Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 30
FERÐ án fyrirheits nefnist sýning á verk- um Sigurðar Gúst- afssonar arkitekts sem opnuð verður í Víkurskóla, Hamravík 10, Grafarvogi, í dag kl. 17. Að sýningunni standa sænska fyr- irtækið Källemo, sem framleiðir verk hönn- uð af Sigurði, og Epal hf. Sigurður er fæddur á Akureyri 1962. Hann lærði arkitektúr í Ósló og útskrifaðist 1990. Útskriftarverk- efni hans var valið besta verkefni ársins. Hann hefur starfað hjá Cullberg Architects í Gautaborg og hjá Teiknistofunni í Reykjavík. Árið 1995 hóf hann rekstur á eigin arkitektastofu. Sigurður hefur tekið þátt í mörgum sýningum, m.a. sýning- unni Svens öga í Stokkhólmi og Gautaborg 1998, og Moss í Noregi 1999. Þá tók hann þátt í sýningunni The Transparent North í Stedelijk Museum í Amsterdam 1999 og Schwedens aufbruch zur moderne í Lindau í Þýskalandi árið 2000. Söfn í Stokk- hólmi, Gautaborg, Malmö og Amsterdam eiga verk eftir Sigurð. Sigurður hlaut verðlaun 1995 fyrir hönnun á Víkurskóla og hin virtu Bruno Mathsson-hönn- unarverðlaun í Svíþjóð árið 2001. Í tilefni af sýningu Sigurðar kemur hingað til lands Sven Lundh, stofnandi og eigandi sænska húsgagnafyrirtækisins Källemo í Värnamo. Källemo fram- leiðir og selur marga gripi eftir Sigurð. Arkitekt sýnir í Víkurskóla Sigurður Gústafsson JPV-útgáfa hefur nýlega gengið frá samningum um útgáfu á bókum Vig- dísar Grímsdóttur til útgefenda í Danmörku og Svíþjóð og einnig er væntanleg finnsk útgáfa á Þögninni hjá Like-forlaginu í Finnlandi. Forlagið Klim í Danmörku hefur nú fest kaup á dönskum útgáfu- rétti á Þögninni eftir Vigdísi en Klim hefur áður gefið út tvær bækur Vigdísar. Absalut Böcker í Svíþjóð hafa keypt réttinn á nýjustu bók Vigdís- ar, Frá ljósi til ljóss, sem kom út fyr- ir síðustu jól. Þetta er nýtt forlag en útgáfustjóri þess var áður hjá Anamma-forlaginu, sem hefur gefið út fyrri bækur Vigdísar. Bækur Vigdísar Grímsdóttur seldar til Norðurlanda Vigdís Grímsdóttir LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ AULAR eða ofurhugar? Hvorn hópinn þeir skipa þremenningarnir sem eru í fylkingarbrjósti fallhlífar- stökkvaranna í heimildarmyndinni Arne í Ameríku, má endalaust deila. Menn eins og undirritaður, hálfærð- ir af lofthræðslu, álíta þá snargeggj- aða, aðrir tala um hetjur. Flestir geta verið sammála um að Hálf-Ís- lendingurinn Arne og félagar hans, Finninn Seppanen og Bandaríkja- maðurinn Corliss, sýna ósvikna fífl- dirfsku sem kvikmyndagerðarmað- urinn Dúi Másson, hefur fest á filmu. Arne í Ameríku segir frá Banda- ríkjaferð þremenninganna þar sem þeir þreyta „íþrótt“ sína vítt og breitt um landið. Félagarnir eru búnir fisléttum og sérhönnuðum fallhlífum sem í útliti minna lítið á þá hefðbundnu gerð sem mönnum kem- ur fyrst í hug þegar minnst er á fyr- irbrigðið. Í stað þess að vera hann- aðar með það fyrst og fremst í huga að draga úr fallinu eru þessar nýju líkt og vængur í laginu enda geta menn svifið á þeim ótrúlega langt og lengi og eru fljótir að ná stjórn á þeim. Hönnunin gerir þessum köldu köllum fært að hoppa fram af hverju sem er, svo framarlega sem viss lág- markshæð sé fyrir hendi, að því er virðist um 200 metrar. Arne og hans menn hefja stökkin í Vermont-fylki, síðan er haldið til New York þar sem hugmyndin var að gluða fram af tvíburaturnunum sálugu. Ekkert verður úr því. Þá er landið þverað og stokkið ofan af há- hýsi í Los Angeles. Öllu glæfralegra er stökk ofan af Golden Gate-brúnni yfir San Fransisco-flóann, eftir lend- inguna urðu kempurnar að liggja í felum í tæpan sólarhring fyrir sveit- um lögreglumanna sem leituðu þess- ara brjálæðinga stíft, enda uppátæk- ið sjálfsagt ekki til fyrirmyndar í augum yfirvaldanna. Félagarnir sluppu með skrekkinn og að grotna niður í Folsom Prison, eða einhverjum öðrum, ámóta ynd- islegum