Morgunblaðið - 05.04.2002, Síða 58

Morgunblaðið - 05.04.2002, Síða 58
DAGBÓK 58 FÖSTUDAGUR 5. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss og Lagarfoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Leonid Novospasskiy kemur í dag. Ljósafoss fór í gær, Olga kom í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 leikfimi og vinnustofa, kl. 12.45 dans, kl. 13 bókband, kl. 14 bingó. Kynning í kaffitímanum frá Lyfjum og heilsu, kaffiveitingar í þeirra boði, allir velkomnir. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíðastofan. Allar upplýsingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9–12 bók- band, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 10–17 fótaað- gerð, kl. 13 frjálst að spila. Harmónikkuball verður fimmtudaginn 11. apríl kl. 16. Ragnar Leví spilar á nikkuna. Kaffi og meðlæti. Skráning í síma 568 5052. Allir velkomn- ir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum fimmtu- daga kl. 17–19. Les- klúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga á föstudögum kl. 11. Pútt- kennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. 8–16. Kennsla í línu- dansi byrjar í Damos mánud. 15. apríl kl. 20. Ferð verður á Sæ- dýrasafnið í Höfnum og til Keflavíkur 16. apríl, lagt af stað kl. 13 frá Damos. Skráning í s. 586 8014 e.h. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 9 opin handa- vinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Opið hús verður í Gull- smára 13 laugardaginn 6. apríl kl. 14. Dagskrá upplestur, hljóðfæra- leikur o.fl. Kaffi og meðlæti. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13. „opið hús“ spilað á spil. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Myndlist og brids kl. 13.30. Leik- húsferð miðvikud. 10. apríl kl. 14 að sjá leik- ritin „Í lífsins ólgusjó“ og „Fugl í búri“ sem Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði, Glæsibæ. Skráning í Hraunseli, s. 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga kl. 10– 13. Kaffi, blöðin og mat- ur í hádegi. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ, fé- lagsheimili Félags eldri borgara söng- og gam- anleikinn „Í lífsins ólgu- sjó“ minningar frá ár- um síldarævintýranna. Og „Fugl í búri“, dramatískan gamanleik. Næstu sýningar: föstud. 5. apríl kl. 14 og sun- nud. 7. apríl kl. 16. Sýn- ingum fer fækkandi. Miðapantanir í s.: 588 2111 og 568 9082. Heilsa og hamingja laugard. 13. apríl kl. 13.30 í Ásgarði, Glæsibæ. Hóprann- sóknir á vegum Hjarta- verndar, Vilmundur Guðnason, for- stöðulæknir Hjarta- verndar. Fræðslunefnd FEB hvetur fólk til að mæta og kynna sér málefnin. Á eftir hverju erindi gefst tækifæri til spurninga og umræðna. Sparidagar á Örkinni 14.–19. apríl, skráning á skrifstofu FEB. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikud. frá kl. 10– 12 f.h. í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 9.30 göngu- hópur, kl. 14 brids. Op- ið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Félagsstarfið Furu- gerði. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og út- skurður, kl. 14 bingó, kl. 15 kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 9.30 boccia umsjón Óla Sítna, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 14 kóræfing. Veit- ingar í veitingabúð. Upplýsingar um starfs- semina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9.15 rammavefnaður, kl. 13 bókband, kl. 13.15 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 10 glerlist, Gleðigjafarnir syngja kl. 14–15. Hraunbær 105. Kl. 9– 12 baðþjónusta, kl. 9–17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9 handa- vinna, bútasaumur, kl. 11 spurt og spjallað, kl. 14 bingó. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, leikfimi og postulín, kl. 12.30 postulín. Fótaaðgerð, hársnyrting. Þjónusta félagsþjónustunnar er öllum opin án tillits til aldurs eða búsetu í Reykjavík. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10 boccia. Félagsstarfið er opið öllum aldurs- hópum, allir velkomnir. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í að- alsal. Sigrún Ingv- arsdóttir félagsráðgjafi verður með viðtalstíma á föstudögum kl. 14–16. Tímapantanir í af- greiðslu s. 562 7077. Kl. 15 kemur Björn Bjarna- son í heimsókn og Karl Jónatansson harm- onikkuleikari leikur fyr- ir dansi. Rjómaterta með kaffinu. Allir vel- komnir. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 12.30 leirmótun, kl. 13.30 bingó. Háteigskirkja, aldraðir. Samvera í Setrinu kl. 13–15. Kl. 13.30 teflt, spilað og rabbað, söng- ur með Jónu, vöfflur með kaffinu. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur á morgun kl. 21 í Konna- koti, Hverfisgötu 105, Nýir félagar velkomnir. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (um 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laug- ard. kl. 15–17 á Geysir, Kakóbar, Aðalstræti 2 (Gengið inn Vesturgötu- megin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Kvenfélag Grens- ássóknar. Fundur í safnaðarheimilinu mánudaginn 8. apríl kl. 20. Gestur verður Val- gerður Gísladóttir. Kaffiveitingar. Barðstrendingafélagið, heldur skemmtun í Breiðfirðingabúð við Faxafen laugardaginn 6. apríl kl. 22. Kvenfélag Óháða safn- aðarins. Aðalfundur verður þriðjudaginn 9. apríl. kl. 20.30 í Kirkjubæ. Minningarkort Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla) sími 588 8899. Í dag er föstudagur 5. apríl, 95. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Jesús sagði þeim: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir.“ (Jóh. 6, 35.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 hrynjandi, 8 eflum, 9 óhræsi, 10 forfeðrum, 11 lokar, 13 fyrirboði, 15 tími, 18 borða, 21 stefna, 22 fátið, 23 kjánar, 24 pretta. LÓÐRÉTT: 2 rándýrs, 3 stór, 4 óstel- víst, 5 blaði, 6 óþolin- mæði, 7 snædd, 12 fag, 14 hress, 15 vökvi, 16 mergð, 17 afreksverkið, 18 vinna, 19 hyggst, 20 nytjalanda. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 sýkil, 4 flekk, 7 nafar, 8 aldin, 9 tak, 11 alin, 13 erta, 14 ábóti, 15 skýr, 17 rúmt, 20 ást, 22 tafls, 23 ræfil, 24 glaum, 25 gæðin. Lóðrétt: 1 senna, 2 kafli, 3 lært, 4 flak, 5 Eddur, 6 kanna, 10 atóms, 12 nár, 13 eir, 15 sótug, 16 ýlfra, 18 úlf- úð, 19 talin, 20 ásum, 21 treg. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... UPPÁHALDSHVERFI Vík-verja í Reykjavík er gamla miðborgin. Hún hefur allt mögu- legt, sem önnur hverfi í borginni hafa ekki, til dæmis mannlíf; í mið- bænum er fólk oft á gangi án þess að það sé bara að skjótast á milli húsa eða á leiðinni heim til sín að elda matinn eða fara að sofa eins og víðast annars staðar í Reykja- vík. Miðbærinn hefur skemmtilega blöndu af verzlunum, veitingahús- um, þjónustufyrirtækjum, skólum, kirkjum, opinberum stofnunum, listasöfnum, leikhúsum, kvik- myndahúsum o.s.frv. Miðbærinn líður vissulega fyrir að vera að sumu leyti byggður af vanefnum en að öðru leyti af stórhug og myndarbrag, að hluta í þjóðlegum stíl, að hluta í alþjóðlegum og að hluta – alltof stórum hluta að mati Víkverja – á tímabili þegar arki- tektar duttu úr sambandi við feg- urðarskyn og tilfinningu fyrir hlut- föllum og teiknuðu bara stór og hagkvæm karakterlaus hús í þágu notagildisins. Og allur er Miðbær- inn byggður á skjön við flest, sem getur talizt skynsamlegt skipulag. En að sumu leyti er þetta kaos þó hluti af sjarma miðborgarinnar. NÚ Í aðdraganda borgarstjórn-arkosninganna eru málefni Miðbæjarins talsvert til umræðu og sýnist sitt hverjum. Víkverji getur tekið undir með þeim, sem finnst Miðbærinn hafa látið á sjá. Hann er subbulegur og útkrotaður og það er ekki lengur hægt að vera þar öruggur um líf sitt og limi að kvöld- og næturlagi. Að mati Víkverja mætti laga miðbæj- arbraginn mikið með virkri og sýnilegri löggæzlu. Hann er líka sammála því að stöðugjaldaofstæki Bílastæðasjóðs hefur fyrir löngu gengið út í öfgar og væri nær að hafa þann einkennisklædda her, sem á degi hverjum raðar hundr- uðum eða þúsundum sektarmiða undir rúðuþurrkur á bílum í mið- bænum, í því að halda miðborginni hreinni, taka í lurginn á veggja- kroturum og hjálpa gömlu fólki yf- ir götur. x x x VÍKVERJI botnar hins vegarekkert í þeim, sem vilja hleypa nýju lífi í Miðbæinn með því að fara að rífa þar gömul og friðuð hús. Gömlu húsin eru afar mikilvægur hluti af aðdráttarafli Miðbæjarins og það væri misráðið að fórna þeim. Sumir segja að gömlu húsin séu svo lélegt verzl- unarhúsnæði. En hvað ef Miðbær- inn væri allur úr steypu, stáli og gleri