Morgunblaðið - 05.04.2002, Síða 29
ness dregur úr leiklistarsögunni inn
í þetta verk.“
Kristín telur hæpið að samtíma-
menn Halldórs Laxness hafi getað
séð Strompleikinn í samhengi við
þessa heimsvíðáttu leiklistarinnar
og skilið vísanir hans í alþjóðlega
leiklistarsögu. Halldór hafi verið
allt of stór til að fólk hér hafi getað
fengið yfirsýn yfir það sem hann
var að gera, og að auki hafi hann
verið eins og múraður inni í
ákveðnum pólitískum heimi, sem
flokkaði hann samkvæmt pólitísk-
um formúlum. „Ég held að honum
hafi verið gerður mikill grikkur
með þessu, – og það voru ekki síður
stuðningsmenn hans en pólitískir
andstæðingar sem urðu þannig til
að takmarka hann og lestur á verk-
um hans. Þeir sáu ekki raunveru-
lega það sem hann var að fást við, –
leikhúsið sem slíkt, – heldur horfðu
á þetta með mikilli nærsýni og
blésu upp einhverjar tilbúnar vís-
anir, allt of nálægar til að þær gætu
orðið að einhverri stærð. Laxness
var vissulega miklu stærri en það
að vera bara að fjalla um tilvist
Keflavíkurflugvallar eða eitthvað
slíkt, – það hvarflar ekki að mér að
hann hafi takmarkað sig þannig.
Þess utan finnst mér staðsetning
þessa verks í höfundarverki Lax-
ness vera mjög merkileg. Á þessum
tíma er hann að segja skilið við svo
margt. Hann er í pólitísku uppgjöri
alveg jafnt og bókmenntalegu upp-
gjöri. Það eru miklar hræringar
sem eiga sér stað í bakgrunni
Strompleiksins. Ég er sannfærð um
að það var ekkert hliðarverkefni hjá
Laxness að skrifa leikrit, heldur var
það ákvörðun hans, tekin í fullri al-
vöru að gerast fullgildur leikritahöf-
undur og starfa við það í framtíð-
inni. Það hefur verið mjög fróðlegt
að skoða Strompleikinn í samhengi
við þetta pólitíska uppgjör, vegna
þess að maður sér alveg hvernig
hann er að afgreiða og klára gamalt
dæmi. Munurinn á þessu verki og
til að mynda Silfurtúnglinu er gríð-
arlega mikill. Hér hefur hann sagt
skilið við sósíalrealismann og pólitík
19. aldar skáldsögunnar og leikrit
af sama toga. Mér finnst að frá og
með Strompleik sé hann að fást við
hluti í miklu stærra samhengi, og
þannig markar verkið merkilegt
þrep á hans ferli.“
Tími kominn til að skoða leik-
verk Halldórs Laxness betur
Kristín segir að samtími Laxness
hafi ekki áttað sig á forsendum leik-
hússins hvað Strompleikinn varðar,
og að leikhúsheimurinn hér hafi þá
haft þær væntingar að hann semdi
„ibsensk freskuverk“ sem tilheyrðu
19. öldinni, en út úr þeirri hefð vildi
Halldór Laxness einmitt komast.
„Ég las einhvers staðar að Ólafur
Jónsson gagnrýnandi sagði að leik-
verk Laxness væru einhvers konar
dæmi samkvæmt hugmyndafræði
taósimans, en lausnin á dæmunum
fælist eingöngu í þeirri skemmtan
sem af þeim hlýst. Það er rétt.
Halldór Laxness vildi ekkert frekar
en að fólk næði verkunum á þeirri
stundu sem það var að upplifa leik-
húsið; – að það þyrfti ekki að mæta
með lógaritmatöflur og heimspek-
ing á öxlinni til að túlka verkin fyrir
sig. Skilningurinn átti að koma
hindrunarlaust; enda sagði hann
sjálfur svo skemmtilega að hann
hefði skrifað verkið fyrir sköllóttan
skósmið og ljósku sem væri smink-
uð eins og vikustaðið lík; – sem sagt
almúgann, eins og hann orðaði það.
