fjölskyldna Palestínu- manna sem bíða bana í uppreisn- inni, meðal annars í sjálfsmorðs- árásum. MSNBC hefur eftir móður eins árásarmannanna að hún hafi fengið andvirði milljónar króna frá Írök- um og hálfrar milljónar króna frá Sádi-Arabíu eftir að sonur hennar reyndi að aka bíl, hlöðnum sprengi- efni, á rútu gyðinga á hernumdu svæðunum. Hún segist ætla að nota peningana til að kaupa íbúð til að fjölskylda hennar geti flutt úr íbúðarholu sem hún hefur leigt í rúm 20 ár. Hún segir að pening- arnir sem hún fékk dugi fyrir helmingnum af verði lítillar íbúðar í borginni Nablus á Vesturbakk- anum. AP Shaul Mofaz, yfirmaður ísraelska hersins (fyrir miðju), leggur á ráðin með undirmönnum sínum nálægt bænum Tulkarem. Ísraelska varnarmálaráðuneytið hefur máð burt landakortið sem hermennirnir eru að rýna í. Fjölskyldum hryðju- verkamanna umbunað ’ Flestir árásar-mannanna telja að þeirra bíði eilíf sæla á himnum með 72 hreinum meyjum ‘ ATAL Behari Vajpayee, forsætis- ráðherra Indlands, lét þung orð falla í garð ráðamanna í indverska ríkinu Gujarat í gær en hann heimsótti þá höfuðstaðinn Ahmedabad. Skamm- aði hann Narendra Modi ríkisstjóra sérstaklega en Modi hefur verið sak- aður um að gefa ekki nægilegan gaum átökum hindúa og múslíma í Gujarat undanfarnar vikur, en þau hafa kostað 815 manns lífið. Stjórnmálaflokkur Vajpayees, BJP, fer með völd í Gujarat og því vöktu ummæli hans athygli. Vajpay- ee sagði að Modi ætti að beita ofbeld- ismenn sömu viðurlögum, hvort sem þeir væru hindúar eða múslimir. Í fyrradag brunnu fimm múslímar inni þegar hindúar kveiktu í þremur húsum í þorpinu Abhasana. Ofbeld- ishrinan í Gujarat hófst 27. febrúar þegar múslímar kveiktu í lest sem flutti hindúa frá borginni Ayodhya. Hindúar hyggjast reisa hof í borg- inni á stað þar sem þeir eyðilögðu mosku frá 16. öld fyrir tíu árum. Áfram ofbeldi í Gujarat Ahmadabad. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.