með límtré í bland? Væri hann þá ekki bara ópraktískari út- gáfa af Smáralind eða Kringlunni? Og af hverju ætti fólk þá frekar að koma þangað til að verzla en í stóru verzlunarmiðstöðvarnar? Gömlu húsin eru lélegt verzlunar- húsnæði af því að þeim hefur ekki verið haldið við og kaupmenn hafa oft gert á þeim skelfilega ósmekk- legar breytingar, þannig að feg- urðarskyn viðskiptavina þeirra kemur allt skrámað og krambúler- að úr bæjarferð. Það á að gera gömlu húsin upp af myndarskap og þá verður gaman að verzla í þeim. Víkverji hefur líka heyrt kaup- menn amast við fjölgun veitinga- húsa í Miðbænum á kostnað verzl- ana. Veitinga- og kaffihúsin eru hins vegar ein meginástæða þess að Víkverji vill verzla í Miðbænum – hann getur t.d. alls ekki farið inn í kvenfatabúð með konunni sinni á fastandi maga. Kann einhver þetta ljóð? HANN karl faðir minn (Halldór Friðriksson, Steinholtsvegi 12, Eski- firði) bað mig um að kanna hvort hægt væri að fá birtan hluta úr kvæði sem hann lærði hjá móður sinni ungur drengur. Hann langar að vita hvort einhver kann allt kvæðið. Vísan sem hann man eftir er svona: Já, einstæðinginn allir smá./ Hann er sem lítið blóm,/ sem visin grein/ sem fölnað strá/ sem freðin voða tár. Lag: Þú sæla heimsins. Ekki er víst að þetta sé allt rétt eftir haft, en gaman væri að vita hvort einhver man eftir þessu. Kveðja, Helgi Halldórsson, Laugateigi 50, Reykjavík. Viðtalsþættir VIÐRÆÐUÞÁTTUR Guðlaugs Þórs og Helga Hjörvar var dæmigerður fyrir dónaskap vinstri- manna. Helgi byrjaði með að tína fram einhver ósköp sem lögfræðingur- inn væri búinn að gera þótt málið snerist fyrst og fremst um Strætó. Síðan fékk Guðlaugur Þór að- eins að segja nokkur orð, þá greip Helgi frammí. Stjórnendur viðtalsþátta virðast vera óhæfir í störf sín sbr. Kastljósþáttinn 21. þessa mánaðar með borgarstjóra og Birni Bjarnasyni. Þessu verður að breyta. Matthildur Ólafsdóttir. Efnisafgangar Í VELVAKANDA fyrir stuttu spyr kona um það hverjir taki á móti göml- um efnisafgöngum. Ég held að þeir á Sól- heimum taki við efnisaf- göngum og noti í vefnað en ég er þó ekki alveg viss en ákvað að koma þessu á framfæri. Kveðja, Sólveig. Röng dagsetning HAFSTEINN Hjaltason hafði samband við Velvak- anda vegna pistilsins um áltál sem birtist í Morg- unblaðinu 3. apríl sl. Þar gaf hann upp ranga dag- setningu. Þar á að standa í DV 26. febrúar sl. Getur einhver gefið góð ráð? ER einhver þarna úti sem bíður eftir að skipt sé um liði í hnjám? Ég er að bugast af verkjum og þætti gott ef einhver gæti gefið mér góð ráð við verkjunum og hefur verið/ er í sömu aðstöðu og ég. Vinsamlegast hafið sam- band við Sveinbjörgu Haraldsdóttur í síma 555- 1931. Tapað/fundið Hestamenn athugið NÝ geldýna tapaðist á skírdag á leiðinni Kópa- vogur-Heimsendir-Hafn- arfjörður. Dýnan er ný og keypt erlendis og er eig- andanum afar mikilvæg. Skilvís finnandi er vin- samlegast beðinn að hafa samband í síma 698-6717 eða 565-7643. Dýrahald Kanínustrák vantar heimili ÁRSGAMALL kanínu- strákur leitar að góðu heimili. Upplýsingar í síma 866-7179. Lítill gári óskast ÓSKA eftir litlum kven- kyns páfagauk – gára – fyrir maka. Helst hvítum eða ljósum. Vinsamlegast hafið samband við Eddu í síma 588-1220. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is MIG langar til að lýsa undrun minni yfir mynd- inni Krossgötur sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu á annan í páskum. Myndin gerist á geðdeild og þar eru í aðalhlutverki geð- læknir og sjúklingur hans sem er ung kona. Lýs- ingin á hugarheimi kon- unnar var á margan hátt listræn en því meira stakk í stúf túlkunin á öðru vistfólki deild- arinnar sem var gert að gargandi óargadýrum. Hver yrðu viðbrögð al- mennings ef sambærileg mynd yrði sýnd þar sem jafn röng og ógeðsleg mynd yrði dregin upp t.d. af þroskaheftu eða fötl- uðu fólki? Þessi mynd lýsti fá- fræði og fordómum í garð fólks sem á við geð- ræn vandamál að stríða. Til samanburðar má nefna myndina Englar al- heimsins þar sem fjallað var um þetta efni af skiln- ingi og þekkingu. Það er orðið löngu tímabært að fólk geri sér grein fyrir því að geðræn vandamál eru sjúkdómar rétt eins krabbamein. Selma. Krossgötur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.