stað. Þess í stað hefja þeir sig til flugs af hæðum í Arizona og enda svo þennan dauðaleik með því að fleygja sér fram af ofurháum út- sýnisturni í Las Vegas. Það atriði er langbest gert og unnið og með ólík- indum að þessi glæframenni sleppa án þess að skrámast eða lenda í klóm löggunnar. Sannarlega taugatrekkjandi atriði og eitt þess virði að kíkja á myndina, sem geldur þess að vera unnin af vanefnum og kolólöglegt efnið unnið rétt fyrir framan nefið á lögreglunni. Einstök mynd í sinni röð sem gæti orðið, snyrtilega klippt og skorin, fræg á skjánum í þáttum á borð við Discovery. KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjórn og klipping: Dúi Másson. Kvik- myndataka: Arna Aarhus, Ivar Wulff o.fl. Fallhlífarstökkvarar: Arne Aarhus, Liro Seppanen, Jeb Corliss. Framkvæmda- stjóri: Arndís Bergsdóttir. Sýningartími 100 mín. Idiot kvikmyndagerð. Ísland 2002. Arne í Ameríku Arne stökk af björgum fram Sæbjörn Valdimarsson AUKASÝNING verður á leikritinu Blessað barnalán annað kvöld, laug- ardagskvöld, kl. 20, en það er Leik- félag Akureyrar sem sýnir verkið í íslensku Óperunni. Blessað barnalán er ærslafullur gamanleikur – eða farsi, og var verkið samið sérstak- lega fyrir Leikfélag Reykjavíkur og sett upp af LR í Iðnó fyrir rúmum tuttugu árum. Aukasýning á Blessuðu barnaláni PÍKUSÖGUR verða sýndar í 95. sinn í kvöld og verður sýningin færð yfir á Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu að þessu sinni. Sýningin er síðbúið innlegg í Alþjóðlegan baráttudag kvenna sem var laugardaginn fyrir páska, en þá er lögbundið frí í leik- húsinu. Sýningum fer nú fækkandi í Reykjavík, þar sem leikkonurnar eru bundnar í öðrum sýningum. En sýningar eru ráðgerðar á Akureyri og í Fjarðabyggð síðar í mánuðinum. Leikkonur í Píkusögum eru Hall- dóra Geirharðsdóttir, Jóhanna Vig- dís Arnardóttir og Sóley Elíasdóttir. Leikstjóri er Sigrún Edda Björns- dóttir. Píkusögur á Stóra sviðið ARTISTS’ TALK – Listamanna- spjall nefnist röð óformlegra fyr- irlestra og funda sem hefjast í Ný- listasafninu í dag, laugardag, kl. 17. Listamenn koma saman til að ræða og kynna verk sín og er það Elina Medley frá Catalyst Arts í Belfast sem byrjar ferlið og kynnir starfsemi sinnar stofnunar og ein- staka listamenn á vegum hennar. Það er NIFCA, Nordic Institute For Contemporary Art sem stend- ur að þessari fyrirlestraröð. Sex spjallfundir eru fyrirhugaðir í Ný- listasafninu á meðan á verkefninu stendur en á sama tímabili verða haldnir viðlíka fundir í sjö öðrum þátttökulöndum. Þá kynna í fyrirlestraröðinni, forsvarsmenn sjálfstætt rekinna liststofnana, Oslo Konsthall og Catalyst Arts-Belfast, starfsemina þar. Listamanna- spjall Nýlistasafnið Á UNDANFÖRNUM vikum hafa um 1.000 gestir látið skrá sig í svo- kallaðar „söguveislur“ sem hefjast að nýju í byrjun apríl í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Að sögn Arthúrs Björgvins Bollasonar, forstöðu- manns Sögusetursins, er um að ræða samfellda Njáludagskrá sem er í boði fyrir hópa á laugardögum á tímabilinu 6. apríl til 15. júní. Dagskráin hefst með rútuferð frá Hvolsvelli um söguslóðir Brennu- Njálssögu í Rangárþingi, með sér- fróðum leiðsögumanni. Að því búnu er komið aftur í Sögusetrið á Hvols- velli og gestir leiddir á lifandi hátt um sýninguna Á Njáluslóð. Þá tek- ur við þríréttaður kvöldverður í Söguskálanum (miðaldaskála Sögu- setursins), sem er fram borinn af griðkonum í miðaldaklæðum við flöktandi skímu frá kyndlum sem loga á fornum röftum. „Undir borð- um sjá heimamenn um að skemmta fólki með kátlegum leik um hjóna- bandsvandræði Gunnars og Hall- gerðar, auk þess sem hinir söngv- arar Sögusetursins kyrja syrpu af Njálusöngvum – í fullum herklæð- um,“ segir Arthúr. Njálusönghópurinn í för utan Njálusönghópur Sögusetursins er á förum til Þýskalands í byrjun maí. Þar mun hópurinn flytja