Þetta stenst alveg, en svo bætir
Ólafur því við að þetta séu engu að
síður léttvæg verk, sem ég held að
sé alls ekki rétt. Þetta fjallar um
stórar grundvallarspurningar er
varða okkur sjálf, bæði sem sam-
félagsverur og manneskjur. Þannig
held ég að það sé kominn tími til að
menn skoði leikverk Halldórs Lax-
ness aðeins betur. Ég las líka at-
hyglisverða gagnrýni eftir Odd
Björnsson eftir frumsýningu á
Strompleiknum á sínum tíma. Hann
sagðist hafa verið gjörsamlega ráð-
þrota eftir að hafa horft á frumsýn-
inguna og ekki vitað hvað hann ætti
að halda. Verkið hafi þó haldið
áfram að sækja á hann, og eftir
þrjá sólarhringa og þrjár nætur
undarlegra draumfara dreif hann
sig aftur á sýninguna og þá stóðu
alveg kristaltærar fyrir honum
þessar nýjungar; – þetta leikhús
sem þetta snýst allt um. Oddur var
kannski eini maðurinn sem var ná-
lægt því að átta sig á verkinu, enda
stóð hann sjálfur í svipuðum spor-
um og Laxness og var að ryðja sér
nýjar brautir í leikritun.“
Dollararnir – skætt vopn
Persónur í Strompleiknum eru
litríkar og miðla allar skýrt því
„ástandi“ sem skáldið lýsir í verk-
inu. Þær eru fastar í ástandinu og
komast hvergi. Kristín segist jafnan
undrast hve mikill mannþekkjari
Halldór Laxness hafi verið, hann
dragi fram í dagsljósið undar-
legustu fleti á mannlegu eðli. Frú
Ólfer, sem Kristín segir rót svika-
myllunnar sem fer í gang í verkinu,
elur dóttur sína Ljónu upp með það
í huga að dóttirin skaffi þeim lifi-
brauð með því að lokka til sín karl-
menn. Ávísun í dollurum er vopn
Ljónu, – hún veit að um leið og hún
veifar henni sópast að henni karl-
menn; – og peningar. Hver á fætur
öðrum falla karlarnir í gildruna.
„Þetta eru persónur sem eru
fulltrúar mannskepnunnar á öllum
tímum,“ segir Kristín „og ekki síður
í dag en þá. Halldór Laxness hefur
haft mjög sterka framtíðarsýn og
skilið vel eðli mannskepnunnar.“
Með hlutverk mæðgnanna Ólfer
og Ljónu fara þær Sólveig Arnars-
dóttir og Kristbjörg Kjeld, en þetta
er frumraun Sólveigar í Þjóðleik-
húsinu eftir að hún lauk námi sínu í
leiklist í Þýskalandi.
begga@mbl.is
Heildsali lagður að velli. Sólveig Arnarsdóttir og Atli Rafn Sigurðarson í hlutverkum sínum.
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 29
BIODROGA
Bankastræti 3, sími 551 3635.Snyrtist. Lilju, Stillholti 16, Akranesi.
Hjá Laufeyju, Hjarðarlundi 1, Akureyri.
Jurta - snyrtivörur
Nýr farði
Silkimjúk,
semi-mött áferð.
4 litir.
Póstkröfusendum
Vegna tiltektar á lager rýmum við
fyrir nýjum vörum og höldum lagerútsölu
á veiðarfærum í 4 daga
Allt á að seljast
Gjafverð
Skipholti 25
SKIPHOLT
N
Ó
AT
Ú
N
BRAUTARHOLT
LAUGAVEGUR
Miðvikudag kl 13-17
Fimmtudag kl. 10-12 & 13-17
Föstudag kl. 10-12 & 13-17
Laugardag kl. 12-16
Frábær tilboð
- Þú mátt ekki missa af þessu
96
1
/
TA
K
T
ÍK
2
7.
02
.0
2
Morgunblaðið/Þorkell