söngleik- inn Gunnar á Hlíðarenda á nokkr- um stöðum í boði innfæddra, auk þess sem Flugleiðir og samgöngu- ráðherra styrkja ferðina. Söngleik- urinn um Gunnar var frumsýndur í fyrra og ætlunin er að hefja sýn- ingar á honum að nýju í Sögusetr- inu í byrjun júlí. „Auk þess mun hópurinn, sem á ensku hefur fengið nafnið The Saga Singers, koma fram í bandarískum sjónvarpsþætti um Ísland sem tek- inn verður upp nú í apríl og þýska sjónvarpsstöðin NDR hefur einnig látið í ljósi áhuga fyrir að senda myndatökufólk til Íslands í apríl í því skyni að gera sérstakan þátt um félagana í sönghópnum, þar sem þeir yrðu myndaðir við dagleg störf sín í Rangárþingi,“ segir forstöðu- maðurinn Arthúr Björgvin. Söguveislur á Njáluslóðum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ DAGATÖLIN Af ljósakri, sam- vinnuverkefni hjónanna Harðar Daníelsson ljósmyndara og Krist- ínar Þorkelsdóttur hönnuðar, hafa síðustu árin vakið verðskuldaða at- hygli fyrir fagmannlega teknar panórama myndir Harðar og smekklegt útlit sem Kristín á heið- urinn af. Nú hafa hjónin tekið höndum saman við gerð tveggja bóka, þeirra fyrstu í flokki sem þau kalla Seið Íslands og fjallar önnur um Þingvelli og hin um Snæfellsnes. Þetta eru bækur í litlu broti en aflöngu, enda myndirnar flestar í breiðu panórama formi. Þrátt fyrir smátt brotið njóta myndirnar sín ákaflega vel á síðunum, enda um- búnaðurinn allur hinn fagmannleg- asti og prentararnir í Odda hafa skilað mjög góðu verki. Hörður er ákaflega natinn og vandvirkur ljósmyndari sem hefur náð góðum tökum á myndbygg- ingu innan aflangs panórama- formsins. Hann hefur sótt þessi svæði heim á öllum tímum árs, í ólíkum birtuskilyrðum þótt veðrið sé oftast nær á blíðari nótunum. Bókin um Þingvelli ber undirtit- ilinn Í ljósi árstíðanna. Þar byrjar Hörður á að sýna litbrigði hausts- ins á þessum helgasta stað þjóð- arinnar, hann sýnir hraun og söln- uð lauf, vatnið og ólíkar ásjónur formmyndana í náttúrunni. Svo rekur hver árstíðin aðra; það er kyrrð og tign yfir vetrarmyndun- um og þegar vorar leysir ísa af vatninu, lífið vaknar aftur og svo brestur sumarið á, með ferða- mannafjöld í Almannagjá og höf- ugum litum í birkikjarrinu. Bókinu lýkur með endurkomu haustsins, eilífri hringrás náttúrunnar. Bókin um Snæfellsnes hefur einnig undirtitil, Í ljósi hafs og jökuls, en þorri myndanna er tek- inn vestast á nesinu, með jökulinn í öndvegi. Kaflarnir fjalla um jök- ulinn, hraunið, ströndina og hafið; sýnin er nokkuð einsleitari en í bókinni um Þingvelli, en sjónar- hornin eru falleg, vel valin og rík tilfinning fyrir tilbrigðum í birtu. Hörður sýnir tignarlegan jökulinn á sérstaklega fjölbreytilegan hátt og þá er samband strandar og hafs iðulega sýnt í áhugaverðu og fal- legu ljósi. Ágætir ljóðrænir formálar eru í báðum bókunum; einskonar hug- vekjur um svæðin og upplifanir á þeim. Með myndunum eru einnig ljóð- rænir myndatextar sem hefðu mátt missa sín, myndirnar eru nægilega áhrifamiklar, lýrík í sjálfu sér, og þurfa ekki á hug- lægum lyklum í textaformi að halda. Í hönnun bókarinnar er leikið með möguleika í uppsetningu og litatónum á síðum, allt af mikilli smekkvísi. Þorri myndanna fyllir opnu og flæðir, á milli eru aðrar minni sem brjóta flæðið upp á ljómandi hátt. Þessar bækur eru aðstandend- um til sóma og þrát fyrir að brotið sé ekki stærra þá njóta myndirnar sín ákaflega vel. Það verður áhugavert að sjá hvar Hörð ber niður næst í þessum flokki bóka um seið Íslands. BÆKUR Ljósmyndir eftir Hörð Daníelsson. Hönnunarstjóri: Kristín Þorkelsdóttir. Prentun og bók- band: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Iceland Review 2001 SEIÐUR ÍSLANDS: SNÆFELLSNES / SEIÐUR ÍSLANDS: ÞINGVELLIR Ljóðræn- ar sýnir Úr Þingvallabók Harðar Daníelssonar. Einar Falur Ingólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.